Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 23.05.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. maí 1958 BÆJARBLAÐIÐ 3 Sr. JÓN M. GUÐJÓNSSON: Akirngor heimo og heimon sameinast m linnismerhi sjómanna Ágrip af sögu mmnismerkismálsins. „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. — Það finna allir, s.em flutzt hafa burt af bernsku- og æskustöðvum, hve mikil ítök þessar stöðvar eiga í manni, og því betur finn- um við það, eftir þvi sem árin líða og aldurinn færist yfir. Ég skil það vel, Akurnesingar, sem í dag heimsækið ykkar gömlu stöðvar hér, og heiðrið mieð hingað komu ykkar ykkar gamla Akranes, að ykkur firin- ist nú, að þið hafið stigið fót- um ykkar á heilaga jörð. Og það er heilög jörð. Því hvar er helgidómur, ef ekki þar, sem vágga okkar stóð, léttu sporin bernsku og æsku voru hlaupin, minningin um svo margt, sem lífið hefur gefið okkur bezt og við fáum aldrei fullþakkað. En svo ljúft sem það er ykkur að mega enn einu sinni dvelja við þessar minningar, er ykkur fagnað, innilega fagnað. Yerið velkomin og Guð blessi ykkur þessa stund, sem þið dveljið hér. — En ekki aðeins það, að við — heimafólk — samfögn- um ykkur og bjóðum ykkur vel- komin. Akranes á ykkur svo margt að þakka. Því réttum við ykkur þakklátar hendur okkar og segjum: Af alhug þökkum við ykkur fyrir allt, sem þið hafið gert og eruð að gera fyrir Akranes. — Atthagafélag Akra ness er ekki gamalt, en það hefur þegar sýnt á hverju er byggt og hver stefnan er. Að mæta á góðra vina furid- um, rabba saman og fá sér kaffisopa er öllum hollt og gott. En félagarnir í Atthagafélagi Akraness hafa gert meira en þetta. Þeir hafa látið sig varða eitt og annað hér heima, til- einkað sér hræringar okkar heimamanna, er verða mættu þessum stað til nokkurrar bless unar, og léð þeim með áhuga hendur sínar. Eitt þeirra mála er fyrirhugað minnismerki sjó- manna hér á Akranesi, og er mér ekki grunlaust um, að i því máli standi þeir e. t. v betur i istaðinu en við gerum hér heima. Þó ber ekki að skilja þetta svo, að nokkur tregða sé hér fyrir þessu máli. Ég hygg, að allir Akurnesing- ar vilji að það komist í höfn. áður en mjög langt líður. — Þetta mál er ekki nýtt; það er margra ára gamalt og á sér .nokkra sögu. Ég ætla nú að segja þá sögu í helztu dráttum, meðfram að ósk formanns Átt- hagafélags Akraness. Mér er ekki kunnugt um, hver fyrstur stakk upp á því, að reisa bæri minnismerki sjómanna á Akra nesi. FariS, af staS. Árið 1946 var orðsending um þetta mál (dags. 27. sept.) borin út til bæjarbúa og þar óskað eftir samtökum þeirra til að hrinda málinu áleiðis. Seg- ir svo í þessari orðsendingu: „. . . . Er hér um að ræða vott þakklætis cg virðingar við Ræðu þessa flutti séra Jón M. GuSjónsson á samkomu, sem Átt- hagafélag Akmness hélt hér á Hótel Akranes laugardaginn 10. maí siSasliSinn. minningu hinna mörgu, sem úr þessu byggðarlagi hafa fórn að lífi sínu í hugprúðri bar- áttu fyrir heimili sitt, bæjar- félag, land cg þjóð, og gist hina votu gröf......„Margar hendur vinna létt verk“, segir hið fornkveðna. Og þannig hef ur það unnizt, og þannig mun það vinnast hér. Sameinum við hendurnar, munum við sjá minnismerki sjómanna bera við himin innan tíðar, og við öll verða ríkari af gleðinni. sem samfara er hverju göfugu verki ....“. Málið fékk í byrjun góðar undirtektir. Á áskriftarlista, sem fylgdu orðsendingunni, safnaðist dálítil peningaupp- hæð. Margir höfðu orð á því, að þeir myndu gefa sína gjöf. þegar séð væri, hvernig merkið væri endanlega hugsað. Nokkr ir lofuðu vinnu, þegar til kæmi, þó helzt vörubílstjór- ar með bíla sína, ef þörf væri fyrir þá. Um svipað leyti var samþykkt, að hver vélbátur, er stundaði róðra héðan, gildi litla upphæð til merkisins ár lega. Þá var og um það talað að einhver hluti af tekjum sjó mannadagsins gengi til minnií merkisins. Framkvæmdanéfnd kosin. Þegar hér var komið, óskað:' ég eftir því við ýmis félög hér. að hvert þeirra veldi einr mann, er yrði fulltrúi félags ins í nefnd, sem hefði á hend: framkvæmd í málinu. Vai þeasu vel tekið, og minnis merkisnefndina skipa fulltrú ar frá sjómanna-, vélstjóra- o£ skipstjórafélögunum, fulltrúi útgerðarmanna, slysavarna- deildanna beggja o.fl. í nefnd- inni tók sæti, að ósk minni, Sveinbjörn Oddsson, bókavörð ur, og ber okkur, isem unnum þessu máli, að þakka honum sérstaklega. Hefur Sveinbjörn verið hinn vökuli hugsjóna- maður í þessu máli, sem á- nægjulegt er að ' vinna með, maður, sem horfir hátt og læt- ur ekki letja sig. Einar Jónsson, myndhöggvari. Þegar sýnt var, að málið fengi góðan byr, var leitað til Einar,s Jópssonar, myndhöggv- ara, um hugmynd að gerð minnismerkisins. 1 bréfi til mín taldi hann sig ekki geta gert þetta vegna tæprar heilsu. „Ef ég hefði fyrrum fjör og krafta og allar aðstæður góðar, mundi ég ekki slá hendinni á móti slíkri ágætri uppgáfu“, sagði Einar í bréfinu. Óskar hann okkur alls góðs í þessu máli. Guðjón Samúelsson, húsa- meistari. Var nú farið til Guðjóns Samúelssonar, húsameistara, og óskað eftir tillögu hans. Guðjón fékkmikbm áhuga fyr ir þessu máli, hreifst af stað- setningu þess, sem þá var á: kveðin, og kom liingað uppeftir i því augnamiði að geta leyst þetta vel og vandlega. Hann sá stórar sýnir í sambandi við þetta mál, en entist ekki aldur til að koma þeim á pappírinn. nema að litlu leyti. Marteinn Guörnundsson, myndskeri. Nefndin sneri sér , nú til Marteins Guðmundssonar, myndskera, um gerð merkis- ins. Vann hann sjúkur að hug mynd sinni skömmu fyrir and- lát sitt. Hafði hann lokið við að móta sjómann, prýðilega gerðan, en ekki meira. Þykir okkur vænt um þennan sjó- mann Marteins. MáliÖ dregst á langinn. — Minningarspjöld. Nú kom bið nokkuð löng — í málinu. Við höfðum ekki það gildan sjóð handa á milli, að lagt væri út í það að efna til samkeppni um gerð merkis- ins. Við reyndum þó að halda í horfinu, einkum með því að minna fólk á merkið með hvatningarorðum í bæjarblöð- unum og prentun minningar- spjalda. Þetta bar ekki þann árangur, sem við höfðum vænzt. Við létum okkur detta í hug, að bent yrði á minnis- merki sjómanna til minningar- gjafa við fráfall manna, og sér- staklega þeirra, sem höfðu var- ið löngum kafla æfi sinnar í baráttunni á hafinu,, en þetta. hefur svo að ,segja algjörlega brugðizt. Minningarspjöldin hafa verið sniðgengin og jafn- an vísað til annars en minnis- merkis sjómanna, vitanlega í 'góðri meiningu gjört og vissu- lega til góðra málefna. Minningargjöf um Bjarna í BæjarstœÖi. Þess ber því að geta, sem vel hefur verið gert fyrir þetta mál, og þakka það. Stærsta minningargjöfin, kr. 5000,00 var gefin til minningar um sjómanninn og formanninn Bjarna Brynjólfsson í Bæjar- stæði, þann merka mann, frá börnum hans. Leitaö til listfengra heima- heimamanna. Leitað vár til listfengra heimamanna og þeir beðnir um að leggja sitt til málanna um úllit: merkisins. Margir þeirra hafa hugsað þetta og sumir komið með beinar tillög- ur. T. d. hefur nefndin í hönd- um líkan af merki frá Guð mundi Samvielssyni og teikn ingu frá Þórarni Ólafssyni, kennara. Hugmynd frá Ameríku. Ennfremur hefur nefndinni borizt, óbeðið, hugmynd um gerð minnismerkisins allar göt- ur vestan frá Ameríku, frá manni af íslenzku bergi, bygg- ingafræðing, sem heima á í Los Angeles. Hugulsemi hans var honum innilega þökkuð í bréfi til hans. GuÖmundur frá Miðdal. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, myndhöggvari, hefur sýnt þessu máli mikinn vel- vilja. Hann hefur boðið okkur aðstoð sína og gert tillögur um gerð minnismerkisins og Framhald af 1. siðu. tæplega leyfa sér það í Reykja- vík og við, sem sjaldan fáum tækifæri til að lifa slíkar stund ir, eigum engu síður heimtingu á að fá efnisskrá sem að lengd samsvarar því sem venjulegt er. Meira förum við ekki fram á, en í þetta skipti vaintaði minnst 15—20 mínútur upp á að isvo væri. Fyrsta verkið á efnisskránni var forleikurinn að óperunni: „Kátu konumar í Windsor". eftir Nicolai. Þetta er einn af þeim forleikjum, sem koma öllum .í gott skap, kjörið verk til að byrja á. Næst söng Þor- steinn Llannesson tvær aríur eftir Mozart og Weber. Þor- steinn er vel menntaður söngv- ari, en rödd hans skortir það fínasta til að geta talizt fögur. Því næst spilaði hljómsveit- in tvo dansa úr óperunni: „Selda brúðurin“, eftir tékk- neska tónskáldið Smetana. Reyndi þár mikið á hraða og samtök hljómsveitarinnar, en hún reyndist vandanum vaxin. Eftir hléið var svo leikin hin undurfagra ófullgerða sinfónía eftir Schuberl. Hvert manns- stað fyrir það. Við eruni þakk lát Guðmundi fyrir, áhuga hans með okkur í þessu máli. Eins og sjá má af framan- sögðu, er nú svo komið, að úr nokkru er að velja. og hefur minnismerkisnefndin tekið þessar tillögur til athugunar, sérstaklega á tveimur síðústu fundum sínum, sem haldnir voru með stuttu millibili nú nýlega. Ennfremur kom þá til umræðu staðsetning merkísins. I sjóÖi um 50 þús. kr. Minnismerkissjóðurinn mun nú vera rúmlega 48 þúsund krónur. . I , Og þá hef ég rakið þessa sögu í höfuðdráttum. Þ'að ér að vísu rúm 11 ár síðan fyrsta orðsendingin um minnismerk- ið fór af stað, og sjálfsagt hefði mátt gera betur fyrir málið þennan tíma, en hvort 5 eða 10 árunum fyrr eða síðar skipt ir ekki öllu með þetta mál. Það stærsta er, að hægt sé að gera þetta tákn sjómannanna svo lir garði, að það sé þeim og minningu þeirra samboðið. Við viljum horfa hátt í því efni. Það kann að taka einhvern tíma enn, að við höfum þetta tákn fyrir augmn í stærð sinni og mikilleik, en við nálgumst markið, og það greiðlega, ef við leggjumst öll á eitt. Þökk sé ykkur í Átthagafé- lagi Akraness fyrir áhuga ykk-. ar í þessu máli og framréttar hendur. Ég þakka ykkur ‘ öll- um, fyrir hönd okkar heima- fólks, fyrir komu ykkar, tryggð ykkar og ræktarsemi. LifiÖ heil. barn getur raulað fyrir munni sér stef úr verki þessu jafnvel án þess að vita, að það er til, svo oft er það leikið. Er vafa- samt, hvort nokkur önnur hljómkviða hefur náð meiri vinsældum. Flutningur hljóm sveitarinnar var fágaður og hreinn og fegurð og tign. þessa verks naut sín ve! í höndum ' hennar. En svo var dagskráin búin og eftir ítrekaðar tilraun- . ir gáfust áheyrendur upp við að þrýsta hljómsveitinni til að spila meir. Öþarfleg stífni, er það ekki? Hljómsveitarstjórinn Robert Abraham Ottósson er einn færasti hljóómsveitar- stjóri á landi hér. Sýndí hann það á tónleikum þessum, að: hann kann sitt fag ,og hefir fullt vald yfir hinum 50 hljóm sveitannöinnum, ,sem i hljóm- sveitinni spiluðu. Oskaudi væri, að slíkar heim ,. sóknir sinfóníuhljómsveitar- innar mættu verða fastur lið- J :ur . í tóirilistarlífi bæjarins, og þá mun ekki líða á löngu þar til Bíóhöllin fyllist af áhuga- sömum1 tilheyrendum. Hafið < þökk fyrir komuna. - Þ. y': Sinf óníuhlj ómsveitin

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.