Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 10

Umbrot - 01.09.1978, Blaðsíða 10
UMBROT September 1978 Fjölbrautaskólinn é Akranesi FJÖLBRAUTASKOLINN Á AKRANESI. var settur í annað sinn föstudag- inn 1. september. Nýnemar sem skráðir voru við skólasetningu voru 173 en alls verður nemendafjöldinn í vetur uip 500. Skólinn annast kennslu 8. og 9. námsárs grunnskól- ans og varð einnig fjölgun á 9. náms- ári sem svarar til einnar bekkjar- deildar. 1 haust sækja skólann 62 nemendur utan Akraness. Þessi breyting á skólanum hefur haft i för með sér að fleiri kennara hefur þurft að ráða tií Fjölbrauta- skólans og eru fastir kennarar stofn- unarinnar nú 36 þar af 18 í fjöl- brautaskóla en jafn margir i grunn- skóladeild en nokkrir þeirra i skertu starfi. Alls verða kennarar skólans 43 með stundakennurum og þar af 14 nýir kennarar. Skólinn starfar á fimm námssvið- um: bóknámssviði, heilbrigðissviði, iðn- og tæknisviði, uppeldis og sam- félagssviði og viðskiptasviði. Á öllum þessum námssviðum hefur farið fram endurskoðun og er það i samræmi við það að mörg svið skól- ans eru tiltölulega lítt þróuð og þarf því að vinna verulegt skipulagsstarf i framtiðinni. Sérstaklega hefur verið unnið að nýskipan á iðn og tæknisviði og býður skólinn nú upp á þrjár nýjar brautir á því sviði. Verknámsbraut í málmiðn, tréiðn og rafiðn. Þá er hársnyrtibraut einnig rekin við skólann. Verknámsbrautir eru tveggja ára námsbrautir og geta nemendur að því nami loknu gengist undir sveinspróf að lokinni verkþjálfun í atvinnulífinu eftir nánari ákvörðun iðnfræðsluráðs. Einnig er unnt að stunda nám vetrarlangt á verknámsbrautum og hefja nám hjá iðnmeistara að því loknu. Þá hafa verið skipulagðar þrjár nýjar námsbrautir sem miða að framhaldsnámi á iðn og tækni- sviði. Undirbúningsnám fyrir tæknanám, sem er framhaldsnám eftir verknámsskóla. I öðru lagi undirbúningsnám fyrir tæknifræðinám (sambærilegt raungreinadeildarnámi við Tækni- skóla Islands). Þá er í þriðja lagi boðið upp á stúdentspróf að iðn- og tæknisviði sem gefur möguleika til víðtækara náms á háskólastigi. Önnur námssvið haf a einnig verið í mótun og er sú endurskoðun unnin í samráði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Flensborgarskóla. Er afráðið að gefa út sameiginlegan námsvisi þessara skóla nú i haust. Skólinn hefur einnig tekið virkan þátt í samvinnu við aðra áfanga- kerfisskóla, Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Húsnæðismál skólans hafa verið mjög á döfinni allt síðasta ár. Er þar stærsta málið að nýbyggingu grunn- skólans á Garðagrundum hefur seinkað og því þrengt allmjög að kennslurými skólans. Er nú í vetur kennt samfleytt frá 8.00 á morgnana til um kl. 18.00 en nokkrir kennslu- timar standa til kl. 19.00. Húsnæði verknámsbrauta hefur batnað mjög með tilkomu nýs leigu- húsnæðis fyrir málmiðnaðarbraut. Hús tréiðnaðarbrautar hefur verið betrumbætt og er aðstaða þar nú allgóð. Engu að síður eru þessar aðgerðir bráðabirgðalausnir og nauðsynlegt að hraða því að sérstakt verknámshús rísi við skólann sem rúmað getur allar verknámsbrautir. í grunnskóladeild hefur einnig farið fram endurskipulagning á námsfyrirkomulagi og eru þær breytingar mikilvægastar að nú hefur námsgreinum skólans verið skipað undir almennar kennslu- deildir skólans. Deildarstjórar skólans hafa þar með eftirlit og kennslustjórn með höndum i náms- greinum sínum í skólanum öllum. Einnig hefur námsefni verið skipað i afmarkaða áfanga og þar með reynt að tryggja markvissari kennslu og nám. Einnig hefur skól- inn gefið út kynningarrit fyrir for- eldra og nemendur þar sem þessari nýskipan er lýst. Skólinn hefur tekið upp náið sam- starf við framhaldsdeildir grunn- skólanna i Ölafsvík, Stykkishólmi og Borgarnesi og hefur það samstarf staðið i vetur milli tveggja fyrst- töldu skólanna. Árangur hefur verið góður og er nú unnið að sam- þættingu þessarra skóla. Hefur þvi stórt skref verið tekið i áttina að samræmdum framhaldsskóla á Vesturlandi. Samstarf þetta er tengt öllum námsbrautum og er þar með verið unnt að tryggja vetur en áður að nemendur geti stundað drjúgan hluta framhaldsnáms í heimabyggð. Það er víst að skólinn á mörg verkefni framundan og næstu ár verða mjög mikil mótunartimi. Allt bendir til þess að skólann sæki í framtíðinni um 500 — 550 nemendur og er stór hluti utan- bæjarnemendur. Heimavist hefur nú verið komið á fót í prestsetrinu Kirkjuhvoli. Var mjög vel brugðist við þeim vanda skólans að koma utanbæjarnemendum fyrir bæði í heimavist og á heimilum. Miklu meiri vandi hefur blasað við skólan- um við útvegun húsnæðis fyrir kennara. Nokkur brögð hafa verið að því að húsnæði sem lofað hafði verið til leigu fyrir kennara var svo þegar leigt öðrum. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem mun erfiðara verður fyrir skólann að fá kennara til starfa þegar jafnþröngt er um húsnæði og nú reynist vera. Sá vandi að koma utanbæjarnem- endum fyrir er þó ekki leystur til neinnar frambúðar og verður að taka til gaumgæfilegrar athugunar útvegun heimavistarhúsnæðis á næsta skólaári. Auk þeirra verkefna sem hér er getið er það stefna skólans að efla tengsl hans við umhverfi sitt og atvinnulif og mun á það reyna á næstu árum hvernig tekst til um það samstarf. Lús í skógrœktinni í sumar varð vart við Sitkagreni- lús í skógræktinni fyrir innan Garða. Þetta er lús sem lifir á grenijtrjám. Trén sem hún kemst á, eru dauðadæmd, því engin dýr Jifa a lúsinni og eyða henni. Þessi lús hefur verið vandamál víða á Suð- Vesturlandi í sumar, t.d. í skóg- ræktarstöðinni við Mógilsá. Fyllsta ástæða er fyrir íbúa á Akranesi að fylgjast með sínum trjám, og ef þeir verða varir við lúsina þarf að eitra fyrir henni. Þá segja sérfræðingar að lús þessi hverfi i hörðum vetri. Ishmdsmótinu í knattspymu er nýlega lokið. Aku mesin gtirnu gekk vel í mótinu og höfnuðu þeir í öðru sæti með 29 stig. — Skaga- mönnum gekk þó enn betur í bikarkeppninni, því þeir sigruðu Val í úrslitaleiknum með 1 marki gegn engu og urðu þar með bíkarmeistarar í fyrsta sinn, en þetta var í 9. skipti sem þeir kepptu til úrslita. 13. sept. léku Skagamenn fyrri leik sinn í Evrópukeppni meistara- Mða í Köln í ÞýskalandJ. Köln sigraði með 4-1. Seinni leikur þessara liða verður á Laugardalsvellinuum 27. sept. nk. Húsnœðesmól skólanna leyst í bili Eins og fram kom í vor horfði til stórkostlegra vandræða hvað varð- aði húsnæðismál skólanna 7. bekkur grunnskólans, sem verið hafði til húsa í Fjölbrautaskólanum, varð að fara þaðan út vegna þess að Fjölbrautaskólinn þurfti á öllu sínu húsnæði að halda og meiru til og þá kom upp sú stóra spurning, hvar ætti að koma 7. bekk fyrir. Ýmsar hugmyndir komu fram til að leysa þetta mál, og að lokum var ráðist í að byggja tvær lausar kennslustofur (45 ferm. hvor) og eru þær staðsettar á lóð Fjölbrauta- skólans. Þetta verður til þess að öll bókleg kennsla skólans fer fram á lóð hans við Vallholt, en sl. vetur þurfti einnig að notast við iðnskóla- húsið v. Vesturgötu. Þar sem iðnskólahúsið losnaði, var ákveðið að 7. bekkur grunnskól- ans fengi þar inni og með því móti leystust húsnæðisvandræði skól- anna í bili a.m.k. Þess má geta að bæjaryfirvöld hafa sótt um að fá að byggja aðrar tvær kennslustofur árið 1979. — Unnið er að undirbúningi fyrir byggingu nýs grunnskóla í Garða- hverfi og vonast bæjaryfirvöld til þess að nýja ríkisstjórnin gefi þeim grænt ljós við gerð næstu fjárlaga til að geta hafið byggingafram- kvæmdir við skólann. í A—f rétt Árshátíð íþróttabandalags Akraness verður í Hótel Akra- ness föstudaginn 29. sept. Hefst hátíðin með borðhaldi. Meðal efnis er verðla/unaafhend ing, Ómar Ragnarsson sér um gamanmál og hljómsveitin Alfa Reta leikur fyrir dansi. Fréttatilkynning. S S Mannaskipfi j hjá j Sjúkra- | samlaginu $ 1. ágúsl >1. tök Guðrnundur Vésteinsson við slari'i bókara oq gjaldkera hjá Sjúkrasamlaginu af Jöm Guðmundssyni. Jón hefur gegnt þi'ssu starfi frá stofn- - i 40 ár. Þórhallur fym'erandi liefur verið formaður Sjúkrasamlagsins frá stofn- un og lét hann i'irnug af þvi starfi i sumar. en \ið for- * Bjarnason. S völlurinn \ endurbœttur A fundi íþróttavallar- nefndar 21. agúst sl. var gerð samþykkt þar sem óskað cr eftir þvi að skipt verði um gras á vellinum, ekið i hann sandi og fenginn Kostnaöur við að skijila utn þökur á ölluni vellinum og rétta hann af er áætlaður um 3,6 Mkr. Bæjarstjórn hefur sam- $ framkvæmdir, og eru þar nú S S þegar hafnar. v 5 s

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.