Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hafnarfjarðarkirkja HÁDEGISTÓNLEIKAR Þriðjudaginn 27. október kl. 12.15-12.45 © 1 51 0 H ön nu na rh ús ið e hf . Kaffisopi eftir tónleika Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis Guðmundur Sigurðsson leikur á bæði orgel kirkjunnar, verk eftir J. S. Bach, Tryggva Baldvinsson og Charles Chaplin. Helga Ingólfsdóttir bæjar- fulltrúi (D) hefur í bókun í fjöl- skylduráði lagt til að Hafnar- fjörður segi sig úr samkomulagi sem gert var um ferðaþjónustu fatlaðra þann 19. maí 2014 af hálfu sveitarfélaga innan SSH við Strætó bs. Segir hún samkomulagið óásættanlegt fyrir Hafnarfjörð þar sem áætlað er að óbreyttu að verð fyrir þjónustuna muni hækka úr 84 miljónum árið 2014 í 205 miljónir árið 2015. Á sama tíma sé kostnaðar- minnkun hjá Reykjavíkurborg og því ljóst að það sé afar mis- munandi fyrir sveitarfélögin hvernig kostnaðarskipting þjón- ust unnar er. Segir Helga þess mikla hækk- un ekki í samræmi við þær væntingar sem voru til verk- efnisins né heldur í samræmi við upplýsingar frá Strætó bs haustið 2014 þess efnis að þar sem hagstæðir samningar hefðu náðst við verktaka um aksturs þjón- ustuna mætti reikna með að eftir yfirtöku myndi þjónustan vera á óbreyttu eða jafnvel hagstæðari. Vill slíta samstarfi við Strætó Alltof mikil hækkun á akstri fatlaðra Er gróðurinn þinn til vandræða fyrir aðra? Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess að rekast á eða verða fyrir skaða af trjágreinum sem vaxa út úr görðum okkar hvort sem við erum á ferð gangandi, hlaup- andi, hjólandi eða ak andi. Það eru einnig dæmi um það í bænum okkar að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götu- heiti og jafnvel lýsingu, þannig viljum við ekki hafa það. Í byggingarreglugerð er kveð- ið á um að lóðahafa sé skylt að halda vexti trjáa og runna á lóð innan lóðamarka og jafnframt að bæjaryfirvöldum sé heimilt að fjarlægja þann gróður sem vex út fyrir lóðamörk og er til vandræða, á kostnað lóðarhafa. Einnig í þessu sambandi má benda á það samkvæmt byggingarreglugerð, þá er lóðahafi skaðabótarskyldur gagnvart hugsanlegu tjóni/slysi sem slíkur „vandræðagróður“ gæti valdið. Núna er sá árstími að nálgast að gera má ráð fyrir að snjómoksturs- tæki bæjarins þurfa að moka og hreinsa göngu leiðir og götur bæjarins. Lóðahafar eru því hvattir til að snyrta trjágróður sinn á lóðamörkum eftir því sem við á og hafa þessi mál í lagi hjá sér. Gera þarf ráð fyrir 3,0 metra hæð undir trjágreinar til að aðgengi snjó- ruðningstækja verði sem best og sú hreinsun gangi sem greiðlegast fyrir sig. Burt með „vandræða gróður- inn“ þannig að allir megi komast öruggir og vandræðalaust leiðar sinnar. Höfundur er garðyrkjustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Guðjón Steinar Sverrisson Fyrstu sporin, læsi í leik- og grunnskóla Læsi í leikskóla er einn af þeim mikilvægu námsþáttum sem leikskólakennarar þurfa að leggja til grundvallar námi barnanna á hverjum degi í leikskólalífinu. Í lögum um leikskóla segir „stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta“( Lög um nr. 90/2008). Í aðalnámskrá leik- skóla (2011) er læsi einn af grunnþáttunum en læsi í leikskóla felur m.a. í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til þess að lesa í umhverfi sitt. Einnig er mik- ilvægt fyrir börn að geta tjáð upplifanir, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Í Hvítbók (2014) segir að „ grunn að lestrarnámi þarf að leggja þegar í leikskóla með skipulegri málörvun, markviss- um lestri fyrir börnin, umræðum um það sem lesið er og með því að ýta undir áhuga á lestri“ (Hvítbók – Umbætur í menntun, bls. 29). Þess vegna er mikilvægi leikskólakennara óumdeildanlegt þegar kemur að því að leggja grunninn að lestri. Fagmennska leik- skóla kenn arans skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að þekkingu hans á þróun máls og læsis og því hvernig honum tekst að skipu- leggja leikskólastarfið þannig að nám og leikur verði samverk- andi þættir. Í leikskól- anum er lagður grunn- ur að öllu námi barnsins. Einnig er mik il vægt að vinna mark visst að góðri sam vinnu á milli for- eldra/forráðamanna, leikskóla- kennara og starfsfólks um nám allra barna. Enginn sem tilheyrir skóla- samfélaginu í Hafnarfirði hefur farið varhluta af því að nú er sérstakt læsisverkefni í öllum leik- og grunnskólum bæjarins sem ber yfirskriftina LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR. Þar er lagður grunnur að innleiðingu læsis þar sem lagt er upp með áherslur fyrir bæði skólastigin þ.e. frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla. Einnig er samvinna við heilsugæslu varðandi skil á niðurstöðum úr þroskaskimunum og foreldraviðtölum til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Sérstök aðgerðaráætlun hefur ver ið gefin út til afhendingar fyrir alla í skólasamfélaginu þ.e. skólastjórnenda, kennara og síðan en ekki síst foreldra. Læsisáherslur sem koma fram í áætluninni eru afar metnaðar- fullar og leggja grunn að því að leik- og grunnskólabörn nái þeim árangri sem getur skilað þeim betur undirbúnum út í lífið. Það skilar sér síðan í betri lífsgæðum. Við getum öll verið sammála um að með auknum áherslum á vinnu með læsi leggjum við drög að því að sem flest börn nái valdi á listinni, að lesa sér til gagns og ánægju. Höfundur er þróunarfulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar efnir til göngu um Áslandið á laugardaginn, fyrsta vetrardag. Lagt verður af stað frá Áslands- skóla. Hugað verður að gróðri í görðum í Áslandi og gengið um skóginn við Ástjörn. Lagt af stað kl. 11. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögu maður verður Steinar Björg vins son framkvæmdastjóri Skóg ræktar- félagsins. Ganga um Áslandið Síðasta skógarganga Skógræktarfélagsins þetta árið Á besta stað í Firði er nú að finna besta úrval af tónlistar- diskum og mynddiskum. Kristján Pétursson eigandi markaðarins segir þarna megi finna mikið úrval barnaefnis, tónlistarmynddiska og diskum með kvikmyndum auk mikils úrvals af tónlist, allt frá slökunartónlist í rokktónlist og klassíska tónlist. Markaðurinn er opinn til októberloka. Tónlistar- og DVD myndbandmarkaður Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.