Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 2

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 2
ÍJMBROT Útgefandi: UMBROT sf. Blaðstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasimir 1127 — Pósthólf 110. Gíróreikn. nr. 22110-4 — Veró kr. 150 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. I........... 1— Notum endurskinsmerki Umbrot vill vekja sérstaka athygliá því að á næstu kvöldum mun Björgunarsveit Slysavarnadeildanna á Akranesi bjóða til kaups endurskinsmerki og Ijósabúnað á reiðhjól. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að nota slík merki, sérstaklega nú þegar myrkasti árstíminn er, því oft er nær ógerningur fyrir ökumenn að sjá gangandi vegfarendur ef þeir eru t.d. í dökkum fatnaði. Mörg slysin hafa einmitt orðið til vegna þessa og því er nauðsynlegt að þú, vegfarandi góður, gerir þér grein fyrir að eitt endurskinsmerki getur bjargað lífi þínu. Sem betur fer hefur á undanförnum árum aukist notkun þessara merkja, sérstaklega hjá börnum og mörg félög hafa gefið endur- skinsmerki í skólana, sem þeir hafa síðan afhent nemendunum. En þetta er ekki nægjanlegt. Fullorðna fólkið þarf ekki síður á endurskinsmerkjum að halda. Oft hefur það heyrst hjá eldra fólkinu að það telji enga þörf á því að nota slíkt, og sumir hreint og beint skammast sín fyrir að bera merten og halda jafnvel að það verði gert grín að þeim. Þessu hugarfari þarf að breyta og hvetur blaðið hér með alla Akurnesinga, unga sem aldna, að nota endurskinsmerki og reyna þannig að koma í veg fyrir slys, því hver vill að hann, eða nánustu ættingjar lendi í slysi, sem hefði verið hægt að forða ef endurskinsmerki hefði verið notað? Þá er ekki síður ástæða til að hvetja hestamenn til að nota merki á hestana, því ófá slysin hafa orðið vegna þess að ökumenn hafa alls ekki séð hestana fyrr en of seint. Umbrot vill að lokum gera orð Umferða'rnefndar Akraness að sínum, en þau eru:„ ENDURSKINSMERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA.“ Skýrsla tœknideildar Þá liggur fyrir skýrsla tæknideildar vegna verklegra fram- kvæmda. Það er mjög ánægjulegt að tæknideildin skuli hafa orðið við ósk blaðsins, og væri æskilegt að slíkar skýrslur bærust, án þess að blaðið þurfi að „krefjast" þess að tæknideildin geri grein fyrir störfum sínum. Það er ekkert skrýtið að þetta uppátæki blaðsins, að fara að ræða um mistök, skuli fara svolítið í taugarnar á tæknifræðingi, en ritstjóri Umbrtos vill upplýsa, að heimildamenn blaðsins um umrædd mál, voru margir, enda mikið rædd í bænum, hvort sem tæknideild hefur heyrt þess getið eða ekki. Vegna þessa sá blaðið sér ekki annað fært en ræða þessi mál á opinberum vettvangi og gefa þannig tæknideildinni tækifæri til að bera þessar ásakanir af sér. Blaðið ætlar engan dóm að leggja á umrædda skýrslu, en það stendur öllum opið til umræðu um þessi mál sem og önnur. í lok greinar tæknifræðings kemur fram, að „tæknideild bæjarins sé reiðubúin til að láta ritstjóra Umbrots í té allar upplýsingar um framkvæmdir á vegum bæjarins, ef svo illa vildi til að heimildamaður hans forfallaðist." Svo illa vill til að „heimildamaðurinn" hefur forfallast, og því óskar ritstjórann eftir því að tæknideildin láti honum í té allar upplýsingar varðandi mistökin á íþróttavellinum, en það er einmitt sá punktur sem einhverra hluta vegna hefur fallið niður úr skýrslunni, þó svo minnst hafi verið á hann í hinni „mjög uppbyggilegu ritstjórnargrein." | Vantar | í laghenta menn 1 | i skamman tíma j ! <m. \ | ^ÉIningartijönustan hf. j ) Stillholfi 14 - Akranesi - Sími (93) 1740 ; S S S S S S s s s s s s s s s S s l s s s í 5 1 ) \ Nýtt Nýtt Málningarvinna Tökum að okkur alhliða málningar- vinnu úti sem inni Leiðbeinum með litaval Gerum verðtilboð ef óskað er Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi Upplýsingar hjá Gler og Málning, sími 1354 og hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, sími 1397 MÁLNINGARVERK sf. Akranesi Akraneskaupstaður Eftirstöðvar útsvara 1978 Gjalddagar útsvara og aðstöðugjalda eru: 1. okt., 1. nóv. og 1. des. TIL ATHUGUNAR: Vangreiðsla á hluta gjalda, veldur því að öll gjöld á gjaldárinu falla í eindaga 15 dögum eftir gjald- dagann, 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið, og eru þá lögtakskræf. Sé skuld gjaldfallin skv. ofangreindum reghun, er hún öll tilgreind I gjalddaga 1. ágúst. Þegar bæjarsjóður Akraness krefst, er kaupgreið- anda skylt að halda eftir af kaupi starfsmanna fjár- hæð, sem nægir til greiðslu útsvars, sbr. lög nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga. 3% dráttarvextir verða reiknaðir á öll vanskil skv. lögum. Ársvextir verða því 36% og verður þeim bætt við skuld gjaldandans. Bæjarskrifstofan er opin mánudaga-föstu- daga kl. 9,30—12 og 12,30—15,30 INNHEIMTUSTJÓRI Hr'aatin hp Hilaleiqa Dalbraut 15 - Akranesi - Símar 2157 og 2357 Ford Coríánur Ford Escort Ford JBronco 2

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.