Bæjarblaðið - 10.01.1958, Síða 2

Bæjarblaðið - 10.01.1958, Síða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Mánudagur 10. janúar 1958 /--------------------------- --------- BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, Valgarður Kristjánsson Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson. AfgreiSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 85. PrentaS í Prentverki Akraness h.f. K_____________________________________________________—' Bak kosningum Þá er nú kosningahríðin liðin hjá að sinni, og má með sanni segja, að það sé eins og bylur detti af húsi. Margt færist úr skorðum við kosningar, og er það að sumu leyti til góðs, að smnu leyti til ills eins. Þeir, sem ofstækisfullir eru, ganga venjulega af göflunum fyrir kosningar. Stundum eru þetta þó menn, sem eru þessu marki brenndir alla tið, eiga þess vegna erfitt með að umgang- ast annað fólk, eiga því fáa vini og einangrast. Kosningaundir- búningurhm er því þeirra bezti tími, því að þá komast þeir í betra samband við aðra og fleiri en vant er. En í stað þess að stillast, espast þeir. Slíkir menn eru víst til í öllum flokkum, því að þetta fer eftir skapgerð, en ekki pólitík. Viðkvæmni manna fyrir orðum og gerðutn vex um allan helming fyrir kosningar. Það, sem teljast verður vita saklaust á miðju kjörtimabili, getur af sumum talizt stórum hlutdrægt, ef ekki glæpsamlegt, þegar dregur að kosningum. Þess vegna á hlutlaust blað eins og Bæjarblaðið mjög í vök að verjast í kosningahríðinni, og tóku útgefendur því það fangaráð að láta blaðið „hverfa“ nokkrar vikur fyrir kosningar til þess að spilla ekki vinsældum þess, þvi að hætta gat verið á, að báðir flokkar bæru hlutdrægnissakir á einstaka ritnefndarmenn, meðan viðkvæmnin var mest í kosningahitanum. Telur blað- ið sér það til kosta, að við hefir borið, að einstakir ritnefndar- menn hafa sætt ákúrum hjá flokksbræðrum sínum fyrir rit sín í blaðið. Annars ber ekki að skilja þessi orð mín svo, að Bæjarblaðið telji sig bera ábyrgð gagnvart nokkrum stjórnmála- flokki eða s tj órnmálaskoðun um, enda verður það ekki sakað um neitt slíkt með nokkurri dómbærri skynsemi. Það hefir frá upphafi áskilið sér þann sjálfsagða rétt óháðs borgara að vinna að málefnum bæjarins, einkum menningarmálum, al- gerlega eftir sínu höfði. Þegar frá líðux kosningum, gera lesendur ekki athugasemdir við þessa eðlilegu og hlutlausu blaðamennsku, og ber það menningu Akurnesinga fagran vitnisburð, að hægt hefir verið að halda slíku blaði úti á áttunda ár. Ótalinn er enn stór galli við kosningar í lýðræðisþjóðfélagi, en það er hinn taumlausi áróður, sem þrengt er upp á fólk í blöðum, á fundum og í samtölum. Það er alveg á takmörkum, að ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einstaklings og heim- ilis séu í heiðri höfð. En taka verður það til athugunar, að í mörgum tilfellum er þetta kjósendunum sjálfum að kenna. Þeir gera sumir litlar eða engar tilraunir til að mynda sér ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og allt of margir hafa ekki hærri hugmyndir um atkvæðisréttinn og sóma sjálfs sin en svo, að þeir gera sér far um að meta hvort tveggja til einka- hagsmuna, og verður ekki lægra lagzt í þeim efnum. En með þessu bjóða þeir atkvæðasmölunum heim. Undarlega er Hka því fólki liáttað, sem neitar að fara á kjörstað og hefir svo engan frið fyrir útsendurum flokkanna allan kosningadaginn. Því er varla eins leitt og það lætur, því að ef það vildi losna við ágang, mundi það auðvitað fara strax við fyrsta tækifæri á kjörstað og skila auðu, ef það vildi engan kjósa. Loks er ótalinn sá ókostur kosninganna, hve málum er oft snúið öfugt, meira og minna vísvitandi. Fyrir óbreyttan kjós- anda er mjög erfitt að gera sér grein fyrir ýmsum málum, t. d. fjármálum bæja og ríkis, fyrir kosningar. Það, sem einn fram- bjóðandinn segir kannske að sé hvítt, segir annar hiklaust, að sé svart. I kósningabaráttunni er gert meira að því að villa og blekkja en nokkurn tíma endranær. En eigi að síður það skylda hvers kjósanda að reyna að grilla í gegn um blekkingamold- viðrið og reyna að hafa það sem sannara reynist. En er þá ekkert gott að finna við kosningar? Fjarri fer þvi að svo sé, enda eru þær fjöregg lýðræðis og þingræðis og ein- kenni þess. Þá er kjósandanum fengið í hendur æðsta valdið í þjóðfélaginu, og kosningarétturinn er, þrátt fyrir allt, helgasti þjóðfélagsréttur borgarans. Þrátt fyrir það, sem að ofan var sagt um áróður og blekkingar, skýrist margt við kosningar ÞAKKIR Skarðsbúð 19. des. 1957. Innilegt hjartans þakklæti færum við vetrarhjálpinni fyrir þá stóru gjöf, sem okkur var færð fyrir jólin. — Einnig þökkum við hjartanlega öllum nær og fjær, skyld- um og vandalausum, fyrir gjafir og alla góðvild, sem okkur var sýnd um liðna hátíð. — Óskum við öllum vin- rnn og vanda mönnum gleðilegs nýjárs. Halldóra Ólafsdóttir, JónfríSur GuSjónsdóttir. Eins og oft áður, sendu bæjarbúar elliheimilinu fyrir síðustu jól, góðar jólagjafir, til glaðnings gamla fólkinu. — Ekki er mögulegt að nefna nöfn þeirra allra, en frú Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson og bókaverzl. Andrésar Níelssonar h.f., virðast hafa tekið það upp sem fasta reglu að senda vistmönnum elliheimilisins jólagjafir. Þeim og öðrum, sem gera sér far um að gleðja gamla fólkið hér á heimilinu, flyt ég hjartans þakkir. Við, sem höfum það hlutverk, að annast þetta fólk, verðum þess varar, að frá því liggur ósýnilegur strengur, sem flytur þakkir hvers og eins. Sá strengur er ekki líklegur til að rofna, meðan ráð og líf endist. F.h. elliheimilisins Sigríður Árnadóttir. Almenna bókafélagid — AKRANESUMBOÐ — Vegna breyttrar tilhögunar á útgáfu félagsbókanna og afgreiðslu þeirra, er nauðsynlegt að allir þeir, sem ekki hafa vitjað bóka sinni, vindi að því bráðan bug. Bið ég félagsmenn vinsamlegast að athuga þetta og taka það til greina. Nýkomnar aukabækur: „Islenzk list frá fyrri öldum“. Verð kr. 160.00 og Hin nýja stétt, eftir Djilas, verð kr. 60.00 í bandi. Bækurnar afgreiddar að Jaðarsbraut 5 öll kvöld eftir kl. 20.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. VALGARÐUR KRISTJÁNSSON umbóðsmaSur — Sími 398. Frá pósthúsínu á Akranesí 1 ákvæðum póstlaga er gert ráð fyrir, að póstkröfur megi Hggja allt að 14 dögum óinnleystar. Séu þær ekki inn- leystar innan þess tíma skulu þær endursendar. Liggi póstkröfur lengur en tilskilinn tima, getur send- andi kröfunnar gert viðtökupósthúsið ábyrgt fyrir kröfu- upphæðinni og er þá forstöðumaður þess ábyrgur fyrir upphaíðinni. — Að gefnu slíku tilefni, aðvarast hér með, að póstkröfur verða hér eftir endursendar eftir hálfan mánuð, séu þær ekki innleystar og án sérstakrar ítrekunar. Pósthúsið, Akranesi, KARL HELGASON. I------------------------------------—— — FLUGFÉLAGIÐ Framhald af 4. síðu. á árunum 1938—39, eru enn starfandi hjá félaginu, en það eru: Brandur Tómasson, yfir- flugvirki, er lengst hefur starf- að hjá félaginu, Kristinn Jóns- son, afgreiðslumaðin félagsins á Akureyri, öm 0. Johnson, framkvæmdastjóri og Ásgeir Magnússon, flugvirki. F.I. hefur skrifstofur erlendis í Glasgow, Hamborg, Kaup- mannahöfn, Lundúnum og Oslo. Eru skrifstofur þessar oft á tíðum nokkurs konar „sendi- ráð“ Islendinga, sem staddir eru í iitlöndum, enda veita þær hina margvíslegustu fyrir- greiðslu. Frá upphafi vega hafa flug- vélar Flugfélags Islands flutt samtals 445.000 farþega. Niiverandi stjórn Flugfélags Islands skipa: Guðmundur Vil- hjálmsson, sem verið hefur for- maður síðan 1945, Bergur G. Gíslason, varaformaður, Jakob Frímannsson, ritari, Bjöm Ól- afsson og Richard Thors, með- stjóraendur. — SKYLDU- SPARNAÐUR Framhald af 1. síðu. halda honum áfram eftir 26 ára aldur. Hver sá, sem notar heimild þessa, skal njóta sömu réttinda og heimiluð er skv. 13. gr. reglugerðar þessarar, en þar segir: Hver sá, sem eignast hefur fé á sérreikningi skv. 12. gr. og hefur náð 26 ára aldri, eða gengur í hjónaband og stofnar heimili, skal eiga þess kost að fá sparifé sitt endurgreitt að viðbættum þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkun- ar, sem greidd er af vísitölu- bundnimi verðbréfum á inn- lánstímanum. 15- gr. Fé það, sem skylt er að spara skv. 1. og 2. gr. þessarar reglugerðar, skal undanþegið tekjuskatti og útsvari. Fé þetta er einnig skatt- og útsvarsfrjálst sem eign og ekki framtalsskylt. Vextir af fé þessu eru undanþegnir framtals skyldu til tekjuskatts og útsvars frjálsir. 18. gr. Nú kemur í ljós, sbr. 16. og 17. gr., að sparimerkjakaup hafa verið vanrækt og skal þá skattyfirvald úrskurða gjald á hendur þeim, sem sekur er um vanrækslu, sem nema skal allt að þrefaldri þeirri upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa sparimerki fyrir. Þeim, sem vanrækir að mæta, láta mæta eða senda sparimerkjabók sína, skv. 17. gr., án lögmætra forfalla, skal gert að greiða 200 króna gjald. Hérhafa verið birt þau á- kvæði reglugerðarmnar, sein viðkemur fyrirkomulagi um af- greiðslu sparimerkjanna. I því sambandi skal sérstaklega bent á, að nauðsynlegt er að spari- fjárnotandi taki sparimerkja- bók áður en launaútborgun fer fram, svo að vinnuveitandi geti límt merkin strax í bókina. Karl Helgason. og stundum hreinsa þær hið pólitíska andrúmsloft, flokkarnir gera sér ljóst fylgi sitt og aðstöðu, og kosnir Irúnaðarmenn sjá nú í kosningaúrslitunum vilja kjósendanna. Bæjarblaðið óskar hinum nýju bæjarstjórnarmönnum, öllum saman, heilla og farsældar í starfi. Það efast ekki um, að allir þessir menn geri sér ljósa ábyrgð sína, hvort sem þeir eru í meiri hluta eða minni hluta, og hvar í flokki sem þeir standa. Megi þeir jafnan vera þess minnugir í hverju máli, sem fyrir bæjarstjórn kemur, að þeir eru þar ekki staddir sem fulltrúar einhvers stjórnmálaflokks fyrst og fremst, held- ur sem fulltrúar Akraness og íbúa þess. Eftir því verða störf þeirra metin. Þeir hafa víst allir lofað ýmsu fögru fyrir kosn- ingar, bæjarfélaginu til framdráttar og vegsauka. Nú er að sjá hversu lagnir, kænir og fylgnir sér þeir era að breyta þeim loforðum í veraleika .... Ekki vegna flokksins síns elsku- legs, — heldur góðrar samvizku sinnar og bæjarfélagsins. R.JÓH.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.