Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 3
Reynir Kristinsson: Skýrsla tæknideildar vegna verklegra framkvæmda í síöasta blaði Umbrots, var í mjög uppbyggilegri ritstjórnargrein, gerö úttekt a verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins og verkefnum tæknideildar. í ofannefndri ritstjórnargrein er þess „krafist“ að tæknideildin geri grein fyrir störfum sinum. Ég vil hér veröa viö þessari kurteislegu ósk ritstjórans og vil um leið Iýsa ánægju minni meö áhuga biaðsins á verkum okkar og sameiginlegum hagsmunum á skynsamlegum rekstri bæjar- félagsins og velferð þess. I byrjun hvers árs, ákveður bæjar- stjórn í fjárhagsáætlun, hve stór hluti þess fjármagns, er við öll greiðum til reksturs bæjarfélagsins renni til verklegra framkvæmda og að hvaða verkefnum skuli unnið í því sambandi. Þegar fjárhagsáætlun liggur fyrir, útbýr tæknideildin verkáætlun fyrir viðkomandi fjárhagsár og er verkum þá raðað á flokkstjóra og verkin tímasett, þannig að þau komi í sem réttastri röð, hvað varðar önnur verk, sem eru tengd t.d. tengsl Skarðsbrautar við lagningu olíumalar Þjóðveginn og einnig með tilliti til árstíða. Reynt er að raða verkum á allt fjárhagsárið, því tekjur bæjarsjóðs dreifast yfir árið og rett hefur þótt að veita föstum starfsmönnum vinnu allt árið. Út frá verkáætlun er síðan ákveðið hversu mörgum starfsmönnum þurfi að bæta við yfir sumartímann og efnispantanir eru gerðar svo og endanleg hönnun verkanna. Það, sem helst setur gerða verk- áætlun úr böndunum eru ýmis ófyrirsjáanleg verk, sem bæjar- stjórn samþykkir og vinna verður, með þeim mannafla og tækjakosti, sem þegar er ráðstafað. Ofanrituðu er ætlað að skýra það, hvers vegna sum verk eru unnin seinna en önnur, en öllu ekki lokið af á einum mánuði. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar voru samþykktar eftirfarandi framkvæmdir: Nýjargötur (malargötur) Garðagrund 540 m Einigrund 520 m Espigrund 110 m Víkurbraut 110m Höfðasel 150 m Æðaroddi 210 m 8100 m2 3520 m2 990 m2 1045 m2 1800 m2 2100 m2 1440 m 17555 m2 Víðigrund, frágangur. Síðar lagfæringar á neðri hluta Háholts. Varanlegt slitlag. Kalmansbraut 405 m 4085 m2 Háholt 97 m 730 m2 Krókatún 81 m 850 m2 Skarðsbraut 318 m 2226 m2 og síðar Innnesvegur210 m!371 m2 1111 m 9262 m2 Holræsi og vatn. Viðigrund Garðagrund Einigrund Espigrund Aðalvatnsæð í Höfðasel Skarðsbraut Meðfram Þjóðvegi Síðar samþykkt:Holræsi og vatn að miðbæjarsvæði. Auk viðhalds vatnsveitu og holræsakerfa, eru framkvæmdir við ræktunarmál, sem hér eru ótalin. Að ofannefndum verkum hafa aðal- lega starfað tveir vinnuflokkar. Varðandi einstakar framkvæmdir. Kalmansbraut. Árið 1977 var unnið að jarðvegs- skiptum við Kalmansbraut og lagt í hana nauðsynlegt holræsi þ.e. ný lögn var lögð í vestri hluta götunnar, en í eystri hluta hennar voru niðurföll tengd inn á ca. 15 ára gamla lögn er þar lá, nokkuð grunnt. Lögnin var fremur léleg, en gat þó annað því að flytja regn- vatn af götunni i a.m.k. nokkur ár og þar sem hún lá utan við væntanlegt slitlag, þá var hún Iatin halda sér. Árið 1977 og 1978 var unnið að deiliskipulagi framtíðarmiðbæj ar- svæðis. Skipulag þetta var langt komið um það bil er hefja átti framkvæmdir við Kalmansbraut. Samhliða skipulagningu framkvæmda við Kalmansbraut var gerð úttekt á öllu lagnakerfi umhverfis hinn væntanlega miðbæ, sem þá var ekki sam ykktur og haldinn var sérstakur fundur með verzlunarmönnum til að ræða ýmis mál, varðandi skipulag miðbæjarins og þar á meðal nauðsyn þess að hafa kjallara. Nauðsynlegt þykir að hafa vöru- geymslu í kjallara. Að fengnum þessum upplysingum svo og upplýsingum um vatnsþörf á svæðinu, var einsýnt að lagnakerfi umhverfis svæðið gat ekki uppfyllt settar kröfur. Lagði ég þá til við bæjarráð að heimilað yrði að gera viðhlítandi ráðstafanir svo hægt yrði að uppfylla þessar kröfur, og gat ég þess þá, að ekki væri ráðlegt, að grafa svo djúpa og erfiða lögn meðfram Kalmansbraut, eftir að hún væri steypt, vegna hættu á missigi. Féllst bæjarráð á þessa beiðni mina 29. júni sl. og var þá gamla lögnin endurnýjuð með nýrri víðari og dýpri lögn, sem þjóna mun framtíðar miðbæjar- svæði og sem regnvatnslögn fyrir Kalmansbraut. Samtímis holræsalagningunni var lögð 6“ vatnslögn inn á sama svséði. Af þessu vona eg að ljóst sé að þarna var ekki verið að rífa upp verk fyrra árs, heldur var verið að taka tillit til framtiðarinnar, og reyna að forðast það að stórkost- legar skemmdir yrðu á Kalmans- braut, þegar byggingafram- kvæmdir á miðbæjarsvæðinu kalla á lagnir að því. Þessi framkvæmd tafði að vonum lítillega fyrir vinnu við steypu á Kalmansbraut, en sparar aftur á móti dýrar endur- bætur eftir örfá ár. Ef skipulags- vinna við maðbæjarsvæðið hefði verið lengra komin, hefði verið hægt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrr, en verkið var hið sama. Háholt. Þegar kom að vinnu við Háholt, var gatan sett í hæð samkvæmt teikningum frá okkar hönnunar- aðila. Langsnið götunnar og tenging við fyrri framkvæmdir var fullkomlega samkvæmt viður- kenndum hönnunaraðferðum. Alltaf má deila um hæð gatna og getur oft orðið æði erfitt að aðlaga hæð þeirra lóðahæðum í eldri íbúðarhverfum, því einnig þarf að sjá svo um að nægilegur vatnshalli fáist. Af þessu getur leitt að einhverjar lóðir verði lægri en endanleg götuhæð. í umræddu til- 'felli var þess farið á leit við okkur þegar hæð götunnar var ljós, að reynt yrði að lækka hana. Að lokum var fallist á að verða við þessari ósk, þrátt fyrir að það hefði nokkurn kostnað í för með sér og var hæð götunnar lækkuð á 50 m kafla frá 0-15 cm hæð. Krókatún. Varðandi framkvæmdir við Krókatún, þá hafa þær gengið eðlilega fyrir sig. Fyrripart sumars voru holræsalagnir lagðar í götuna frá Bakkatúni. Síðar í sumar var undirbygging götunnar sett í rétta hæð og að lokum voru mótin sett upp og steypt í þau og nú þegar þetta er skrifað er verið að leggja síðustu hönd á verkið. Sagan um steypubqla og hæðarskekkjur á þessum stað mun vist eitthvað hafa ruglast hjá heimildarmanni rit- stjórans, því starfsmenn bæjarins kannast ekki við þetta mál og óska ég því eftir nánari upplýsingum að hálfu ritstjórans svo ég geti skýrt þetta mál hans nánar. Skarðsbraut. Um Skarðsbraut er sjálfsagt að ræða, eins og aðrar framkvæmdir. Byrjað var á að setja undirlag götunnar í rétta hæð undir jöfnunarlag, og setja á hana réttan hliðar- og lengdarhalla. Þegar farið var að hefla neðri hluta götunnar, næst Garðabraut, þá kom fljótlega í Ijós, að undirbygging var af skornum skammti, enda nokkuð langt síðan sá hluti var lagður. Var skipt um jarðveg á þessum kafla, þá þegar, svo og skipt um gamla vatnsheimtaug og sett plast- lögn í stað gömlu asbestlagnar- innar. Síðan kom margumtalaður víbróvaltari til að þjappa undir jöfnunarlagið. Við þjöppunina losnaði lítillega um té-stykki á vatnslögninni við Garðabraut og flæddi þá að sjálfsögðu upp nokkurn vatnsmagn. Var síðan grafin smá hola og stykkið fest aftur og gengið vel frá því. Að þessu loknu var fengið efni hja Vegagerðinni í jöfnunarlag undir oliumölina. Ekki reyndist unnt að fá efni það, sem lofað hafði verið í fyrstu, því sá haugur hafði allur farið í Þjóðveginn og Innnesveg. Það eina efni, sem fáanlegt var hér í nágrenninu, var frá Ferstiklu. Efnið var mjög blautt og mikið átti síðan eftir að rigna í það, eftir að það kom i vegarstæðið. Þar sem lag þetta var yfirleitt mjög þunnt, þá seig fljótt úr því nema á tveimur stöðum, þ.e. niður við Garðabraut og ofan við beygjuna. Þegar hér var komið sögu, var framkvæmdum Vegagerðarinnar lokið og röðin komin að okkur með útlagningu. Fengum við að láta götuna bíða einn dag, en næsta morgun var spáð rigningu seinni part dags og nú var annað hvort að bíða í nokkra daga eða setja strax á götuna. Var þess farið á leit við verk- takann, að verkið fengi að bíða i nokkra daga. Slíkt reyndist ekki unnt, því önnur verk biðu eftir tækjunum og var tilkynnt að ekki væri víst að þau yrðu laus aftur fyrr en mjög seint í haust eða næsta vor. Var nú um það að velja; að leggja á götuna, vitandi vits, að ske kynni að taka þyrfti upp eitthvað lítils- háttar og lagfæra. Að loka götunni alveg í nokkra mánuði, í von um að tæki fengjust. Að fresta verkinu þýddi að alla undirvinnu, svo og afréttingu á niðurföllum, þyrfti að endurtaka og er það nokkurra daga vinna, auk leigu á mjög dýrum tækjum og nýju efni í jöfnunarlag, svo og flutningskostnaður á útlagningar- búnaði, þessi kostnaður skiptir milljónum. Viðgerð á götunni, eins og hún er nú, verður þannig, að skafið verður um 10 cm lag ofan af þessum tveimur blettum og sett i nýtt lag, eru blettir þessir um 2% af stærð götunnar. Á forsíðu'síðustu útgáfu Umbrots er mynd af Akursbökkum og með henni texti eftir K.B. þar er þess getið, að í fyrrahaust hafi verið ekið mold í bakkann og sáð i með ærnum tilkostnaði. Vil ég hér leiðrétta þennan mis- skilning, því ekki var ekið neinni mold í bakkann eftir að gagan var steypt og þeim fagra gróðri, sem þar var, sáði móðir náttúra sjálf, án nokkurs kostnaðar eða heimildar bæjaryfirvalda. Að lokum vil ég minnast lítils- háttar á hina „svokölluðu tækni- deild.“ Tæknideild bæjarins er skipuð tveimur mönnum og til hennar var ráðinn námsmaður til aðstoðar yfir sumartímann s.l. sumar og meðan á sumarleyfum stóð. Tæknideildin er til húsa á neðstu hæð bæjarskrifstofunnar og hefur fram að þessu haft heilt herbergi til umráða, ásamt garðaráðsmanni. Undir tæknideildina heyra eftir- talin verkefni: Áætlanagerð og stjórn verklegra framkvæmda. Byggingareftirlit. Skýrslugerðir fyrir Fasteignamat ríkisins og Þjóðhagsstofnun. Sorphirða, sorpgæzla og sorp- haugar. Umsjón og eftirlit keð viðhaldi bygginga í eigu bæjarins. Eftirlit með einstaka nýbyggingum. Undir tæknideild heyrir einnig: Áhaldahús, með vélaverkstæði, vélasjóði, rekstri vinnuflokka og trésmíðaverkstæði. Vatnsveita Akraness. Rörasteypa Akraness. Vonast ég til að þgssi greinarstúfur svari spurningum ritstjórans en þar sem endanlegar kostnaðartölur framkvæmda sumarsins liggja ekki fyrir , þá get ég því miður ekki upplýst þær, en sjálfsagt er að láta þær í té strax og þær liggja fyrir. Að endingu vel ég benda ritsjóra Umbrtos á, að tæknideild bæjarins er reiðubúin til að láta honum í té allar upplýsingar um framkvæmdir á vegum bæjarins, ef svo illa vildi til að heimildarmaður hans for- fallaðist. Akranies í október 1978. Reynir Kristinsson. Söluverðlaun Söluverðlaun í október hlutu: Kjartan Kjartansson, Vogabr. 40 og Heimir Kristjánsson, Vest urgötu 113. 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.