Bæjarblaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, fimmtudaginn 20. febrúar 1958 2. tölublað ! BÆJARBLAÐEÐ fæst a eftirtöldnm stöðum Verzlunin Brú, Veiöarfœrav. Axels S veinbjörnssonar, Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Verzl. Einars Úlafssonar. Hjörbúd HAUpfé(o0sins gefur mjÖ0 göðn rnun „þettA er frnmtídin', segja forstöðumenn VIÐTAL VIÐ SVEIN GBÐMUNDSSON KAUPFÉLAGSSTJÓKA OG EDVARÐ FRIÐJÓNSSON DEILDARSTJÓRA. — Hreinlæti og smekkvísi blasir við strax og stig- ið er fæti inn í kjörbúðina nýju við Stillholt. Hús- ið lætur ekki mikið yfir sér ytra, en inni er öllu svo haganlega fyrir komið, að rúmt virðist um allt og alla. Búðin er björt eins og allar nýtízku búðir og vel lýst. Loftið er ekki allt jafnhátt, sterkir ljóskastarar lýsa auk annarra ljósa upp innri hluta búðarinnar, þegar með þarf. Öllum varningi er raðað í körfur, sem standa í hillum eða opnum grindum. Litavalið á veggjum og þaki er sérstaklega smekklegt og þægilegt. — Hér er sjálfsafgreiðsla, eins og í öðrum kjörbúðum. Frammi við dyrnar tekur viðskiptavin- urinn sér körfu og velur sér síðan hinar ýmsu vörur. Það val getur gengið mjög fljótt og auðveldlega, því að svo vel eru vörurnar undirbúnar til sölu. Skýr og greinileg skilti eru yf- ir hverri vörutegund, og verðið er skrifað á hvern hlut, hvern pakka og poka o. s. frv. Þegar viðskiptavinurinn hef- ir lokið sér af, gengur hann fram að afgreiðsluborðinu við dyrnar, þar sem gjaldkerinn kannar innihald körfunnar, reiknar út upphæðina í vél, sem skilar verðmiða og arðmiða. þar sem kaupandinn getur séð út- tekt sína sundurliðaða og heild- arverð hennar. Hann fer síðan út um annað hlið en hann kom iim um, svo að ös og árekstrar þurfa aldrei að verða við „kass- ann“ eða í dyrunum. Auk þess eru greiðsluborðin og „kassarn- ir“ tveir. Annað er ekki notað venjulega, en ef ös er í búðinni, er gripið til hins, svo að af- greiðslan geti gengið sem greið- legast og viðskiptafólkið þurfi ekki að bíða. Alls konar nýlenduvörur Hér eru flestar tegundir ný- lenduvöru á boðstólum, í smá- um og stórum skömmtum, líka fást hér heilir kassar af ýmsum vörum, t. d. ávöxtum, og heil- ir pokar af matvöru, en hér fást misstórir skammtar af ýmsu, eftir daglegum þörfum fólks. Ekki tjáir að upphefja neina upptalningu hér á því, sem fæst í búðinni, en tala vöru tegundanna er legíó, en hitt ber þó frá, hversu snoturlega og vel er frá öllu gengið, og allt í svo fullkominni röð og reglu, að ætla mætti, að maður væri fremur staddur í safni en sölu- búð. En á regluseminni veltur allt i kjörbúð. Starf búðarfólks- ins er að verulegu leyti fólgið í því að sjá um, að þessi stranga regla haggist ekki. Framhald á 4,. síðu. Elzti íbúi Langesund. hélt hátíðleg 104. jólin fyrir skömmu. Þá var mynd þessi telzin. Maðurinn heitir Hans P. Jacobsen og er útgerðarmaður þar. Ætli fleiri af vinabœjunum geti státað af svo virðulegum öldungi? — dCveðja (rá norska vina- bænum Cangesund BæjarblaSinu hefir borizt bréf frá formanni Nor- rœna félagsins í Langesund. Fer þaö hér á eftir í lauslegri þýöingu. -— Og tíminn líður einnig í Langesund. Á stokkunum við vélsmiðju Langesunds h.f. er nú verið að byggja 3.500 tonna skip fyrir útgerðarfélag Ludv. Lorentzen í Oslo. Og í stóru verksmiðjuhúsunum hinu meg- Ljósmóðirin í L.angesund átti þríbura 1 fyrra og má segja, að það hafi verið kœnlegt áróðursbragð, starfi hennar til framdráttar. — liér sjást þríburarnir halda upp á fyrstu jólin sín. in við höfnina er hafinn nýr iðnaður. Það er hlutafélagið „Skarpenord“, sem framleiðir hitakerfi fyrir Olíuflutninga- skip, og sérstök tæki til vernd- unar botntönkunum í tankskip- unum. Þessi iðnaður virðist ætla að ganga mjög vel og nú þegar eftir aðeins hálft ár hef- ir þetta sparað þjóðinni meir en 2 milljónir norskra króna í erlendum gjaldeyri og fært þjóðinni meir en hálfa milljón í beinhörðum gjaldeyri. Af bæjarins hálfu er nú haf- in áætlun um landnám, sem mun þýða um það bil 100 nýjar byggingarhæfar lóðir. Það er fyrir norð-vestan bæinn, í svo- kölluðu Bratten-hverfi, þar sem mælingar og boranir eru byrj- aðar, og verður haldið áfram. Þetta verður alldýrt, en verður gert í áföngum, en það hefir mikla þýðingu fyrir fjárhag bæjarins. Desember er venjulega þoku- samur mánuður hér við enda- lausa víðáttu Skageraks. Á vit- anum við innsiglinguna var hinn sterki þokulúður í gangi dag og nótt til mikils ama fyr- ih landkrabba, en vonandi til gagns og gleði fyrir sjófarend- ur. Þessi sami viti hefir nú nýlega fengið radio-miðunar- stöð með 26 metra hárri loft- netsstöng. Þessi radio-stöð hefir mikla þýðingu fyrir flugvélarn- ar, sem fljúga hér yfir bæinn oft á degi hverjum. Framhald á 2. síðu.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.