Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Síðustu vikur kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu. Ærið verk er að moka allar leiðir og kostnaður er mikill. Því þarf að vanda til verksins og forgangs­ raða. Því miður hefur einkabíllinn forgang á kostnað gangandi vegfarenda og skólabarna í Hafnarfirði. Víða um bæinn má sjá afrakstur vanhugsaðs snjó­ moksturs þar sem klaka og snjó er rutt upp á gangstéttir og miklir ruðningar standa við gatnamót og byrgja sýn vegfarenda. Þann 2. desember ráðlagði ég bæjarstjóra að fjarlægja stóran, uppýttan snjóskafl við Lækjar­ skóla og leikskólann Hörðuvelli. Skaflinn hefti för barna um fjölfarinn göngustíg og ljóst að hann færi stækkandi ef snjó­ mokst ursmenn/­konur héldu upp teknum hætti. Bæjarstjórinn svaraði fljótt og þakkaði ráðlegg­ inguna. Hún skilaði sér ekki betur en svo að á morgni 7. des­ ember hafði skaflinn þrefaldast. Skömmu síðar var snjó mokað á vörubíla fyrir utan verslanir í miðbænum og grafa vann í vel færum smágötum sem ganga út frá Álfaskeiði. Úti var þíða og skóf grafan upp mestan ísinn af götunum, þvert yfir Álfaskeið og skildi eftir á gangstéttum, við gangbrautir og á götuhornum. Ruðningurinn heftir för gang­ andi vegfarenda og rekur þá út á fjölfarna götu. Í ofanálag, þá fraus hann og er því erfiðara og dýrara að vinna á honum eftirá. Víða um bæinn má sjá áþekkan frágang þar sem snjómokstur hefur gert illt verra, m.a við gang brautir, strætóstoppistöðvar, skóla, íþróttamannvirki og aðra staði sem börn sækja í daglegu starfi. Áður en farið er í slíkar aðgerðir væri heillavænlegra og hagkvæmara að skilgreina hvar safna má í ruðninga án þess að skerða för gangandi vegfarenda og byrgja ekki sýn annarra á kostnað öryggis. Að framansögðu hvet ég Hafn arfjörð til þess að vanda til verks ins og taka bæjarráð Akur­ eyrar til fyrirmyndar sem nýlega samþykkti einróma eftirfarandi: „Það þarf að huga að mokstri á göngu stígum og gangstígum í kringum skólana og hvar snjó sem rutt er af stæðum og götum er komið fyrir við skólana. Það er slysa hætta af leik barna í ruðn­ ingum sem liggja við götur eða plön þar sem umferð er mikil við skóla og þá hættu þarf að fyrir­ byggja.“ Björn Oddsson, Hafnfirðingur. Lesendabréf: Snjómokstur á kostnað gangandi skólabarna Víða um bæinn má finna hrúgur á gagnstéttum sem þessar sem hindra för tveggja nemenda í 2. bekk á leið heim úr skóla. Yfirstandandi ár hefur verið tileink að konum og baráttu þeirra fyrir kosningarétti. Tíma­ mótanna hefur verið minnst á margvíslegan hátt. Þættir í sjónvarpi, skrif, útgefnar bækur og menningargöngur um konur hafa fangað frekari athygli um stöðu þeirra á ólíkum tímum. Þann 19. júní síðast liðinn var tilgreindra tíma móta minnst víða um land. Hér í Hafnarfirði stóð Bandalag kvenna fyrir hátíð­ arhöldum með myndarlegum hætti. Margt var þar til skemmt­ unar til heiðurs konum. Þar var flutt ágrip frá störfum kvenna í bænum en konur í Hafnarfirði hafa um langan aldur komið víða við. Þær eru og hafa verið burðar stólpar í bæjarlífinu og kom ið sterkar að mót un grunn­ stoða eins og líknar­, velferðar­, at vinnu­ og stjórnmála. Það er því mjög ánægju legt að minnast þess þegar líður að lok­ um ársins að í em bætti pró fasts við Kjalarness pró fastsd æmi var skip uð kona úr Hafnarfirði þann 1. febrúar sl. Séra Þórhildur Ólafs prestur við Hafnar fjarðar kirkju er fyrsta konan sem skipuð er í embættið. Þegar hún hlaut vígslu í október árið 1988 og var í kjölfarið ráðin til að þjóna við Hafnar fjarðar­ kirkju var hún fyrsta kon an sem ráðin var við kirkjuna til slíkra starfa. Séra Þórhildur er að góðu kunn fyrir störf sín innan kirkj­ unnar. Hún hefur sinnt þeim verkefnum sem henni hafa verið falin af trú mennsku, prýði og fá dæma dugnaði. Þegar litið er til þeirra kvenna sem eru að hasla sér völl á hinum ýmsu sviðum og í minn ingu þeirra sem ruddu brautina oftar en ekki við erfiðar aðstæður, geta konur í dag horft bjartsýnar fram á veginn. „Áfram stelpur ...“ Valgerður Sigurðardóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Fyrsta konan til að gegna embætti prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi Sr. Þórhildur Ólafs

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.