Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 4

Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 4
 Fyrir skömmu knúðum við dyra hjá Axel Sveinbjörnssyni kaup- manni og óskuðum eftir þvi að fá að taka við hann stutt viðtai fyrir Umbrot. Axel sagðist nú ekki hafa frá mörgu að segja, en kvað þó sjálfsagt að verða við erindinu. Okkur var þvi boðið til stofu og þegar við höfðum komið okkur þægilega fyrir, dundi fyrsta spurningin á Axel. — Hvar og hvenær ert þú fæddur? — Ég er fæddur 10. desember 1904 i Reykjavík, en flyst svo til Akraness 9 mánaða gamall og átti heima á Traðarbakka. — Hvernig var umhverfið i þá daga? — Þá var umhverfið öðruvísi en það er í dag. T.d. var Vesturgatan sandgata, og þar sem Dagheimilið er nú var kartöflugarður. Þetta var litið annað en tún og kartöflu- garðar. Þá var aðal leikvangurinn í klettunum og maður var alltaf að veiða ufsa. Þá hafði maður nú ekki veiðistangir eins og er í dag, heldur var hent út færi. í þá daga var einnig leikið sér allt öðru visi en í dag. Þá voru þetta skipulagðir leikir, en nú er þetta bara pat út í loftið. — Nokkuð sérstakt sem þú minnist frá æskuárunum? — Ekki man ég nú eftir neinu sérstöku, nema það að maður byrjaði að puða I fiski og ýmsu öðru strax og maður gat staðið í fæturna. Eg fór i barnaskóla 10 ára og var þar i fjögur ár, en skólagangan gerðist nú ekki lengri I þá daga. Eftir skólann tók vinnan við. Ymislegt var gert, t.d. vann ég hluta úr 4 vetrum í verslun hjá Böðvari Þorvaldssyni og tvo vetur vann ég í Sandgerði, i verslun hjá Haraldi Böðvarssyni. — Þú ferð svo til sjós eins og fleiri Akurnesingar á þessum árum? — Já, já. Ég var þrettán ára þegar ég fór fyrst, og á unglings- árunum var ég alltaf á síld á sumrin. — Hvernig bátum varst þú á? — Ég var mest á mótorbátum, en einnig var ég um tíma á togara og línuveiðurum. — Síðan ferð þú í Stýrimanna- skólann? — Jú, ég fór í Stýrimanna- skólann og útskrifaðist þaðan árið 1930 með skipstjóraréttindi á hvaða stærð fiskiskipa sem ég vildi. Arið 1927 tók ég svokallað minna próf, en það gaf réttindi á báta allt að 60 tonnum. — Upp frá þessu gerist þú skipstjóri og útgerðarmaður? — Égbyrjaði nú sem skipstjóri 1928, en eftir að ég lauk prófi úr skólanum 1930, eignuðumst ég og fóstri minn, Magnús Guðmundsson á Traðarbakka, ásamt Olafi Gunnlaugssyni í Hraungerði, tvo báta, rúmlega 30 tonn að stærð. Þessa útgerð rákum við I sjö ár og ég var jafnframt skipstjóri. — Yfirleitt verkuðum við aflann sjálfir, en þó kom fyrir að við seldum hann. — Hvar höfðuð þið fiskverkunar- stöð? — Hún var þar sem Haförninn er nú til húsa. — Var erfitt að gera út á þessum árum? — Það er nú líkast til. Þá voru kreppuárin margumtöluðu, sem allt ætluðu að drepa. — Svo það hefur ekki verið auðveldara að gera út I þá daga heldur en í dag? — Það var mikið verra þá. Það kom fyrir að hásetahlutur yfir vertiðina var ekki nema ellefu til tólf hundruð krónur. Af þessu urðu menn að lifa. — Varstu fiskinn? — Svona i meðallagi. Það var ekki hægt að vera fiskinn í okkar útgerð. Við máttum ekki tapa einu bjóði, maður varð að fara svo varlega með veiðarfærin, það var ekki hægt að endurnýja þau í kreppunni. — Hvernig var aðstaðan í höfninni? — Hún var hörmuleg. Það var nú mestan tímann verið i sundunum, sem kallað er og þar lágu oft á milli 20—30 bátar og þegar vont var veður var allt í hafaríi, bátarnir rákust saman og brotnuðu. Oft komst maður ekki upp að bryggju þegar komið var að, þvi það flaut ekki að henni nema á flóði og stundum þurfti að skipa upp á bátum. I þá daga voru nú engin spil á bryggjunni og öllum fiski kastað upp, fyrst úr lestinni og upp á dekk, þaðan upp á bryggju og síðan upp á bíl. — Hvenær hættir þú á sjónum? — Haustið 1936 hætti ég á sjó og gerðist verkstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni í fiskverkun. Þar vann ég til haustsins 1942, en þá byrjaði ég að versla. Eg hætti hjá Haraldi 18. nóvember og opnaði verslunina 18. desember. — Hver var ástæðan fyrir þvi að þú fórst að versla? — Mig langaði alltaf til að vera sjálfstæður. Ég var búinn að vera það áður og vildi reyna að halda þvi áfram. Ég keypti gamalt pakkhús, 1 versluninni Frón, sem hætt var að nota, og innréttingar úr þeirri búð, klambraði þessu saman og bjó til úr því búðarholu. Þessi verslun var staðsett ekki langt frá þeim stað sem vigtarskúrinn stendur nú. Þarna var ég i ein sex ár, en þá keypti ég húsnæðið sem ég er nú 1 og hef verið þar alla tíð siðan. — Var þetta strax sérverslun með veiðarfæri og annan varning fyrir sjómenn? — Já. Ég byrjaði aðallega með vörur til skipa, en smám saman hefur þetta þróast út i ýmsan annan varning. — Hvernig hefur gengið gegnum árin? — Einhvern veginn hefur þetta nú veltst áfram. — Finnurðu mun á að reka verslun í dag eða þegar þú byrjaðir fyrir 36 árum? — Þetta er miklu erfiðara i dag. T.d. hefur það verið undanfarið að maður er alltaf að kaupa dýrari vöru heldur en maður er að selja. Þar á ég við að næsta sending af vörunni er dýrari í heildsölunni heldur en maður er að selja hana i smásölunni. — Telurðu sæmilega búið að versluninni í dag? — Nei, það tel ég ekki vera. Allur kostnaður er alltaf að aukast, en álagningin hækkar ekki, heldur lækkar, þannig að það verður að vera hreinn nurlari til að geta haldið þessu á floti. — Síðan ég man fyrst eftir mér hefur alltaf verið sérstakur „sjarmi“ yfir Axelsbúð, menn hittast þarna gjarnan, kaupa sér kók og prins og ræða málin. Hefur þetta verið alla tíð? — Já, það má segja að þetta hafi byrjað strax. Ég hef alltaf haft smávegis sælgæti í einu horninu til að fólk geti fengið sér hressingu. Hér áður fyrr var miklu meira um þetta. Sjómenn hittust þarna og ræddu veðrið og ýmislegt. Nú er þetta allt öðru vísi. Fólk má ekki vera að því að stoppa. Allir eru að flýta sér. — Hvað vinna margir í versluninni hjá þér? — Það eru fimm menn í vinnu hjá mér núna. — Það hafa orðið tíð innbrot i búðina hjá þér? — Já, þetta hefur angrað mig ansi mikið. Það er oft búið að brjótast inn hjá mér. Einu sinni var t.d. brotist inn á jólanóttina og heilmiklu stolið og stór skemmt. Það hafðist aldrei upp á því innbroti. Þeim i lögreglunni gengur frekar illa að upplýsa þessi innbrot. Fyrir nokkrum mánuðum var brotið gat á glugga og stolið byssu og einhverju fleiru. — Svona í lokin Axel. Manstu ekki eftir einhverju skemmtilegu atviki? — Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku sem hefur skeð nýlega, en það var t.d. í stríðinu, að þá mátti ekki útvarpa veðurfregnum. Övina- þjóðirnar máttu ekki vita hvernig veðrið væri hérna. Veðurspáin fyrir sjómennina var alltaf send til mín í gömlu búðina. Ég útbjó ljós i gluggann á skrifstofunni minni og þegar spáin var slæm kveikti ég rautt ljós, en þegar spáin var góð hafði ég hvitt ljós. Það mátti enginn vita hvað þetta þýddi nema sjómennirnir, því i þá daga voru eilífar njósnir. — I þess,u kom kona Axels, Lovísa Jónsdóttir inn og sagðist vera búin að hella upp á könnuna og ekki nóg með það, hún var einnig búin að baka gómsætar pönnukökur sem bornar voru fram með rjóma. Við héldum áfram að ræða um mannlífið á meðan við sötruðum kaffið og hafði Axel frá mörgu að segja sem ekki verður fært hér í letur. I. l»aff er eins gott aÖ tala varlega þegar svona margir ern að versla. (Ljósm. Sigurbjörn) S s s s s } s N s s ) s s s SKEMMTILEGT OG LIFANDI AUKASTARF UMBROT ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA STARFSKRAFT TIL FRÉTTASKRIFA VINNUTÍMI OG VINNUTILHÖGUN EFTIR SAMKOMULAGI Upplýsingar veitir Indriði Valdimarsson — Sími 2052 S S S s s s s s s s s s s s

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.