Bæjarblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 4
Aknrnesingar! Kanpið BÆJABBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, mánudaginn 10. janúar 1958 Auglýsið í BÆJAKBLAÐINU Flugfélðg íslnnds eykur sturfsemi síns verulegn Á tuttugu nrn nfmmlinu UMBOÐSMAÐUR ÞESS I SÖLU HAPPDRÆTTISHLUTABKÉFA: ' SPARISJÖÐUR AKRANESS Það hefir vakið athygli víða um lönd, hve rösk lega íslendingar hafa brugðizt við nýjum kröf- um tímans í samgöngumálum, enda á eyþjóð, sem vér allt undir því komið, að samgöngur hennar séu í góðu lagi. íslenzki flugflotinn hefir áunnið sér álit og traust . Tuttugu ára saga Flugfélags íslands er því sannarlega þess virði, að hún sé rifjuð upp og helztu afrekum F.I. á lofti haldið. Tuttugu ár eru liðin síðaii | setuliðið setti á flugferðir fyrstu Flugfélag íslands, eða réttaraj stríðsárin. Sumarið 1940 var sagt fyrirrennari þess, Flugfé- önnur Waco-flugvél tekin lag Akureyrar var stofnað Stofnsamningur félagsins er dagsettur 3. júní 1937 á Akur eyri, en undir hann skrifuðu 15 hluthafar, er lögðu fram 20 þúsund krónur i hlutafé. Aðal- hvatamaður að stofnun félags- ins var Agnar Kofoed-Hansen, og réðist hann í upphafi til fé- lagsins sem flugmaður og fram- kvæmdastjóri. Fyrsti formaður félagsstjórnar var Vilhjálmur Þór, þáverandi kaupfélagsstjóri á Akureyri, en aðrir í stjórn voru Kristján Kristjánsson, for- stjóri B.S.A. og Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir. Fé- lagið hóf þegar undirbúning að kauptun á 4 farþega sjóflugvél af Waco-gerð, og kom hún hingað til lands í aprílmánuði 1938. Flugvél þessi bar ein- kennisstafina TF-öm, og var hún almennt kölluð Örninn. Þann 2. maí s. á. hófust flug- ferðir, og var í fyrstu aðallega flogið milli Akureyrar og Reykjavíkur. I júní 1939 er Örn Ó. John- son ráðinn til félagsins og tek- ur þá við af Agnari Kofoed- Hansen sem flugmaður og framkvæmdastjóri. Hefir örn gegnt framkvæmdastjórastarf- inu óslitið síðan. Á aðalfundi Flugfélags Ak- ureyrar 5. apríl 1940 var sam þykkt að breyta nafni félags ins í „Flugfélag lslands“ og flytja jafnframt heimili og varn arþing þess til Reykjavíkur Hlutaféð var samtímis aukið úr kr. 28.000.00 í kr. 150.000.00 Bergur G. Gíslason tók þá við formannsstörfum og gegndi þeim tilu ársins 1946. Aðrir í stjóm voru kjörnir Agnar Ko- foed-Hansen, Örn Ó. Johnson, Kristján Kristjánsson og Jakob Frímannsson. Starfssemi Flugfélags íslands jókst nú hröðum skrefum ár frá ári. Að vísu var þróunin ekki eins ör fyrstu árin, enda fékk félagið þá að kenna á ýmsum erfiðleikum, sem styrjöldin or- sakaði, svo sem hömlum, sem notkun, og hlaut hún nafnið Haföminn. Vorið 1942 var fest kaup á flugvél af Beechcraft- gerð, en það var fyrsta tveggja hreyfla flugvélin, sem Islend- ingar eignuðust. Tók hún 8 far- þega. Árið 1944 keypti félagið tvær flugvélar af gerðinn De Havilland Rapides, og í októ- ber sama ár fékk Flugfélag Is- lands sinn fyrsta Katalínu-flug- bát. örn Ó. Johnson flaug hon- um vestan um haf til Islands, og var þetta fyrsta íslenzka flugvélin, sem flaug yfir At- lantshaf. Félagið eignaðist fyrstu Douglas Dakota flugvél sina árið 1946, en með komu þessarar flugvélategundar jókst starfsemin til mikilla muna. Nú á félagið 9 flugvélar: 2 Viscount-vélar 1 Skymaster, 3 Douglas Dakota, 2 Katalinu- flugbáta og 1 Grumman-flug- bát. Geta flugvélar þessar flutt samtals 286 farþega. Sumarið 1945 hófst nýr þátt- ur í starfsemi F. 1. Félagið sendi Katalinu-flugbát sinn í nokkrar ferðir milli Islands, Bretlands og Danmerkur. Fyrsta ferðin, sem jafnframt var fyrsta ferð íslenzkrarar flug vélar með farþega og póst milli landa, var farin 11. júlí 1945. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörð- ugleika var ákveðið að halda ferðum þessum áfram næsta ár. Samdi F.l. þá um leigu á Li- berator-flugbélum hjá Scottish Airlines, og 27. niaí 1946 voru hafnar reglubundnar áætlunar- ferðir milli Reykjavíkur, Prest- víkur og Kaupmarmahafnar — fyrstu áætlunarflugferðirnar milli Islands og annaxra landa. Voru flugvélar þessar leigðar til tveggja ára, eða þar til F.l. eignaðist Skymasterflugvélina Gullfaxa, sem kom til landsins 8. júlí 1948. Með komu Gullfaxa til Is- lands má segja, að enn sé brot ið blað í þróunarsögu F.í. Is- lenzkar flugáhafnir voru nú þjálfaðar til að taka við störfum af útlendingum, og brátt tók Gullfaxi að fljúga til fjarlægra landi undir íslenzkum fána og islenzkri stjóm. Farþegatalan milli landa fór stöðugt vaxandi. Árið ' 1948 voru farþegarnir 2868, en 1954 voru þeir komnir upp í 7528. S.l. ár var algjört metár, en þá fór farþegatalan í millilndaflugi yfir 15.000. Nýjum viðkomustöðum var bætt við áætlun félagsins, og auk Prestvikur og Kaupmanna- hafnar voru flugferðir hafnar til Lundúna og Óslóar. Þá var farinn mikill fjöldi leiguferða, og mátti sjá Gullfaxa skarta íslenzxa fánanum á hinum ólík- ustu stöðum, allt frá Sýrlandi til Venezuela. 1 árslok 1954 eignaðist F.í. svo aðra millilandaflugvél af Skymastergerð, sem nefnd var Sólfaxi. Opnuðust þá möguleik- ar á því að fjölga viðkomustöð- um og flugferðum. Sumarið 1955 voru hafnar flugferðir til Stokkhólms og Hamborgar og ferðum til Bretlands og Kaup- mannahafnfar fjölgað. Með kaupunum á himun nýju, hraðskreiðu Viscount- millilandaflugvélmn félagsins, Gullfaxa og Hrímfaxa, sem komu til landsins 2. maí s. h, er stigið merkilegt skref í loft- siglingum okkar milli landa. F.l. getur nú boðið upp á fleiri og skjótaz-i ferðir milli Islands og útlanda en nokkru sinni fyrr, og verða famar 9 ferðir í viku hverri í sumar milli Reykjavikur og 5 staða erlendis á meðan mesti aimatíminn stendur yfir. Merkasti og umfangsmesti þátturizm í starfsemi félagsins frá upphafi eru þó flugsam- göngurnar izmanlands og hefir þróunin á því sviði einnig verið mjög ör hin síðari ár. Fyrsta árið, sem félagið starfaði, 1938, voru fluttir 770 farþegar. Ár- ið 1945 hafði farþegafjöldinn næstum tífaldast og var þá orðinn 7087. Eftir það varð farþegafjölgunin mun örari, enda voru um þetta leyti teknar í notkun stærri og veigameiri flugvélar svo sem Katalinuflug- bátamir og Douglas Dakota. Árið 1947 fluttu flugvélar F.l. Ein af Dakotaflugvélum F. I. Merkur þátlur millilanda- flugs F.í. er svo Grænlands- flugið. Faxarnir hafa verið tíð- ir gestir á Grænlandi undan- farin ár og hafa farið um 300 Grænlandsferðir frá því þeir lentu þar fyrst í júlímánuði 1950. Fyrstu ferðirnar voru farnar á Katalinu-flugbátinn til Ellaeyjar sumarið 1950 á veg- um dr. lÁuge Koch. Sumarið 1952 hófust þá Grænlandsferð- ir F.l. fyrir alvöru, og voru farnar 36 ferðir á því ári og lent á 7 stöðum á og við Græn- land. Síðustu þrjú til fjögur árin hafa Faxarnir flogið fjöl- margar ferðir milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu í Reykjavík í báðum leiðum. Er útlit fyrir, að áframhald verði á þessum Grænlandsferðum og eru þegar ráðgerðar all marg- ar ferðir nú í sumar. Einu sinni þegar Gullfaxi lagði af stað í áœtlunarfer'S sína til Glasgow og Kaupmanhahafnar, var alhvít jörS í Reykjavík og snjóföl á flugbrautunum á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er tekin í þann rnund, er flugvélin er aS hefja sig til flugs og þyrlast snjórinn aftur undan henni. (Ljósni.: Sv. Sæm.) t3376 farþega á innanlandsleið um, og hafði farþegatalan þá næstum tvöfaldazt á tveimur árum. Árið eftir, 1948, var tal- an komin upp í 23980 og s.l. ár verður svo algjört metár, en þá voru fluttir samtals 54850 farþegar á flugleiðum innan- lands. Viðkomustöðum innanlands fjölgaði jafnt og þétt, og er nú að jafnaði flogið til 20 staða samkvæmt áætlun að sumri til. Umboðsmenn eða eigin skrif- stofur hefir félagið á 28 stöðum á landinu utan Reykjavíkur. 1 fyrravetur var farið að nota Skymaster-flugvélar til farþega- og vöruflutninga hér innanlands, þegar flutninga- þörf krafðist. Með gerð nýja flugvallarins á Akureyri var urrnt að nota fjögurra hreyfla flugvélar, þegar mikið lá við að koma farþegum og flutningi milli Reykjavíkur og höfuðstað- ar Norðurlands. Þá hafa Sky- masterflugvélar einnig verið notaðar til flutninga á leiðun- um Reykjavík-Egilsstaðir og Reykjavík-Sauðárkrókur, og nú fyrir skömrnu hafa þær lent á Skógasandi og Höfn í Horna- firði. Flugvélar F.í. hafa í fjölda- mörg ár annazt ýmsa aðra flutninga og önnur störf en að framan getur. T. d. hafa þær verið leigðar til sildarleitar, landhelgisgæzlu, sjúkraflutn- inga og myndatöku úr lofti í sambandi við landmælingar. Starfslið F.l. er nú um 220 manns. Fjórir þeirra, sem hófu starf hjá Flugfélagi Akureyrar . Framhald á 2. síðu.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.