Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, mánudaginn 23. júní 1958 7. tölubla5 BÆJARBLAÐH) fæst a eftirtöldum stöðum Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Veiöarfœrav. Axels S veinbjörnssonar, Verzl. Einars Ölafssonar. Verzlunin Brú, Sementsverhsmiðja ríkisins ií Akranesi tr tekin til storfa Forseti fstoods Ingði horosteio verhsmiðjuooor 14* júoí síðostliðioo Xlmfangsmcsía iÓnfynrtœki á Jslandi Sementsverksmiðjan var vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 14. júní. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kom hingað með fríðu föruneyti og lagði hornsteininn, milli kl. 5 og 6 síðdegis, en iðnaðarmálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason kveikti á kyndli þeim, er tendrað var með bál í kesti undir sementsofn- inum. Tók verksmiðjan þar með opinberlega til starfa. Þennan eftirminnilega laug- ardag í sögu íslenzks iðnaðar og Akraness var ákjósanlegt veður, milt og stillt, skúraleið- ingar í fjöllum, en þurrt í byggð. Snemma morguns voru tug- ir fána dregnir að hún á bygg- ingu Sementsverksrniðjunnar. Um kl. 4.30 lagði Akraborg að sementsverksmiðjubryggj- unni með forsetahjónin og aðra boðsgesti. Meðal boðsgesta, sem komu, voru: forsætisráð- herra, Hermann Jónasson og frú hans, iðnaðarmálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason og frú, Eysteinn Jónsson, fjár- málaráðherra og frú, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, ambassadorar Dana, Knuth greifi, Vestur-Þýzka- lands, H. R. Hichfield, og Bandaríkjanna I. J. Muccio, ráðuneytisstjórarnir: Gunn- laugur Briem, Sigtryggur Klemensson og Þórhallur Ás- geirsson, bankastjórarnir: Vil- hjálmur Þór, Svanbjörn Frí- mannsson, Benjamíri Eiríksson og Jón Maríasson, ritstjórar blaða, verkfræðingar og ýmsir aðrir embættismenn ríkisins. Af heimamönnum voru boðn- ir: forseti bæjarstjórnar, Hálf- dan Sveinsson, bæiarstjóri Daniel Agústínusson, bæjar- ráðsmennirnir Jón Árnason og Sigurður Guðmundsson, Þór- hallur Sæmundsson, bæjarfó- geti, og ýmsir yfirmenn við bj^ggingu verksmiðjunnar. Loks voru fulltrúar tveggja danskra fyrirtækja, sem verk- smiðjan hefir mikið skipt við. Voru það Max Jensen, forstjóri F. L. Smidth & Co., sem smíð- aði vélar verksmiðjunnar, hann er búsettur í London, og Per Moritzen forstjóri frá Kaupmannahöfn, en fyrirtæki hans stóð fjrrir sanddæling- imni í Faxaflóa. Vígslan Akraborg lagðist, eins og áð- ur gat um, að Sementsverk- smiðjubryggjunni, og gengu gestir rakleitt þaðan í ofnhús- ið mikla, en þar skyldi fella hornsteininn í súlu. Sætum hafði verið komið fyrir á efra gólfi við enda ofns- ins, en nokkuð þröngt var þar. Hægra megin við horn- steinssúluna stóð ræðustóhinn, en rétt hjá sátu forsetahjónin, ásamt Haraldi Kröyer forseta- ritara og frú hans. Þar sátu lika iðnaðarmálaráðherra og frú. Ræða dr. Vestdals Fyrstur talaði dr. Jón E. Vestdal formaður Sements- verksmiðjustjórnar. Bauð harin gesti velkomna og rakti ýtar- lega sögu verksmiðíumálsins, og þakkaði öllum, sem unnið hafa að því. Lauk hann máli sínu með þessum orðum: „011 gæfa er frá Guði. Og gæfan hefur ekki farið fram hjá þessu fyrirtæki. Við þökkum forsjón- inni, að hún skuli hafa iátið verk okkar lánast fram til þessa og biðjum þess af heilum hug, að Guðs blessun megi fylgja því um alla framtíð“. Dr. Vestdal las ennfremur það, sem stóð á skjali, er lagt var í blýhólk þann, sem lagður var í hornsteininn. Hornsteinninn lagður Síðan lagði forsetinn horn- stein verksmiðjunnar, er var felldur inn í hólf í steinsteypta súlu í ofnhúsinu. Ólafur Vilhjálmsson yfir- smiður aðstoðaði forsetann, færði honum ker með sements- blöndu. Forseti múraði síðan hólkinn í hólfið. Hólkur þessi var úr blýi, var í hann lagt skjal með upplýs- ingum um verksmiðjuna, en Einar Helgason yfirverkstjóri lóðaði aftur. Múrskeiðin, sem forsetinn notaði við þessa athöfn, er ágætur gripur, smíðaður hér. Er skeiðin sjálf úr ryðfríu stáli, en skaftið úr fágaðri hvaltönn. Múrbrettið var líka smiðað fyrir þetta tækifæri, mjög falleg. Ræða forseta Síðan tók forsetinn til máls. Hann lauk máli sínu með þess- um orðum: „Steinsteypan fær- ir stöðugt út sinn verkahring. Hús, skólar og kirkjur, hafnir, brimbriótar og stíflur, sund- laugar, brýr og vegir, — til alls þessa þarf mikið magn af sementi og fleiri viðfangsefni bætast við hvað líður. Tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að hafizt var handa um rannsókn- ir, fyrir tveim árum var bygg- higarvinnan hafin, — og hér stendur nú sementsverksmiðj- an, eitt hið mesta mannvirki, tilbúin að fullnægja þörf þjóð- arinnar, og mest allt hráefni innlent og nærtækt. Hin miklu mannvirki setja svip sinn á þennan bæ, og þó heldur Akrafjallið fullri reisn sinni. Ég óska þess, að sambýl- ið við aðra atvinnuvegi verði gott um fólkshald og öll at- vinnuskilyrði, og þess ber að gæta, að útgerðin er eftir sem áður höfuðatvmnugrein þessa kaupstaðar. Ég óska þjóðinni í beild til heilla, að vera leyst úr aldagömlum álögum mold- arkofanna, hafnleysu og veg- leysu. Margt er enn ógert, en sementið og atorkan munu leysa hin stóru viðfangsefni framtíðarinnar, sem áður voru óviðráðanleg. Góðar óskir og guðsblessun fylgir þeirri starf- semi sem hér hefst í dag!“ Ræða iðnaðarmálaráð- herra Næstur talaði iðnaðarmála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason. Fórust honum svo orð, meðal Framhald á 2. sí8u. NÝ HÚSGAGNA- VERZLUN Á VESTURGÖTU 46. Þeir Baldur Guðjónsson og Sigurður Ólafsson, verzlun- armenn, hafa fyrir nokkru opnað, húsgagnaverzlun á Vesturgötu 46. Þar eru til sölu alls konar húsgögn, yfirleitt allt af því tagi, sem fáanlegt er. Vörurnar eru fáanlegar með afborgunarskilmálum. — Verzl unin hefir umboð fyrir Faber- sóltjöld og rimlagluggatjöld, en þau eru nú mikið notuð. / þetta hús koma árlega 200.000 tonn af efni. Þetta er mesta hús sem Islendingar hafa byggt og eiga. Hinn tœplega 70 m hái reykháfur Sementsverksmiðjunnar rís að baki hússins. (Morgunbl.) Tannhjóliti, sem snýr kvörnunum er engin smásmíSi. (Morgunbl.)

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.