Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 6

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 6
Félagsmálaráð Rœtt við Rannveigu Eddu Hálfdánardóttur Á vegum bæjarins eru starfandi margar nefndir og ráð sem vinna að ólíkum málaflokkum. Til að gefa bæjarbúum kost á að fá örlitla innsýn í þau málefni, sem hinar ýmsu nefndir starfa að, mun í næstu blöðum birtast viðtal við for- mann einhverrar ákveðinnar nefndar eða ráðs. Þann 31. maí s.l. var samþykkt í félagsmálaráðuneytinu, ný bæjar- málasamþykkt fyrir Akranes. 38. gr. samþykktarinnar er svo- hljóðandi: „Félagsmálaráð er skipað fimm mönnum og fimm til vara. Ráðið kýs formann og ritara úr sínum hópi. Ráðið skal fjalla um framfærslumál, barnavernd, dag- vistunarmál barna, leikvelli, vinnu- skóla fyrir unglinga, heimilishjálp, þjónustu við aldraða, vetrarhjálp og almenna félagslega þjónustu. Ráðið kýs úr sínum hópi tvo menn í nefnd, er fer með dagvistunar- stofnanir fyrir börn. Kvenfélag Akraness tilnefni þriðja manninn í nefnd þessa.“ Félagsmálaráð skipa eftirtaldir: Rannveig Edda Hálfdánardóttir, formaður, Bjarnfríður Leósdóttir, Guðmundur Árnason, Benedikt Jónmundsson og Karl Helgason. Undirritaður átti nýlega tal af formanni ráðsins. í upphafi sagði Rannveig Edda, að Félagsmálaráð væri myndað í þeim tilgangi að bæta félagslega þjónustu, og sníða hana meira eftir kröfum nútímans. Enn sem komið er, er starfsemi ráðsins á byrjunarstigi, og um þessar mundir er unnið að samningi reglugerðar fyrir ráðið til að vinna eftir, og verði i þessu sambandi stuðst við reglugerðir annarra bæjarfélaga. Eins og fyrr- greindur kafli í bæjarmála- samþykkt ber með sér, eru margir málaflokkar sem falla undir verk- svið félagsmálaráðs, og er það í sumum tilfellum arftaki annarra nefnda sem hafa fjallað um þessi mál. Rannveig Edda sagði, að þeim i ráðinu fyndist vanta inn í þessa grein þátt um húsnæðismál, og taldi æskilegt að raðið fengi að hafa ítök eða samráð við bæjar- stjórn um úthlutun á leiguhúsnæði á vegum bæjarins. Aðspurð sagði Rannveig Edda, að það væri tölu- vert af fólki sem byggi við þannig kjör, að það vantaði húsnæði sem þetta. sí sambandi við félagslega þjónustu, er það skoðun ráðsins, að ekki sé vitað hve mikil þörf sé fyrir slíka þjónustu, þótt svo hún sé mikil. Heimilishjálp: Félagsmálaráð telur að það þurfi að kanna hve mikil þörf sé fyrir heimilishjálp. Rannveig Edda sagðist telja, að fólk gerði sér alls ekki grein fyrir, að það hefði rétt á slíkri aðstoð. Hingað til hefði það í flestum tilfellum verið aldrað fólk sem óskað hefði eftir heimilis- aðstoð, en þær aðstæður geta skapast, að fleiri þurfi hennar með um skamman tíma. Þeir sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda, eiga að hafa samband við bæjar- ritara eða félagsmálaráð. Dagvistunarmál: Dagvistunarihal hafa verið mikið til umræðu undanfarin ár. í reglu- gerðinni segir, „að Félagsmálaráð kjósi úr sínum hópi tvo menn í nefnd er fer með dagvistunar- stofnanir fyrir börn. Kvenfélag Akraness tilnefni þriðja manninn i nefnd þessa. Fulltrúar Félagsmála- ráðs eru Rannveig Edda og Júlía Baldursdóttir, og fulltrúi kven- félagsins er Erna Hákonardóttir. Um þennan lið hafði Rannveig Edda eftirfarandi að segja: „Við fórum í heimsókn á allar dag- vistunarstofnanir í bænum nú í haust, til að kynnast þessum málum af eigin raun. Þá var komið á umræðustig, hjá bæjarráði, að breyta starfsemi gæsluvallarins við Víðigerði þannig, að hann yrði gerður að leikskóla. Félagsmálaráð var sammála um, að þetta væri mjög æskileg ráð- stöfun. Nú er búið að samþykkja að gera þetta og um leið að opna gæsluvöll við Heiðarbraut. Ég vil taka það skýrt fram, að þetta var Máltækið segir: „Glöggt er gests augað“. Ef til vill væri hollt fyrir okkur, hvert og eitt, að hrista af okkur viðjar hversdagsleikans stöku sinnum og fara um bæinn okkar og umhverfi hans og líta „gests- augum“ það sem fyrir okkur ber, eða með öðrum orðum, að reyna að setja okkur í spor gests, sem hér væri á ferð. Það sem ég hef í huga, er fyrst og fremst það, sem við í daglegu tali nefnum umgengni. Umgengni er eins og allir vita, mjög þýðingarmikið atriði og skiptir iðulega sköpum um svipmót einstakra heimila í sveit og bæ. Þetta á ekki síður við um heildar- svip þéttbýlissvæða eins og t.d. Akraness. Það er víðsfjarri mér, að reyna að gera einhverskonar úttekt á bænum okkar, hvað þetta snertir, en mig langar til að minnast lítil- lega á eitt atriði og e.t.v. fleiri svona í leiðinni. Við, þú og ég, skulum krunka okkur saman — við skulum segja þar sem Kalmans- brautin og gamli þjóðvegurinn til Akraness skerast. Við skulum hafa bifreið til um- ráða, það er virðulegra heldur en að ganga og við veljum breiðari veginn, sem auk þess er lagður í fagurlegum boga og þakinn olíumöl. Okkur langar til að sjá hvernig umhorfs er á Skaganum. Þetta er að mörgu leyti fyrir- myndarbær og við höfum heyrt, að hér hafi t.d. verið gert stórátak í að steypa götur og yfirhöfuð mikil uppbygging og framfarir. Við rifjum líka upp, að við höfum í leiðinni heyrt talað um fallegt kvenfólk, dugmikla sjómenn og gert án nokkurs sérstaks þrýstings frá ráðinu. Segja má, að dagvistunarmál á Akranesi verði nokkuð vel á vegi stödd, þegar leikskólinn við Skarðs- braut tekur til starfa, að þessu við- bættu, ef leikskólinn við Háholt verður áfram starfræktur. Hvað varðar dagvistun barna í heima- húsum, þá hefur hun verið mikil hér á Akranesi vegna skorts á rými i leikskólum. Við i Félagsmálaráði höfum mikinn hug á að hafa samband við svokallaðar dag- mömmur, og að þeirra störf verði háð eftirliti. Einnig þurfum við að athuga með samræmda gjaldsskrá, og að bæjarsjóður greaði niður gjöld fyrir einstæða foreldra. Fordæmi er fyrir sliku í öðrum bæjarfélögum." Þjónusta við aldraða: „í sambandi við þennan lið, höfum við ekkert gert ennþá. Við höfum fullan hug á, að koma upp tómstundastarfi fyrir aldraða og teljum æskilegast að það verði gert i beinum tengslum við Höfða. Annars verður það að segjast eins góðar kartöflur, að ógleymdum knattspyrnumönnunum. Áður en varir erum við með steinsteypu undir hjólum. Byggðin er enn nokkuð gisin, en þéttist óðum. Við höldum niður i bæ beint af augum. Það er laugardagur að sumarlagi. Klukkan er 9.00 f.h. Við skimum eftir götuheitum. Þetta mun vera Kirkjubraut. Við höldum okkar striki, en það er að jöfnu báðu, að við sjáum fyrir endann á götunni við torg með myndastyttu af sjómanni — og að við sjáum mann að starfi á götunni. Verkefni mannsins blasir einnig við okkur. Á götunni og gang- stéttunum eru hrannir af flösku- brotum. Okkur verður ósjálfrátt hugsað til hjólbarðanna undir bílnum, en við finnum glöggt, að sú hlið málsins er aðeins lítill flötur á stóru vandamáli. Við vitum að öll þessi glerbrot eru til komin síðast liðna nótt, ella hefði þeim einfald- lega verið sópað saman í gær. Að okkur læðist grunur — sem stappar nærri vissu — um það, að hér muni verða eitthvað svipað umhorfs næsta morgun. Við veifum í kveðjuskyni til mannsins sem er að hreinsa götuna og hann tekur kveðju okkar glaðlega. Hann er eflaust búinn að standa í þessu oft áður og trúlega hefur verið djúpt á brosinu í fyrstu skiptin. Við ökum framhjá torginu og erum nú á Skólabrautinni. Okkur verður litið yfir torgið. Styttan sómir sér vel og umhverfis hana eru gangstígar, grasflatir og blómabeð. En torgið hefur auðsjáanlega fengið sinn hlut ómældan af um- gengisháttum þeirra sem fóru um bæinn síðastliðna nótt. Sýnilegt er, að bíll eða annað vélknúið farar- og er, að það er afar takmarkað sem við komum i framkvæmd fyrr en ráðinn hefur verið starfsmaður. Við erum búin að auglýsa eftir félagsráðgjafa. Umsóknarfrestur rann út 1. nóv. s.l„ en enginn sótti um. Það er geysilega mikil þörf fyrir slíkan starfsmann, og jafnvel hugsanlegt að hann starfi jafn- framt fyrir æskulýðsnefnd og sjúkrahúsið. Mér er ljúft og skylt að geta þess, að bæjarritari, Haukur Sigurðsson hefur verið félagsmálaráði mikil hjálparhella og ötull ráðgjafi, en hann er, að mínu mati, ofhlaðinn störfum og timi hans þvi tak- markaður. Það hlýtur að vera mjög áhugavert verkefni fyrir félagsráð- gjafa að byggja upp og móta slíka starfsemi og vonum við svo sannar- lega, að einhver bjóði sig fram.“ Til viðbótar þessu sagði Rannveig Edda: „Þá má geta þess, að ráðið hefur mikinn hug á að hafa góða samvinnu við Æskulýðs- nefnd varðandi málefni unglinga, og einnig má benda á, að víða annars staðar fellur áfengisvarna- nefnd undir Félagsmálaráð. Svo er þó ekki hér, en samt sem áður óskar raðið eftir góðri samvinnu við áfengisvarnarnefnd." Rannveig Edda kvaðst vilja leggja áherslu á það, að störf félagsmálaráðs ættu að mótast af því hugarfari, að reyna að hjálpa fóli til sjálfsbjargar. í þessu viðtali hefur verið stiklað á stóru um starfsemi hins nýja Félagsmálaráðs, og má sjá, að starfssvið þess er geysilega yfir- gripsmikið, og vart hægt' að búast við, að starfsemin sé fullmótuð ennþá, því ráðið var ekki skipað fyrr en seinni part sumars. Hvað sem því líður, óskum við „ráðs- fólkinu“ góðs gengis og vonum að því takist að vinna farsællega að þeim málaflokkum sem fyrir þá eru lagðir. I. tæki hefur farið yfir blómabeðið sem næst okkur er. Til frekari áréttingar hafa verið rifin blóm úr beðinu og þeim fleygt sitt í hvora áttina. Flöskubrot eru í hrúgum upp við steininn sem styttan stendur á og raunar eru glerbrot um allt torgið. Ljósar slettur eru á steinum og samhengisins vegna giskum við á, að þær séu spýja úr einhverjum innbyggjum staðarins. Bréfarusl og slitur úr fatnaði eru á víð og dreif, svo sem eins og til uppbótar. Meðan við ökum niður Skólabrautina, verður okkur hugsað til fólksins sem á heima hér í götunni. Tæplega hafa aðfarirnar sem við sáum verksummerkin eftir farið hljóðlaust fram. Vaflaust reynir fólk hér á niður- skaganum að sofa fram undir hádegið, eftir svefnlitla nótt, eigandi í vændum aðra svipaða. Flöskubrotin strjálast og kannski er þessari martröð að verða lokið. Gatnamót. Nú já — Vesturgata. Við förum niður eftir henni og beygjum til vinstri þar sem stendur Bárugata, en — þá fer aftur að síga á ógæfuhliðina. Hótel er þarna í götunni og umhverfis það eru flöskubrot, bréfarusl og fleiri sýnishorn frá viðburðum nætur- innar. Hvar er hægt að komast stystu leið út úr bænum? Hafnarbraut — Suðurgata, jú hún liggur í rétta átt — Skagabraut — hringtorg og við okkur blasir gamli þjóðvegurinn, sem okkur sýndist svo oyndislegur áðan á leiðinni niðureftir — og f^gins hugar er hjólum snúið út á molina. Hannes A. Hjartarson. GESTALEIKUR Á LAUGARDAGSMORGNI 6

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.