Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Sífellt fleiri bæjarbúar og aðrir gestir ganga í upplandi Hafnar­ fjarðar. Sums staðar dreifist göngufólkið vel og lítið ber á skemmdum á gróðri. Gamlar þjóðleiðir koma sér vel og leiða fróðleiksfúst útivistarfólk um hraunin í upplandi bæjarins. En annars staðar er ágangurinn meiri og svæðið í kringum Helgafell gott dæmi um slíkt. Þar má reyndar líka sjá för eftir mótorhjólafólk og þó nokkuð er um ferðir fólks á hestum þar. Göngustígar sem þar hafa mótast í tím­ anna rás eru engan veginn fullnægjandi og sumir leifar af ferðum bíla um svæðið. Engar merkingar eru sem segja fólki frá merkum stöðum og minjar um stórmerkilega vatnsveitu bæjarins liggja undir skemmdum. Fjölmargir ganga frá Kaldárbotnum til austurs og að Valabóli og fara þá um mosavaxinn Helgadalinn þar sem göngusvæðið er orðið margra metra breitt og dauður mosinn blasir við. Við höfum lengi dásamað upplandið okkar og hvatt til útivistar en við höfum lítið sem ekkert gert til að gera það aðgengilegra. Sáralítið hefur verið gert í að bæta göngustíga eða merkja athyglisverða staði. Er ekki kominn tími til að marka nýja stefnu í þessum málum í bænum svo hægt verði að bæta aðgengi bæjarbúa að upplandinu um leið og við verndum það fyrir of miklum ágangi á viðkvæmum stöðum. Þarna gætu félagasamtök lagt lið og sjálfboðaliðar komið að því að leggja stíga. Gerum upplandið okkar aðgengi­ legra. Þetta er perla engu lík. Undirbúningur stendur nú að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem á að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja í bænum og bæjaryfirvalda til að markaðssetja Hafnaarfjörð í víðri merkingu þess orðs. Markaðsstofunni er ætlað að hvetja fyrirtæki til að koma til Hafnarfjarðar og þá um leið að benda á kosti þess að vera með fyrirtækjarekstur í Hafnarfirði. Að sama skapi verður það verkefni Markaðsstofu að laða ferðamenn til bæjarins og hvetja fyrirtæki til að vera undirbúin auknum ferðamannastraum. Því ætti það einnig að vera keppikefli Markaðsstofu að innan bæjarmarkanna séu aðgengilegir áhugaverðir staðir fyrir ferðamenn, hvort sem þeir komi í rútum, á bílum, gangandi eða á hjólum. Það fer að jafnaði saman að um leið og aðstaða er bætt fyrir bæjarbúa að njóta þeirrar fegurðar sem liggur í bæjarlandinu, þá er verið að bæta hana fyrir ferðamenn. Mikilvægt er að það sé hugsað um hag bæjarbúa og þjónustu við þá. Ferða­ menn njóta góða af því um leið. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 27. september Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Starf aldraðra á miðvikudögum kl. 13.30 www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 27. september Sunnudagaskóli og messa kl. 11 Fermingarbörn taka virkan þátt í messunni. Mánudagur 28. september Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 Barna- og unglingakórar kl. 17 Þriðjudagur 29. september Orgeltónleikar kl. 12.15 Douglas A Brotchie leikur. Ókeypis aðgangur. MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar kl. 10-12 Umsjón hefur Erla Björg Káradóttir Unglingakór kl. 17 Nánari upplýsingar á: www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 27. september Sunnudagaskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, Umsjón: María og Bryndís. Messa í Skálholtskirkju kl. 11 Messuferð í Skálholt. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestar: Sr. Halldór Reynisson og sr. Bragi J. Ingibergsson. Fólk er hvatt til þess að leggja leið sína í Skálholt og samnýta bíla: Mæting kl. 09.00 við Víðistaðakirkju og brottför kl. 09.15 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 27. september Sunnudagaskóli kl. 11 Fjörug, fræðandi og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.