Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Lokastaða í 1. deild karla Haukar í 6. sæti L U J T Mörk St. 1 Víkingur Ó. 22 17 3 2 53-14 54 2 Þróttur R. 22 14 2 6 45-21 44 3 KA 22 12 5 5 42-22 41 4 Þór 22 12 2 8 40-34 38 5 Grindavík 22 11 3 8 41-30 36 6 Haukar 22 10 4 8 32-28 34 (12 lið) Í sýningunni Face of Britain stýrir símahugbúnaður frá hafnfirska fyrirtækinu Locatify gestum um sýningar svæði á National Portrait Gallery í London og veitir sjálfkrafa hljóð leiðsögn á ákveðnum stöð­ um. Hugbúnaðurinn nemur merki frá blátannarsendum í safninu og virkjar leiðsögnina fyrir framan valdar mannamyndir en sama tækni er notuð í Eld­ heimum í Vestmannaeyjum. Sambandi komið á eftir markaðskynningu Locatify tók þátt í Útstími Íslandsstofu og fékk markaðs stofu í Bretlandi til að bjóða safna fólki á kynningu í sendiráði Ís lands í London. Þátttaka var mjög góð og í framhaldi af kynn ingunni hófst samstarf milli fyrirtækisins og sýningarstjóra NPG. Hafnfirskur símahugbúnaður notaður á stórri sýningu í London Verðum á ferðinni í Hafnarfirði mánudaginn 28. september. Ræðum við gesti á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á Strandgötu 43 kl. 20. Mætum í kaffi með 60+ fimmtudaginn 1. október kl. 10.30 á Strandgötu 43 til að ræða kjör aldraðra og öryrkja. Allir velkomnir Þingmenn Samfylkingarinnar heimsækja Hafnarfjörð Fjáröflunarvörur fyrir einstaklinga og hópa Svansmerktur hágæða hreinlætispappír frá KATRIN. www.garri.is 5 700 300 Pantanir og nánari upplýsingar: fjaroflun@garri.is - sími 5 700 300 Katrin Classic WC pappír - BETRI 42 rúllur af hvítum gæðapappír, 50 metrar á rúllu. Katrin Plus WC pappír - BESTUR 42 rúllur af mjúkum hágæðapappír, 50 metrar á rúllu. Ýmsar aðrar fjáröflunarvörur í boði Ekki eru allar ferðir til fjár... Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum það sem af er ársins um yfirtöku Strætó bs á akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu enda hefur yfirtakan vægast sagt ekki gengið vel. Fyrst ber að nefna að notend­ ur þjónustunnar hafa lent í miklum hremm­ ingum, sumum mjög alvarlegum og það virð ist sem stjórnendur Strætó bs sem undir­ bjuggu yfirtökuna hafi ekki kynnt sér nægilega vel hvers eðlis sú þjón­ usta er sem þeir þó voru að taka að sér. Í öðru lagi er sú mikla kostnaðarhækkun sem Strætó fer fram á að sum sveitarfélögin sem eru aðilar að verkefninu taki á sig við yfir tökuna algjörlega óásætt­ an leg. Eins og staðan er núna þegar níu mánuðir eru liðnir af árinu 2015 lítur út fyrir að Hafnar­ fjörður þurfi að greiða 205 milljónir til Strætó fyrir aksturs­ þjónustu fatlaðra fyrir árið sem er að líða! Þessi fjárhæð var 86 milljónir árið 2014 og því er að óbreyttu um hækkun að ræða sem sem nemur um 119 milljón­ um króna. Reykjavíkur borg mun hinsvegar spara við þetta nýja fyrirkomulag enda lækkar kostn­ aður borgarinnar um nokkr ar milljónir við breyting arnar. Við­ ræður standa yfir um breytta skipt ingu kostnaðar en eftir stendur veruleg hækkun á verði fyrir þjónustuna sem ekki hafa fengist viðunandi skýringar á. Rekstrarstjóri fjölskyldusviðs sendi síðasta haust fyrirspurn til Strætó bs í tengslum við vinnu við fjár hags­ áætlun bæjarins fyrir árið 2015 um hvernig áætla bæri kostnað við akstursþjónustu fatlað­ ara eftir að Strætó bs tæki yfir þessa þjón­ ustu. Svör Strætó voru á þá leið að í ljósi þess að hagstæðir samningar væru í höfn við verk taka sem myndu sinna þjón ustunni væri líklegt að verð yrði óbreytt eða lægra eins og fram kemur í svari frá Strætó sem sent var rekstrar­ stjóra fjölskyldusviðs haustið 2014. Ferð til fjár... fyrir Strætó! Þessi himinháa hækkun á kostnaði vegna akstursþjónust­ una eftir að strætó hóf að sinna þjónustunni er því alveg óásætt­ anleg og þær skýringar sem Strætó hefur gefið halda ekki vatni. Bæjarbúar eiga heimtingu á því að fá fullnægjandi svör um um hvað fór svo hrapalega úrskeiðis hjá byggðasamlaginu Strætó sem er í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuð­ borgarsvæðinu enda eru það þeir sem munu greiða reikninginn að óbreyttu. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) Helga Ingólfsdóttir Landsleikur í Kaplakrika Í dag kl. 16 er leikur Dan merk­ ur og Kasakstan á Kapla krika­ velli í undankeppni EM U17 í karlaflokki. Kl. 19.15 leikur svo Ísland við Grikkland á Laugar­ dalsvelli en einn leikmaður í landsliðinu kemur úr Haukum, Kristinn Pétursson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.