Bæjarblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIi ! BÆ JARBLAÐEÐ fæst á eftirtöldum stöðum 8. úrgangur. Akranesi, mánudaginn 10. janúar 1958 Verzlunin Brú, Veiöarfærav. Axels Sveinbjörnssonar, Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. I | ivieissonar. i. tölubldð | Verzi Einars Ölafssonar. j FULLTRÚAR SKIPTAST Á SAMA HÁTT MILLI FLOKKANNA. — Bjarni Th. Guðmundsson GuSmundur Sveinbjörnsson Hans Jörgensson Rafn Pétursson Sigurður Guðmundsson Daníel Ágústínusson bœjarstjóri. Hér birtast myndir hinna kjörnu bæjarstjórnarmanna — | svo og bæjarstjórans. Bæjarblaðið óskar þess, að stjórn þeirra á málefnum bæj- arfélagsins megi reynast far- sæl næstu fjögur ár. * * * Úrslit bæjarstjórnarkosning- anna þann 26. f. m. eru svö kunn, að engum er nýjung að þeim. Þó skulu tölur þeirra settar hér. Á kjörskrá voru 1884, 1708 kusu, eða um 90%. A-listi, frjálslyndra kjósenda 956 at- Sverre Valtýsson kvæði (áður 706) og 5 fulltrúa kjörna. D-listi, Sjálfstæðismanna, hlaut 733 (áður 612) og 4 fulltrúa kjörna. * * * Fimmtudaginn 6. febrúar fór fram fyrsti fundur hinnar nýkjömu bæjarstjórnar. For- seti var kosinn: Hálfdán Sveins- son, en bæjarstjóri: Daníel Ágústínusson. Kosið var í nefndir bæjar- stjórnar. Nánari fregnir af fundinum bíða næsta blaðs. jSkyMuspflnmður Bæjarblaðinu þykir rétt vegna almennings, er ákvæði skyldusparnaðar varða, að birta hér helztu ákvæði reglugerða þar um, fólki til leið- beiningar. — 1. gr. Öllum einstaklingum á aldr- inum 16—25 ára er skylt að leggja til hliðar 6% af launum sínum, sem greidd eru í pen- ingum eða sambærilegum at- vinnutekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygg- ingar eða bústofnunar í sveit. 2. gr. Sparifé skv. 1. gr. skal lagt til hliðar á þann hátt, að kaup- greiðandi skal afhenda laun- þega sparimerki hvert skipti, sem útborgun launa fer fram Sparifé vegna sambærilegra atvinnutekna við laun leggur hlutaðeigandi sjálfur til hliðar með því að kaupa sparimerki mánaðarlega, þó eigi síðar en 31. des. ár hvert, vegna slíkra tekna á því ári. Sama gildir ef kaup er greitt með fæði, hús- næði eða öðrum hlunnindum })ó skattfrjálst sé. Verðgildi slíkra hlunninda skal miðað við mat skattanefndar til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts. Sparimerki, skv. grein þess- ari, skulu límd í sparimerkja- bók hlutaðeigandi manns. I 3. gr. segir svo: „Á titilblað bókarinnar skal eigandi hennar rita nafn sitt, heimili, fæðing ardag og ár, þegar hann fær bókina hjá póstmanni og í viðurvist hans . . . . “ 1 4. gr. segir: „Sparimerki skulu vera til sölu og spari- merkjabækur til afhendingar ókeypis í öllmn póststofum og póstafgreiðslum“. 5- gr- Undanþegnir sparnaðar- skyldu eru: a. gift fólk, sem hefur stofnað heimili. b. Skólafólk, sem stundar nám í skóla 6 mánuði eða meira á ári og iðnnemar meðan þeir stunda iðnnám. c. Þeir, sem hafa börn eða aðra skylduómaga á framfæri sínu, þó ekki þeir, er hafa yfir 30 þús. kr. skattskyldar tekjur, enda hafi þeir ekki fyrir heimili að sjá. Heimilt er undirskattanefnd- um að veita tímabundna und- anþágu frá spamaðarskyldu þeim, sem verða fyrir veikind- um eða slysum eða hafa sér- staklega þungar fjárhagsbyrð- ar. Úrskurði undirskattanefnd- ar má áfrýja til félagsmálaráð- herra. Sá, sem er undanþeginn skyldusparnaði, skv. þessari grein, skal þó fá tilskilinn hluta launa sinna greiddan í spari- merkjum, sbr. i.—-2. gr. reglu- gerðar þessarar, en sparimerkin fær hann greidd hjá næsta póst húsi, sem selur sparimerki, sbr. 8. gr., en í 8. gr. segir: „Sá, sem er undanþeginn skyldu- sparnaði, getur snúið sér til næsta pósthúss, sem selur spari merki, einu sinni í mánuði hverjum og fengið þar greidd sparimerki sín. 6. gr. Sá, sem er undanþeginn skyldusparnaði, skv. 5. gr. get- ur snúið sér til lögreglustjóra eða hreppstjóra í heimilissveit sinni og fengið vottorð hans um, að hann sé um lengri eða skemmri tíma undanþeginn skyldusparnaði. Vottorðið skal fært á þar til gert eyðublað í sparimerkjabók, sbr. 3. gr. 2. m.gr. Ef bókareigandi er giftur og hefur stofnað heimili, skal hann leggja fram vottorð skóla- stjóra um, að hann hafi stund- að skólanám í 6 mánuði eða lengur á því almanaksári, sem tekjurnar falla á. Iðnnemar skulu framvísa námssamningi, staðfestum af lögreglustjóra. Þeir, sem hafa á framfæri sínu börn eða aðra skylduómaga, sbr. c. lið 5. gr., skulu framvisa vottorði imdirskattanefndar eða skattstjóra. 14- gr- Sérhverjum er heimilt að leggja til hliðar með spari- merkjakaupxnn hærri hlut launa sinna en 6%, byrja slík- an sparnað yngri en 16 ára og Framhald á 2. síðu. AÐVÖRUN TIL HJÓLREIÐAR- MANNA. Bæjarfógeti hefur beðið blaðið að koma þeirri aðvörun til hjólreiðarmanna, að vegna hinna tíðu brota á ákvæðum um ljós á reiðhjólum, muni lög- reglán hér eftir alveg sérstak- lega fylgjast með því, að um- ræddum ákvæðum sé hlýtt, og kæra til refsingar alla þá, sem brotlegir gerast að því er varð- ar ljósabúnað hjólanna. Hið sama gildir rnn akstur hjólreiðarmanna á gangstétt- um.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.