Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Föstudagur 23. maí 1958 BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, ValgarÖur Kristjánsson, Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson AfgreiSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 85 Prentaft í Prentverki Akraness h.f. Stjórnmálaongþveití Undanfama daga hafa blöðin mjög sagt frá vandræða- ástaindi miklu suður í París. Þar hefur gengið mikið á: hver höndin er upp á móti annarri; mikil óvissa ríkir í stjórnmál- um; verðlag hækkar, þingræðið virðist ramba á barmi glöt- unarinnar. „Fréttaritararnir nefna dæmi um það, hvernig fólkið tali: „Svona getur þetta ekki gengið lengur“, sagði miðaldra maður. „Stjórnmálamennirnir hafa talað alltof mikið, en gert of lítið. Nú gerist alltjent eitthvað", o. s. frv., 0. s. frv. (Morgunbl. 20. maí). Jú, mikið rétt, þessar fregnir eru sunnan úr Frams. En minnir nú ekki sumt í þeim á eitt og annað, sem talað er mn hér heima þessa sömu daga? „Svona getur þetta ekki gengið leng- ur“, segir margur íslenzkur borgari, og hefur þá rétt fyrir sér. Og enginn sér ráð, enginn getur bent á farsæla leið. Sumir benda jafnvel á svipað og er ef til vill að gerast suður í Frakklandi: Eitthvert sterkt vald verði að koma til og ráða fram úr vandanum. En hvaðan á það vald að koma, eins og nú er ástatt í þjóðfélagsmálum, nema þá með því að ráða um leið niðurlögum lýðræðis og mannréttinda, — þeirra gæða, sem líf frjálsra þjóða byggist á, og hroðaleg styrjöld hefur verið háð til að verja og tryggja. Stjómmálaforingjarnir, allir sem einn, í öllum flokkum, standa bersýnilega uppi ráðalausir um nokkra farsæla lausn á miklum vanda. Þó fæst enginn þeirra til að viðurkenna þetta, heldur belgja sig út og skammast af mikilli kokhreysti frammi fyrir háttvirtum kjósendum. Og svo toga foringjarnir í spottann, og allir litlu flokkssprellikarlarnir fara af >stað. A meðan þessi skrípaleikur fer fram á löggjafarþinginu, hallar æ meir á ógæfuhlið og almennir kjósendur horfa á með ugg. En þetta eru þeir foringjar, sem við höfum kosið okkur, þeir sitja að vilja okkar og á ábyrgð okkar. Og það er sára- fátt, sem bendir til nokkurra þeirra breytinga á flokkaskipun okkar. Enginn vill þoka um hársbreidd neins staðar, og svo er þrákelknin og flokksblindan sett á fínan stall og kölluð staðfesta En margir líta nú orðið svo á, að hjálpar sé ekki að vænta frá foringjum stjómarflokkanna, eins og nú er, hvorki frá stjórnarflokkum né stjórnarandstöðu. Það viðurkenna heiðar legir kjósendur, þegar þeir leggja af sér flokksgrímuna, og ræða málin af einlægni. Hjálpin verður að koma frá kjós endunum sjálfum, sprottin af félagsþroska og sanngimi. Og það er rétt, þjóðin verður að veita forystumönnum stjórnmálaflokkanna — allra — áminningu. Þeir valda ekki vandanum, og þá er ekki til annarra að leita en þjóðarinnar sjálfrar — kjósendanna — mín og þín. R. JÓH. Fermingarskeyti shdto eru seld á rafstöðinni við Skólabraut. Föstudag kl. 8—10 síðd. Laugardag kl. 2—10 síðd. Hvítasunnudag kl. 10 árd.—9 síðd. II. hvítsunnudag kl. 10 árd.—9 síðd. Fermingarskeytin kosta 10 krónur. llll.ílllliilllllillilllÍilllllM rjó/t. Illll IIIIII1111111111111181111111111111111111111111111111111 S KRAFAÐ O G OKEGGRÆTT | iiiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiililliilliiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii ★ Fríkkandi bær. „Lengi er að vaxa vegleg björk“, og lengi er að vaxa úr grasi menn- ingarbær með ytri og innri prýði, skipulagi og góðri umgengni. Þar eiga auðvitað sjávarpláss eins og Akranes oft langt í land, oft situr fátæktin þar lengi í fyrirrúmi, og auk þess lengi skilningsskorturinn eins og víðar. En þetta sækist hægt og hægt með batnandi efnahag og vaxandi framförum. Hér í blaðinu hefur frá upphafi verið reynt að fylgjast með í því, sem horfir til fegrunar bæjarins að einhverju leyti, og er ekki nema sjálf- sagt að meta það, sem vel er gert í þeim efnum, hverjir sem gera það. ★ Einstaklingsgarðar. Vmsir einstaklingar hafa sýnt góða viðleitni í því að gera tilraunir með ræktun í görðum sínum. Er þar viða snyrtilega um gengið, þótt fátt sé um stóra garða og gróðurrika. Mis- jafnlega hefir gengið með trjárækt hér, og má vera að þar sé nokkuð um að kenna erfiðum staðháttum, særoki, sandroki o.s.frv., en smeykur er ég þó um, að einhver meðfædd og áunn- in ótrú hamli þessum málum enn hér í bæ. Sumar götur og hverfi hér bera af um snyrtimennsku og tilraunir í garðrækt. Má t. d. benda á nokkra garða við Vesturgötu, og skyldu menn þó ekki ætla, að þeim megin á Skaga væru meiri möguleikar til trjá- og blómaræktar. En hér sannast sem víðar, að dregur hver dám af sínum sessunaut. ★ Forganga bæjarins. Það er að sjálfsögðu mjög mikils vert, að góður skilningur ráði í þess- um efnum hjá ráðamönnum bæjar- félagsins, og bæjarstjóminni og starfsmönnum hennar hvílir beinlínis skylda til að sjá um viðhald og hirðingu svokallaðra opinna svæða, sem eru almennings eign. Hefir enn verið sára litið gert í þeim málum, en þó er að vaxa skilningur manna á því, að ekki megi svo lengur til ganga í svo stórum bæ sem þessi er þó að verða. ★ Trjáræktin. E'yrir allmörgum árum var gert nokurt átak í trjárækt á vegum bæj- arins. Var þá plantað allmiklu hér ofan við bæinn, mestmegnis í eitt belti og nokkuð þar í grennd, eins og bæjarbúar kannast við. Mim þetta hafa verið gert aðallega í tilrauna skyni. Tré þessi eru nú orðin veru- lega há, en þeim er ekki svo vel fyrir komið, að hentugur geti stað- urinn talizt sem skemmtisvæði, enda mun þetta, eins og áður gat um, einkum hafa verið gert i tilrauna skyni. En þetta var þó merkileg tilraun, sem sýnir hverju áorka má hér. Þessi tilraun mun hafa verið gerð i bæjarstjóratið Arnljóts heitins Guðmundssonar, en skógræktarstjóri var þá enn Kofoed gamli Hansen. A Torg og opin svæði. Á síðari áratugum hefir augljósari orðið þörfin á því að skipuleggja og prýða torg og opin svæði í bænum og er nokkuð byrjað á því starfi, en það er eitt af hinum óendanlegu verk efnum, sem sýna vel hvernig menn stjórna bæjarfélaginu, en þó einkum hvernig fólk býr í honum. Fyrir nokkrum árum birti sá, sem þetta ritar, alllanga grein hér í blaðinu, um torg og opin svæði, og nokkrar tillögur gerðar lauslega. Var sérstaklega bent á nauðsyn Skuldar- torgs, torgsins hjá Daníel Friðriks- syni, Gagnfræðaskólablettsins, Merk- urtúnsins og blettsins við Bæjarhúsið. Fátt af þeim draumum, sem þar voru sagðir, hafa rætzt enn, nema einn: Kominn er garður framan við Bæj- arhúsið. Sum af þeim torgum, sem nefnd voru, eru að sönnu allmikið bundin við gatnagerð, en ekki dreg- ur sú staðreynd úr þeirri miklu hneisu, að helztu umferðartorg séu vanræktir staðir, þar sem liggur við kafhlaupum. ★ Bæjargarðurinn. Já, vel á minnzt, garðinn við Bæj- arhúsið vantar, að ég bezt veit, sæmilegt nafn, því að ekki geri ég ráð fyrir að spaugilegt og allfyndið nafn, sem gárungar bæjarins hafa gefið honum, verði sett á teikningar! Þama hefir verið gerður lítill, en einkar smekklegur garður, og fagna honum auðvitað allir, sem vilja bæn- um vel og hafa einhvem snefil af fegurðarsmekk. Auðvitað má alltaf deila um fyrirkomulag. En ég ætla að þama hafi verið rétt að farið. Þeg- ar svæðið er tilbúið, verður það opið almenningi til hvíldar, eins konar áningarstaður við fjölfamar götur. Rétt er að miða þar ekki við mikinn trjágróður né heldur blómagróður, en þó mætti auka við blómagróður, þeg- ar reynsla er fengin um umgengni og annað slikt. * Umgengnin. En þama ætti fljótt að koma í ljós, hvemig fólk, böm og fullorðnir, kunna að umgangast slíka hluti. Er afar áriðandi, að sá andi komist á strax, að almenningi sjálfum sé falið að umgangast þama fallegan stað, og því trausti megi ekki bregðast. Að því leyti er þessi fyrsti bæjargarður vel settur, að hann er rétt við nefið á bæjarstarfsmönnimum og því auðvelt um eftirlit meðan umgengnin er að mótast. En mikið eftirlit á ekki að þurfa að vera lengi. Það á að verða stolt og metnaður hvers einasta borg- ara, að varðveita slíka staði og prýða fremur en hitt. Við skulum vona, að Akumesingum sé ekki síður til þess treystandi en öðrum. Deila má eins og áður er sagt um ýmislegt viðvíkjandi fyrirkomulagi svona garða. Ekki er ég t. d. mjög hrifinn af gosbrunnum, af þeirri gerð, sem hér um ræðir, en hver hefir, sem sagt, sinn smekk. En tjamir eru allt- af skemmtilegar á svona stöðum. En bæði þær og gosbrunnar krefjast sér- staklega vandaðrar umgegni. ★ Merkurtúnið. Sagt var um Cató hinn gamla, rómverskan senator, að hann hefði aldrei lokið ræðu, hvert sem efn- ið annars var, án þess að mæla þessi orð: „Auk þess Iegg ég til, að Kartþa- gó verði lögð í eyði“. Svipað fer mér, ég enda varla nokkra grein um þessi efni, án þess að ég segi: „Hvenær verður Merkurtúninu breytt í skemmtigarð?" ‘ rjóh. AUGLÝSING Sófcnarnefnd Akranesskirkju vill ráða mann til starfa við kirkjugarðinn í Görðum frá 1. júní n.k. — Upplýs- ingar varðandi starfið veitir Karl Helgason, óímstjóri. Akranesi, 14. maí 1958- Sóknarnefnd. Vinsælar fcrmingargiafir: Myndavélar, kr. 300,00, 582,00 873.70 PARKER, pennar og pennasett. Skrifborðsmöppur, — Pennastatíf Myndaalbúm — Skjalatöskur — Töfl Seðlaveski, og úrval ágætra bóka. BÖKABÚÐIN — Kirkjukóramótið . . . Framhald af 1. síðu. hann biskupi sérstaklega fyr ir að heiðra þessa athöfn með komu sinni. Ræddi hann einn- ig hin sterku áhrif söngsins til hvers konar mannlegrar sálu- bóta og þroska. Kirkjukór Akraness bauð söngfólki og. fleiri gestum til kaffidrykkju i Hótel Akranes að loknum .samsöng. Stjóm kirkjukórasambands- ins skipa nú: Finnur Árna- son, trésmíðameistari, formað- ur, Sigurjón Guðjónsson, pró- fastur, Saurbæ, ritari, Júlíus Bjamason, bóndi, Leirá, gjald- keri, og meðstjórnendur: Bjarni Bjarnason, bóndi, Skán- ey og Gísli Brynjólfsson, bóndi, Lundi, Lundareykjadal. K. Minningarathöfn um Guðmund Ölafsson, kennara (frá Laugarvatni), fór fram í Akraneskirkju s. 1. miðvikudag. Sóknarprestur, séra Jón M. Guðjóns- son flutti minningarræðu og kór kirkjunnar söng. Úr kirkju báru kistu hans fjórir synir hans og aðrir nánir vinir. Frá kirkju að dyrum gagnfræðaskólans (áður bamaskól- ans) báru hann skólastjórar gagn- fræða- og barnaskólans og kennarar, er voru nemendur. Guðmundar á Laugarvatni. Guðmundur var kenn- ari við bamaskólann á Akranesi í 8 ár, og átti heimili sitt hér, ásamt konu sinni, Ólöfu Sigurðardóttur, síðustu þrjú árin. Margt bæjarbúa mætti við minn- ingarathöfnina sem fór mjög virðú- lega fram. Fylgja hinum merka og ástsæla leiðtoga þakkir allra Akur- nesinga. — Kista Guðmundar var flutt til Reykjavikur og hann jarð- settur þar.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.