Bæjarblaðið - 31.03.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 31.03.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, mánudaginn 31. marz 1958 | BÆJARBLAÐEE) fæst ó eftirtöldum stöðum Verzlunin Brú, Veiöarfærav. Axels Sveinbjörnssonar, ! Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. 4. tölublaö | Verzl. Einars Ólafssonar. JÓN SIGMUNDSSON heiSursfélagi kórsins, er ná sá eini stofnenda, sem enn er virkur söng- máöur í kórnum. t meira en 40 áir hefur hans djúpa bassarödd hljómaö í þessum bœ. Auk þess er Jón einn áhugasamasti maöur um framfarir i söng og tónlistar- málum bœjarins. — jSflmsöngur Karlakórinn Svanir hélt samsöng í Bíóhöllinni sunnndaginn 23. marz s. 1. Stjórnandi kórsins var Geirlaugur Árnason, en undirleikari var frú Fríða Lárusdóttir. GuSmundur Einarsson: Höggmynd. Quðimindur frú Aliðdnl beldur listsýningu í gngn- fr.skólnnum um pnsbnnn Sýnir málverk, höggmyndir o.fl. Þótt enn sé nokkur stund til stefnu, vill BæjarblaöáÖ ekki láta hjá LÍÖa áÖ vekja athygli á sýningu þessari, svo aÖ menn geti ef þeir vilja, gefið sér gööan tíma til aÖ sinna þessari sýningu. Slík sýning er líka góÖur viÖburÖur í smábce sem okkar, þar sem ekki er margra kosta völ heima fyrir af þessu tagi. — Enn á ný bafa Svanirnir boð- ið bæjarbúum hér upp á söng- skemmtun, og hana ekki af lak- ara taginu. í fyrsta skipti í mörg ár hafa þeir boðið upp á algjörlega ný æfða söngskrá, og hefir hún aldrei verið skemmti- legri né betur æfð. Var í söng- skrá þessari mikil fjölbreytni og blandað saman íslenzkum og erlendum lögum. 1 sambandi við söngskemmt- un þessa má telja til tíðinda, að einn kórfélagi hefir sungið í kórnum í 40 ár, eða allt frá stofnun. Er slíkt fátítt og at- hyglivert. Hitt mun þó e. t. v, ennþá fátíðara, að svo roskinn kórfélagi syngi einsöng og skili honum með prýði, en það af- rek vann Jón Sigmundsson á sunnudaginn var. Þegar saga tónlistar á Akranesi verður skrifuð af niðjum okkar, verður Jóns Sigmundssonar vafalaust getið sem eins helzta frumherja og hinum sívakandi áhuga- manni um söngmennt og tón- mennt í þessum bæ. Fyrstu tvö lögin. á söngskránni voru við- feldin, en það var fyrst í 4. laginu, Vögguvísu, sem kórinn náði sér á strik og úr því söng hann hvert lagið öðru betur. Skúli Halldórsson tónskáld hefir útsett mjög skemmtilega lagasyrpu með 6 lögum eftir sig og Emil Thoroddsen. Syrpa þessi vakti mikinn fögnuð og var ágætlega sungin. Eftir hléið hóf kórinn söng með fögru og rismiklu lagi um Hornbjarg eftir Pál Halldórs- son. Siðan söng Baldur Ólafsson einsöng í hinu geysivinsæla „óskalagaþátta“-lagi, Catari. Vafalaust geldur Baldur þess óþyrmilega, að flestir hlustend- ur hafa heyrt fræknar kempur syngja lag þetta á öldmn ljós- vakans. Það er ofraun ungum manni að standast slíkan sam- anburð. En Baldur er vaxandi söngmaður, en hann verður að gera sér ljóst, að hann er ekki „hetjutenór“, heldur fyrst og fremst ljóðrænn (lyriskur) ten- ór, ög á því sviði nær hann lengst. Lagið „Nú hnígur sól“, eftir Bortniansky, er ægifagurt lag og erfitt að syngja, en var ótrú- lega vel sungið. Lagið Hóladans, eftir Frið- rik Bjarnason, naut sín ekki, því að einsöngvarinn, Jón Gunnlaugsson var illa fyrir- kallaður, en slík óhöpp geta alltaf hent. Söngskránni lauk með rúss- nesku tataraljóði og Dónárvals- inum eftir Jóhann Strauss. Voru bæði þessi lög flutt með öryggi og þrótti eins og við átti. Það er ánægjulegt til þess að vita, að Akranes á karlakór, sem er í sífelldum vexti og stöð- ugri framför. Er einkum áber- andi, að tenórinn er miklu samfelldari, öruggari og blæ- fegurri en áður, og kórinn hlýðir áberandi betur taktslætti söngstjórans. Um söngstjórann er óþarft að fjölyrða, hann efl- ist og stælist við hverja raun og hefir sjaldan áður sýnt meira öryggi og betri tilþrif en ein- mitt nú. Geirlaugur er „músik- alskur“ fram í fingurgóma og hann getur komizt langt með áframhaldandi þjálfun. Það er næstum því sorglegt, að hann skyldi ekki hafa tækifæri til að mennta sig meir í tónlist á yngri árum. Frú Fríða Lárus- dóttir aðstoðaði kórinn með á- gætum undirleik eins og jafnan áður. Að lokum vil ég þakka kórn- um fyrir þennan ágæta sam- söng, hann var tónlistarviðburð -ur í bænum. — Þ. Guðmundur frá Miðdal er fyrir löngu kunnur listamaður, utan lands og innan. Hann er fjölhæfur listamaður, leggur ekki einungis stund á málara- list, heldur og höggmyndalist og svartlist. Auk þessa er hann lands- þekktur rithöfundur, hefir eink um skrifað ferðasögur og nátt- úrulýsingar, því að hann er hinn mesti ferðamaður og náttúruskoðari. Má búast við, að mikill feng- ur verði að komu Guðmundar hingað með listaverk sín. FIMMTA SUNDMÓT REYKHOLTSSKÓLA OG GAGNFRÆÐASKÓLANS Á AKRANESI Haldið laugardag 22. marz Laugardaginn 22. marz héldu 27 nemendur G.S.A. til Reykholts til keppni í sundi viÖ nemendur héraðsskólans í Reyk- holti. Er þetta í fimmta sinn, sem keppni í sundi fer fram á milli þessara skóla, og hafa Reykhyltingar alltaf unniÖ. Álít ég, að það stafi fyrst og fremst af því, að þeir fá þrjá sundkennslutíma á viku, en G. S. A. aðeins einn, einnig fá þeir aðgang að lauginni án end- urgjalds, ef þörf krefur, líka það hefur mikið að segja, að nemendur Beykholtsskóla eru mun þroskaðri en nemendur G.S.A. Móttökur í Reykholti voru eins og bezt verður á kosið. Strax og komið var, var öllum boðið að drekka, kaffi eða mjólk og með því var hverabrauð með hangikjöti, heimabakað hveiti- brauð með rúllupylsu og eggj- um, einnig voru heimabakaðar kökur. •— Klukkan 5.30 fór keppnin fram, og að henni lok- inni var ágætis kvöldverður, og Framhald á 4. síðu. GuÖmundur Einarsson: Málverk

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.