Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 1

Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 1
7. tbl.____________________ Útgerð og aflabrögð Afli Akranestogaranna þriggja hefur verið allgóður í haust og hafa þeir nánast eingöngu séð frystihúsunum í bænum fyrir hráefni. Það hefur sannast, að togararnir eru undirstaða þess að hægt sé að halda uppi jafnri atvinnu í frystihúsunum. Þó að landsmönnum mörgum finnist nóg um togarakaup okkar Is- lendinga, þá tjá kunnugir menn mér, að hér á Akranesi vanti nauðsynlega einn togara í við- bót til þess að halda uppi jafn- ari nýtingu á fiskiðjuverum í bænum. Þrír bátar munu fara á síld- veiðar með hringnót. Einn þeirra, Haraldur, er byrjaður og hefur fengið 40-50 tonn. Hin ir tveir sem fara til þessara veiða eru Fagurey og Reynir. Hverjum hringnótabáti er heim ilt að veiða 210 tonn af síld. Enginn Akranesbátur er á reknetum. Einn bátur, Grótta, er byrjaður á línu. Afli hefur verið tregur. 1 september fengu Rán og Sigurborg nokkuð góðan afla í (troll. Tryllur hafa fengið sæmileg- an afla á grunnslóð, mest ýsu, þegar gefið hefur. Fimm skip frá Akranesi hafa stundað loðnuveiðar fyrir norð urlandi í sumar og haust og hafa þau aflað allvel. völlur S \ s S I \ s \ \ 1 samtali við bæjarritara S kom fram að þcttu mál er S enn i athugun og sagði hann S að óvist væri hvort gæslu- V veilinum yrði valinn staður \ áðurgreindu svæði eða ^ A fundi bæjarráðs S. sept. si. var m.a. gerð eftirfarandi samþykkt: „Bæjarráð samþykkir að opna gæsluvöll á leiksvæð- inu milli Stekkjarholts og Háholts. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna möguleika a að starfrækja leikskóla fyrir 2 x 20 börn að Víðigerði 2, í stað gæslu- vallar " annars staðar. Gæsluvöllurinn við Viðigerði verður rekinn meó ? sama hætti og verið hefur ; þar til endanleg lausn hefur S fundist á þessu máli. > ..................... -f Fimmtudagur 19. október 1978 5. árgangur Horft til framtíðarinnar. Gamla elliheimilinu breytt í æskulýðsheimili Allmiklar umræður urðu um það sl. vetur og vor, hvað gera skyldi við gamla elliheimilið að Kirkjubraut 48. Æskulýðs- ráð óskaði eftir því við bæjar- stjórn að fá húsið til afnota fyrir æskulýðsstarf og einnig fór fram könnun á því hvort húsið hentaði sem heimavist fyrir fjölbrautaskólann. ráðs á síðasta fundi fyrir bæjar stjórnarkosningarnar sl. vor. Nýkjörin æskulýðsnefnd, eins og hún heitir í dag, skrifaði bæjarráði nú í haust og ítrek- aði óskir forvera sinna um það að fá húsið til afnota. Bæjarráð féllst á erindið og hæjarstjórn staðfesti með öllum atkvæðum samþykkt bæjarráðs á fundi sínum 10. þ.m.. Vonandi tekst unga fólkinu í bænum með æskulýðsnefnd í broddi fylkingar, að glæða þetta gamla hús lífi og gleði æskunnar. Menn virðast hafa átt erfitt með að gera upp við sig hvað ætti að gera við þetta aldna hús. Það virtist liggja fyrir eftir þá könnun sem gerð var á því hvort húsið hentaði sem heimavist, að þar vscri ekki um æskilega lausn að ræða. Undir vorið óskaði fráfarandi Æskulýðsráð mjög eindregið eft ir því að fá afnot af húsinu. Um þetta var alltaf nokkur umræða í bæjarstjórn, og þar leyst ekki öllum bæjarfulltrú- um jafnvel á þessa lausn. Allir voru sammála um að skapa æskulýðsráði starfsaðstöðu, en sumir bæjarfulltrúar töldu æski legra og sjálfsagt að nýta þá aðstöðu sem hægt væri að útbúa í kjallara íþróttahússins. Þann- ig var málinu vísað til bæjar- Hér sést hvernig bakkinn við Akursbraut lltur út. Þegar gatan var steypt var ekið mold I bakkann og sáð I með ærnum tilkostnaði. Síðan var þetta þakið með grjóti og mulningi. A bakkanum var stillt upp bílhræi, sjálfsagt til að lífga upp á umhverfið. Slíkur er fegurðarsmekkur þeirra sem þessu stjórna. — K.B.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.