Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 21.04.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Mánudagur 21. apríl 1958 f ' 1 ...... .............. ~ —- 11 ■ N BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, ValgarSur Kristjánsson, Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson Afgreiöslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 8 5 PrentaS í Prentverki Akraness h.f. _______________________________________________________✓ Sndurrcisn Qarða Öldum saman vor-u Garðar á Akranesi góð jörð og vel setin, þótt önnur höfuðból í nágrenninu skyggðu nokkuð á þá er stundir liðu fram. Kirkjustaður var líka í Görðum lengi mjög, eða allt fram til 1896, að kirkja var vígð hérna niður frá. Enn er kirkjugarður í Görðum, og verður hann sýnilega notaður um ófyrirsjáanlega framtíð. Enn stendur þar líka íbúðarhúsið gamla, sem um margt er merkilegt hús. En eyði- býli er eftir sem áður í Görðum. Margir eru þeir, sem lóta sér annt um þennan stað. Skilj- anlega þeir, sem eiga þar leiði ástvina sinna- Svo eru enn aðrir. sem bera tryggð til hans vegna gamalla minninga og fornrar frægðar. Þeim þætti illt, ef Garðar ættu fyrir sér að verða vanræktur staður og nær því gleymdur. Þessir menn hafa því stuðlað að, og gera enn, því sem ég vil nefna endítrreisn GarÖa. Þar með á ég ekki við það, að staðurinn verði gerður að býli á ný eða reist þar kirkja aftur. Endurreisnin felst í því, að Garðar haldi virðingu sinni og auki jafnvel við hana með því að verða miðstöð þeirra minja og minninga frá liðinni tíð, sem byggðarmenn kjósa helzt að bjarga frá glötun og gleymsku og leggja rækt við. 1 þessari hugmynd er mikið samræmi og margt er það, sem styður hana. Er þá fyrst að minna á langa sögu staðar- ins. Þá er þess að geta, að við kirkjugarða eru jafnan bundnar minningar, þar er ýmislegt, sem minnir á látið fólk, og þarna hvíla flestir Akurnesingar, sem látizt hafa á undanförnum öldmn. Kirkjugarðurinn er nú mjög vel hirtur og má ekki slaka á kröfum, sem þar séu gerðar til skipulagningar og smekkvísi. Okkar ágæti sóknarprestur, sr. Jón M. Guðjónsson, er mikill áhugamaður um hag og meðferð Garða, og sýnir með því mikla ræktarsemi við þetta fyrrverandi kirkjusetur. Hon- um mun það fyrst og fremst að þakka, að risinn er fagur minningarturn á grunni gömlu kirkjunnar. Séra Jón gerði sjálfur teikningar af turninum. og réð mestu um útlit hans. Turn þessi er listaverk. Hann er fallegur og stílhreinn, og í honum býr ákveðið táknmál. Þekktur listamaður, sem mikla reynslu hefir af gerð og smíði minnismerkja, kom að Görðum á páskunum, og lét í ljós ótvíræða aðdáun sína á turninum, við þann, sem þetta ritar- Harm telur Garða tilvalda sem eins konar miðstöð Akraness og byggðanna umhverfis Akra- fjall. Annað mál, sem séra Jón hefir barizt mjög fyrir, með aðstoð góðra manna, er byggðasafnsmálið. Hefir hann þar unnið mikið og merkilegt brautryðjendastarf. Þegar hefir safn- azt margt góðra muna, en von er á fleirum, og verulegur skrið- ur kemst ekki á þróun safnsins fyrr en það tekur til starfa. Byggðasafninu hefir nú verið valinn staður i Garðahús- inu gamla, sem enn er sæmilegt hús og ætti með lagfæringum og síðar viðbótum. að geta orðið framtíðarheimili byggðasafns- ins. Loks er að geta um hugmyndina um sjómannaminnismerk- ið, sem mikið hefir verið rætt á undanförnum árum. Nokkuð hefir verið deilt um stað handa því. Lítill vafi sýnist mér leika á því núorðið, að Garðar séu tilvaldasti staðurinn fyrir slíkt minnismerki, ekki sízt þegar þær stofnanir og mannvirki eru komin þangað, sem nú eru og verða munu. Kemur þó aðeins til álita, hvort minnismerkið ætti að vera eitt sér eða í beinu sambandi við turninn. Rétt er að geta þess, að ætlunin er, að skrúðgarðurinn komi á Garðatúnið. Af ofanrituðu má sjá, að Garðar eru að verða höfuðból að nýju, góðu heilli. Margt þarf að ræða nánar í því sambandi þótt ekki verði það gert hér. En orðið er laust, um Garða og framtíð þeirra; um það er margt að segja; Bæjarblaðið tekur fúslega við greinum um þetta, löngum og stuttum. Hugmynda- ríkir menn ættu að láta ljós sitt skína, og þeir, sem eru á öðru máli, eiga ekki að samþykkja allt með þögninni. — MYNDLISTAR- SÝNING G. E. ..... Framhald af 1. siðu. (nr. 15) en nokkuð einhæf, bæði í litavali og formi, enda hrein sjávarmynd. Nokkrar myndir sýndi G. E. frá Lapplandi, einkum þjóðlífs- myndir. Þær voru ekki til sölu. Raderingar tíu voru í „ser- íu“, „Frá gömlu Rey-kjavik“, flestar eða allar þekktar áður. Margar vatnslitamyndirnar voru afbragðs fallegar og vöktu mikla athygli. Það var gaman að fá þessa sýningu Guðmundar frá Mið- dal hingað og ánægjulegt fyr- ir alla, hve vel henni var tekið og hve margir sáu hana- Vonandi fer það í vöxt, að myndlistarmenn komi hingað og haldi sýningar. En þá þyrfti sýningaraðstaðan líka að batna. En það ætti hún að gera, þegar samkomusalur hins nýja gagn- fræðahúss kemst -upp. Það þyrfti að verða sem fyrst, af þessum ástæðum meðal margra annarra. R. Jóh. — FRÁ BARNA- VERNDARFÉL. AKRANESS.................. Framhald af 1. síðu. hrein eign félagsins um s- 1. áramót kr. 35.508,72. Or stjórn áttu að ganga frú Pálína Þorsteinsdóttir og frú Guðbjörg Þorbjarnardóttir, og voru þær báðar endurkjörnar. Skipa stjórn félagsins nú: Berg- ur Arnbjörnsson, bifreiðaeftir- litsmaður, frú Pálína Þorsteins- dóttir, frú Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, frú Lára Jónsdóttir og frú Margrét Jónsdóttir. 1 vara- stjórn voru kjörin frú Sigríður Hjartar og Guðmundur Björns- son, kennari. I fulltrúaráð voru endurkjörnir: Daníel Pétursson. kaupmaður, sr. Jón M. Guð- jónsson, Ragnar Jóhannesson, skólastjóri og Sverrir Sverris son, skólastjóri. Þá voru og endurskoðendur endurkjörnir Karl Helgason, póst- og sfcna - stjóri og Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstjóri. I dagheimilisnefnd voru kjörnar frú Lára Jónsdóttir, frú Auður Sæmundsdóttir og frú Sigríður Hjartar. I byggingarnefnd dagheimil- is voru endurkjörin: frú Guð- rún Guðmundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, húsasmíðameist- ari og Elías Guðjón6son, kaup- maður, og til vara Guðmundur Björnsson, kennari. Aflaði nefndin á s.l. ári með hluta- veltu um kr. 10.000,00 í bygg- ingarsjóð dagheimilis- Á þessum aðalfundi var sam- þykkt að hefcnila stjórninni að ★ „Fegursta stúlka kvöldsins“. Ekki vantar það, að nógu fljótir erum vér, Islendingar, að apa eftir öðrum þjóðum ýmsan hégóma og ósóma, þótt vér séum oft tregir til að taka upp það, sem betur má fara. "Ýmsir hafa komið að máli við mig undanfarið og látið í Ijós van- þókknun sina á því, að hér er farið að halda skemmtisamkomur, þar sem fram fer eins konar fegurðarsam- keppni telpna eða unglingsstúlkna. Það undarlega er, að þessi æskulýðs- starfsemi fer fram og er a-uglýst und- ir nafni sjálfs Iþróttabandalags Akra- ness. Ekki get ég sagt, að ég sé neitt hneykslaður á þessum leik, en það munu sumir, enda er sumu fólki hætt við hneykslun, svo að úr getur orðið illkynjaður sjúkdómur. Hitt er nokkuð annað mál, að leik- ur þessi frámunalega ómerkilegur og hárla hégómlegur. á Getur verið varhugavert. Svo er eitt: Er þessi fegurðarsam- keppni holl telpum og unglings- stúlkum? £g býst við, að á því geti leikið mikill vafi. Hugsazt getur, að sú, sem fyrir valinu verður, þoli illa velgengnina, ofmetnist og fyllist hé- gómagimd, sem sett getur dómgreind hennar og tilfinningalíf úr jafnvægi. Það verður að hafa hugfast, að oftast munu stúlkurnar fá þessi verðlaun, fyrir eiginleika, sem eru þeim, að mestu ósjálfráðir. Hugsazt getur lika, eins og er í pottinn búið með þetta drottningar- val hér, að fyrir valinu' verði telpa, sem þykir það stórum miður, hefir beinlinis raun af því sökum hlé- drægni. Svo eru þær kannski alltof ungar til þess arna. Og þær, sem ólaglegar eru, og koma ekki til greina, — og vita það, — hvernig liður þeim á svona dans- leik? Eru þær hamingjusamar yfir því að vera stöðugt minntar á þessa staðreynd, sem þær komast ekki fram hjá? íþróttabandalagið vinnur margt gott starf. En varla mun forysta þess á þessu sviði félagsmála verða einn af leiðarsteinunum í sögu þess, .... eða vonandi ekki. ★ Páskagóðviðri og myndlist. Það var bara gaman að labba um bæinn í góðviðrinu um páskana. Á st.yrkja dagheimilið með kr. 5.000,00 á þessu ári, ef það verður rekið, en ella renni sú upphæð í byggingarsjóð dag- heimilis á Akranesi. Þá var og samþykkt heimild til að veita sömu upphæð á þessu ári til Skálatúnsheimilisins. kvöldin nálgaðist að vera stórbæjar- bragur á götunum, samfelldur bíla- straumur og fullt af fólki á göngu, eldra og yngra. Sælgætisbúðir, bíó og samkomusalir voru lokuð, svo að unga fólkið hafði ekki í þau hús að venda, og var því hreint ekki vor- kennandi, enda virtist það una sér fullvel úti í góða veðrinu. Svo vel stóð á, að við eina af að- algötum bæjarins stóð yfir listsýn- ing, og lögðu margir þangað leið sína og sáu ekki eftir þvi. Slíkir at- burðir eru alltof fátíðir hér. Almenn- ingur hér á alltof fá tækifæri til að kynnast lifandi list, sérstaklega mynd list. Af því leiðir, að skilningur margra og smekkur á slíku er á ékaflega lágu stigi. Auðvitað fer því viðs fjarri, að slíkt fólk hafi skilyrði til að fylgjast með á þessu sviði, allar nýj.ungar fara fyrir ofan garð og neðan hjá *þvi. Þetta er ekki sagt neinum til lasts. Aðstæðumar skapa þetta ástand, og það verður að lagast. Ég hefi átt þátt í því, að tvær list- sýningar hafa komizt upp hér, og ár- angurinn er sá, að ég hefrheitið því að stuðla að slíkum sýningum hér framvegis, og heiti á góða menn til aðstoðar. Páskavikan er sérstaklega hentug til sýninga hér í bæ. Væri ekki æski legt og skynsamlegt að setja sér það mark, að hér sé listsýning á hverjum páskum? ★ Lúðrasveit Akraness. Ég var að lofa góðviðrið um pásk ana. Annað var ég mjög að hugsa um, meðan ég var að virða fyrir mér allt fólkið, sem var að ganga um bæ- inn í góða veðrinu. Það var lúðra- sveitarleysið. Hugsu-m okkur nú, að góð lúðra- sveit hefði staðið á Gagnfræðaskóla- blettinum eða Merkurtúninu og leik- ið vinsæl lög. (Vel á minnzt: Hve- nær verður Merkurtúninu breytt í skemmtigarð?) Lúðrasveit mundi setja fegurri og fullkomnari svip á bæjarlifið á slíkum dögum, safna fólkinu saman um góða og hressandi skemmtun. Margir kaupstaðir eiga sér lúðra sveitir, jafnvel þeir, sem fámennari eru en Akranes. Þykir alls staðar að þeim hin mesta bæjarbót. Að sjálf- sögðu fylgir þessu nokkur stofnkostn- aður, en fleira á rétt á sér á svona stöðum en það, sem lýtur að þvi að veiða þorsk, þótt það sé góðra gjalda vert. Hér er hlutverk fyrir tónlistarfé- lag að taka forystu, og síðan kemur til kasta bæjaryfirvalda og bæjarbúa yfirleitt að ljá málinu fylgi til fram- gangs. ★ Orðið er laust. Enn vil ég minna á, að heimilt er aÖ senda þessum þœtti bréf, fyrir- spurnir, athugasemdir, d&finnslur 0. þ. h. Stjómandi þáttarins áskilur sér hins vegar rétt til að vísa á bug á- leitni og áreytni og öðru, sem hon- um þykir illa sæma í blaði. Helzt þurfa menn að láta nöfn sín fylgja, enda þótt bréfin séu birt undir dul- nefni. En hvað sem því líður, þá má búast við að margir telji sig eiga erindi upp að Görðum í framtíðinni, bæði heima menn og ferðamenn. Þar verður margt að hugleiða og skoða. bæði frá horfnum tímum og eins nútímanum. Þar er t. d- þegar kominn góður útsýnistum. Þá verður hægt að kveða um Garða með enn þá mein sanni en nú: „hillir uppi gömlu GarSa, góÖa kostajörÖ“. ■ Mllllliaillllllllllllllllllll.llinjjannillllUiíllfHn KRAFAÐ O G SkEGGRÆTT IIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIÍHIIIiIIi ■<llllllllllllll;llllllllll III lllllllli 1:1 II: lulil III llilólllllllll IIII I Hlil III llllllllil:IIU r/ó/t. IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMilllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.