Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 1

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 1
8. tbl. Þriðjudagur 21. nóvernber 1978 5. árgangur GARÐASKÓLIs SAMÞYKKT AÐ FULLVINNA ÁFANGA A Á fundi bæjarstjórnar Akraness hinn 12. sept. 1978 var sam ykkt að láta fullvinna áfanga A samkvæmt frumdráttum að Garðaskóla og að hann skyldi verða 1. byggingar- áfangi skólans. Þar með var byggingarnefnd skólans falið að leita samþykkis Menntamálaráðu- neytisins um byggingu þess áfanga. Áfangi A er stærsti áfangi væntanlegrar skólabyggingar, er rísa mun vestan Grundahverfisins og ofan íþróttavallar. Stærð hans er um 1150 m2 að grunnfleti og tvær hæðir. Á 1. hæð er ráðgert að koma fyrir hand-, mynd-, hús- og tón- mennt auk forskóla og aðstöðu fyrir kennara og stjórnun. Á 2. hæð eru 10 kennslustofur auk hópherbergja og ,,innigötu“ sem ætluð er til afnota fyrir nemendur í frímínútum svo og til hvers kyns tómstunda- og félags- starfsemi í skólanum. Teikningar af þessum áfanga eru nú til afgreiðslu í Menntamálaráðu- neytinu og er þess að vænta að endanleg umsögn berist nú næstu daga. Vetur konungur gengin í garð. (Ljósm.: Sigurbj.) Á sl. ári var veitt byrjunarfé á fjárlögum og fjárhagsáætlun til þess að vinna að teikningum og er þess að vænta að á fjarlögum næsta árs verði veitt fé til beinna framkvæmda. Jafnhliða yrði þá gerður samningur milli aðila til 4 ára um framkvæmdir og fjár- mögnun og við það miðað að nægar fjárveitingar yrðu til þess að ljúka verkinu á því tímabili. Ef tilskilin leyfi fást og fé til framkvæmda, er við það miðað að bjóða verkið út og hefja framkvæmdir að vori. Fundur um hitaveitumál Mánudaginn 13. nóv. boðaði bæjarstjóri og bæjarráð til fundar með þeim íbúum Akra- ness sem fá eiga hitaveitu inn- an skamms. Vel var mætt á fundinum og málin rædd vítt og breitt. Það kom fram að verð- lag á vatninu er áætlað 294 kr. pr.m3, sem er 85% af upphit,- unarkostnaði með olíu. Fyrir stuttu fengu áður- nefndir íbúar bréf frá bæjar- stjóra þar sem skýrt er frá að Landsbanki fslands veiti lán sem nemur % hlutum af heim- æðargjaldi, með þrenns konar kjörum: Skuldabréf til eins árs, vextir nú 26% - Skuldabréf til tveggja ára, vextir nú 29,5% - Skulda- bréf til þriggja ára, vextir nú 33%. I bréfinu var þass farið á leit að umsóknir um heimtaug ar í húsin yrðu staðfestar með því að ganga frá greiðslu á heimtaugagjaldi fyrir 15. nóv. sl., en hægt væri að fá greiðslu- frest til 15. febr. 1979 á helm- ingi þess gjalds, er fyrirgreiðsla bankans nær ekki til. I samtali við bæjarstjórann kom fram að þeir sem ekki myndu taka inn hitaveitu núna yrðu þá væntanlega að bíða þar til aðveita verður lögð til bæj- arins. Ekki er enn ljóst hvenær vatni verður hleypt á veituna, m.a. vegna þess að nokkur dráttur hefur orðið erlendis á afgreiðslu á efni til hennar. Að lokum skal þess getið að viðskiptaráðuneytið hefur stað- fest að þeir aðilar, sem eiga hús er tengd verða olíukyndi- stöðinni, og rétt eiga til olíu- styrks, skuli hljóta olíustyrk áfram, samkv. reglum og ákvæð um þar um. IJTBOÐ á málningu í Leikskóla við Skarðsbraut. Eftirtalin tilboð bárust: Málningarþjónustan hf. kr. 2.600.758. Ríkharður Jónsson sf. kr. 2.600.758. Hallur og Sveinn sf. kr. 2.600.758. Málningarverk sf. kr. 1.943.000. Þá gerði Málningarverk sf. til- boð í efni í dúkalögn kr. 1.062.000. Samþykkt að taka tilboði Málningarverks sf. í málning- una. á tréverki og innihurðum í Leikskóla við Skarðsbraut. Eitt tilboð barst, frá Guðmundi Samúelssyni og hljóðaði upp á kr. 13.164.000,00.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.