Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, mánudaginn 21. apríl 1958 5. tölublaö BÆJ ABBLAÐEÐ fæst á efúrtöldum stöðum j 1 Verzlunin Brú, Veiöarfœrav. Axels Sveinbjörnssonar, Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Verzl. Eirtars Ólafssonar. j Leikfélag Akraness æfir IkrAnessbÁtA er orðifW „Kjarnorku og kvenhylli" meiri e„ * a((ri s. (. vertíí Leikstjóri: Þórleifur Bjarnason Æfingar eru hafnar fyrir n leikriti'Ö í næsta mánuÖi. Höfundur „Kjarnorkunnar“, er Agnar Þórðarson, sem er nú afkastamesti leikritahöfundur landsins. Eftir hann er „Gauks- klukkan“, spánnýtt leikrit, sem Þjóðleikhúsið hóf sýningar á fyrir skömmu, og fær góða dóma. Þá er þess skemmst að minn - ast, að Agnar samdi framhalds- leikritið „Víxlar með afföllum" fyrir Ríkisútvarpið, en það varð geysilega vinsælt, þykir skemmtilegt og markvisst. Öll þessi leikrit Agnars eru nútímaleikrit og gerast í Reykja vík. Leikfélag Reykjavíkur sýndi „Kjarnorku og kvenhylli“ fyrst við miklar vinsældir og fjölda sýninga. Höfundurinn, Agnar Þórðar- son, er fertugur að aldri, bóka- vörður við Landsbókasafnið í Reykjavík. Hann er sonur þjóð kunns manns, Þórðar prófessors Sveinssonar á Kleppi. — Auk leikritanna hefir Agnar skrif- að skáldsögur. Leikstjórinn, Þórleifur og mun œtlunin aÖ sýna Þórleifur Bjarnason. Bjarnason, hefir mikið fengizt við leiklist og er kunnur hér á Akranesi fyrir ágætan leik sinn í hlutverkum Sigvalda prests í „Manni og konu“ og Jóns bónda í „Gullna hliðinu“. Leikendur í „Kjarnorkunni“ eru: Þórleifur Bjamason, Þorgils Stefánsson, Bjarnfríður Leós- dóttir, Þóra Hjartar, Halldór Backmann, Helga ívarsdóttir, Bjarni Aðalsteinsson, Hans Jörgensson, Þórunn Bjarnadótt- ir, Þórður Hjálmsson. Frá Barna- verndarfél. Akraness Aðalfundur Barnaverndarfé- lags Akraness var haldinn í Félagsheimili templara 27. marz s. 1. Formaður, Bergur Arn- björnsson, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Kvað hann þau einkum hafa beinzt að fjáröflun, t. d. hefði verið haldinn bazar á árinu og hefði ágóði af honum verið kr. 9.755,00. Þá hefði og aflazt fyrir sölu merkja og bókarinn- ar Sólhvörf fyrsta vetrardag kr. 3-975,oo. Styrki kvað formaður hafa verið veitta samkvæmt sam- þykkt síðasta aðalfundar, til reksturs dagheimilis fyrir börn á Akranesi og til Skálatúns- heimilisins, kr. 5.000,00 til hvors um sig. Þá voru lesnir reikningar fé- lagsins, en samkvæmt þeim var Framhald á 2. síðu. IA íill stofna til landsmóts í hjMum 13. ársþing Iþróttabandalags Akraness var haldið dagana 16. og 24. marz s.l. Formaður Í.A., Guð- mundur Sveinbjörnsson, setti þingið, bauð full- trúa velkomna og flutti síðan skýrslu stjórnar- innar. Þá las gjaldkeri upp reikningana og skýrði ýmsa þætti þeirra. Formenn ráða fluttu skýrslur um hinar einstöku greinar, sem bandalagið legg- ur stund á. Nokkrar umræður urðu um skýrsl- urnar. til áframhaldandi æfinga og þátttöku, svo að vegur íþrótt- anna á Akranesi megi eflast sem mest. 5. 13. ársþing l.A. samþykkir að kjósa skuli ráð, sem nefn- ist ferðaráð. Skal verksvið þess vera að vekja áhuga og efna til ferðalaga um landið í líkingu við starfsemi Ferða- félags Islands. 1. forseti þingsins var kjörinn Óðinn S. Geirdal, 2. forseti Óli örn Ólafsson. Ritarar voru kjörnir þeir Karl Helgason og Hallur Gunnlaugsson. Margar tillögur og ályktanir voru lagð- ar fyrir þingið, og var þeim öll- um vísað til hinna ýmsu nefnda þingsins á fyrra degi þess. Á seinni degi þess skiluðu nefnd- ir áliti og skal getið nokkurra ályktana, sem samþykktar voru á þinginu. 1.13. ársþing Í A. samþykkir að fara þess á leit við bæjar stjórn Akraness, að hún hækki styrk til Í.A. úr kr. 10.000,00 í kr. 30.000,00. 2. 13. ársþing l.A, samþykkir að endurvekja hjólreiða- keppni og skorar á væntan- lega stjórn l.A. að láta nú í sumar fara fram landsmót í hjólreiðum, ef samþykki 1. S. I- fæst þar um. 3. 13. ársþing l.A. samþykkir að skora á væntanlega stjórn l.A. að athuga möguleika á að koma á æfingum í róðri og síðar keppnum í þeirri grem. 4. 13. ársþing l.A. þakkar öll- um þeim, er tekið hafa þátt í keppnum á vegum I.A. s.l. ár, og lýsir yfir ánægju sinni yfir þeim afburða árangri, sem knattspyrnulið I.A- náði á s.l. ári, með þvi að hljóta íslandsmeistaranafnbót í tveim aldursflokkinn, þ. e. 1. deild og 3. fl. Þakkar þingið þeim áhuga þeirra og starf, og hvetur alla íþróttamenn Stjórnarkosning. I stjórn l.A. fyrir næsta ár voru tilnefndir þessir menn: Frá K.A.: Karl Helgason og Lárus Árnason. Frá Kára: Ár- sæll Valdimarsson og Guð- mundur Sveinbjörnsson. Frá Skíðafélagi Akraness: Sighvat- ur Karlsson. Frá Sundfélagi Akraness: Magnús Kristjáns- son. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig: Formaður: Guðm. Svein- björnsson, varaform.: Lárus Árnason, ritari: Karl Helgason, gjaldkeri: Magnús Kristjáns- son, bréfritari: Sighvatur Karls- son, meðstjórnandi: Ársæll Valdimarsson. Framhald á 4. síðu. „Sigrún“ er aflahæst. UndanfariÖ hefir veriÖ gööur afli hjá vélbátum í flestum ver- stöÖvum suÖvestanlads og þá líka hér á Akranesi. Hefir því vel rætzt fram úr meÖ aflabrögÖin, því aÖ afli var mjög rýr framan af vertíÖ. Um miðjan þennan mánuð var heildarafli Akranesbáta orð inn 7578 lestir, en út eru gerð- ir sautján bátar héðan. Er þetta fimmtíu lestum meiri afli en var á allri vertíð inni í fyrra, svo að ætla má, að yfirstandandi vertíð verði stórum betri en sú síðasta, og vonandi helzt þessi góða veiði enn um hríð. Þessi þrjú skip eru aflahæst: Sigrún .... 689.4 lestir Sigurvon . . 598-6 lestir Keilir .... 530.4 lestir (Þessar tölur eru miðaðar við 16. apríl). Mpdlistnrsýning CJuðmundnr frn Miðdnl Þriðjungur bæjarbúa skoðaði sýninguna. GuÖmundur Einarsson frá MiÖdal opnaÖi myndlistarsýningu í GagnfrœÖaskólanum hér kl 2 á Skírdag. Á sýningunni voru /5 olíumálverk, yfir 30 vatnslitamálverk og 10 raderingar. Sýningin stóð fram á kvöld annars páskadags og var afar vel sótt, yfir 1100 manns komu þangað. Margar myndir seld- ust. Guðmundur frá Miðdal hef- ir um langt skeið verið einn af þekktustu og afkastamestu myndlistarmönnum lands- ins. Hann leggur á margt gjörva hönd, er listmálari og myndhöggvari og rekur auk þess fyrirtæki, sem framleiðir ýmsa hluti úr íslenzkum leir (Listvinahús). Þekktastur mun Guðmundur þó vera sem málari. Ekki verð- ur sagt, að hann troði nýjar brautir í myndlist, en list hans er einlæg og íslenzk, myndir hans viðfelldnar og því yfirleitt við alþýðuskap. Guðmundur er ferðamaður mikill og unnandi íslenzkrar náttúru. Margar fegurstu mynd ir hans eru þvi frá öræfrnn og fjallageim. Hann notar all- mjög rólega og hóflega liti, grátt, ryðrautt, dimmblátt (Arnarfell hið mikla (nr. 6), Sjö svanir (nr. 1), Hrafnabjörg (nr. 9)). tJt af þessu getur þó brugðið, og grípur listamaður- inn þá til hjartra og sterkra lita, einkum í vatnslitamyndun um (Sjá þó olíumálverkin: Haust við Hreðavatn (nr. 7) og Haustlitir og gígvötn (nr. 11)). Nokkrar myndir voru þama frá Grænlandi, og var ein þeirra líklega áhrifasterkasta mynd sýningarinnar. Það var frá Austur-Grænlandi (nr. 12), dökk mynd og hrikaleg, eigin- lega tröllakyns. Mikil mynd er Einn á báti Framhald á 2. sí8u. Eitt af listaverkwn GuSmundar frá MiÓdal.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.