Umbrot - 21.11.1978, Síða 12

Umbrot - 21.11.1978, Síða 12
UMBROT Þriðjudagur 21. nóvember 1978 Verð kr. 150 Fyrsti hjúkrunarneminn sem tekur verklegt próf hjó Sjúkrahúsi Akraness. Hinn 26. okt. sl. gerðist sá merki atburður á Sjúkrahúsi Akraness, að í fyrsta skipti í sögu sjukra- hússins tók ungur hjúkrunarnemi, Elín Daðadóttir, verklegt prof þar. Umbrot átti stutt viðtal við Elínu af þessu tilefni og spurði hana fyrst hvort hún væri hér með orðin hjúkrunarfræðingur? -s- Nei, það er ég að vísu ekki ennþá. Ég á eftir að taka eitt bóklegt námskeið í Nýja hjúkrunarskólanum. Námskeiðið stendur til áramóta og því má búast við að ég útskrifist sem hjúkrunar- fræðingur í byrjun janúar. Þetta er þriggja ára nám og skiptist í verklegt og bóklegt. Nemendurnir starfa á sjúkra- húsum í Reykjavík, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Elín var spurð hvers vegna verk- legt próf hefði ekki fyrr verið tekið hér á sjúkrahúsinu? — Það hefur verið skilyrði að hjúkrunarkennari væri á við- komandi stað. Til skamms tíma hefur ekki verið svo hér, en nú er Steinunn Sigurðardóttir starfandi hjúkrunarkennari og því var þetta mögulegt. Elín Daðadóttir starfaði við sjúkrahúsið í fjóra mánuði árið 1976 og síðan kom hún aftur í sept. sl. og lauk prófinu 26. okt. eins og áður sagði. Það fór þannig fram að kennari kom frá Reykjavik og gaf ákveðið verkefni til að vinna. Síðan er það nemandans að skipuleggja hvernig verkefnið skuli unnið og má því eiginlega segja að þetta sé nokkurs konar skipulagsstarf. Að lokum sagðist Elín Daðadóttir kunna betur við sig utan Reykja- víkur, þó svo að hún væri fædd þar, og hún sagði að sér hefði líkað sérlega vel hér á Akranesi, bæði við fólkið og alla aðstöðu á sjúkrahúsinu. Myndina hér að ofantók Arni Böðvarsson af nokkrum gömlum Akurnesingum við Steinsvör. Akranes gamla tímans. Sunnudaginn 26. nóv. verður opnuð sýning í Bókhlöðunni, sem ber heitið, Akranes gamla tímans. Þar verða sýndar ljósmyndir, teikn- ingar, kort og skyggnimyndir með texta- og talskýringum. Myndir sýningarinnar verða um 300 að tölu, flestar frá árabilinu 1890- 1940. Ljósmyndirnar eru flestar eftir ljósmyndarana Magnús Ölafsscn, Sæmund Guðmundsson, Árna 'Böðvarsson og áhugaljós- myndaranna Harald Böðvarsson. Elstu myndir sýningarinnar eru unnar eftir glerplötum með stækkunarvél Magnúsar Ölafssonar, og hafa fæstar þær myndir sést opinberlega fyrr. Helstu myndaseriur sýningar- innar eru um afstöðu húsa, ein- stakar húsamyndir, þjóðlíf, manna- myndir og loftljósmyndir, auk uppdrátta, teikninga o.fl. Kynntir verða ljósmyndarar sýningarinnar, sýndar skyggnimyndir með tal- skýringum, klukkutíma dagskrá verður spiluð um Akranes gamla tímans svo eitthvað sé nefnt. Sýningin verður opin frá sunnudeginum 26. nóv. og út desembermánuð. Myndir sýningarinnar verða til sölu. Sérstök kynningardagskrá verður fyrir skóla * bæjarins og jafnvel aðra skipulagða hópa. Aðgangseyrir verður fyrir full- orðan en ókeypis fyrir börn. Skipulagning sýningarinnar hefur verið í höndum Þorsteins Jónssonar og hafa ýmsir einstakl- ingar sem og stofnanir lagt hönd á plóginn við undirbúning sýningar- innar, og eiga þeir aðilar miklar þakkir skyldar. Akurnesingar. Látið þessa merkilegu sýningu ekki fram hjá ykkur fara. Bœtt við lögregluþjóni Dvalarheimiiið HÖFÐI: Síðari visthlutinn tekinn í notkun 1. byggingaráfangi dvalarheimil- isins Höfða hefur nú verið tekinn í notkun að undanskildum nokkrum herbergjum í kjallara og eru vist- menn 44. Það var í febrúar sl. að 22 vistmenn fluttu inn á 2. hæð hússins og var það þá vígt við hátíðlega athöfn. Laugardaginn 14. okt. sl. var síðari visthluti tekinn til notkunar og fluttu nær allir vistmenn inn þann dag. í þeim áfanga voru 19 íbúðir svo sem í hinum fyrri, þar af 3 hjónaíbuðir. Að kvöldi mánudagsins 16. okt. var vistmönnum öllum boðið til kaffidrykkju i aðalanddyri heimilisins, þar sem einnig voru samankomnir forystumenn þeirra sveitarfélaga sem að byggingunni standa og starfsfólk heimilisins. Þar voru flutt ávörp og árnaðar- óskir, Þorvaldur Þorvaldsson, kennari las upp og Skagakvartett- inn skemmti með söng og stjórnaði fjöldasöng. Ekki er enn ákveðið um fram- haldsframkvæmdir, nema hvað unnið verður að því að innrétta og koma upp vinnurými og aðstöðu til iðjuþjálfunar. Jafnframt verða athugaðir mögu- leikar á því að dagheimili fyrir aldraða taki til starfa þótt í litlum mæli væri í byrjun. Einnig hefur verið rætt um að reisa sjálfstæðar íbúðir i næsta nágrenni dvalarheimilisins, en engar ákvarðanir verið teknar. Nú fer í hönd jólaundirbúning- urinn. Á stóru heimili er í mörgu að snúast og væri alls konar aðstoð við að gera vistmönnum dagamun um jólin vel þegin. Ef bæjarbúar hefðu möguleika á að hjálpa á einhvern hátt til við undirbúning jólanna þá hafið samband við for- stöðumann Höfða. Byrjar öldungadeildin um áramót? 10. okt. barst bæjarráði bréf þar sem tilkynnt var að fjármálaráðu- neytið hefði framsent erindi varðandi öldungadeild við Fjöl- brautarskólann til menntamála- ráðuneytisins. Bæjarráð beinir þeim eindrengu tilmælum til menntamálaráðu- neytisins og fjarveitinganefndar Alþingis að heimilað verði að öldungadeild verði komið á fót við Fjölbrautaskólann ffa næst- komandi áramótum að tela. Gísli Björnsson hefur verið ráðinn lögregluþjónn til 1. okt. 1979. Til stóð að lögreglan hætti öllum sjúkraflutningum um næstu áramót, samkv. lögum en samkomulag hefur tekist um að lögreglan annist þessa flutninga til 1. okt. 1979. Ábending varðandi Skjalasafn Ari Gíslason kom að máli við blaðið og bað það að koma því á framfæri, að Skjalasafnið á Akranesi sé opið til móttöku á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 5-7 s.d, Hreinsibíll boðinn til sölu í október barst bæjarráði bref þar sem greint var frá tilboði frá Hreiðari Þórhallssyni f.h. Hreinsi- tækni hf. þar sem boðinn var hreinsibíll til sölu fyrir 4.3 M.KR. Bæjarráð sá sér ekki fært að taka þessu tilboði.

x

Umbrot

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.