Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 11

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 11
Æskulýðsstörf... Frh. af bls. 5 sem hefur að markmiði að ná til þeirra sem ekki starfa í félögunum. Hér er um vandasamt verk að ræða, sem krefst kunnáttufólks, þol- inmæði, góðs vilja og skilnings hæjar- búa. Æskulýðsheimili, sem þjóna ætti þessum tilgangi má alls ekki bara verða eitt tilhoð í viðbót fyrir þá krakka sem bjargast vel í dag, það verður að ná til hinna líka. Slikt verður ekki gert með boðum, bönn- um og alls kyns siðareglum sem þess ir unglingar hafa fengið nóg af — það verður að viðurkenna unling- ana eins og þeir eru, ná til þeirra og siðan að reyna að leiðbeina þeim og hafa jákvœð áhrif á þá. Fjárveitingar Æskulýðsstörfin á Akranesi komast ekki lengra á orðunum einum. Þau krefjast nú fjármagns og athafna. Bæjaryfirvöld verða að skilja að æsku lýðsmálin þola ekki að standa í framkvæmdaröðinni — fyrst höfnin svo hitaveitan og loks æskulýðsmál- in. Þau verður að glíma við hér og nú og alltaf, annars fómum við of miklu. Rétt væri að gera áætlun um upp- byggingu aðstöðu, en um leið verður að tryggja félögum og æskulýðs- ráði nægilegt fjármagn til starfsem- innar. Það er of auðveldlega sloppið að segja að peningamir séu ekki til — auðvitað em þeir til — það er bara spuming hvemig þeim er ráðstaf að. Við höfum ekkert að gera við steyptar götur og gangstéttir og aðra veraldlega hluti ef mannlifið gleym- ist. Fjárhagsáætlun Akranesbæjar 1978 hefur 695 millj. kr. sem niðurstöðu tölur, rekstrargjöld em rúmlega 450 millj. kr. og eignabreytingar rúm- lega 240 imillj. kr. Af öllum þessum milljónum fær æskulýðsráð 4 millj. og æskulýðs- og íþróttafélög ca. 5 imillj. alls, að auki fær starfsvöllur- inn 1,6 millj. og vinnuskólinn 2,5 millj. — Þar með er allt upp talið utan skólanna og ýmissar aðstöðu, sem fjármögnuð er af bæ (sundlaug, íþr.hús, íþr.völlur). Bæjaryfirvöld em enn að velta fyrir sér lausn hinna og þessara mála, en þvi miður virðast bráðabirgðalausnir ætla að verða ofan á. Gamla Elliheimilið, sem er gull- vægt tækifæri til þess að stórbæta að stöðu unglinga (sjá tillögur æskulýðs- ráðs þar um) og til þess að skapa þeim verkefni, er rætt um að nýta til bráðabirgða sem heimavist fyrir 14 fjölbrautaskólanema. Húsnæðismál skólanna em komin í óefni og rikisstjómin og alþingi svikja okkur í þeim efntun og vilja hvorki veita fé í nýbyggingu grunn- skólans né lausar kennslustofur. Lausnarhugmynd bæjarstjómar var kjallari iþróttahússins, sem hefði hindrað eða seinkað innréttingu þess húsnæðis sem viðbótaraðstöðu í tengsl um við aðra starfsemi í húsinu, sam- anber hugmyndir æskulýðsráðs þar Þættir úr sögu... Frh. af bls. 9 eskju um hversu lengi menn réru á þessi mið og hvaða veið- ar þeir stunduðu. KVEÐSKAPUK Örnefni koma víða fyrir í kveðskap íslenskra skálda. Kunna einhverjir deili á skáld- skap, þar sem minnst er á ör- nefni tengdum fiskimiðum, boð um og grynningum, leiðum og lendingum og staðarnöfnum á AJcranesi, jafnt gömlum sem nýjum kveðskap. Dæmi: Syðra þú ef sundið þar siglir inn á ranga mar. Vörðu á bakka hjó til kall, beri sú í Hafnarfjall. ÖKNEFNASAGNIB Örnefnasagnir eru oft til mik ils fróðleiks. Dæmi: Forvaða- steinn. „Hann ber nafn sitt af því að þegar ferðamenn voru hér á ferð með lestir og farið var með sjónum yfir Blautós, þá vár mátulegt að leggja af stað, þegar var að byrja að falla frá þessum steini, og var það kallað fyrstu forvöð“. Gaman væri að safna saman slíkum örnefnasögum. ÞJ. Auglýsing frá Verkalýðsfélagi Akraness Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshús- um félagsins í sumar á skrifstofu félagsins, Suður- götu 36, frá og með mánudeginum 17. apríl. Vikudvöl kr. 12.000- greiðist við pöntun. Þeir fél- agar sem ekki hafa dvalið í húsunum áður hafa forgang til 28. apríl. Húsin eru á tveimur stöðum. 1 Ölfushorgum og að Hrauni í Grímsnesi. Stjórnin. m Skólastofuirmréttmg hefði aldrei hentað þeirri starfsemi. Vonandi standa heilbrigðisnefnd og kennarar fast á þeirri afstöðu sinni að ekki skuli grafa grunnskól- ann í kjallaranum. Ég tel nær að kyngja kökunni einn, byggja lausar kennslustofur sem síðar mætti nýta til þess að flýta fyrir því að nýi skólinn tæki til starfa og sem þar á eftir gætu nýst sem sómasamleg húsnæðisaðstaða fyrir varanlegan starfsvöll og gæsluvöll. Slík fjárfesting nú væri ekki til einskis, en það þarf framsýni og hugrekki til þess að taka ákvörðun- ina. Nóg um þessi mál í bili —■ óskandi væri að hægt væri að skapa umræðu um þessi mál — umræðu meðal allra bæjarbúa — því slíkt gæti komið hug myndum á framfæri og leitt til betri lausnar þessara mála. Öskandi væri einnig að skólamir tækju unglinga- málin til uumræðu og að ungling- amir létu óskir sínar og hugmyndir í ljósi við æskulýðsráð og bæjaryfir- völd. Rey kingaven j ur unglinga... Frh. af bls. 1 Haustið 1976 reykja nokkrir 10 og 11 ára drengir daglega, en enginn 12 ára drengur né heldur stúlka í þessum aldurs- flokkum. í 13 ára aldursflokki verður hér mikil breyting á. Þá reykja 12% drengja og 6,5% stúlkna og við 14 ára aldur 23% pilta og 28% stúlkna daglega. I næstu aldursflokkum hækkar þessi hundraðshluti hjá stúlk- unum. Hins vegar fara daglegar reykingar meðal pilta minnk- andi. Spurningunni: „Hvers vegna byrjaðir þú að reykja?“ svara 88,7% í haustkönnun, 88,0% að vori. Svipaður fjöldi bæði vor og haust telur ástæðuna vera forvitni og að foreldrar reyki, en athyglisvert er að færri telja það fínt á sama tíma. Akraneskaupstaður Útsvör og aðstöðugjöld 1978 Samkv. ákvörðun bæjarstjórnar Akra- ness skal fyrirframgreiðsla útsvara og aðstöðugjalda 1978 vera 70% af álögð- um gjöldum fyrra árs. Gjalddagar fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1978 eru 1. febr., 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Vangreiðsla á hluta útsvars eða aðstöðu- gjalds veldur því, að allt útsvar eða að- stöðugjald gjaldandans á gjaldárinu fellur í eindaga 15 dögum eftir gjalddag- ann. — Dráttarvextir af vangreiddum gjöldum eru þeir sömu og hjá innláns- stofnunum og reiknast með sama hætti. Þeir gjaldendur sem ekki eru í fullum skilum við bæjarsjóð eru því áminntir um að gera skil nú þegar, ella verður innheimta gjalda viðkomandi aðila feng- in lögfræðingi bæjarins til innheimtu. Akranesi, 26. janúar 1978 Bæjarritarinn á Akranesi. Frá Skagaver Útsæði væntanlegt næstu daga SKAGAVER hf. Sírnar 1775 og 1776 11

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.