Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 9
Þættir úr sögu I Vlíraness Heimildasöfnun til sögu Akraness 3. þáttur Umsjón: Dorsteinn Jónsson I fyrri hluta þessa þáttar rakti ég laus- lega sögu þeirra húsa hér á Akranesi sem voru í byggð um síðustu aldamót. Nú standa aðeins eftir fjögur aldamótahús, Efri-Lambhús, Læknishús, Vegamót og Neðri-Sýrupartur, sem er þeirra elst. Mörg húsaheiti aldamótanna hafa þó varðveist með endurnýjuðum húsum sbr. síðasta þátt. í þessum þætti verða skráð þau hús, sem gengu undir ákveðnu nafni fyrir tíma hefðbundinna götunúmera og standa enn þann dag í dag. Hugmyndin var að gefa húsunum númer og færa þhu inn á kort af Skaganum, en erfitt var á0 koma því við svo vel færi og munu þau því verða skráð eftir númerum við núverandi götuheiti. Ég vil ítreka þá ósk mína að áhugasamir Skagamenn um söguritun bæjarfélagsins verði þættinum að liði með því að lána þau heimildargögn, ljósmyndir o.fl. er þeir kunna að hafa undir höndum. Margir hafa gefið mér góðar vísbendingar, en hugboð hef ég um að víða leynast merki- legar skráðar heimildir og að margir Akur- nesingar búi yfir mikilbægum fróðleik, sem sárt væri að missa af. Vona ég því, að sem flestir verði þættinum að liði og hafi samband við mig, skriflega til blaðsins eða komi skilaboðum til foreldra minna, í síma 1314 og mun ég þá koma mér í samband við viðkomandi aðila. Fyrsta byggðarskipulag fyrir Akranes var gert árið 1927. Þá voru hér aðeins tíu götur, en með þessu nýja skipulagi verða þær tuttugu og þrjár og eru þær þá flestar skírðar að nýju og nöfn þeirra sótt í norrænu goðafræðina, t.d. Mímisstígur, Fáfnisvegur, Fjölnisvegur, Freyjugata, Óðinsgata, Baldursgata, Sleipnisvegur og Þórsgata. Þessi götuheiti haldast til ársins 1946 er nýtt byggðarskipulag kemur til og eru göturnar þá flestar nefndar eftir göml- um húsum hér. Flestur íveruhúsum er hér gefið nafn til ársins 1930 og eftir þann tíma er mér vitanlega aðeins einu húsi gefið nafn og er það árið 1934, er Seddelja Jónsdóttir byggir lítið timburhús og nefnir Vindás, sem stendur nú við Suðurgötu nr. 122. Húsaheitin ver& nú skráð eftir götu- heitum og númerum: akurgerði 1 Reykir, 4 Valdastaðir, 5 Traðarbakki, 9 Hábær, 10 Hóll, 11 Bræðratunga, 13 og 15 Austurvellir, 17 Suðurvellir, 22 Ólafsvellir. akursbraut 17 Sólbakki, 24 Sandgerði. BAKKATÚN 14Deild, 18 Deildartunga, 20 Syðstibakki, 24 Vestribakki. BÁRUGATA 16 Bjarmi, 18 Hof, 19 Sólvangur, 20 Reynivellir, 20A Tunga, 22 Hlíð, 23 Sigurhæð. BREIÐ ARGAT A 4 Sjávarborg, 8 Sýrupartur, 18 Bræðra- partur. garðabraut Grímsholt, Klapparholt, Steinsstaðir, Garðar. HÁTEIGUR 2 Minni-Borgv 3A Laufás, 6 Borg, 10 Sóleyjartunga, 14 og 16 Guðrúnarkot. heiðarbraut 12 Bræðraborg, 13 Reykhólar, 14 Nýborg, 21 Melbær, 31 Brekkukot, 33 Litlabrekka, 36 Tjörn, 41 Klöpp. AFSTÖÐUMTND, séð frá kirkjunni: 1. Geirastaðir, 2. Akrar, 3. Áramót, 4. Bergþórshvoll, 5. Sunnuhvoll, 6. Vegamót, 7. Bakkakot, 8. Oddgeirsbúð, 9. Uppkot, 10. Hlíðarhús, 11. Hlíðarendi, 12. Miðhús, 13. Fögruvellir, 14. Kringla, 15. ívarshús, 16. Dalsminni, 17. Sjávarborg og útihús, frá ívarshúsum. KIRKJUBRAUT 1 Staðarfell, 6A Akbraut, 7 Gneistavellir, 9 Bær, 13 Suðurvellir, 14 Akurgerði, 15 Sandfell, 16 Hvítanes, 21 Guðnabær, 22 Efstbær, 25 Merkigerði, 30Nes, 31 Kirkju- bær, 44 Brautarholt, 46 Tryggvaskáli, 48 Arnardalur, 50 Skálholt, 52 Bjarnarstaðir (Steinabær), 53 Sigurstaðir, 59 Landakot. KRÓKATÚN 1 Hvoll, 2 Sandar, 3 Krókur, 4 Sandar. LAUGARBRAUT 7 Bjarg II, 9 Bjarg I, 19 Brunnastaðir. MÁNABRAUT 4 Lögberg, 21 Kringla. MELTEIGUR 6 Sigurvellir, 7 Aðalból, 8 Hraungerði, 9 Halldórshús, 10 Graungerði, 11 Mel- staður. MERKIGERÐI 4 Hólavellir, 7 Kirkjuhvoll, 10 Bergstaðir, 12 Grafarholt, 16 Hjarðarnes. MERKURTEIGUR 4 Haukaberg. PRESTHÚSABRAUT. Eftirtalin hús við þessa götu hafa verið flutt þangað á síðari árum. 21 Melshús, 22 Gneistavellir, 23 Miðhús, 24 Baldurshagi, 25 Akrar, 26 Blómstur- vellir, 27 Grund, 28 Litliteigur, 29 ívars- hús, 30 Bræðratunga, 33 Kirkjuvellir, 35 Brekkukot, 36 Sandar. SKAGABRAUT 6 Berg, 8 Björk, 10 Esjuberg, 17 Sólvellir, 19*Efranes, 21 Sigtún, 40 Varmidalur, 41 Fagragrund. SKÓLABRAUT 2 Bræðraborg, 4 Bræðraborg, 8 Mörk, 10 Efri-Mörk, 18 Þórsmörk, 20 Lykkja, 23 Ármót, 24 Geirastaðir, 26 Akrar, 27 Sunnudalur, 29 Bergþórshvoll, 33 Sunnu- hvoll, 35 Vegamót, 37 Ársól. STILLHOLT 16 Hjarðarhóll. SUÐURGATA 18 Neðriteigur, 19 Hjarðarholt, 20 Efri- teigur, 27 Klettur, 28 Staður, 29 Skjald- breið, 31 Melstaður, 35 Nýlenda, 36 Garð- hús, 37 Nýlenda, 39 Uppsalir, 42 Lundur, 48 Geirmundarbær, 51 Steinnes, 52 Hlið, 62A Akurholt, 64B Melur, 68 ívarshús, 70 Fögruvellir, 78 Hlíðarhús, 80 Árnes, 87 Hvammur, 88 Norðtunga, 92Uppkot, 106 Bæjarstæði, 114 Leirdalur, 118 Svanahlíð, 120Bakkabúð, 122Vindás. SUNNUBRAUT 2 Akurprýði, 26 Melaleiti. VESTURGAT A 10 Nielsarhús, 21 Indriðastaðir, 22 Efri- Lambhús, 23 Hofteigur, 24 Albertshús (Haraldarhús), 28 Ráðagerði, 32 Haraldarhús, 35 Frón, 37 Reynistaður, 40 Læknishús, 41,45,47 Grund, 46 Auðnar, 49 Vindhæli, 59 Arnarstaður, 63 Nýberg, 64 Bjargarsteinn, 66 Höfn, 69 Nýhöfn, 73 Lindarbrekka, 74 Bjarg, 76 Þórshamar, 77 Sandvík, 78 Ás, 78A Setberg, 84 Steinar, 85 Marbakki, 88 Dvergasteinn, 89 Jörfi, 92 Gimli, 95 Svalbarði, 101 Kothús, 103 Litlibakki, 105 Garðbær 121 Götuhús, 127 Mýrarhús. VÍÐIGERÐI 2 Akrafell Innan marka Akranesbæjar teljast nú bæirnir þrír á Sólmundarhöfða. Nýtt Nýtt Málningarvinna Tökum að okkur alhliða málningar- vinnu úti sem inni Leiðbeinum með litaval Gerum verðtilboð ef óskað er Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi Upplýsingar hjá Gler og Málning, sími 1354 og hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, sími 1397 MÁLNINGARVERK sf, Akranesi 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.