Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 2

Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 2
UMBRDT Útgefandi: UMBROT sf. Blaðstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 — Pósthólf 110. Gtróreikn. nr. 22110-4 — Verð kr. 150 'Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. ^ ------------------------------------------ Því verður ekki trúað, að Akurnesingar hafi ekki um eitt og annað að skrifa Enn á ný hefur UMBROT göngu sína, og nú eftir þriggja mánaða sumarfrí. Það er greinilegt að blaðið hefur öðlast ákveðinn sess í bæjarlífinu og fólk vill ekki missa það, ef marka má samtöl við ýmsa aðila nú í sumar. Sífellt er spurt: Hvenær kemur Umbrot næst? Þetta er mjög uppörvandi fyrir þá sem að blaðinu standa og hvetur þá til áframhaldandi útgáfu. En þetta er ekki nóg. Bæjarbúar sjálfir verða að hjálpa til. Það ge.fur blaðinu miklu skemmtilegri blæ, að sem flestir skrifi í það, og því verður ekki trúað, að Akurnes- ingar hafi ekki um eitt og annað að skrifa. Umbrot er opið öllum og við treystum því að Akurnesingar taki sig nú virkilega á í þessu efni og sendi okkur greinar um hvað sem þeim dettur í hug og velsæmi leyfir. Nafn og heimilisfang verður að fylgja með, en ekki er þóskilyrði að birta nöfnin í blaðinu og verður þeim haldið leyndum ef óskað er. Að lokum skal þess getið að þetta blað er unnið í offset í Prentverki Akraness. Prentverkið hefur verið að koma sér upp nýjum tækjum og er þetta fyrsta blaðið sem unnið er í þeim. Því má búast við að einhverjar útlitsbreytingar verði á næstu blöðum, en vonandi verða þær aðeins til að bæta það. Fréttir frá lœknafélagi Vesturlands Starfsemi félagsins hefur verið fremur lítil á undanförnum árum, aðeins einn fundur haldinn, þ.e. aðalfundur og hefur þá jafnframt verið haldinn fræðandi fyrirlestur um læknisfræðilegt efni. A sl. starfsári voru hins vegar haldnir 4 fræðandi fyrirlestrar á vegum félagsins, allir í Sjúkrahúsi Akraness. Aðalfundur félagsins var haidinn i Sjúkrahúsi Akraness þann 6. mai 1978 og var mjög vel mætt á fund- inn. Skýrði fyrrverandi formaður, Pálmi Frimannsson og formaður, Guðmundur Árnason, frá því helsta, sem rætt hafði verið á aðalfundi Læknafélags íslands og formanna- ráðstefnum. Því næst fór fram stjórnarkjör. Fráfarandi stjórn stakk upp á Jónii Jóhannessyni, lækni á Akranesi, sem formanni, Guðbrandi Kjartans- syni, Akranesi, ritara og Arna Ingólfssyni, Akranesi, gjaldkera og voru þeir kosnir samhljóða. Valgarður Björnsson, Borgarnesi, var kjörinn endurskoðandi og Guð- mundur Arnason varafulltrúi á aðalfundi, einnig samhljóða. Tillaga kom fram frá fráfarandi stjórn um stofnun sögunefndar, til að kanna æviferil félagsins, sem mun stofnað í kringum 1955 og hafa á reiðum höndum á 25 ára afmælinu á næsta ári. í nefndina voru kosnir samhljóða læknarnir Bragi Níelsson og Hallgrímur Björnsson. í þessu sambandi var rætt nokkuð um varð- veislu skjala félagsins, en flest skjöl félagsins munu týnd. Var talið koma til greina, að forngripir yrðu geymdir í bókasafni Sjúkrahúss Akraness, en ekki voru gerðar um það neinar samþykktir. Hallgrímúr Björnsson gerður að heiðursfélaga læknafélagsins. Um kvöldið hélt Sjúkrahús Akra- ness kvöldverðarboð fyrir lækna og eiginkonur þeirra. Þar færði frá- farandi formaður, Guðmundur Árnason, Hallgrími Björnssyni, lækni, Akranesi, innrammað heiðursskjal, sem heiðursfélaga læknafélags Vesturlands. Var það gert fyrir margháttuð og farsæl störf hans fyrir íbúa Akraness og nágrennis sl. 41 ár og fyrir störf hans í Sjúkrahúsi Akraness og i læknafélagi Vesturlands. Hallgrímur hafði raunar verið kjörinn heiðursfélagi á aðalfundi vorið 1976 I Borgarnesi og var heiðursskjalið nú staðfesting þess. N Veggsamstæður Um mánaðarmót eru þess- ar veggsamstæður væntan legar. — Ennfremur borð- stofuborð, stólar og hjóna- rúma. Fyrirliggjandi Rococo stólar Sófasett ýmsar gerðir Húsgagnaversl. STOFAN Stekkarholti 10 — Sími 1970 ________________________________________________________ - V 2

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.