Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, föstudaginn 23. maí 1958 6. tölublað BÆJARBLAÐED fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Veiöarfcerav. Axels Sveinbjörnssonar, Verzl. Eirtars Ólafssonar. Verzlunin Brú, jSomaöngur ktrkjnkóro Borgarfj.prófastsdwmis Kirkjukórasamband Borgarfjarðarprófasts- dæmis minntist 10 ára afmælis síns 4. þ. m. með samsöng allra kirkjukóranna hér í prófastsdæm- inu, er haldinn var í Bíóhöllinni á Akranesi. Bjarnfrífíur Leósdóttir. Þórleifur Bjarnason. Þorgils Stefánsson. „Kjartiorka 09 kvenhglH' sýnd 4 siiifium hér beiiun 09 einu sinni i RejjkboUsdfll GÓÐ LEIKSÝNING EN AÐSÓKN DAUF Kjarnorkan hefur nú verið sýnd alls f jórum sinn- um við ágætar viðtökur, en of daufa aðsókn hér heima fyrir. Leikendur voru 14. — Leikstjóri: Þórleifur Bjarnason. Mjög leitt er til þess að vita. þegar góð, íslenzk leikrit sem þetta, og auk þess vel með far- in, „falla“ svo að kalla hér heima fyrir, eða hljóta að minnsta kosti ekki meiri að- sókn en svo, að ekki er hægt að sýna þau nema fjórum sinn um. Hins vegar hlýtur svo að segja hver sýning, sem aðkomu menin hafa hér, húsfylli hvað eftir annað, og það þótt um ómerkilegt efni sé að ræða. Hljóta leiklistarunnendur að hafa af þessu þunga áhyggju og brjóta heilann um, hvað valda kunni. Enginn má ætla, að Leikfélagsfólk geti lagt á sig sífellt erfiði ár eftir ár, án þess að fá þær undirtektir sam- borgara sinna, sem verðugt er. Enginn leikur til lengdar fyr- ir sjálfan sig eingöngu. Ég kemst að þeirri niður- stöðu, að í þetta skipti hafi þó ekki verið um tómlæti einbert að ræða hjá Akurnesingum né lítilsvirðingu á starfi leikara sixma. Ég held, að ýmsar eðli- legar orsakir komi hér til Jerming Hvítasunnudag: kl. 10.30 f h. og 2 e. h. Annan hvíta sunnudag, kl. 10.30 f. h. Alt- arisganga, þriðjudagskvöld kl. 8.30 e. h. Bæjarblaðið hefir verið beð- ið að vekja athygli á því, að við fermingarathöfnina er kirkjan niðri aðeins ætluð greina, og þá fyrst og fremst sú, að svo margir bæjarbúar hafi verið búnir að sjá leikritið áður, en það „gekk“ sem kunn- ugt er, mjög lengi í Reykjavík í fyrra við frábæra aðsókn og sóttu það áreiðanlega mjög margir héðan. Þar á ofan var því útvarpað. Nú þykir þeim, sem leiklist eru vel kunnugir, hið mesta yndi að sjá góða sjónleiki aftur og aftur og bera saman meðferð hinna ýmsu leikara á hlutverkunum. En ekki er við að búast, að allir séu sama «innis. — En þetta held ég, að hafi verið höfuð- orsök þess, að Kjamorkan varð ekki betur sótt en raun varð á, og ágætir dómar manna á meðal bentu til þess, að þeim, sem leikinn sáu þótti hann vel þess verður að sjá hann hér á heimafjölum, og eins hitt, að leikstjórn og leikmeðferð voru í bezta lagi, og því þess vegna ekki um að kenna, að leikurinn hefði spurzt illa út. Um leikinn sjálfan verður hér annars fátt eitt sagt. Leik- armtssur aðstandendum fermingarbarn- anna. — Hins vegar er nokkurt rúm á lofti kirkjunn- ar fyrir aðra kirkjugesti. Foreldrar eru sérstaklega beðnir að hafa áhrif á það, að smábörn fari ekki einsömul í kirkju, þar eð það veldur oft truflun. stjórinn, Þórleifur Bjarnason, er enginn viðvaningur í leik- húsi, enda var leikstjórnin góð og crugg og staðsetningar ger- hugsaðar. Hraðinn í samtölum og atburðarás var víðast hvar hæfilega hröð og eðlileg. Sjálf- ur lék Þórleifur eitt aðalhlut- verk, Sigmund bónda Jónsson, vinsæla persónu og skemmti- lega, enda var meðferð Þórleifs á Sigmundi með ágætum. Hann varaðist að afskræma eða ýkja hann um of, enda er slikt ekki að skapi höfundarins. Gat þarna verið nokkur hætta á ferðum, þar sem sjálfur leik- stjórinn fór rneð hlutverkið og naut því ekki leiðbeiningar annarra. En Þórleifur stýrði örugglega fram hjá öllum slík- um skerjum og gerði Sigmund eðlilega íslenzkan og sveitaleg an án þess að hann yrði kurfs- legur og flónslegur. Sums stað- ar lék hann snilldar vel. Ó- gleymanleg verða t. d. mann- leg og brosleg viðbrögð hans, þó gædd skilningsgóðri hlýju, í viðtalinu við frú Kamillu, er hann fræðir hana um ættfræði og fleira gott (réttir henni t. d. pontuna) og eins í rabbinu við Bóás þingvörð, sem var allt afbragðs vel leikið atriði af beggja hálfu. Aðalkvenhlutverkið fer BjarnfríÖur Leósdóttir með. Getur það varla orkað tvímælis hjá þeim, sem fylgzt hafa með leikferli hennar, að þetta er langbezta hlutverk hennar fram til þessa, að öðrum ólöst- uðum. Minnist ég varla að hafa séð betur með farið kven- hlutverk hér heima fyrir þau tíu ár, sem ég hefi fylgzt með leiklist hér. Bjamfríður lék Karitas með óbrigðulli innlif- Framhald á 4. síðu. Söngstjórar voru Björn Ja- kobsson og Magnús Jónsson, en organleikarar Kjartan Jó- hannesson, Bjarni Bjarnason og Magnús Jónsson. Kórarnir voru fimm og sungu þeir 4 lög hver, en síðan sameiginlega 4 lög. Enda þótt kórarnir væru misjafnir, bæði að raddfegurð og þjálfrm, var þó söngur allra merkilega góður og vel æfður, en þó vakti hinn fámenni kór Hvanneyrarkirkju sérstaka at- hygli fyrir raddfegurð og þýð- an söng. Undanfarið hafði Kjartan Jóhannesæn unnið að þjálfun sveitakóranna, en hann hefir um nokkurt árabil starfað að söngmálum á veg- um kirkjunnar. Samsöngur allra kóranna, alls um 130 manns, var áhrifa- mikill og má segja glæsilegur. Við undirleik voru þá notuð tvö orgel og var samstilling hin bezta. Hinn aldni söng- stjóri Borgfirðinga, Bjarni Bjarnason frá Skáney, .stjórn- aði einu lagi og var ljóst, að hann hafði fyrr ljút tónsprot- anum. Lagaval kóranna var smekklegt og blandað kirkju- legum og almennum lögum. Áheyrendur voru færri en æskilegt hefði verið. Á undan samsöngnum flutti prófastur, Sigurjón Guðjóns- son ávarp og þakkaði kórun- um áhuga fyrir söngmálum kirkjunnar og lýsti ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náð;t hefði í söngmálum henn- ar frá þeim tíma er kirkjukór- ar byrjuðu starf sitt hér á landi. Árnaði hann Kirkju- kórasambandinu heilla og blessunar. Biskup landsins, herra Ás- mundur Guðmundsson, var viðstaddur þennan afmælis- isamsöng og flutti hann stutta ræðu. Drap hann á þróun kirkjusöngsins og ræddi gildi hans fyrir kirkjustarfið. Auk þess, sagði biskup, sem kirkju- kórarnir fegra kirkjuathöfn- ina og auka hátiðleik hennar með söng sínum, hafa þeir og eiga að hafa áhrif á aukinn safnaðarsöng. Að loknum -sam- söng þakkaði sóknarprestur, Jón M. Guðjónsson, kórunum og stjórnendum þeirra ánægju- legan söng og gott starf í þágu kirkjunnar. Einnig þakkaði Framhald á 2. síðu. Sinfóníuhljómsveit fslnnds heimsoekir Ahrnnes Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Bíó- höllinni, mánudaginn 12. maí s.I. — Stjórnandi var Róbert Abraham Ottósson, en einsöngvari Þorsteinn Hannesson. Það eru leiðinlega sjaldgæf- ir atburðir, að Akurnesingar eigi þess kost í heimabæ sín- um að njóta góðrar listar, og mætti ætla, að þessi fáu tæki- færi væru notuð svo sem kost- ur er. Má-nudaginn 12. maí s.l. var hér á ferðinni eitt merki- legasta og dýrasta menningar- tæki þjóðarinnar og flutti hér ágæta list, en áheyrendur voru ekki nema um 200. Hvað má slíku valda? Ekki er það verð- lagið, því að verði aðgöngu- miða var mjög i hóf stillt. Undarlegt má það vera, þegar svo óvenjulegir atburðir gerast í þessum bæ, sem slíkir tón- leikar eru, að þá skuli menn ekki hafa forvitni til að sjá hvernig slík ósköp eru framin eins og það sem kallað er sin- foníur. Mætti ætla að þeim, sem mest bölva þessum háv- aða, væri metnaður í því að kynna sér einu sinni, hvernig þetta fer fram, svo að þeir viti þá á eftir, hverju þeir eru að bölva. En nóg um það, þeir tímar koma vonandi, að lista- smekkur bæjarbúa þroskast af „Snoddas“-stiginu og slíkar heimsóknir sem þessi stuðla vafala-ust mjög að því. Efnisskrá þessara tónleika var fjölbreytt og mjög skemmti leg en hafði þó einn áberandi galla, en hann var sá, að hún var of stutt. Það er hæpið fyr- ir sinfóníuhljómsveitina að bjóða upp á svo stutta efnis- skrá, jafnvel þó þeir spili úti á landsbyggðinni. Þeir myndu Framhald á síðu.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.