Bæjarblaðið - 21.04.1958, Síða 3

Bæjarblaðið - 21.04.1958, Síða 3
Mánudagur 21. apríl 1958 BÆJ ARBL AÐIÐ 3 Bifreiddskoðuo í AKRANESKAUPSTAÐ 1958 Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Akra- neskaupstað árið 1958 fer fram dagana 29. og 30. apríl og 2., 5., 6. og 7. maí, og stendur skoðunin yfir kl. 10—12 og 13—18 alla framangreinda daga að Jaðarsbraut 13 á Akranesi. Mætt skal með bifreiðarnar sem hér segir: Þriðjudag 29. apríl komi Miðvikud. 30. apríl komi Föstudag 2. maí komi . . Mánudag 5. maí komi . . . . Þriðjudag 6. maí komi . . Miðvikudag 7. maí komi E 1— 60 E 61—120 E 121—180 E 181—240 E 241—300 E 301—405 Síðasta skoðunardaginn samkv. fram- anrituðu, komi einnig öll bifhjól og þær bif- reiðir frá öðrum umdæmum, sem staddar eru á Akranesi. Númeraspjöld ber að endurnýja fyrir skoðun, séu þau eigi vel skýr og læsileg. Bifreiðastjórar skulu hafa með sér öku- skírteini og sýna þau. Við skoðun ber að sanna, að lögboðin gjöld af bifreiðum séu greidd. Geti eigandi bifreiðar eigi mætt eða látið mæta með bifreið sína til skoðunar á til- skildum tíma, ber honum að tilkynna for- föll, en símatilkynning um það er ekki tekin til greina. Vanræksla á að koma með bifreið til skoðunar, án þess að um gild forföll sé að ræða, varðar sektum og stöðvun bifreiðar- innar, þar til skoðun hefur farið fram. Þær bifreiðir, sem eigi eru færðar til skoð- unar í tilskildum tíma, verða leitaðar uppi á kostnað eigenda, hafi forföll eigi verið tilkynnt. Bæjarfógetinn á Akranesi 11. apríl 1958. Þórhallur Sæmundsson. JÓN SIGMUNDSSON: BÆRINN Ég tek mér gönguferð upp að Görðum (eða kirkjugarð) og vil bjóða þeim af ykkur, sem viljið slást með í förina, vel- komna. Ferðin er ekki farin ein- ungis til þess að staðnæmast á ákvörðunarstað og njóta útsýn- isins þaðan, þótt það sé óneit- anlega góð uppbót eftir erfiði göngunnar, því að mörgum kemur saman um, að fallegt sé í Görðum. Ferðin er farin miklu fremur til þess að líta vel í kringum sig á leiðinni, og njóta þess, sem þar ber fyrir augu. Við göngum framhjá Leir- gróf, við vitum hvar hún er, þótt hún sé að mestu hulin skeljasandi, og norðan við „FIrafnahreiður“, sem nú er horfið fyrir mörgum árum. Það var áður há sandtorfa, og upp Jaðarsbraut- Ffér lá gamli götuslóðinn — kirkjuvegurinn — upp að Görð- tum, en þá voru ,,bakkamir“ miklu hærri. Síðan var þarna allt efni fengið í ofaníburð i þjóðveginn norður flóann, og enn síðar í allar götur í sjálfum kaupstaðnum, það er því búið að taka mörg kerru- og bílhlöss- in úr bakkabrúninni, eins og sjá má af hæðarmismuninum. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, nú gnæfa við himin raðir fallegra ibúðarhúsa á bakkanum norðan við braut- ina, og víða fallegar brekkur í hallanum að götukanti, en bet- ur mætti þó slétta með jarð- ýtu bakkann sunnanverðu við brautina. Þegar við komum upp á móts við Jaðar, blasir við okkur í- þróttavöllurinn með áhorfenda- bekkjum að vestan og norðan, mjög snoturlega frágengið úr sjálfum jarðveginum, enda er vonandi fyrirhugað, að þarna verði íþróttaheimkynni Akur- nesinga með öllum mögulegum gögnum og gæðum, þar á með- al stór sundlaug, jafnvel þótt opin væri til að byrja með. En þegar við leggjum leið okkar norður á veginn, viljum við gæta að, hvar Jaðarsbærinn gamli stóð, en þar er ekkert að sjá, og innan tíðar veit eng- inn, að hér stóð lítill torfbær, sem var heimili kynslóða, þar sem starfað var og stritað og háð barátta fyrir lífinu á svip- aðan hátt og víðar var gert hér á landi fyrr á öldum. Eftir að hafa gengið veginn austur að endamörkum gamla Jaðarstúnsins, erum við staddir þar, sem áður var nefnt „Forni Jaðar“, þarna stóðu fjárhús á- búandans á Jaðri, allt til þess tíma, að býlið var lagt í eyði. Þegar Akraneshreppi forna var skipt í tvö hreppsfélög 1884, lágu hreppamörkin hér um frá klöppinni á Langasandi. Og nú blasa við sjónum vor- OKKAR um ýmis mannaverk, sem væg ast sagt gefa auganu ekki yndi við að horfa á. Næst okkur, eða við fætur okkar, gefur að líta tóftarhrúg- ald ásamt gaddavírsflækju, sem eru leifar eftir skotbyrgi Bretans á fyrstu hernámsárun- um. Við skiljum ekki, hvers vegna jarðvinnslutækin voru ekki látin jafna þetta við jörðu, um leið og túnið sunnan við vegin-n var sléttað. Mér dettur ekki í hug að halda, að neinum hafi þótt prýði að þessu, né heldur viljað viðhalda minningu hernámsár- anna með þessu tóftarbroti. (llHlflllllllllllillUllilltlJIIIIIIIIMIIIIIIIIIinillllllllllllllV' Eftirfarandi grein flutti Jón Sigmundsson sem erindi í Rotary- klúbb Akraness, og birtist þaS hér nokkuS stytt. BlaSiS óskaSi eftir aS fá erindiS til birtingar, enda er Jón manna kunnugastur í ná- grenni kaupstaSarins og alinn upp i GörSum. — ferindinu gerir hann hvort tveggja: aS lýsa ýmsu í bænum og nágrenninu, og bera fram tillögur til úrbóta í sum- um atriSum. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii" Um leið og við höldum göng- unni áfram, lítum við til beggja handa, fyrir sunnan okkur er landsvæði, sem áður var kall- að „Jaðarsmýri“, hallandi nið- ur að Langasandi —baðstaðn- um okkar — þetta svæði var það fyrsta í nágrenninu, sem ræktað var og breytt í iðgræn tún, og þótti þá fegursti blett- uriim í næsta nágrenni, en nú gefur að líta þar fiskhjalla — trönur — sem veldur því að við viljum helzt loka augum og jafnvel nösum, ef t. d. fiskur skyldi hanga þar, sem gefur ekki alltaf sem þægilegasta ang- an. Ég veit vel, að fiskur þann- ig verkaður, hefur verið dýr- mæt útflutningsvara nú um sinn, en ég þykist líka vita, að þessi verkunaraðferð hefði ekki þurft að stöðvast hér á Akra- nesi, þótt þessi staður hefði ekki verið valinn, það sýna aðr- ar fiskverkunarstöðvar hér. Að norðanverðu vegarins vestast eru skúrakumbaldar, sem sagt er að séu fjárhús fá- einna fjáreigenda í bænum. Get um við ekki orðið sammála um að hér þurfi að stinga við fót- um og nema staðar áður en lengra er haldið á þeirri braut er þarna er hafin? Það er að vísu smekksatriði, hvernig þessar byggingar eru látnar líta út að utan,‘ en hvern- ig sem frá þeim er gengið, á ekki að leyfa að reisa þær á þessum stað, framtíðin þarf að nota hann til annars og betra- Ég minnist þess, að fyrir um 20 árum vildi hreppsnefndin, sem þá rikti hér, eftirláta land- Jón Sigmundsson. svæði undir skepnubyggingar hreppsbúa, austan við Garða- túnið, þar sem nú eru leifar af braggabyggingum frá her- námsárunum, en hvað sem segja má um það, þá má helzt ekki fjölga svona byggingum þarna, heldur finna hentugan stað annan, og þá helzt að fjarlægja þær, sem þegar eru hér komnar á þann stað. Og nú erum við komnir upp að malargryfjunni norðan við veginn. Ég vil ekki mótmæla því, að einhver nauðsyn hafi borið til að grafa þarna í ná- grenninu, og e. t. v. þætti nauð- synlegt að grafa upp Garðatún- ið til að ná í vegamöl, því að sami malarhryggurinn liggur undir öllu túninu allt austur fyrir Garða. En mikil eru þau náttúruspjöll, sá viðskilnaður, sem þarna er hafður, í næsta nágrenni bæjarins sem minnir mann um of á ósmekklega rán- yrkju að óþörfu. Mér kemur í hug í þessu sambandi tvenns konar and- stæð vinnubrögð, frá því í gamla daga, þegar landsfólkið var að grafa í jörð eftir mó, til þess að hafa eitthvað í eld að láta. Annars vegar var mað- urinn, sem gróf í jörð niður ferhyrndan aflanga gröf, tók móinn upp, og skyldi síðan op- inn stokkinn eftir, sem varð síðan oft lífshætta skepnum og jafnvel mönnum, þetta þekkt- ist hér á Akranesi of oft fyrr á tímum. Hins vegar var svo maður- inn, sem tók árlega upp sinn mó þannig, að gengið var í sama stálið ár eftir ár, að rofið var notað til að slétta með næstu gröf frá árinu áður, og þannig greru sléttari og betri engjar á mógrafarsvæðinu, en áður var. Það hefur löngum verið svo, að það er ekki alveg sama hvernig verkin eru unnin. Nei, þarna þarf endilega, —- en nú er ekki vist að við verð- um sammála, — en ég vildi láta verja einhverju fé frá bæj- arsjóði, til þess að láta jarðýtu jafna alla hóla og slétta bakka í þessum malargryfjum, gæti þá orðið þama grasigróin laut, sem mætti þá jafnframt gera þannig úr garði, að þar yrði skautatjörn á vetrum til af- nota fyrir æsku þessa bæjar, þarna beint á móti væntanleg- um skemmtigarði bæjarbúa. Og loks erum við komnir alla leiðina 'heim að Görðum, og þaðan njótum við útsýnisins bæði í fjarlægð og nálægð, og sjáum um leið inn í nálæga framtíð, þegar næsta umhverf- ið hefur verið lagað og bætt, það sem mannshöndin hafði áður spillt, skúrar og fisktrönur hafa verið fjarlægðar, skemmtigarð- urinn hefur blómgast og verið skipulagður með gangstígum og blómaskrúði og trjárunnum i kring. Þá þarf enginn að fyrir- verða sig fyrir leiðina upp að Görðum, þótt aðkomumaður sé með í förinni. Góðir samborgarar, hér hef- ur ekki verið rætt um stórmál- in, hvorki hafnargarð, sements- verksmiðju né togaraútgerð. Hér hefur aðeins verið rabbað um eitt af smámálum þessa bæjar, sem bíður þó úrlausnar, það er ekki hægt að saka neinn sérstakan um hvernig umhorfs er, enda ekki meiningin að drepa á þetta einungis til að finna að hlutunum, og að sjálf- sögðu tek ég því með þolinmæði þó bið verði á úrbótum En eitt vil ég segja við ykk- ur að lokum, þegar gest ber að garði, þá eru það smámunirnir, sem svo eru kallaðir, sem gefa honum bezta innsýn um hvers konar fólk það er, sem heimilið byggir. Jón Sigmundsson.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.