Fréttablaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 20
Stefán Björn er alinn upp í miðbænum og kláraði 10. bekk í Austurbæjarskóla nú í vor með stakri prýði. Hann spilar fótbolta með þriðja flokki Vals ásamt því að vinna hjá félaginu í sumar. „Ég er að vinna í fótboltaskóla Vals í sumar þar sem ég þjálfa krakka í fótbolta. Svo er ég líka að vinna á Sumar- búðum í borg, en það er leikjanámskeið sem er í boði fyrir börn hjá Val og hefur verið í boði í mörg, mörg ár, ég var sjálfur á þessu námskeiði þegar ég var lítill,“ segir Stefán og bætir því við að það sé mjög gaman í vinnunni og að hann skemmti sér vel. Í sumar ætlar Stefán að njóta þess að vera með vinum sínum, vinna og sinna áhugamálum sínum. „Ég er ekkert með mikið planað fyrir sumarið, ætla bara mest að spila fótbolta og vinna. Svo fer ég örugglega eitthvað til útlanda, en ég veit ekki alveg hvert.“ Þegar hann er spurður að því hvað honum finnist skemmtileg- ast að gera á sumrin þarf Stefán ekki að hugsa sig lengi um: „Mér finnst bara skemmtilegast að vera úti, hanga með vinum mínum og spila fótbolta.“ Í haust byrjar Stefán í Verzlunarskóla Íslands og er mikil spenna í loftinu. „Ég komst bara að því í morgun að ég hefði komist inn í Verzló og er mjög ánægður með það,“ segir Stefán en hann hefur lengi langað að fara í Verzlunar- skólann. „Mig er eiginlega búið að langa að fara í Verzló mjög lengi, alveg frá því að ég byrjaði í 8. bekk.“ Bríet Eva býr í Garðabæ en ólst upp í Reykjavík. Í sumar er hún í tveimur vinnum svo að nóg er að gera. „Í ORF líf-tækni er ég í pökkun og framleiðslu á vörunum og það er bara mjög gaman. Ég er í 100 prósent starfi þar en svo tek ég aukavaktir á TokyoSushi. Ég er búin að vinna þar mjög lengi með skólanum svo ég kann allt þar svo vel og það er líka gaman.“ Hún segir að það sé mikið að vera í tveimur vinnum en þrátt fyrir það nái hún að gera ýmislegt skemmtilegt í sumar. „Ég er að fara til Sviss með fjölskyldunni að heim- sækja Möggu frænku þó ég sé aðallega bara að fara að vinna af því ég er nýkomin úr útskriftarferð til Krítar.“ Bríet Eva var að útskrifast frá Verzlunarskóla Íslands og ætlar að taka sér árs frí á meðan hún áttar sig á því hvað hana langar að gera í framtíðinni. „Ef ég myndi vita hvað draumastarfið væri þá væri allt mun auðveldara,“ segir Bríet og hlær. „Ég veit ekki hvað mig langar að læra í háskóla. En ég veit að ég ætla í háskóla og ég veit að draumastarfið mitt innifelur einhverja rútínu af því að ég þarf mikla rútínu, en ég þarf líka félagsleg tengsl, ekki bara skrif borð og tölvu.“ Sumarið er að sögn Bríetar tími til þess að njóta lífsins, ferðast og skemmta sér. „Á sumrin finnst mér skemmtilegast að nýta tímann með vinum mínum og gera eitt- hvað skemmtilegt. Fara í útilegu eða sumarbústað eða bara keyra á Selfoss og fá sér pylsu og horfa á brúna. Bara hvað sem er til að búa til minningar og upplifanir.“ Helga Rún býr í Grafarholti og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún spilar á trompet í skólahljómsveit, syngur í kór og hefur mikinn áhuga á tónlist. Í sumar starfar hún á leikskóla og í verslun. „Ég er í fullu starfi á leikskólanum Maríuborg og vinn aðra hvora helgi í Rúmfatalagernum,“ segir Helga. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna á leikskóla. Mér hefur alltaf fundist gaman að vera í kringum krakka, maður getur alltaf lært eitthvað af þeim,“ segir Helga og bætir við að þrátt fyrir að hún sé að vinna mikið í sumar þá fái hún sumarfrí á leikskólanum þegar börnin fara í sumarfrí. Á sumrin finnst henni skemmtilegast að ferðast, vera með vinum sínum og njóta. Helga er nýkomin frá Norður-Ítalíu þar sem hún ferðaðist með skólahljómsveitinni. „Við fengum styrk til að fara til Ítalíu og hitta aðra hljómsveit þar. Við héldum með þeim tvenna tón- leika. Spiluðum til dæmis lagið Heyr mína bæn sem er upp- runalega ítalskt Eurovision-lag. Ég söng það á íslensku og það var önnur stelpa sem söng það á ítölsku, það var rosa gaman.“ Þegar Helga er spurð að því hvert sé hennar draumastarf segist hún ekki viss um hvert starfið sé en hún veit þó vel hvar hana langar að starfa. „Mig hefur alltaf dreymt um að vinna í Borgarleikhúsinu eða Hörpu eða einhverju þannig. Mér finnst stússið í kringum allar svona stórar sýningar og tónleika svo skemmtilegt, svo kannski verkefnastjórnun eða eitthvað svoleiðis væri draumastarfið.“ Stefán Björn Skúlason Aldur: 16 ára. Skóli: Byrja í Verzló í haust. Uppáhaldsmatur: Spaghetti Bolognese. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldsfag: Stærðfræði. Það sem ég er að hlusta á: Ég hlusta mest á íslenskt rapp. Fíla til dæmis Flóna og Birni. Bríet Eva Gísladóttir Aldur: 18 ára, verð 19 á árinu. Skóli: Útskrifaðist úr Verzló í vor. Uppáhaldsmatur: Steik. Uppáhaldsdrykkur: Pepsi Max. Uppáhaldsfag: Stærðfræði. Það sem ég er að hlusta á: Ég er rosalega mikið að hlusta bara á það sem er í gangi núna. Mér finnst rapp og popp skemmti- legt og ég fíla The Weeknd mikið.  Helga Rún Guðmundsdóttir Aldur: 18 ára. Skóli: Kvennó. Uppáhaldsmatur: Nautakjöt með bearnaise. Uppáhaldsdrykkur: Kristall. Uppáhaldsfag: Saga og eðlisfræði. Það sem ég er að hlusta á: Ég hlusta bara á allt. Ég er mikið að hlusta á tónlistina sem er spiluð í útvarpinu, en líka íslenska tónlist og gamla tónlist.  2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 6 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 3 -D B 6 C 2 3 4 3 -D A 3 0 2 3 4 3 -D 8 F 4 2 3 4 3 -D 7 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.