Umbrot - 01.09.1978, Síða 1

Umbrot - 01.09.1978, Síða 1
UM 6. tbl. September 1978 5. árgangur Obreytt meirihlutasamstarf í bæjarstjórnarkosningunum i vor urðu breytingar á fylgi flokk- anna og fulltrúatala þeirra raskaðist nokkuð. Alþýðubandalagið fékk mikla fylgisaukningu og tvo menn kjörna i stað eins áður. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði fylgi og einum manni. Hefur nú þrjá i stað fjögurra áður. Alþýðuflokkurinn bætti við sig verulegu magni atkvæða, en hefur óbreytta fulltrúatölu, tvo menn. Tap Framsóknarflokksins varð mest og munaði ekki nema fáum atkvæðum að þeir töpuðu öðrum manninum, en hann hélt velli og hefur framsókn því tvo menn áfram. Eftir kosningarnar náðist sam- komulag um sama meirihluta og verið hafði áður, þ.e. Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur. 7 fulltrúar á móti 2 framsóknarmönnum. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Valdimar Indriðason. 1. varaforseti Jóhann Ársælsson og 2. varaforseti Rikharður Jónsson. Ríkharður Jónsson og Ólafur Guð- brandsson voru kjörnir skrifarar bæjarstjórnar og Guðmundur Vésteinsson og Daníel Agústínusson til vara. Bæjarráð skipa: Valdimar Indriðason, Jóhann Ársælsson og Guðmundur Véstiensson. Varamenn: Hörður Pálssop, Engilbert Guðmundsson og Rik- harður Jónsson. Varanleg gatnagerð 1 sumar hefur verið unnið við að steypa Kalmannsbraut, á milli Still- holts og Esjubrautar, og hluta af Háholti. Þessi vinna er búin að taka gífurlega langan tíma, eða nánast allt sumarið. Þá stóð til að leggja oliumöl á Skarðsbraut, en það hefur ekki verið gert ennþá. Það er fyrirtækið Hlaðbær sem hefur tekið þetta verk að sér, en þeir leggja einnig 4 km. á Akranesveginn og 1 km á Innesveg- inn (Akrafjallsveg) frá Leyni að kirkjugarðsveginum gamla, en bær- inn mun svo leggja þaðan að Garða- braut. Fyrir nokkrum árum var gerður samningur við Sementsverksmiðju ríkisins þess efnis að hún sæi um að steypa Faxabraut. Samningurinn hljóðaði upp á það að gatan yrði steypt i tveim áföngum. Sá fyrri var steyptur sl. sumar og sá seinni átti að steypast í sumar. Það hefur ekki verið gert og hefur verksmiðjan því frestað þessu verki án samráðs við bæjarstjórn. Þetta er að sjálfsögðu alvarlegt mál. í samtali við bæjarstjórann kom fram að hann teldi fyrirséð að þessu verki yrði ekki lokið í sumar. Unnið að lagningu hitaveitu Um þessar mundir er unnið að lagningu heimtauga fyrir hitaveitu, sem tengjast eiga við kyndistöðina í sjúkrahúsinu. Svæði þetta afmark- ast í stórum dráttum af Merkigerði, Vesturgötu, Stillholti og Kirkju- braut. Nokkur hús innan þessa ramma tengjast ekki hitaveitu í bili og nokkur hús utan þessa ramma tengjast, svo sem fjölbrautaskólinn. Stefnt er að því að tengja þessi hús við kyndistöðina í vetur og verður unnið við verkið eins lengi og veður og aðstæður leyfa. Ekki liggur enn ljóst fyrir hver kostnaður verður á hverja heim- taug, en bæjarstjóri hefur rætt við Helga Jónsson útibússtjóra hjá Landsbankanum um að bankinn láni íbúunum allt að 2/3 hluta kostnaðar og hafa undirtektir af bankans hálfu verið mjög jákvæðar. á vegum dagblaðsins VÍSIS og Bifreiðakl. Kvíkur. Fyrri daginn var ekið um uppsveitir Borgarfjarðar og um kvöldið var siglt til Rvíkur með Akraborg. — Sigurbjörn tók þessa mynd, þegar einn þátttakandinai var að þvo bílinn sinn áður en ekið var um borð S s s ! $ s s s s s s s s s s s s $ s $ $ s „Frarri- kvœmdaleysi“ í vor samþykkti umferðar- nefnd að láta loka Merki- gerði við Kirkjubraut til reynslu. Þetta átti átti að gera til að reyna að minnka hávaða til sjúkrahússins, en hávaði hefur oft verið svo mikill þar, að sjúklengar hafa átt erfitt um svefn. Þessi samþykkt hefur ekki komið til framkvæmda enn vegna „framkvæmda- leysis“ eins og bæjarstjóri orðaði það. Það skyldi aldrei vera að það væru fleiri fram- kvæmdir sem ekki hefðu verið gerðar vegna „fram- kvæmdaleysis?“ Það skal tekið fram að eftir að þessi frétt er skrifuð hefur umrædd lokun komið til framkvæmda og má ætla, að bæjarstjóri hafi viljað hreinsa sig af „fram- kvæmdaleysinu" áður en blaðið kæmi út. > S S s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s Magnús endurráðinn Það vakti athygli að á fyrsta fundi bjarstjórnar eftir kosningar í vor var ekki gengið frá ráðningu bæjar- stjóra. Vitað var að ekki var samstaða innan allra flokka með að Magnús yrði endurráðinn og einnig hafði heyrst að hann hyggðist skipta um starf. Að lokum kom meirihlutinn sér saman um að óska eftir því við Magnús Oddsson að hann gegndi starfinu áfram þetta kjörtímabil, og féllst hann á það. Á fundi 26. júli var siðan gengið frá ráðningunni. A þeim sama fundi óskaði Daniel Ágústínusson eftir því að það yrði upplýst hvers vegna ekki hefði verið gengið frá ráðningu bæjarstjóra fyrr. í svari Magnúsar kom fram, að svo sem öllum væri ljóst, væri starf bæjarstjóra bæði viðamikið og bindandi og því hefði hann verið hikandi við að taka starfið að sér að nýju. Að yfir- veguðu máli hefði hann þó ákveðið að gefa kost á sér til starfsins. Að loknum þessum umræðum var Magnús Oddson endurráðinn bæjar- stjóri til næstu fjögurra ára með 9 samhljóða atkvæðum. Ekki hægt að draga þetta lengur í f jölda ára hefur akvegurínn inn í Garðahverfi verið mikið vandamál. I*;tð má segja að oftast sé nær ófært að aka um þennan-veg. Hér áður fyrr var það alltaf viðkvæði hjá bæjar- yfirvöldum, að ekki væri hægt að fá hefil hjá vegagerðinni nema endrum og eins og þvf yrði þetta að vera svona Síöan þetta var hefur bærinn eignast sinn eigin hefil, en samt sem áður er ástandið síst betra. Það er heflað ótrúlega sjaldan. .tg þegar því er lokið er stór- grýti um allan veginri «._■ djúpar holur komnar eftir nokkra ' klukkulíma. Samkvæmt þessu viröist vegurinn vera ónýtur. Þetta ástand getur að sjálfsögðu ekki eengið lengur. I Garðah\erfi búa orðið a fimmta hundrað manns og umferð gífurlega mikil og hljóta bæjaryfirvöld að verða að ganga þannig frá þessum vegi að hægt sé að aka um hann án þess að menn eigi á hættu að stórskemma bifreiöar sínar. Hér með er skoraó á bæjar- stjórn, að við gerð næstu fjár- hagsáætlunar verði ákveðið að leggja olíuraöl á Garðagrund og Esjubraut (sem er sísl betri) næsta sumar. Það cr líklegt að "Iiiiiiittl endiNi ekki nema í nokkur ár á þessum göturn vegna mikillar umferðar, en þaö er lika vitað að þær verða ekki steyptar næstu árin. Þvi garti þetta verið henlug, og reyndar nauðsynleg bráða- birgóalausn á þessu mikla \ andamáh, sem :.llir eru sam- mála um að sé mikið.

x

Umbrot

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.