Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 38

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 38
68 [Hug-rún] Þyrnirósa. (Sigbjörn Obstfelder). Niður við ána liggur kofinn. Eg dansaði í nótt við tignar konur. Silkiskóhljóð suðar í eyrum mínum. Bráðum kem eg þangað. Hún á engar perlur. Hún býr meðal rósanna og ribsrunnanna. Fiðrildin eru þemur hennar. Eg dansaði í nótt við tignar konur. í hári þeirra leiftruðu demantar. Þyrnirósu þekkir enginn, enginn. Efeu leynir kofanum okkar. Kinnar þínar eru rauðar Þyrnirósa. Skógarstjörn- ur glitra í hári þínu. Kinnar þínar eru rauðar, er þú réttir mér bikarinn, að eg megi svala þorsta mín- um; hvítar þegar líður að nóttu. Látum gluggana vera opna. Þá andar sumar- nóttin yfir hvíta koddann, finnur sína eigin þrá í aug- mium hennar Þyrnirósu. Og er dagur ljómar, kemur fugl úr austri, hann leggur leið sína gegnum stofuna okkar og flýgur í vestur.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.