Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Samskiptavenjur okkar hafi tekið stakkaskiptum á undan­ förnum árum. Tíminn er á svo mikilli ógnarferð að það er engu líkara en að framtíðin hafi átt sér stað í gær. Fólk talar ekki lengur í síma sína heldur notar þá sem lófatölvur. En stundum þurfum við eitthvað meira, stundum er gott að vita að annað hjarta en eigið slær í næsta nágrenni. Náttúran sá blessun a r­ lega til þess að ekkert okkar er eins og við þurf­ um mismikið á félags ­ skap að halda. Paul Simon sagðist á sínum tíma vera „steinn“ og að hann þyrfti á eng um að halda öðru en ljóðlist og bókum sínum. Engu að síður er sá ágæti söngvari giftur í dag, hann var ekki meiri steinn en svo. Heimsóknarvinir frá aldamótum Um síðustu aldamót var ákveð ið innan Rauða krossins á Íslandi að hefja verkefni sem mætir þörf þeirra sem finna fyrir félagslegri einangrun. Verkefnið, Heimsóknarvinir, hefur gefist vel en þörfin er mikil, og virðist hún fara vaxandi. Rauði kross­ inn vinnur reglulega skýrsluna „Hvar þrengir að?“ til að kanna hvaða hópar það eru í íslensku samfélagi sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Fólk sem upplifir félagslega einangrun hefur verið ofarlega á þeim lista allt frá upphafi. Í dag eru um 450 sjálfboðaliðar sem starfa sem heimsóknarvinir, í 36 deildum Rauða krossins um allt land. Fjölbreyttar heimsóknir hjá mismunandi fólki Heimsóknirnar geta verið með ýmsum hætti en reynt er eftir fremsta megni að hugsa um þarfir þess sem þarf á heim sókn­ inni að halda. Skjól stæð ingarnir geta nefnilega ver­ ið á öllum aldri, karlar jafnt sem konur, sem glíma við ólík vanda mál. Öllu máli skiptir að gera það sem fólki finnst gaman að gera, það sem vinir gera saman til að knýja fram bros á vör. Hægt er að spila, fara í göngutúr eða jafnvel bíltúr, drekka saman kaffi og skoða myndir, hvað sem fólki dettur í hug. Svo má ekki gleyma vinsælustu heimsóknar vinunum sem eru hundarnir, en heim­ sóknarvinir með hunda vekja mikla gleði meðal skjól stæðinga Rauða krossins. Hvað er annars skemmtilegra en að knúsa loðinn ferfætling, besta vin okkar mannskepnunnar? Heimsóknarvinir geta verið aldraðir, einangrað ungt fólk, fangar eða fólk sem glímir við andleg eða líkamleg veikindi. Síðast en ekki síst má nefna hælisleitendur og flóttafólk sem eiga oft erfitt með að stíga sín fyrstu spor í nýju samfélagi. Þá er gott að eiga góða að. Frá því að Heimsóknarvinir komu til sögunnar hefur verk­ efnið gefið góða raun og verið vinsælt, bæði meðal sjálfboðaliða og skjólstæðinga. En þrátt fyrir mikinn meðbyr og velvilja í samfélaginu getum við alltaf gert betur. Rauði krossinn óskar eftir þínum kröftum í gefandi sjálf­ boðaliðastarf. Félagsleg einang­ run er mein í íslensku samfélagi en við getum gert okkar til að vinna á því bót. Gefandi starf Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, framkvæmdastjóri Rauða kross­ ins í Hafnarfirði og Garðabæ segir það gefandi starf að vera heimsóknarvinur. 24 sjálfboða­ liðar eru nú starfandi á svæði félagsins, langflestir í Hafnar­ firði. Eru þeir að heimsækja um 20 manns auk þess sem sumir fara á öldrunarheimilin. Segir Hildur heimsóknarvinina vera á breiðum aldri og af báðum kynjum. Þeir endist að jafnaði nokkuð lengi og heimsæki sömu eintaklingana um langt skeið. Rauði krossinn kallar eftir enn fleiri sjálfboðaliðum til þessara starfa. Rjúfa einangrun með heimsóknum Heimsóknarvinir Rauða krossins hjálpa fjölbreyttum hópi fólks Heimsóknirnar geta verið fjölbreyttar, frá kaffispjalli að gönguferðum og bíltúrum. Öflugt 8 vikna námskeið sem miðar að því að draga úr einkennum og auka lífsgæði til fram- búðar með fræðslu og markvissri þjálfun. Námskeiðið er haldið af reyndum sjúkraþjálfurum. Næsta námskeið hefst 29. september Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.30. Verð kr. 45.000 Nánari upplýsingar í síma 555 4449 eða á afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is Slitgigtarskólinn · www.slitgigt.is í hné eða mjöðm? VERKI ertu með lærðu á liðina linaðu verkina auktu lífsgæðin w w w .godverk.is VERSLUNARRÝMI TIL LEIGU á besta stað í Firði Laust er til leigu allt að 121 m² verslunarrými á besta stað á 1. hæð í verslunarmiðtöðinni Firði. Hægt er skipta rýminu í allt að þrjár sjálfstæðar einingar. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 65 0009 eða í fjordur@fjordur.is Snyrtistofa Rósu hefur stækk­ að við sig og flutt úr vestur­ anddyrinu í Firði upp á 2. hæð í glæsilegt húsnæði. Þar starfar Scarlet A. Cunillera meistari í snyrtifræðum og Sigrún Dögg Sigurðardóttir snyrtifræðingur sem nú kemur aftur til starfa á stofunni. Þrjú ár eru síðan Scarlet keypti stofuna af Kristínu Sigurrósu Jónasdóttur sem rekið hafði stofuna síðan 1966. Við flutninginn eykst þjón­ ustan einnig með auknu úrval i af snyrtivörum til sölu auk úrvals fylgihluta fyrir konur. Boðið er upp á allar almennar snyrti­ meðferðir, vaxmeðferðir, þ.á.m. brasilískt vax, ávaxtasýru með­ ferð til að endurnýja húðina, litun, plokkun og andlitsbað auk hand­ og fótsntyrtingar. Þá er boðið upp á Trim­form meðferð. Opnað var á nýjum stað í síðustu viku og býður Scarlet áfram afslátt til öryrkja og eldri borgara. Scarlet A. Cunillera snyrtimeistari og eigandi ásamt Sigrúnu Dögg Sigurðardóttur snyrtifræðingi. Snyrtistofa Rósu stækkar við sig snyrtistofa – snyrtivörur og fylgihlutir Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Jónas Hallgrímsson Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stendur að opinni fræðsludagskrá helgaðri minningu Jónasar Hall gríms­ sonar í Bessastaðakirkju á laugar daginn kl. 14­16. Þar flyt­ ur Páll Valsson erindið „Fyrst deyr í haga rauðust rós“ og Helga Kress flytur erindið, „Söngvarinn ljúfi“ um heimþrá í ljóðum Jónasar. Kvennakór Garða bæjar frumflytur „Fugla­ tal“ eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta Jónasar Hallgrímssonar. Einsöngvari og stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.