Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 19.10.1978, Blaðsíða 9
Skírðir, giftir og jarðsungnir í Garðaprestakalli á Akranesi í september 1978 Grjóti eldó í varnargaröinn.. Mynd þessi er tekin vorift 1976, skömmu eítir aft byrjaft var á garðinum. Á þremur árum er búift að aka liðlega 152.0C1D rúmm. af grjóti í garðínn, en það samsvarar 21.000 bílförmum. Hafnarframkvæmdir - frh. Fyrirhugað er, að birta framvegis í hverju blaði yfirlit yfir þá, sem skírðir hafa verið, giftir og greftraðir í prestakallinu næsta mánuð á undan. Giftingar í jan.—ágúst birtast i næsta blaði. Yfirlit yfir þá, sem látist hafa á sama tíma birtist í janúarblaði. SKÍRÐIR: Snorri, f. 15. júní, skírður 2. sept. Foreldrar: Guðmundur Arnason og Sigrún Traustadóttir, Háteigi 1, Akranesi. Sigurður, f. 4. ágúst, skírður 3. sept. Foreldrar: Helgi Sigurðsson og Stefania Sigmarsdóttir, Bjarkargrund 3, Akranesi. Guðrún Bergmann, f. 4. april, skirð 10. sept. Foreldrar: Sigursteinn H. Hákonarson, og Sesselja Hákonardóttir. Eyrún, f. 13. júlí, skírð 10. sept. Foreldrar: Guðjón Elíasson og Vigdís Eyjólfsdóttir, Kirkjubraut 3, Akranesi. Guðrún Björk, f. 21. maí, skírð 17. sept. Foreldrar: Elís Rúnar Víglundsson, Höfðabraut 1, Akranesi og Sveinbjörg Dóra Sveinbjörnsdóttir, Suðurgötu 124, Akranesi. Heiðar Þór, f. 9. april, skírður 17. sept. Foreldrar: Eyþór S. Eyþórsson og Aðalheiður L. Svanbergsdóttir, Bárugötu 20, Akranesi. Það mun hafa verið fyrir rúmu ári síðan að þvi var hreyft innan Bókasafnsstjórnarinnar á Akranesi að þörf væri að stofna skjalasafn fyrir Akraneskaupstað. Safn þetta hefur nú verið stofnað og því ætlaður staður í Bókhlöðunni. Það er stofnað samkvæmt lögum frá Alþingi um slik söfn. Húsnæði er eins og fyrr segir i bókhlöðunni og samþykki þjóðskjalavarðar liggur fyrir. Slík söfn eiga að varðveita öll skjöl og fundargerðabækur innan þess héraðs, sem safnið nær yfir. Allt nema það sem kemur kirkjunum við eða opinberum dómsmálum. Hér eiga að varðveitast allar hreppsbækur, hreppstjóra- og oddvitaskjöl, skipshafnaskrár o.m.fl. sem áður fór á þjóðskjala- safnið i Reykjavík. Öll slík skjöl og bækur skulu nú vera hér og það af slíkum bókum sem kynni að vera komið á þjóðskjalasafnið, verður skilað eftur heim í hérað. Einnig eiga að varðveitast hér fundargerðabækur og skjöl allra annarra félaga, sem til eru innan héraðsins, svo sem ungmenna- félaga, kvenfélaga, búnaðarfélaga, hestamannafélaga o.s.frv. Gamlar verzlunarbækur, dagbækur, jarða- kaupaskjöl, afsöl, byggingabréf, landamerkjabréf og hvað annað sem þessu landssvæði kemur við..Má af þessari upptalningu sjá hvað hér er um að vera. I slíkum heimildum er saga héraðsins geymd. Gamalt pappírsblað, ef til vill ómerkilegt á að sjá getur verið eina heimildin um það sem á því stendur. Þess vegna er nauðsyn að varðveita hlutina og koma þeim til safnsins. Því miður hafa fundargerð^- bækur ýmissa félaga glatast, m.a. Elmar, f. 9. ágúst, skírður 17. sept. Foreldrar: Svavar Öskarsson og Aðalheiður Finnbogadóttir, Vesturgötu 69, Akranesi. Elín, f. 6. júní, skírð 17. sept. Foreldrar: Einar Þorsteinsson og Edda Kjerúlf, Fljótaseli 2, Reykjavík. Eyþór Ólafur f. 24. júlí, skírður 17. sept. Foreldrar: Jóhann Frímann Jónsson og Guðný J. Ölafsdóttir, Jaðarsbraut 3, Akranesi. Gunnar Örn, f. 24. júlí, skírður 17. sept. Foreldrar: Pétur Björnsson og Asdís Gunnarsdóttir, Skarðsbraut 13, Akranesi. Magnús, f. 10. júlí, skírður 24. sept. Foreldrar: Hallgrímur Daníelsson og Sigurlín Magnúsdóttir, Kirkjubraut 33, Akranesi. GIFTING: Gefin voru saman í hjónaband 2. sept. brúðhjónin Sigrún Traustadóttir og Guðmundur Arnason. Heimili þeirra er að Háteigi 1, Akranesi. JARÐSUNGNIR: Ómar Bragi Ingason, Skólabraut 18, Akranesi. F. 17. okt. 1952, d. 26. ágúst 1978, jarðsunginn frá Akraneskirkju 2. sept. Júliana Jónsdóttir, Furugerði 1 Reykjavik. F. 21. júlí 1897, d. 5. sept. 1978, jarðsungin frá Akraneskirkju 12. sept. vegna þess að þeir sem höfðu þær undir höndum vissu ekki hvað við þær átti að gera. Sendibréf eiga einnig þarna heima. I gömlum bréfum eru oft heimildir um fólk og atburði, tiðarfar og aflabrögð. Sagan um baráttu og sigra. Þess vegna er æskilegt að varðveita þau, það má læsa þau niður i nokkur ár til að byrja með ef vill. Svo eru handrit af ljóðum og sögum, gamlar uppskriftir, bæjarrímur og fleira, ástaróðar og skammabragir, allt er jafn vel þegið og geta verið merkisgripir. Myndir af mönnum, mannvirkjum, húsum, bæjum og landslagi á hér einnig heima. Merkið þær vel af hverjum þær eru. Ef fólk hefur i höndum myndir sem það ekki veit af hverjum eru, þá komið þeim samt til safnsins. Ekki er loku fyrir það skotið að takist að finna út af hverjum myndin er. Þá er það prentað mál, markaskráar, og grafskriftir, bækur um menn og málefni, bæklingar um héraðsmál, blöð gefin hér út, allt er þetta þess virði að varðveitast. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á þessu starfi og nauðsyn þess að varðveita hlutina og safnið er stofnað til þeirrar varðveislu. Það er alltof mikið búið að fara forgörðum. Stöðvum þá þróun. Til að byrja með verður safnið ekki opið til afnota, aðeins til móttöku og skráningar. Verður það opið fyrst um sinn frá 1. nóv. á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 i Bókhlöðunni. Akranesi 9. oktober 1978 Ari Gíslason. F.h. bókasafnsstjórnar Bragi Þórðarson. Niðurstöður líkantilrauna. Niðurstöður líkantilraunanna eru í stuttu máli þær, að því marki má að mestu ná með 100 m löngum brimvarnargarði, að hreyfing skipa meðfram bryggju fari ekki yfir 1.2 — 1.5 m, fyrir vel bundin skip. 150 m langur garður uppfyllir þessi skilyrði vel og þau virðast einnig nást með 120 m garði. Eftir að þeirri garðlengd er náð, hefur hver lengdarmetir í garðinum minni áhrif, m.a. vegna þess, að aldan sem fer fyrir enda garðsins f.er stækkandi eftirþvísem utar dregur. Til að ná fyrrnefndu takmarki, þarf þó einnig að auka fláann framan við þrær S.F.A. til að koma í veg fyrir endurkast öldu þaðan. Fyrirhugaðar framkvæmdir. Á næsta sumri virðast því allar aðstæður vera, til þess að gera Akraneshöfn að viðunandi höfn í slæmum veðrum, fáist til þess fjármagn. Hafnarnefnd og bæjar- stiórn hafa sótt um fjármagn til 90 vinna. Með 90 m viðbótarlengingu og fyrrnefndum fláa við þrær S.F.A. mun mesta hreyfing I kvínni milli hafnargarðs og bátabryggju minnka um 55% en meðaltalshreyfing um 83%. Mestu átök á landfestar munu minnka um 60%. Við Sementsverk- smiðjubryggjuna munu átök á land- festar minnka úr 117 tonnum í 26 tonn, eða um 78%. Þessar viðmiðunartölur eru miðaðar við aðstæður á s.l. vetri, en þá hafði reyndar þegar nokkur bót fengist eins og fyrr kom fram. A næstu árum verður þá hægt að snúa sér að smábatahöfn, breikkun og endur- bótum á Sementsverksmiðju- bryggjunni, byggingu viogerðar- aðstöðu í Lambhúsasundi og byggingu umrædds grjótgarðs meðfram þeim hluta hafnargarðsins, sem hann nær ekki til, en þar er nú mesta hættan á ágjöf yfir hafnargarðinn. Þegar því marki er náð, verður komið í veg fyrir að atburður, eins og gerðist aðfaranótt 15. ianúar s.l.. endurtaki m lengingar 'a grjótgarðinum til viðbótar því sem þegar er komíð. Afar áríðandi er að þetta fjármagn fáist, svo hægt verði að ná þessari lengingu í einu lagi, og að hægt verði að ganga frá enda garðsins og þeim hluta hans sem hæstur er, á varanlegan og vandaðan hátt. Að þessu þurfa þingmenn og forráðamenn bæjarfélagsins að sig, en þá reið ólag á hafnargarðinn. Fylla fór yfir hann ofanverðan og setti hið nýja og glæsilega skip, Bjarna Ólafsson, allt að því á hliðina, þar sem hann lá bundinn við hafnargarðinn. Akranesi 9. oktober 1978 Magnús Oddsson. Akraneskaupstaður Aðsetursskipti Hér með er skorað á alla þá sem van- rækt hafa að tilkynna aðsetursskipti að gera það nú þegar. Jafnframt skal bent á, að hver sá, sem hefur í hyggju að skipta um aðsetur á tímabilinu fram til 1. des. nk., skal tilkynna það á bæjarskrifstofuna nú þegar. Akranesi, 3. nóvember 1977. Bæjarritarinn á Akranesi. Skjalasafn á Akranesi 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.