Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ býður félagsmönnum sínum og almenningi á fyrirlestur um starfsemi félagsins í bæjarfélögunum. Félagsmenn og aðrir forvitnir sérstaklega hvattir til að mæta! Hvenær: miðvikudaginn 30. september Klukkan hvað: 12:00-13:00 Hvar: Strandgötu 24, Hafnarfirði Rauði krossinn býður heim BUBBI MORTHENS PRIME KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ EITT LAG ENN MIÐASALA ER HAFIN Á WWW.MIDI.IS 30. SEPTEMBER FRÍKIRKJAN HAFNARFIRÐI 3. OKTÓBER HLÉGARÐUR 4. OKTÓBER FÉLAGSGARÐUR Í KJÓS Síðastliðið vor samþykkti bæjarstjórn að koma á fót Mark­ aðsstofu Hafnarfjarðar (MSH) og fór þá í gang mót unarferli sem ætlunin er að ljúki eigi síðar en 1. nóv ember næstkom andi. Nú á sumar mánuðum hefur farið fram stefnu­ mótunar vinna með að ­ komu fjöl margra fyrir­ tækja og aðila í bænum. Megin markmið MSH er að gera Hafn­ ar fjörð að góðum kosti fyrir fyrirtæki, íbúa og innlenda sem erlenda ferðamenn. Áhersla verð ur á að efla atvinn­ u þróun, ná til nýrra fyrir tækja ásamt því að hlúa að þeim sem fyrir eru og byggja upp sterkt tengslanet og nýta þannig stof­ una sem samstarfsvettvang bæði milli fyrirtækja sem og við stjórn sýsluna. MSH mun í sam­ starfi við hagsmunaaðila halda úti heimasíðu þar sem hafn­ firskum fyrir tækj um gefst kostur á að kynna starfssemi sína og byggja þannig upp tengslanet sín á milli og hvetja þannig til auk­ inna gagnkvæmra við skipta. Ferða mál munu verða eitt af verk efnum MSH og teljum við mikil tækifæri felast í þeirri umsýslu sem mun skila sér bæði til fyrirtækja í bænum og íbúa. Hafnarfjörður býr yfir mikilli sérstöðu vegna nálægðar við Kefla víkurflugvöll, hér er fallegur miðbær og höfn og fjölmörg opin svæði sem nýta má betur til ferðaþjónustu og útivistar. Hér er fjölbreytt verslun og þjónusta ásamt mikilli flóru listamanna og með samvinnu fyrir tækja og Hafnarfjarðar bæjar teljum við að ná megi upp betri mark aðs­ setningu á bæjar­ félaginu og búa þannig til betra og skemmti­ legra bæjarlíf. MSH mun hafa yfirumsjón með ákveðnum við­ burð um og er til að mynda haf inn undir­ búningur að jólaþorpi okkar Hafnfirðinga sem verður æ glæsilegra. Það er von okkar sem unnið hafa að stofnun MSH að fyrir­ tæki sjái hag sínum vel borgið innan stofunnar og bjóðum við því öllum fyrirtækjum til fundar mánudaginn 28. september kl. 17 á Hótel Völlum þar sem kynnt verða drög að markmiðum stofunnar og stofnun hennar. Fyrirhugað er að stofnfundur verði haldinn undir lok október. Höfundur er formaður verkefnishóps um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Kristín María Thoroddsen Markmið og stefnumótun Markaðsstofu Hafnarfjarðar Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur skorað á Alþingi að tryggingar­ gjald 2016 verði lækkað veru­ lega. Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri segir að bærinn muni greiða 670 millj. kr. í tryggingargjald á þessu ári en það hefði verið 192 millj. kr. lægri ef gjaldið hefði verið óbreytt frá því fyrir hrun. Gjald­ ið var hækkað úr 5,34% í 7% þegar atvinnuleysið var 8% og mun lækka í 7,35% 2016. Atvinnu leysi nú mælist 3,1%. Atvinnulífið mun eflaust styðja þessa kröfu bæjarráðs en hátt tryggingargjald kemur sér ekki síst mjög illa við minni fyrirtæki sem eru mörg í bænum og getur hamlað því að þau bæti við sig starfsfólki. Tryggingargjald er greitt af öllum launum starfsmanna. Vilja lækka tryggingargjald

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.