Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 3
7 bœkur vœntanlegar frá Hörpuútgáfunni Frá Hörpuútgáfunni á Akranesi eru væntanlegar 7 bækur á þessu hausti. BORGFIRZK BLANDA II — sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum. BORGFIRZK BLANDA I kom út fyrir síðustu jól og seldist upp. Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi hefur safnað efni í báðar bækurnar. Nýja blandan er með svipuðu sniði og hin fyrr. Hún skiptist i þjóðlífshætti, persónuþætti, sagnaþætti, frásagnir af slysförum, draumum og dulrænum atburðum, ferðaþætti, gamanmál og lausavísur. Enda þótt efni bókarinnar sé fyrst og fremst úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum á það erindi til allra, sem unna þjóðlegum fróðleik og frásögnum af skemmtilegu fólki og undarlegum atburðum. Fátt af þessu efni hefur verið prentað áður. Meðal höfunda, sem eiga efni í bókinni eru: Andrés Eyjólfsson í Síðumúla, Ari Gíslason, Akranesi, Arni Ola ritstjóri, Björn Jakobsson, tónskáld og ritstjóri frá Varmalæk, Bragi Þórðarson, Akranesi, Guðlaug Ólafsdóttir, Akranesi, Guðmundur Illugason frá Skógum í Flókadal, Gunnar Guðmundsson frá Hofi í Dýrafirði, Herdís Ólafsdóttir, Akranesi, Jón Helgason ritstjóri, Jón Sigurðsson frá Haukagili, Magnús Sveinsson kennari frá Hvítsstöðum, Sigurður Ásgeirsson Reykjum i Lundarreykjadal, Sigurður Guðmundsson frá Kolsstöðum i Hvítársíðu, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sigurður Jónsson, Akranesi, Þórður Kristleifsson, kennari og söngstjóri frá Stóra- Kroppi, Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum, Lundarreykjadal. BORGFIRZK BLANDA II er 248 bls. í stóru broti, innbundin 1 vandað band. í bókinni eru margar myndir og nafnaskrá. HETJUDÁÐIR er nýr bókaflokkur, sem Hörpuútgáfan setur af stað á þessu hausti. í þessum flokki verða eingöngu sannar frásagnir af hetjudáðum og mannraunum. Fyrsta bókin heitir EFTIRLÝSTUR AF GESTAPÓ, og er sönn skjalfest frásögn af Norðmanninum Jaan Baalsrud, sem var eltur af hundruðum þrautþjálfaðra Gestapo- hermanna í hálendi Noregs í stór- hríð og vetrarstormum. Norska blaðið Aftenposten segir m.a. um bókina: „Ein bezta og mest spennandi saga, sem skrifuð hefur verið um norska hernámið". Margföld metsölubók, sem hefur verið kvikmynduð. Þetta er 2. útgáfa bókarinnar. — A MEÐAN FÆTURNIR BERA MIG heitir önnur bókin í þessum flokki. Hún segir frá þýzkum liðsforingja, sem særist á Austurvigstöðvunum I lok stríðsins. Hann er tekinn til fanga og tekst að flýja gegnum auðnir Síberíu, þar sem ótrúlegar mannraunir bíða hans. Þetta er stórbrotin, spennandi frásögn um karlmennsku og þrautseigju. FÓTMÁL DAUÐANS er 11. bókin, sem út kemur á íslenzku eftir FRANCIS CLIFFORD. Bækur hans hafa notið mikilla vinsælda hérlendis, enda hefur Clifford hlotið fjölda af verðlaunum fyrir bækur sínar, sem eru þrungnar látlausri spennu. VIÐ SIGRUM EÐA DEYJUM eftir metsöluhöfundinn GAVIN LYALL, sem skrifaði bækurnar Teflt á tæpasta vað, og Lífshættuleg eftirför. Gavin Lyall er talinn einn af fimm bestu höfundum æsisagna (thriller), sem nú eru uppi. „Látið mig vita, þegar út kemur skáldsaga, sem er meira spennandi en þessi“, sagði P.G. Woodhouse. ÉG ÞRÁI AST ÞlNA er 10. bókin, sem Hörpuútgáfan sendir frá sér eftir BODIL FORSBERG, einn vinsæiasta ástarsagnahöfund á Norðurlöndum. Bækur Bodil Forsbreg eru spennandi og viðburðaríkar. ÞAÐ ERT ÞÚ SEM ÉG ELSKA er þriðja bókin í flokknum Rauðu ástarsögurnar. Höfundurinn er ERLING POULSEN, sem islenzkir lesendur þekkja, því að vinsælustu framhaldssögurnar í dönsku blöðunum eru einmitt eftir hann. Verður loks byrjað á Garðaskóla? Bæjarstjórn hefur ákveðið að byrjað verði á byggingu A-áfanga í Garðaskóla. Fram kom á bæjar- stjórnarfundinum að með því að taka þennan áfanga á undan, fæst meira húsnæði í notkun fyrr, heldur en ef B-áfangi yrði tekinn á undan. Hins vegar er A-áfangi dýrari, kostar 510 Mkr á móti 300 Mkr i B-hlutanum. Ekki hefur fengist ákveðið loforð frá ráðuneytinu um fjármögnun, en þó töldu menn rétt að fara í A- hlutann á undan, þar sem fyrir- sjáanleg eru mikil húsnæðisvandræði skólanna, sem þarf að leysa úr. Æviskrár Akurnesinga Þess hefur fyrr verið getið, og varla farið fram hjá neinum að verið er að taka saman rit þar sem allra er getið sem hafa átt heima á Akranesi frá 1930, allra sem eru fæddir þar og aldir upp ffa 1930-78. Bréf hafa verið send i hús til útfyllingar, sum hafa verið sótt, önnur verða sótt og nokkrir hafa skilað þeim. Þessu verki verður haldið áfram nú þar til lokið er. Fyrsti hlutinn fer i prentun nú um áramót og allt verður það sett á næsta ári og kemur út 1980. Myndum og áskriftum verður safnað að þessu einstæða ritsafni. Þar sem sagt er frá hverjum manni sem átt hefur heima i sæmilega stórum kaupstað allt frá því hann fékk kaupstaðarréttindi og 10 árum betur. Það var upphaflega meiningin að gera þetta 1975-77. En þvi miður fórst það fyrir. Hjá þeim sem svöruðu spurningunum 1973-74 hafa orðið viðbætur og breytingar aðallega með fjölskyldu og störf. Það væri mjög æskilegt að þeir sem þetta á við sendu mér sem allra fyrst viðauka og breytingar, eða hefðu samband við mig. Einnig að þeir sem ekki hafa fengið blöð til útfyllingar, nálgist þau og skili þeim aftur mjög fljótlega útfylltum. Vinsamlegast Ari Gíslason, Vesturgötu 138, S. 1627. Aðalfundur Átthagafélags Strandamanna verður hald- inn í Slysavarnahúsinu, sunnudaginn 22. okt. nk. klukkan 15. Stjórain.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.