Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 6

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 6
„ENGINN ER VONLAUS” Hér fer á eftir viðtal við tvo alcoholista á Akranesi, þá Sig- urð Guðmundsson, vélstjóra og Guðbrand Kjartansson, lækni. Þéssir tveir menn voru orðnir langt leiddir í drykkju, en í haust varð breyting á. Báðir starfa þeir mikið í AA-félags- skapnum og einnig í félagsskapn um SÁÁ. Guðbrandur dvaldi um Sigurður Guðmundsson er einn þeirra sem starfar í Sam- tökum áhugafólks um áfengis- vandamálið. — Hvenær er það sem þú ger ir þér grein fyrir að þú ert alcoholisti? Fyrir 7 árum fannst mér mínum málum þannig háttað varðandi áfengisnotkun, að ég taldi það ekki vera í lagi. Áður var ég að vísu búinn að reyna ýmislegt sjálfur til að bæta mig en það sótti ávallt í sama farið aftur. Svo var það á sl. vetri að ég hafði mig í að ræða við mann í Reykjavík, sem ég hafði heyrt um að væri með nýstárlegar að- ferðir við afvötnun alcoholista. Ég fór til þessa manns og ræddi mín mál við hann. Hann sagði mér ýmislegt frá sjálfum sér og mér fannst margt af því koma heim og saman við það sem ég átti við að stríða. 1 þessu samtali okkar varð það að ráði að við hefðum símasam band sem oftast, og hann gaf mér mörg góð ráð. Þá fyrst tel ég að ég hafi fengið vitneskju um það, sem ég átti við að stríða. Sl. haust var svo stofnaður félagsskapur sem heitir Samtök áhugafólks um áfengisvanda- málið og var ég þar einn af stofnfélögum. Þessi félagsskap- ur hefur það að markmiði að út- rýma fordómum og breiða út fræðslu um alcohol og alcohol isma. Einnig eru samtökin búin að koma á stofn afvötnunar- stöð í Reykjadal í Mosfellssveit. Framhaldið á starfseminni verð ur að öllum líkindum það, að koma á fót eftirmeðferðarstofn- un sem væntanlega verður sett á stofn í vor. Afvötnunarstöðin í Reykjadal er ætluð fólki sem á við áfengis vandamál að stríða, og þar er farið í gegnum viku prógram, og þar koma m.a. AA-menn og kynna sína starfsemi. Þessi fræðsla er til þess að fólk geti staðsett sig í sjúkdómnum. Eft- ir að fólk hefur verið þarna í viku tíma, er því eindregið ráð lagt að sækja AA-fundi, því það er raunverulega okkar meðal. AA-deild hefur verið stofnuð hér á Akranesi og það er hlut- ur sem ég tel að hefði þurft að vera kominn fyrir mörgum ár- um, vegna þess að miðað við fólksfjölda ætt skv. prósentu annars staðar frá að vera hér um 100 manns sem ætti við al sex viktaa skeið á Freeport sjúkrahúsinu í New York og gekk þar í gegnum stranga með ferð og um þessar mundir er Sigurður staddur í Bandaríkj- unum að kynna sér ýmislegt í sambandi við áfengisvamir. Þessi formáli verður ekki lengri og nú gefum við þeim félögum orðið. varlegt áfengisvandamál að stríða. — Hvað varstu orðinn langt leiddur þegar þú tókst þig til og hættir? — Ég var orðinn ansi slæmur í drykkjunni að ég tel. Ég gat ekki orðið hugsað mér að fá í glas nema að halda áfram 1-2- 3 eða jafnvel 4 daga. Þegar þannig er komið fyrir manni, þá leiðir það af sjálfu sér að maðurinn fær enga ánægju út úr því að fá sér drykk, vegna þess, að þegar alcoholisti er búinn að fá sinn fyrsta sopa, þá getur hann ekki sagt fyrir um sínar gerðir, vegna þess að sá sem er einu sinni alcoholisti verður það allt sitt líf. En það er hægt að halda alcoholisman- um niðri og það gera þúsundir manna með veru sinni í AA. Þegar maður er kominn þetta langt niður í brennivín, þá skap- ast hjá manni eitthvert ástand sem maður getur ekki losað sig einn frá. En ef maður hefur félagslega aðstoð þá er þetta hægt. — Var þetta farið að há þér við vinnu? Ég stundaði nú þannig at- vinnu að ég hafði nokkuð frjáls an vinnutíma og gat því ansi oft drukkið. Þetta hefur sjálf- sagt komið niður á vinnunni, því maður sem drekkur svona, skilar aldrei fullum afköstum. — Hvað með fjölskyldum- ar? Missa þær sína kunningja og jafnvel einangrast? Tvímælalaust tel ég það að miklu leyti. Ég er fyrst að upp- götva það núna eftir 6 mánaða tímabil, sem ég hef verið edrú, að ég á alveg skínandi fjöl- skyldu. Þetta veldur ef til vill mörgum undrun, en svona er þetta nú samt. Ég tel að þetta sé vegna þess að á undanförn um mánuðum hef ég öðlast viss an þroska sem ég hef ekki orð ið var við áður. og ég tel að sá þroski eigi eftir að aukast. — Hveraig heldurðu að f jöl- skyldu þinni og vinum hafi orð- ið við þegar uppgötvaðist, að þú varst kominn á þetta stig? Ég verð að segja, að ég hef notið allrar hugsanlegrar að- stoðar sem ég hef farið fram á, í sambandi við mitt vanda- mál. Og ég tel að það sé mikil nauðsyn fyrir þann sem er að ná sér upp úr slíku, að hann hafi sína fiölskyldu og vini með sér í baráttunni. — Þú hefur rætt um SÁÁ og AA. En hvað með stúkuna? Kemur hún hvergi inn í þessa mynd? Geysilega margir stúkumenn eru félagar í SÁA, en ég held að stúkan sem slík, sé ekki réttur vettvangur fyrir of- drykkjufólk, vegna þess að það hefur sýnt sig í meðferð á alco- holistum, að það gefur besta raun að starfsfólkið á meðferð- arstofnununum sé alcoholistar, sem náð hafa bata. Ég held að það sé vegna þess að við með- ferðina er reynt að nota kærleik- ann tíl að komast að fólkinu og fá það til að opna sig. Og það er eftirtektarvert að þegar fólk er búið opna sig um vandamál, þá er þegar töluverðum árangri náð til bata. — Stúkufólk hefur fengið orð fyrir að vera of fanatískt. Tel- urðu að það hafi áhrif, og er möguleiki á því að stúkurnar séu úreltur félagsskapur? Ég tel það. Vegna þess að ég held að stúkan sé ekki í takt við tímann. — Hvenær er maður orðinn alcoholisti? Ég get ekki svarað því öðru vísi en þannig, að fyrsta merk- ið tel ég vera, þegar maður þarfnast þess að „rétta sig af“ sem kallað er, þá eigi hann að fara að skoða hug sinn um þessi mál. Ég get sagt það frá sjálf- um mér, að ég byrjaði ekki að — Guðbrandur! Hvenær byrj aðir þú þína drykkju? Ég byrjaði að drekka þegar ég var í menntaskóla. Þá var þetta nú til að vera eins mikill maður og hinir. Ég held nú raun verulega, án þess að hafa gert mér grein fyrir því fyrr en á sl. hausti, að ég hafi snemma byrjað að sýna ýmsar tilhneig- ingar sem benda á, að ég hafi fljótlega orðið það sem kallað er alcoholisti. En alcoholisti er sá maður, sem eftir einn drykk getur ekkert sagt fyrir um sín- ar næstu gerðir eða athafnir. Hjá mér fer drykkja að verða verulegt vandamál fljótlega eft ir að ég útskrifast úr læknis- fræði. Það fer fljótlega að bera á alls konar vandamálum. Mað ur fer að upplifa algört minnis- leysi, sem hefur oft þjakað mig mjög, sérstaklega sl. tvö ár. Ég held að ég hafi ekki smakkað vín án þess að bæri á slíku. Þetta eitt álít ég merki þess að viðkomandi sé algjör alcoholisti. Síðan hefur þetta farið stig versnandi, því þessi sjúkdómur fer alltaf versnandi og hætti maður ekki drykkju er aðeins um tvennt að ræða, að maður drekki sig í hel eða endi inni- lokaður á geðveikrahæli. I sambandi við þetta minnis leysi, má geta þess, að margir rugla því saman við að deyja við drykkju. Þetta er tvennt ó- líkt. Munurinn er sá, að í minnis leysi hefur þú ekki hugmynd um eða mannst mjög óljóst eftir á, hvað þú hefur gert, en þú ert rétta mig af fyrr en ég komst í að drekka erlendan bjór. Það var minn fyrsti afréttari. 1 framhaldi af þessu vil ég nota þetta tækifæri til að benda því fólki á sem býr við áfengis- vandamál, að hér er starfandi félagsskapur sem heitir Al- Anon. Þetta er félagsskapur sem er ætlaður eiginkonum/ eiginmönnum og nánum ættingj um eða vinum alcoholista. Ég held að allir þeir sem eiga við áfengisvandamál að stríða hafi mikið gagn af því, að einhver nákominn kynni sér þessa starf semi, vegna þess að fólk sem búið hefur við drykkjuskap hef ur sjálft orðið fyrir skakkaföll um í lífinu, og þarf því að geta byggt sig upp að nýju. Al-Anon félagsskapurinn er opinn öllum sem búa við áfengisvandamál, og við skulum ekki gleyma því, að á bak við hvern drykkjumann eru nokkrar persónur og líf þeirra er í algjörum rústum. Það er staðreynd að þessi félags skapur hefur orðið mörgum manninum og mörgu hjóna- bandinu til bjargar. Ég vil að lokum segja að hver sá sem heldur að hann sé svo langt leiddur í drykkjuskap að hann eigi ekki uppreisnar von að þá hafa staðreyndir talað því máli, að enginn sé vonlaus. vakandi. Þú ert kominn stigi dýpra þegar þú deyrð, því það er sá svefn sem hlýst af aleohol inu, en alcohol er ekkert annað en róandi lyf og verkar sem slíkt á mannslíkamann. — Nú má segja að það verði algjör straumhvörf hjá þér I haust, en þá ferð þú út á Free- port. Yarst þú hvattur til að fara? Flestir vilja halda því fram að þeir fari í meðferð af sjálfs dáðum, og ég hélt það nú reynd ar líka, í og með. Ég er nú hins vegar búinn að gera mér grein fyrir því, að það eru venjulega einhverjir aðrir sem að baki standa, s.s. eiginkonur, vinnu- veitendur, samstarfsmenn og vinir. Ég vil ekki segja að ég hafi farið af sjálfdáðum. Ég átti marga góða að, og ég gerði mér hreinlega ekki grein fyrir hvern ig ég var orðinn, og var því nánast sendur sem bögull út. Það var raunverulega ekki fyrr en eftir fyrstu dagana í meðferð að ég fer að viðurkenna minn sjúkdóm. — Fara menn einir út á Freeport? Nei. Mjög fljótlega eftir að menn fóru þarna út fyrst, sýndi það sig, að ekki var ráðlegt að senda okkur eina í flugvél, því við gátum gert alls konar glappa skot þar, því oft fá menn sér sjúss í flugvélinni og eru svo nestaðir flösku úr fríhöfninni. Því var sú leið tekin upp að fyrrverandi sjúklingur á Free- port fer sem fylgdarmaður og Sigurður Guðmundsson Guðbrandur Kjartansson 6

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.