Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 9
ER EKKI MÁL AÐ LINNI? © var settur þarna til bráðabirgða, sem nú eru orðin tvö ár, fari ekki varhluta af skrautinu, var sturtað nokkrum bílhlössum af grjóti og mulningi fyrir ofan hafnargarðinn sem sýnir að það er fyrir öllu séð bæði fjárhagslega og ekki síður útlit og umgengni. Það er ótrúlega víða, sem séð er fyrir fegrun af þessu tagi. kvæmd kostar mörgum milljónum meira nú, heldur en ef unnin hefði verið I fyrra sumar eins og beðið var um, þar sem síðan hafa orðið stórfelldar hækkanir eins og allir vita. Mér finnst þessi vinnubrögð óneitanlega bera keim af hugsuninni: Bærinn borgar, rikið borgar, sem því miður virðist vera alltof algeng. Og enn heldur ráðleysið áfram. Nú fyrir um það hil tveimur mánuðum er tekið til við að brjóta dekkið og kant á hafnargarði, sem frá var horfið í fyrra haust vegna verðus, sem sýnir að þeir sem þessum framkvæmdum ráða, (en ættu ekki að ráða ef allt væri með felldu) hafa ekki verið óánægðir með útkomuna í fyrra haust, enda byrjað á svipuðum tíma þegar dagur styttist og allra veðra von. Allt bendir til þess að það muni taka upp undir hálft ár að laga i kringum sextíu metra langan og átján metra breiðan kafla á garðinum. Orsök þess að svona er unnið, munu vera grjótflutningarnir sem virðast hafa yfirtekið svo hugsun þessara manna að annað kemst ekki að. Svo það má með sanni segja að þeir berji höfðinu við steininn. Reyndslan er ekki þeirra skóli sem með þessi mál fara, með sinn fylgifisk, sem kemur fram í sóun fjármuna á kostnað skatt- greiðenda, heldur mikilmennsku- brjálæði og óstjórn. Flestir menn telja að það sé frekar hægt að aka grjóti þó stirðni á polli eða veðuir spillist, heldur en vinna að fyrr- nefndri framkvæmd á þessum árs- tíma. Það væri fróðlegt að fá upp- lýst þegar farið verður að reikna út grjótið (nú um innistöðutímann sem bændur kalla) að tekið væri í leiðinni hvað áðurnefnd fram- í þessu sambandi kemur mér til hugar hvað Akraneshöfn væri langt komin og liti út í dag, ef viðhöfð hefðu verið svipuð vinnu- brögð frá byrjun og hér að framan hefur verið drepið á. A þeim tímum sem peningar voru af skornum skammti og fjárveitingar litlar miðað við þörfina. Þá var hugsað að fá sem mest fyrir það fjármagn sem fyrir hendi var hverju sinni og gæta fyllstu hagsýni, meðal annars með því að nota sumarið og byrja eins snemma og hægt var. Nú virðist þessu vera snúið við, byrjað um veturnætur við þau verk sem ætti að vinna að sumrinu, og þá væntanlega miðað við að búið sé áður en dag fer að lengja. En það er ekki ein báran stök, og enn einu sinni segja bráðabirgða- ráðstafanirnar til sin. Fyrir um það bil 10-12 árum var lögð skolpleiðsla frá stórum hluta bæjarins gegnum hafnargarð og plan útfyrir garðinn. Fyrir nokkrum árum stíflaðist hún svo að skolp og annar óþrifnaður kom upp um niðurföll og rann niður hafnargarð. Þá var talað um að nauðsynlegt væri til að tryggja að ekki kæmi fyrir aftur, að fram- lengja lögnina fram í stórstraums- f jöruborð með steyptum stokk. Nú hefur lögnin stíflast árlega og alltaf lagað til bráðabirgða með ærnum kostnaði. í fyrra haust var eins og ég hef áður sagt fra, hreinsað grjót með stórum krana frá hafnarmál, með það fyrir augum að gangan varanlega frá framlengingu leiðslunnar. Sennilega hefur þeim sem fyrir verkinu stóðu fundist þegar að var gáð, að þessi árstimi væri ekki heppilegur til að vinna verkið en þá var búið að henda í þetta stórfé á kostnað bæjarins. Síðan ekki meira gert og allt komið í sama horf og þegar byrjað var. Fyrir nokkrum vikum stíflaðist syo leiðslan enn einu sinni. Var planið brotið upp og að sjálfsögðu reynt að laga með gagnslitlu krafsi, en svo skeður það að hreyfing kemur í sjó með þeim afleiðingum að enn bætist i leiðsluna og hún lokast. Frárennslirennur inn i verksmiðju S.F.A. stoppaði vinnslu um tíma og var lán að ekki skyldi verða stór tjón. Þetta gerist aðfaranótt 19. október. Þá eru kallaðir út menn með brunadælu og haugsugu. Með þessum dælum tók um það bil einn og hálfan tima að dæla skolpinu út. Þetta hefur kostað bæinn nokkrar þúsundir fyrir utan þá vinnu og efni sem fer í að endurbæta það sem eyðilagt var, t.d. planið. sÞetta sannar hvað bráðabirgða- ráðstafanirnar með gagnslausu fálmi geta kostað bæjarfélagið, sem því miður sjást víðar. Einu sinni var sagt að reynslan væri ólygnust og af henni mætti mikið læra, en þess þurfa þessir miklu menn ekki eins og dæmin sýna. En ég er hræddur um að úr þeim verði mesti vindurinn um það leyti sem þeir verða búnir að ná höfuðskepnunum á sitt vald. Það er örugglega léttara að sækja peninga i vasa almennings, jafnvel þótt margur eigi erfitt með að greiða, en það skiptir ekki máli í þeirra augum. Bæjarstjórnarmenn mættu taka upp sömu sparnaðarhugsjón og virðist rikja við gerð kjara- samninga starfsfólks bæjarins, þegar setið er heilu næturnar og þvargað kannski um nokkrar krónur til lagfæringar á launum til samræmis við það sem greitt er fyrir hliðstæð störf annarstaðar og fæst ekki nema að litlu leyti i sumum tilfellum. Þeir ættu að gera sér ljóst að það eru fleiri þættir í rekstri bæjarins, ekki veigaminni, sem þarf að hafa hemil á, en laun starfsfólksins. Á þvi sem hér hefur verið drepið á, væri þörf á að menn gæfu meiri gaum að hvernig fjármunum al- mennings er varið, ef það gæti orðið til þess að opna augu þeirra sem þessum málum stjórna og við höfum falið, í bestu trú að gæta hagsmuna okkar bæjarfélags , en ekki að láta duga að fara eftir út- reikningum manna sem telja sig vita allt betur en aðrir, sem hent er á borð þeirra til samþykktar ef það hefur þá verið við þá talað. Að loknum þessum hugleiðingum skýtur þeirri spurningu því upp í huga manns: „Hvort ekki sé mál að linni?“ Karl Benediktsson. TIL SÖLU! Borðstofu borð, sex stólar og skápur Upplýsingar í slma 1461 BARNAGÆZLA Frá og með næstu mánaðar- mótum tek ég að mér börn í pössun allan daginn. Ath.: Ekki eldri en 2ja ára. Upplýsingar I síma 2447. HAMRA vegg- samstæða (slensk framleiðsla VERZLUNIN SKOLABRAUTÍ91 AKRANESI^*1 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.