Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 23

Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 23
www.fjardarposturinn.is 23FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Opnunartímar Hafnarborgar um jól og áramót eru eftirfarandi Þriðjudagur 22. des Lokað Þorláksmessa, 23. des Opið frá kl. 12–17 Aðfangadagur, 24. des Lokað Jóladagur, 25. des Lokað Annar í jólum, 26. des Lokað Sunnudagur 27. des Opið frá 12–17 Mánudagur 28. des Opið frá 12–17 Þriðjudagur 29. des Lokað Miðvikudagur 30. des Opið frá 12–17 Gamlársdagur 31. des Lokað Nýársdagur 1. jan Lokað Laugardagur 2. jan Opið frá 12–17 Sunnudagur 3. jan Opið frá 12–17 Hafnarborg Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Strandgata 34 220 Hafnarfjörður www.hafnarborg.is Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár Hátíðarsalurinn í Víðistaðaskóla var troðfullur og góða stemmning. Söfnuðu 218 þús. kr. á jólabingói Nemendur í Víðistaðaskóla vildu styrkja þá sem minna mega sín Nemendaráð Víðistaðaskóla, ásamt nemendum í 10. bekk og félagsmiðstöðinni Hrauninu, stóð fyrir jólabingói 9. desember sl. fyrir alla í matsal skólans. Húsfyllir var og jólasveinarnir gáfu sér tíma til að líta inn og taka þátt. Í desember er nemendum hugsað til þeirra sem minna mega sín og vildu þeir leggja sitt af mörkum fyrir þá. Nemendur voru duglegir að safna vinningum og stóðu vel að öllum undirbúningi og unnu vel saman. Jólabingóið heppnaðist sérlega vel í ár. Það söfnuðust 218.000 kr og tók séra Bragi Ingibergsson, prestur í Víðistaðakirkju við ágóðanum og mun hann sjá um að koma honum til þeirra sem þess þurfa. Peningarnir eiga eftir að koma sér vel. Nemendurnir eru afar þakklátir öllum sem styrktu þetta góða málefni með vinningum, þátttöku og aðstoð og hlakka þeir til að endurtaka leikinn að ári. Spennan var mikil Ný verslun Leanbody á Bæjarhrauni Leanbody er ný verslun að Bæjarhrauni 2. Þar bjóða Alfreð Pálsson og Agnes Kr. Gestsdóttir upp á Leanbody og Labrada fæðu bótaefnin sem er eitt stærsta merki fæðubótaefna í USA sem hann segir vera þekkt fyrir afburða bragðgæði og frá bæra samsetningu næringarefna. Segir Alfreð vörurnar henta öllum íþróttagreinum, hvort sem um er að ræða þol, styrk, snerpu eða liðleika en Alfreð og starfsfólk hans hjálpar til við að finna það sem vantar. Leanbody er einnig með vand­ aðan fatnað frá Monsta, sem kem ur einnig frá USA. Monsta er ungt en öflugt fyrirtæki þar sem markhópurinn er kraftasport, bardagaíþróttir og crossfitt. Síðast en ekki síst býður Lean­ body ehf upp á Trimform sem bæði hjálpar til við að vinna á bólgum og meiðslum sem erfitt er að þjálfa í kringum, slappri húð og öllu sem því tengist. Alfreð er Akureyringur og Agnes er Selfyssingur og eru þau hæstánægð með viðtökurnar í Hafn arfirði. Hvetja þau bæjar­ búa til að líta við og kynna sér vöruúrvalið og starfsemina í þægilegu og ljúfu umhverfi. Alfreð Pálsson og Agnes Kristín Gestsdóttir í nýju versluninni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n NÆSTA BLAÐ kemur út 7. janúar 2016

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.