Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 14

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 14
44 [Hugrún] í sama bili misti hún eitthvað á götuna, eg flýtti mér að taka það upp, það var vasaklútur. „Gerið svo vel, þér mistuð þetta!“ -„Þökk“. Augun dökku horfðu eitt augnablik inn í mín. — Það var hún. „Við eigum víst samleið“, stundi eg upp. „Já“. Við gengum áfram hlið við hlið þegjandi. Þrátt fyrir ítrekaða leit fann eg ekkert til að segja. Hvers vegna talaði eg ekki. Nú var það þó komið þetta þráða augnablik, sem eg svo lengi hafði beðið eftir. En eg gat ekkert sagt. Eg horfði aðeins á fölleita andlitið, hrafntinnusvarta lokkana hennar sem gægð- ust fram undan hvítri ullarhúfunni, og ætluðu að gera mig vitlausan. Eg vissi ekki þá, en varð síðar Ijóst, að í þögn- inni á þessu fagra og kyrláta kvöldi vaknaði það fegursta og helgasta sem eg á. A slíkum stundum eru orð óþörf. Það var nokkuð mikið frost, loftið var hreint og svalandi og snjórinn marraði undir fótum okkar. Við námum staðar uppi á hæðinni og horfðum á útsýnið. í suðri og austri var víðáttan hvít og hrein eins og hugsanir ungrar og óspiltrar meyjar, en köld og auð — eins og guðrækni fjöldans. Frá fjöllunum í fjarska andaði köldum blæ, ísköldum hreinleika. Og yfir hvelfdist dimmblár himininn þar sem stjörn- urnar tindruðu eins og daggardropar við morgun-

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.