Bæjarblaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 20.02.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. febrúar 1958 /------------------------------------------ BÆJARBLAÐIÐ RitnefrvL Ragnar Jóhannesson, Valgarður Kristjánsson Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson. AfgreiSslan er í Bókaverzlun AnUrésar Níelssonar h.f. Sími 85. Prentafi í Prentverki Akraness h.f. k________________________________________________________________________s Bcdtir vcrzlunarhœltir Sé ég í anda knör og vagna, knúSa krafti, sem vannst ur fossa þinna skrúÖa, stritandi vélar, starfsmenn glaÖa og prúÖa, stjórnfrjálsa þjóÖ og verzlun eigin búöa. Svo kvað Hannes Hafstein í Aldamótaljóðum sínum. Þess er annars löngum vert að minnast, að fyrsti ráðherra íslands var merkilegt og þjóðkunnugt skáld. Enda er sýn skálds- ins bæði þjóðfélagsleg og spámannleg í Aldamótaljóðunum. Spádómarnir, sem þar voru fram settir, þóttu fjarstæðir þá, á morgni tuttugustu aldarinnar. Þó fór svo, að nú þegar öldin er rúmlega hálf, að spádómar þessir hafa flestir að fullu rætzt og sumir fyrir löngu. Um aldamótin þótti jafnvel ýmsum svo sem spáin um ,.verzl- un eigin búða“ ætti óralangt í land. En hún rættist þó fyrr en flesta óraði fyrir. Islendingar tóku brátt alla verzlun sína í eigin hendur, og nú þykir öllum sjálfsagt, að svo sé. 1 verzlunarháttum vorum eru sífelldar framfarir, ekki sízt í ytri útbúnaði og sölubúðum. Hvílíkur reginmunur er á því, að koma inn í nýtízku búð nú og gömlu búðirnar, þar sem öllu ægði saman: grænsápu, brjóstsykri, stumpasirzi, nætur- gögnum, postulíni o. s. frv. Oftast voru þær líka dimmar og þröngar. Annars staðar hér í blaðinu eru tvær nýjar sölubúðir hér í bæ gerðar að umtalsefni. Annað er vefnaðarvöruverzlunin Huld, hitt kjörbúð Kaupfélags Suður-Borgfirðinga, báðar glæsi- legar og gerðar samkvæmt kröfum tímans. Slíkum framförum ber að fagna. Önnur þessara búða er sérstök nýjung í verzlunarmálum bæjarins, en það er kjörbúðin, sem er hin fyrsta sinnar teg- undar hér. Og ef dæma má af reynslu annars staðar frá, má teljast líklegt að fleiri sigli í kjölfarið. Búðum, þessarar teg- undar, hafa mjög vaxið vinsældir undanfarið, t. d. á Norður- löndum og þá ekki siður vestan hafs. Þær þykja þægilegar og hreinlegar, og til bóta bæði fyrir viðskiptavini og afgreiðslu- fólk. En slikar búðir gera nokkuð strangar kröfur til viðskiptavin- anna. Þeim er gefið þaraa mikið frjálsræði, sem ekki má mis- nota. Viðskiptamaður, sem viðhefur sóðaskap og óráðvendni, er ekki hæfur til að ganga um kjörbúð. Það er líka furðu lág- kúrulegur hugsunarháttur að bregðast slíku trausti. En önnur hlið er á starfi sölubúða, einkum þar sem sjálfsaf- greiðsla tíðkast ekki, en það er hlutverk afgreiðslufólksins. Miklu skiptir, að framkoma þess sé lipur og hæverskleg; að fyllstu snyrtimermsku gæti þar í hvívetna. Hefir það mál nokkuð verið rætt hér í blaðinu áður. En líka á þessu sviði hefir orðið framför, enda hæfii’ ill'a að illa siðað afgreiðslufólk starfi í fallegri og vandaðri búð. Það er ljótt ósamræmi. Og sem betur fer, er fátt um undan- tekningar af þessu tagi. En til þess, að slík þjónusta sé góð, þarf bæði meðfædda snyrtimennsku, og menntun og æfingu í góðum og viðfelldnum siðum, en aðalundirstaða góðra við- skiptaþjónustu er þó góð mannþekking. Bæjarblaðið mun gera sér far um að fylgjast vel með í nýjungum í verzlunarháttum í bænum. itiiiiii;ii!iiiiiii!iiiiiiiliii.iiiiiiii ■iiiiiiiiiiiiiitii rfóh. IMI l lllll IIIIMklllll I I I III Skkafao og Skeggkastt! ■ lllll llllll I llllll lllll I I llllll lllllll 111 llllll II — LANGESUND .... Framhald af 1. siðu. Þá vil ég einnig geta þess í þessum pistli, að elzti íbúi bæj- arins, Hans P. Jacobsen útgerð- armaður, átti nýlega 104 ára afmæli. Ætli nokkur hinna vinaba^janna komist þar jafn langt? Einnig hefir ljósmóðir bæjarins nýlega eignast þríbura og er það vel af sér vikið. Norræna félagið hélt fyrir stuttu samkomu með danska hraðteiknaranum .íohannes Lage Jacobsen. Næsta sumar mun drengjahljómsveit bæjar- ins heimsækja Niirpes í Finn- landi, og iþróttamenn héðan hyggja á ferð til Vástervik. Auk þess fór nýlega heill bekkur skólabarna til dvalar í Tönder. Að lokum sendi ég Akurnes- ingum beztu óskir um gleðilegt nýár frá íbúum í Langesund. Jac-Lund Tangen. GÓÐIR GESTIR 1. febrúar er i skólum lands- ins bindindisfræðsludagur, og sá dagur er baráttudagur Sam- bands bindindisfélaga í skólum. 1. ferbúar s. 1. komu tveir ágætir gestir í gagnfræðaskól- ann hér og fluttu ágætar ræð- ur: Guðmundur Guðbrandsson. kennaraskólanemandi, fulltrúi frá S.B.S., og Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, sem var á ferð hér í bænum og gerði það góðfúslega fyrir orð skóla- stjóra að tala í skólanum af áðurgreindu tilefni. Auk þess las Hagalín úr skáldverkum sín um við mikla ánægju tilheyr- enda. Geta má þess, að þennan sama dag kom í skólann sem gestur frú Björg í ViguV, en dætur hennar tvær hafa verið hér kennarar. Var skólanum sérstök ánægja að heimsókn hennai'; ★ Hættuleg götuskilti. Ég var á gangi hérna um daginn með vinkonu minni, égætri frú hér í bæ, og var það svo sem ekkert i frásögur færandi. En þegar við vor- um stödd hjá Bókabúðinni, nam hún allt í einu staðar og sagði: „Hérna er dálítið, sem þú átt að skrifa um í Bæjarblaðið“, og benti mér á skilti á stöng, og er það allt saman gott og blessað, og nauðsynlegt er að hafa slík skilti, en það sem að er, er það, að skiltin sjálf eru alltof lág. Þetta eru jámplötur með hvöss- um brúnum og nokkur .hætta á því, að fótgangandi fólk, sem um gang- stéttarnar fer, rekí sig á þau og stórmeiði sig. Svo hefir það bætzt við i frostun- um undanfarið, að svellbunkar hafa hlaðizt á gangstéttarnar og hækkað yfirborð þeirra svo, að nú hefir ver- ið enn skemmra upp í umrædd skilti. Þau eru m. ö o. alla vega of lág, ekki sízt ef myrkur og hálka bætast við. Á þetta er hér með bent til lagfæringar. ★ Ólátabelgir á aftasta bekk. 1 mörgum kvikmyndahúsum eru öftustu bekkirnir mjög eftirsóttir af „pörum“, þ. e. ungum piltum og stúlkum, sem langar til að sitja sam- an tvö og tvö, án þess að horft sé á það aftan frá, hvað þau eru að dunda, þegar dimmast er i salnum. Þetta er ofur skiljanlegt, og eins hitt, að frá þessu fólki stafar venjulega lítill hávaði, þótt það horfi e. t. v. ekki á myndina nema öðru hverju. Hérna í Bíóhöllinni er þessu öfugt farið. Á öftustu bekkina hér safnast ungir piltar, sem af einhverjum á- stæðum hafa ekki komizt upp á lag með að fá stúlkur með sér í bíó. En þeir fara samt i bió, og bera kven- mannsleysi sitt afar illa, og lýsir vanlíðunin sér í ýmiss konar ámát- legum hljóðum, skvaldri og pípi, meðan á sýningu stendur. Spilla þeir oft stórlega skemmtun fyrir öðru fólki, sem situr á svölum og er komið til þess að njóta myndarinnar. Virð- ast sumir þessara piltagreyja ekkert hafa i bíó að gera, nema þá til að drepa tímann einhvers staðar. Þeir tala saman allan tímann og láta þá verst, er mest er ástæðan til að gefa gaum að kvikmyndinni, og kemur það auðvitað langverst við annað venjulegt fólk. Ekki verður þessi óværð og eymd- arskrækir þessara ungu sveina skýrð betur með öðru en því, að þeim líði svona hörmulega út af því að hafa ekki manndáð í sér og lag á því að fá ungar stúlkur í bíó með sér. Og satt er það, mörgum manninum hef- ir leiðzt einlífið. En væri nú ekki smekklegra að láta ekki svona mikið á þessari vanliðun bera? Og hvemig væri, að nokkrar rösk- ar stúlkur tækju sig til og keyptu nokkrum sinnum, annað hvert sæti á tveim öftustu bekkjunum og sætu þar? En þá myndu sveinarnir ef til vill ekki þora að setjast þar! rjóh. — VERZLUNIN HULD Framhald af 4. síðu. Leið þeirra bggur beinlínis hér um hjá okkur. — Hafa viðskiptin aukizt við flutninginn? — Já, það tel ég vafalaust. Þó er ekki rétt að fullyrða margt í því sambandi, því að ekki er komin nógu mikil reynsla á það enn. — Hvaða vörur verzlið þið einkum með? — Nær eingöngu vefnaðar- vöru, eins og þú sérð. Við höf- um selt allmikið af tilbúnum fatnaði, þegar hann hefir ver- ið fáanlegur. En nú um tíma hefur sáralítið verið fáanlegt af útlendum kápum og kjólum til dæmis. Veldur því víst gjald- eyrisskortur. Ég þakka frú Stefaníu fyrir greið svör og góðar viðtökur og kveð verzlunina Huld. Verzl- unin ber bara ekki lengur sitt fagra nafn með rentu. Það er ekkert hulið eða dularfullt við hana lengur, svo áberandi og ljómandi sem hún er. Hún ætti fremur að heita Ljómi, Glóbrá eða eitthvað þess háttar! rjóh. GAGNFRÆÐA- SKÓLINN UPP- LÝSTUR. Ný lýsing er nú komin í gagnfræðaskólahúsið, fluore- sent-ljós svokölluð. Eru við- brigðin mjög mikil, enda var ljósafyrirkomulagið í skólanum fyrir löngu orðið ófullnægj- andi. llllllltlliaúlltlllllllllllllllllllKlllllllllllllltlMIHH,!,,,,,!, Leiðrétting: Su villa atti ser stað 1 dagsetningu 1. tbl. þessa árs, að þar stóð janúar 1 staðinn fyrir febrúar. REIKNINGUR Styrktarsjóðs læknishjónanna Ingibjargar ísleifs- dóttur og Ólafs Finsen, Akranesi, árið 1957. TEKJUR: 1. Sjóður í ársbyrjun.................. kr. 28.049.24 2. Vextiraf innst. í Söfnunarsj. Isl., vskb. 589 '56 — 1.091.90 3. Vextir af innst. í Sparisj. Akr., vskb. 4715, '57 — 49-53 4. Gjafir til sjóðsins, samkv. sérstöku fylgisskjali — 1.900.00 Alls kr. 31.090.67 GJÖLD: 1. Gjöf til jólaglaðnings sjúkl. á Sjúkrah. Akran. kr. 750.00 2. Sjóður í árslok: (30.340.67). Innstæða í Söfnunarsj. Isl. viðskb, 589..... — 28.920.41 Jnnstæða i Sparisj. Akran., viðskb. 4715 • • • • — 1.420.26 Alls kr. 31.090.67 Akranesi í janúarmánuði 1958 Torfi fíjarnason, Þuríður Guðnadóttir, Jón M. Guðjónsson. Reikning þennan höfum við endurskoðað og borið saman við bækur og reikninga. Við vottum, að reikningurinn er réttur og eignirnar fyrir hendi. Akranesi 4. febrúar 1958 Árni Böðvarsson, Svbj. Oddsson. fí. Jóh.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.