Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 28

Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 28
28 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 styrkir barna- og unglingastarf SH 70 ára Tuga milljóna kr. hagræðing Lánasjóður sveitarfélaga hef­ ur samþykkt lánveitingu til Hafnarfjarðarbæjar allt að sex millj örðum króna til endur fjár­ mögnunar á lánum bæjarins við erlenda félagið FMS. Hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um 3 milljarða króna lán á mun hagstæðari kjörum en með nýju bankaláni. Lánasjóðurinn mun síðan væntanlega koma að frek­ ari endurfjármögnun á næstu mánuðum. Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag lands ins með heildarútgjöld um 21,9 milljarða króna. „Það að Lánasjóður sveitar­ félaga sé tilbúinn að lána okkur allt að 6 milljarða króna er sönnun þess að úttekt á rekstri og í framhaldi umbætur og breytingar eru að skila sér,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Handbolti karla FH sigraði Hauka Það hefur varla verið frétt­ næmt þegar FH tapar leik í hand bolta karla enda hefur liðið verið í neðstu sætum úrvals­ deildar eftir mjög slakan árang­ ur á þessu keppnistímabili. Á sama tíma hefur Haukum gengið allt í haginn og situr liðið eitt á toppnum og sigraði liði FH í síðustu viku með 7 mörkum, 32­25. Sl. fimmtudag léku bæði liðin í deildinni, Haukar sigruðu Aftureldingu með sjö mörkum en FH tapaði hins vegar fyrir Val með 7 mörkum. Liðin mættust aftur í deildinni á þriðjudagskvöld í Kaplakriki og þar blésu FH­ingar á allar spár gerðu sér lítið fyrir og varð fyrsta liðið til að sigra Hauka í deildinni. Höfðu Haukar sigrað í 9 leikjum í röð. FH­ingar höfðu yfirhöndina allan tíman og komust bæði í fyrri og seinni hálfleik í 5 marka forystu en svo fór að FH sigraði með einu marki, 28­27. Ef hægt er að tala um einhvern montrétt, þá fara FH­ingar með hann í jólafríið. Liðið er hins vegar enn í fallbaráttu í 8. sæti en aðeins 3 stig skilja að liðið í 8. sæti og því 4. en ÍBV á 2 leiki til góða. OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is - Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslur Breyttur afgreiðslutími í desemBer 9. des. Mið. 9:00 - 18:00 10. des. Fim. 9:00 - 18:30 11. des. Fös. 9:00 - 19:00 12. des. Lau. 10:00 - 17:00 13. des. Sun. LOKAÐ 14. des. Mán. 9:00 - 18:00 15. des. Þri. 9:00 - 18:00 16. des. Mið. 9:00 - 18:00 17. des. Fim. 9:00 - 18:30 18. des. Fös. 9:00 - 19:00 19. des. Lau. 10:00 - 18:00 20. des. Sun. 10:00 - 18:00 21. des. Mán. 9:00 - 22:00 22. des. Þri. 9:00 - 22:00 23. des. Mið. 9:00 - 22:00 24. des. Fim. 9:00 - 12:30 25. des. Fös. LOKAÐ 26. des. Lau. LOKAÐ 27. des. Sun. LOKAÐ 28. des. Mán. 10:00 - 18:00 29. des. Þri. 9:00 - 18:00 30. des. Mið. 9:00 - 19:00 31. des. Mið. 9:00 - 13:00 Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn Næsta blað kemur út 7. janúar 2015 Auka pokar fyrir almennt sorp Ný þjónusta yfir hátíðarnar Sölustaðir: Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Þjónustumiðstöð, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Nánari upplýsingar á: hafnarfjordur.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.