Fréttablaðið - 22.06.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Þrjú í fréttum
List, efi og
afsögn
Haraldur Jónsson
myndlistarmaður
var útnefndur
borgarlistamað-
ur Reykjavíkur
2019. Haraldur
tók við heiðurs-
viðurkenning-
unni við hátíð-
lega athöfn í Höfða.
Jón Bjarnason
fyrrverandi sjávar
útvegsráðherra
dregur í efa að
Hæstiréttur hafi
verið hlutlaus
er dómur var
kveðinn upp í
desember í fyrra
þar sem ríkið var
gert skaðabótaskylt vegna úthlut-
unar makrílkvóta.
Ragnar Þór Ingólfsson
formaður VR
og stjórn félags-
ins samþykktu
að aftur-
kalla umboð
stjórnarmanna
VR í Lífeyrissjóði
verzlunarmanna
(LIVE) og báru við
trúnaðarbresti. Allt fór í háaloft
í kjölfarið og sagði meðal annars
Ólafur Reimar Gunnarsson af sér
sem stjórnarformaður LIVE.
140.000
Evrópubúar hafa skrifað undir
áskorun til íslenskra, norskra,
skoskra og írskra stjórn-
valda um að laxeldi í opnum
sjókvíum verði hætt.
75
ára afmæli stofn-
unar lýðveldisins
Íslands var fagnað
á mánudag, þann
17. júní. Af því tilefni
var boðið upp á 75
metra langa tertu
við Hljómskála-
garðinn.
16
voru sæmdir heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðar-
daginn. Forseti Íslands gerði það
að vanda við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum.
65
desíbel
er hljóð-
stigið sem
umferðar-
hávaðinn frá
Hafnarfjarð-
arvegi í Garðabæ hefur
mælst við íbúðarhús í
Túnunum. Íbúar hafa
fengið nóg.
isband.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST
VERÐUM Á SELFOSSI Á BÍLASÝNINGUNNI HJÁ JÖTUNN VÉLUM Í DAG KL 13-17
ÍS-BAND UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI.
SÝNUM 35” JEEP® GRAND CHEROKEE, JEEP® WRANGLER RUBICON OG NÝJA RAM 3500 LIMITED MEGACAB.
BYGGÐAMÁL „Mér sýnist allur
þessi peningur fara bara suður.
Síðan eigum við að fara suður til
að betla pening sem verður til hjá
okkur. Fyrir utan að það er ekkert
gefið hvort það verði yfirleitt ein-
hver peningur,“ segir Karl Óttar
Pétursson, bæjarstjóri Fjarða-
byggðar.
Samkvæmt lögum um gjaldtöku
í fiskeldi sem samþykkt voru á
Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að
tveir þriðju tekna af gjaldinu renni
í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í
fiskeldissjóð frá og með árinu 2021.
Ætlunin er að auglýsa og úthluta
styrkjum til sveitarfélaga til verk-
efna sem eru til þess fallin að byggja
upp innviði á þeim svæðum þar sem
fiskeldi í sjókvíum er stundað.
Fiskeldi stefnir í að verða fyrir-
ferðarmikil atvinnugrein í bænum.
Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar
í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er
til staðar, gagnrýndi við vinnslu
frumvarpsins að ekki rynni meira
til sveitarfélaganna, þar að auki
væri óþarfi að gera slíkt í gegnum
sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn
á að nokkuð muni skila sér. Slíkt
hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð.
„Þar er ákveðinn peningur settur
í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki
nýst sem áætlað var. Í þessum nýju
lögum á Alþingi að ákveða hvort
það sé sett eitthvað í sjóðinn og
síðan þurfum við að rökstyðja að
uppbyggingin tengist fiskeldi.“
Karl Óttar segir það geta reynst
erfitt, þörf sé á uppbyggingu inn-
viða vegna fiskeldis en það þýði
ekki að nefndin sem sjái um að
útdeila fjármununum líti það sömu
augum. „Það eru framkvæmdir við
höfnina okkar núna sem munu
nýtast fiskeldinu, en það er ekki
bara fyrir fiskeldið. Við stöndum
undir okkar framkvæmdum sjálf og
munum líklegast þurfa að gera það
áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af
atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið
mjög stór og öflug atvinnugrein hér
í Fjarðabyggð.“
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjar-
stjóri í Vesturbyggð, telur að lögin
í heild sinni komi til með að hafa
jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sér-
staklega þegar kemur að því að
eyða óvissu um rekstrarumhverfi
fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins
vegar annað mál. „Fyrir sveitar-
félag eins og Vesturbyggð sem á við
vaxtarverki að stríða þá þurfum við
mikinn stuðning við að koma inn-
viðum okkar í samt lag. Við hefðum
viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráð-
herra fyrir tveimur árum, þar sem í
kringum 85 prósent áttu að renna
til innviðauppbyggingar.“
Miðað við þessa niðurstöðu segir
Rebekka að innviðauppbyggingin
verði meiri áskorun. „Við erum ekki
mjög ánægð með niðurstöðuna og
munum halda áfram þessu samtali
við stjórnvöld.“
Karl Óttar segir nýju lögin
dæmigerð, allt f jármagn sogist
suður. „Við búum við þessa firði en
höfum ekkert um þá að segja. Við
fengum engu ráðið um Hellisfjörð
og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á
okkur. Það eru engir peningar settir
í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði
umhverfisslys hérna þá lendir það
alfarið á okkur.“ arib@frettabladid.is
Segir peningana sogast suður
Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar
sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits.
Rúmlega 10.000 tonna framleiðsla í fiskeldi er nú á sunnanverðum Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Við hefðum viljað
sjá þetta í ætt við
tillögur ráðherra fyrir
tveimur árum, þar sem í
kringum 85 prósent áttu að
renna til innviðauppbygg-
ingar.
Rebekka Hilmars-
dóttir, bæjarstjóri
Vesturbyggðar
53%
landsmanna eru nú með
aðildarkort í Costco
miðað við 71 prósent í
ársbyrjun 2018.
TÖLUR VIKUNNAR 16.06.2019 TIL 22.06.2019
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
3
-D
1
8
C
2
3
4
3
-D
0
5
0
2
3
4
3
-C
F
1
4
2
3
4
3
-C
D
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K