Bæjarblaðið - 18.03.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 18.03.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ ÞriÖjudagur íS. marz 1958 /------------------------------------------’N BÆJARBLAÐIÐ RiínefntL Ragnar Jóhannesson, Valgarður Kristjánsson Karl Helgason og Þorvaldur Þorualdsson. Afgreiðslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 85. PrentaS í Prentverki Akraness h.f. w________________________________________________________________________/ Félagslíf unga fólksins Æskulýður nútimans er í rauninni mjög önnum kafið fólk. Það vinnur auðvitað ekki eins mikla erfiðisvinnu og áður, en tímanum er mjög skipt milli náms og ifélagslífs. Þetta er mjög auðvelt að kanna, ef þér eigið sjálf börn. Hafið þér kannað út í æsar, hvemig þau verja tímanum? Eg efast um að við höfum gert það öll. Tökum fyrst stundaskrá barnsins frá bainaskóla eða gagn- fræðaskóla. Það verður að játa, að oft eru þær óhaganlegri en skyldi, vegna þrengsla í skólahúsunum sjálfum, leikfimihúsi eða sundlaug. Spyrjið barnið svo um fundi og æfingar, sem það þarf að sækja í skóla og utan. Félögin, sem bömin eiga kost á að velja, eru: skátafélög, íþróttafélög, stúkur o. s. frv. Og félögin krefjast mikils tíma, ef nokkurt lag er þá á stjórn þeirra. Og allt eru þetta holl og göfgandi félög, mikil ósköp. En gæta verður þó þess, að barnið ofgeri sér ekki með miklu félagsstarfi, því að börn hafa ekki gott af ofhleðslu á taugakerfið, fremur en aðrir. Þegar þér hafið lokið þessari athugun á starfsskrá vikunnar hjá meðalbarni, býst ég við, að niðurstaðan verði sú, að flest böm, miðað við þær kringumstæður, sem við eigum við að búa hérna á Akranesi, hafi ærið nóg að starfa. Að ekki sé nú minnzt á, ef bamið stundar eitthvert aukanám, t. d. tónlistar- eða myndlistarnám. Þá gæti ég trúað, að betur færi á, að sem mest væri dregið úr viðbótarfélagsstarfsemi. En þetta er góð niðurstaða; að æskulýðurinn hafi næg við- fangsefni. Það er víða, sem það er helzta meinið, að hann hefir það ekki. Iðjuleysið er undirrót alls ills. Undanfarið hafa tveir fjölmennustu skólar bæja.rins haft fjölbreyttar árshátíðir. Nemendur hafa æft kappsamlega og lengi, og kennararnir margir lagt á sig mikið og fórnfúst- undirbúningsstarf og ekki ætlazt til annarra launa fyrir en góðs árangurs. En þau laun hafa þeir líka upp skorið í ríkum mæli, því að árshátíðirnar voru báðum skólunum til sóma. Og þá er óþarfi að telja eftir tímann, sem til slíks starfs fer, ef hann gengur ekki langt úr hófi. Skemmtanir sem þess- ar efla félagsþroskann, en á hverju er brýnni þörf á vorri félagsskaparöld? Unglingarnir þjálfast í fagurri framkomu og tamningu siðanna. Holl viðfangsefni fyrir unga fólkið er nauðsyn vorra tíma. R. JÓH. ' Qömul dönsk blöð Undirritaður óskar að fá til láns eða kaups gömul dönsk vikublöð, einkum Familie-Journ- alen, sem í eru stutt leikrit — einþáttungar. Ætlunin er að þýða eitthvað af slíkum leik- þáttum fyrir skólafólk og félög. Ragnar Jóhannesson Símar 166 og 72. — FRÆNKAN .... Framhald af 1. síðu. vel séu sóttar, og eru þá margir kostnaðai'liðir ótaldir. Ekki verður sagt, að leik- sýning þessi sé með þeim merk- ari, sem um getur í sögu leik- félagsins hér, en þetta er sí- gildur og skemmtilegur gaman- leikur, sem gefur áheyrendum skemmtilega hlátursstund, en leikurum góð tækifæri til að spreyta sig á að túlka ólíkar manngerðir úr ensku þjóðlífi. Persónur leiksins eru 10 og skulu nú taldar. Aðalhlutverk- ið, Babberly lávarð (frænkuna) leikur Alfred Einarsson. Margt gerir Alfred vel í hlutverki þessu og raunar flest, én ekki fannst mér honum þykja jafn leitt að leika frænkuna og hann vildi vera láta, en það kann að vera smekksatriði. Hefir Alfred með hlutverki þessu enn á ný sýnt, að hann er með hlutgeng- ustu mönnum hér á Skaga í þessari list. Stúdentana, Jack og Charley, leika þeir Bjarni AÖalsteinsson og Kjartan T. SigurÓsson, báðir óvanir, enda guldu hlutverkin þess nokkuð. I þá vantaði meira líf og meiri hraða, en ef tekið er tillit til þess, að þetta er frumraun hjá báðum, þá var þetta nokkuð gott. Þórdur Hjálmsson leikur Brasset þjón, og býr til úr hon- um mjög skemmtilega „typu“. Ungu stúlkurnar, Amy og Kitty leika þær Sigríður Sigmunds- dóttir og Jónína Árnadóttir mjög laglega. Magnús V. Vil- hjálmsson leikur sir Francis Chesney, skemmtilegan eldri mann. Magnús V. ætti að leika ofta.r, því að hann er góðiur leikari en lítt þjálfaður ennþá. Réttu „frænkuna“ leikur Ás- gerSur Gísladóttir og Björg ívarsdóttir leikur skjólstæðing hennar. Þó að Ásgerði láti bet- ur að leika harðneskju-kerling- ar, þá nær hún góðum tökum á Donnu Luciu. Björg er stöð- ugt vaxandi leikkona, það sýnir hún í hverju nýju hlutverki. En beztan leik kvöldsins átti að mínum dómi Þorgils Stefánsson í hinu afkáralega hlutverki Spettique. Hlutverk þetta er mjög yfirdrifið frá höfundar- ins hendi og vandleikið, en gervi og látbragð Þorgils var hvort tveggja með ágætum. Leiktjöld málaði Lárus Áma- son og voru þau mjög skemmti- leg. Er Lárus sífellt vaxandi í þessari list, og er mikill feng- ur fyrir leikfélagið að hafa svo ágætan leiktjaldamálara á staðnum. Þá má ekki gleyma að þakka ljócameistara, Jóhann- esi Gunnarssyni og leiksviðs- stjóra, Gísla Sigurðssyni þeirra ómetanlega þátt í öllum leik- sýningum hér. Eru vandfundn- ir betri menn og ötulli ti.l þeirra starfa. Leikfélagið á miklar þakkir skildar fyrir dugnað þess á undanförnum árum og væri óskandi, að áframhald gæti orðið á því, en til þess þurfa bæjarbúar að rétta fram örvandi hönd og sækja leik- sýningar þess. Þ. ■ lilillllllllllllilllllllllllll.illlluaiiarilllllliillllii. rjó/i. liili;ililuiii|:|lllMiillln|iil,iluiiillllll|illlllllll Skrafað og Skeggrætt I iiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiliiliiliiliiiiiliiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiau „Þar sem dauðinn og læknarnir búa . . . . “ Undanfaraa daga hefir myndasýn- sýning i verzlunarglugga einum hér í bæ xakið mikla athygli vegfar- enda. Strákarnir hafa sagt: „Agalega er þetta spennandi, maður“, og en stelpurnar hafa hryllt gig og sagt: „Úhú, en svakalegt!" Myndir þessar eru frá uppskurði í sjúkrahúsinu hér, og eru ágætar. Þarna standa þeir vinir okkar, Páll, Hallgrímur og Torfi með „skurðarhnífa, skæri og tengur“, heldur en ekki vígalegir (Það er nú kannski ekki viðeigandi að nota þetta lýsingarorð um lækna). Þeir eru að krukka í eitthvað, sem mundi vera mannslíkami, ekki er vitað hver hann á, enda skiptir það ekki máli, enda er sjónarmið lækn- anna: Sjúklingur er sjúklingur, nafn- ið skiptir minna máli. Allir kannast við kvæði Þorsteins Erlingssonar „Á spítalanum“, þar sem eru þessar frægu hendingar: „En langur er dagur og dauflegur þar sem dauðinn og lœknarnir búa“. Þessar hendingar hafa verið of oft tilfærðar, því að þótt dauðinn sé óhjákvæmilegur gestur i sjúkrahús- um og viðfangsefni læknanna á sama hátt og hann bíður vor allra með einhverjum hætti, þá má segja um sjúkrahús nútímans, að þar sé sigur lífsins enn meira áberandi at- riði. Því mætti sriúa þessari setningu, sem áður var tilfærð, við, og kalla sjúkrahúsin griðastaði „. . .. Þar sem lífið og læknarnir búa, því að sé nokkur maður stríðsmað- ur lifsins og vonarinnar, þá er það góður læknir. Það er því gott eitt um það að segja, að myndir og greinar birtist frá starfi læknanna og sjúkrahús- anna, til að opna skilning á þvi hve umfangsmikið og erfitt það er og hve nauðsynlegt er að láta einskis ófreistað til að gera það sem hægt er til að það geti gengið sem bezt, bæði af hálfu einstaklinga og þjóðfélags. Hins vegar telja læknar sjálfir, að hófs beri að gæta í því, hvað segja á og segja ekki í þessum málum, og hafa þeir vafalaust rétt fyrir sér í því. Ef of mikilli vitneskju er troðið upp á almenning um vissa sjúkdóma og sjúkdómameðferð, getur það leitt til ofhræðslu og útbreidds ótta, sem er oftast óþarfur. Þetta hefur sagt við mig prófessor við læknaskólann, greindur og varfærinn maður. Engir galdrar eða galdramenn. Hitt er líka auðvitað jafnskaðlegt, að vefja læknisstarfið í einhverjar dularslæður og hálfgert hjátrúar- vingl. Engum er gerður meiri ó- greiði með þvi en læknunum sjálfum. Fólk verður að gera sér fullljóst, að þeir eru bara venjulegir mennn, sem styðjast við mannleg vísindi, en eng- ir galdramenn, sem gera kraftaverk. Öll tröllatrú er hættuleg. Og aldrei má gleyma hlutverki sjúklingsins sjálfs. Þess vegna settust að í minni mínu um daginn ósköp hv'ersdagsleg en sönn orð, sem minn ágæti heim- ilislæknir, Páll Gíslason sagði við mig um daginn. Ég hefi frá barns- aldri haft mikla trú, nánast oftrú, á getu lækna og lyfja, nema í einu tilfelli: Ég hefi aldrei haft neina minnstu trú á að hægt sé að lækna kvef. Þó leitaði ég Páls um daginn, fannst ég vera afar langt leiddur af þessum hvimleiða kvilla, kvefi. Hann kom og skrifaði lyfseðil. „Hefir þetta nú nokkuð að þýða, Páll?“ spurði sjúklingurinn. „O, já, já, eitthvað“, svaraði hann, „en svo sérð þú auðvit- að sjálfur um afganginn“. Þetta er einmitt merguriim máls- ins, og það í fleiri sjúkdómum en kvefi, sjúklingurinn má aldrei bregð- ast. En auðvitað kemur þá enn til kasta læknisins, ef hann gerir það. Gott læknalið. Við hér á Akranesi erum svo stál- heppin að eiga hér nokkrum góðum og traustum læknum á að skipa. — Sjúkrahúsið nýtur þegar mikils álits víðs vegar um land og er það bæjar- búum ekki aðeins sómi heldur og lífs- nauðsyn að búa vel að því. Enda er sjúkrahúsið viðfelldið og vel búið hús. Haukur Kristjánsson, fyrsti sjúkra- hússlæknirinn hér, lagði áherzlu á, að sjúkrahús ætti að bera meir blæ heimila og hlýleika en oft hefir verið á slíkum stöðum. Eftirmaður hans hefir fylgt þeirri stefnu. Bæjarbúar eiga að minnast sjúkra- hússins sem oftast, þegar þeir vilja sýna rausn og mannást. Á það er lika gott að heita. Og lengi mun í þeim húsakynnum lifa andi og minn- ing fröken Petreu Sveinsdóttur, sem helgaði stofnuninni mikla og góða starfskrafta áratugum saman. Vel mundi henni sjálfsagt líka rekstur hennar nú, en ekki mundi hún þó láta umhyggju hennar niður falla væri hún lífs. Höldum uppi merki hennar og annarra velunnara Sjúkrahúss Akra- npss. f MœnQSóttorbólusetning Þriðja umferð mænusóttarbólusetningar þeirra, sem bólusettir voru á síðastliðnum vetri og vori, fer fram dagana 24.—31. marz n.k. kl. 6—8 (18—20) í barna- skólanum. Fólk er beðið að mæta (nokkurn veginn) sem hér segir: Mánud. 24. marz mæti fólk á aldrinum 15—20 ára Þriðjud. 25. .............. 21—24 — Miðvikud. 26......... 25—27 — Fimmtud. 27.......... 28—30 — Föstud. 28........... 31—34 — Laugard. 29.......... 35—4° — Mánud. 31............ 41—45 — HÉRAÐSLÆKNIR.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.