Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 3
Mánudagur 23. júní 1958 BÆJ ARBLAÐEÐ 3 Tlagnar ‘jóhanncsson, skólasiióri* AÍger þjóhnreímnQ verdur uð riUjn um InndheÍQtsmÁiíÓ ÞJÓÐHÁTÍÐARRÆÐA 17. JÚNÍ 1958 1 Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu segir Snorri Sturluson frá, „að skip þat, er íslenzkir menn áttu, braut í Danmörku, en Danir tóku upp fé allt ok kölluðu vágrek, ok réð fyrir bryti konungs, er Birgir hét. Var ort níð um báða“. Virðast Islendingar hafa reiðzt þessu geysilega og þótt gengið harla ranglega á rétt sinn, því að Heimskringla segir: ,,Þat var í lögum haft á Islendi, at yrkja skyldi um Danakonung niðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu“. Haraldur Gormsson Dana- konungur varð ókvæða við, þegar hann frétti um níðið og hét að hefna sín grimmilega, því að menn voru vandari að virðingu sinni þá en nú. Ætl- aði hann að stefna flota sínum til Islands og herja þar, en hann var þá í hernaði í Nor- egi hvort eð var og eyddi þar allt land og brenndi byggðina, hvar sem hann kom. En þótt kóngur væri reiður, vissi hann vel, að ekki var heiglum hent að sigla um Islandshaf og sízt með heilan flota borðlágra her- skipa, sem sniðin voru við inn- hafasiglingar með ströndum fram. Þá var hann líka með öllu ókunnugur staðháttum á þessu fjarlæga eylandi. Sagan segir, að hann hafi því boðið fjölkunnugum manni að ,.fara hamförum til Islands ok freista, hvat hann kynni segja honum; sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, þá fór hann vestur fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar voru full af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá- fór hann inn á fjörðinn ok ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir orm- ar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann; hann lagðisk á brott ok vestur fyrir land allt fyrir Eyjafjörð; fór hann inn eftir þeim firði; þar fór á móti honum fugl svá mikill, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi ann- arra fugla, bæði stórir ok smá- ir. Braut fór hann þaðan ok vestur um landit ok sva suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti hon- um griðungr mikill ok óð sæ- inn út ok tók at gella ógurliga; fjöldi landvétta fylgdi honurn. Brott fór hann þaðan ok suðr um Beykjanes ok vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuð- it hærra en fjöllin, ok margir aðrir iötnar með honum. Það- an fór hann austr með endi- löngu landi: „Var þá ekki“, segir hann, „nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millim land- anna“ segir harm, „at ekki er fært langskipum“. Haraldi Gormssyni leizt ekki á aðkomuna hér og hætti við að hefna níðsins með her- ferð, og sendu erlendir kon- ungar ekki herskip hingað, svo að kunnugt sé, fyrri en Friðrik 3. sendi hingað nokkur her- skip til þess að berja kenningu Lúthers inn í Islendinga. En þjóðsagan um landvætt- irnar hefir orðið lífsseig og vin- sæl og oft verið til hennar vitnað í sókn og vörn íslenzkra landsréttinda, og þegar landið varð sjálfstætt ríki voru land- vættirnar teknar inn í skjald- armerki hins unga ríkis sem tákn þess, að Islendingar væru staðráðnir í að verja frelsi sitt og sjálfstæði með oddi og egg um aldur og ævi. Og nú er landvörn Islend- inga orðin raunverulegri en var á dögum landvættanna og Haralds Gormssonar. Þó er ýmislegt líkt: Enn vilja erlend- ir ríkismenn þröngva kosti vor- um og enn verðum vér að bægja óboðnum gestum frá ströndum vorum. En nú eiga líka erlendir ofureflismenn öfl- ugri langskip en Haraldur Gormsson, og hæfari til sigl- ingar um íslandshaf. Fjarlægð- in frá öðrum löndum er Is- landi ekki lengur nægileg vernd. Vaxandi samgöngu- tækni í sjó og í lofti hefir séð fyrir því. Island liggur nú í þjóðbraut flugsamgangna á milli heimsálfa á norðurhveli jarðar og er talið mikilvægasta herstöð í Norður-Atlanzhafi. Þessum staðreyndum verður ekki breytt, að hernaðarstór- veldin reyna í lengstu lög að tryggja sér herstöðvar hér. hvað sem við segjum. Hitt er oss nauðsyn að reyna líka í lengstu lög að halda í lands- réttindi vor með festu, varúð og skynsemi, svo að rödd vor verði ekki algerlega þögguð niður á vettvangi frjálsra þióða. I meira en þúsund ár voru atvinnuvegir þjóðar vorrar nær eingöngu tveir, búnaður og sjavarutvegur, og var bú- skapurinn þó fyrirferðarmeiri. en af siálfu leiðir, að sú þjóð, sem eyland byggir, hlýt- ur jafnan að styðjast mjög við fiskveiðar. Nú á dögum eru atvinnuvegirnir fleiri og þótt t. d. iðnaðurinn sé ómissandi þáttur í atvinnulífi voru, þá hlýtur svo enn að haldast um stund, að einn sé sá atvinnu- vegur, sem lengi aflar oss mestra tekna, einkum erlends gjaldeyris, en.það er sjávarút- vegurinn. Vér öflum í stórum stíl matvæla, sem öðrum þjóð- um eru nauðsynleg, og það er eðlileg verkaskipting, að vér, sem búum næstir mestu fiski- miðunum í Atlanzhafi, sitj- um að þeim fyrst og fremst og seljum öðrum þjóðum afurðir vorar, en þær oss aðrar, bæði matvæli og iðnaðarvörur, sem þær hafa fjármagn og aðstöðu til að framleiða, en vér ekki. Það er engin fjarstæða að segja, að líf íslenzku þjóðar- innar sé undir sjávarútvegin- Um og fiskveiðunum komið. Stöðvist þær eða bregðist fiski- miðin, er voðinn vís. Þau eru vor stærsti auður. Þeim mun hörmulegra er það og ranglát- ara, að Islendingum sé meinað að sitja að þessum nægta- brunni með rétti. Það er furðu rangsnúið, að fjarlægar þjóðir skuli telja sér heimilt að ausa upp fiskinum rétt við land- steinana hjá okkur og hóti okk- ur afkostum og ofurefli, ef við viljum standa á rétti vorum og verja þau mið, sem vér eig um með öllum rétti. Og sumar þessara þjóða, sem telja sig í þessu máli ranglæti beittar af okkur, eru þjóðir, sem öldum saman hafa setið ranglega yfir rétti annarra þjóða, smárra og stórra, kúgað þær og mergsog- ið. Réttlætisskrafið hjá ensk- um útgerðarburgeisum lætur hálf ósannfærandi í eyrum, þegar samtímis heyrast and- vörp dauðadæmdra manna á Kýpur, skothvellir og barsmíð. Öldum saman laut íslenzka þjóðin erlendu valdi, sem hirti um það eitt, að nota sér auð- lindir hennar sem rækilegast, rændi og margsaug, en skilaði engu aftur og bætti ekkert. Um hundruð ára var íslenzk gróð- urmold og íslenzk fiskimið beitt hlífðarlausri rányrkju. Þióðin var vamarlaus og ör- snauð. Samt þóttust erlendar þjóðir hafa ýmislegt hingað að sækja, og sjálft Holland, sem um tíma var auðugasta landið á meginlandi álfunnar, sendi hingað fiskiskip í stórum stíl til að afla á Islandsmiðum, svo og Frakkar. En Island var máttvana hjálenda, sem í engu megnaði að verja réttindi sín á hafinu, og ekki að nota sér hinn mikla auð fiskimiða sinna, sök um fátæktar og kúg- unar. Þegar farið var, fyrir nokkrum áratugum, að semja og setja reglur um landhelgi strandþjóða, sömdu Danir þar fyrir Islands hönd, sem hluta af Danmerkurríki, og Islend- ingar komu þar hvergi nærri. Við þessa dansksmíðuðu land- helgi höfum vér síðan búið óbreytta til skamms tíma. Oft sveið framtakssömum Islendingum það, að sjá út- lendingana ausa upp ríkuleg- um afla rétt utan við land- steinana, eða það langt úti, að landinn náði þangað ekki á litlu og lélegu fleytunum sín- um. Það er nokkur beizkja í orðum Einars Benediktssonar, enda þótt honum svelli svo hugur í brjósti, að hvatningin yfirgnæfi harminn: Þú býr við lagarband — bjargarlaus við frægu fiski- miðin, fangasmár, þótt komizt verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaus upp við sand? Þetta var ort á morgni ís- lenzkrar heimastjórnar, og var tákn vaxandi stórútgerðar á Islandi, þar með vaxandi vel- megunar og framfara. Atvinnu tækin stækkuðu, eins og Einar Benediktsson óskaði, og íslenzk ir fiskimenn urðu samkeppnis- færari í kaupphlaupinu um heimsmarkaðina og færari til átakanna um beztu fiskimiðin. En samkeppnin á miðunum harðnaði líka. Ekki vegna þess þó, að miðin væru að batna, heldur hins, að aðrar þjóðir höfðu farið svo gáleysislega og fávíslega með sín eigin mið, að þær töldu sig neyddar til að fara um þvert Atlanzhaf til þess að ásælast mið Islendinga. Það er full ástæða til þess nú, að vér Islendingar, rifjum rækilega upp orsakir þess, að Bretar og aðrar meginlands- þjóðirnar sækja nú svo fast á Islandsmið og vilja ekki þola, að vér gætum réttar vors á miðunum. Sú athugun leggur oss upp í hendurnar vopn í varnarstríði voru, gagnrök í málareksrinum. Lengi fram eftir öldum var Norðursjór og hafið umhverfis Bretland auðugt af fiski, það nægtabúr, sem lengi var hægt að sækja í. Enda gerðu þjóð- irnar umhverfis Norðursjó það óspart, einkum Bretar, sem snemma urðu atorkusöm þjóð. Þarna var stunduð hóflaus rán yrkja, eins og nú á Islandsmið- um, en ekki höfðu þessar þjóð- ir sinnu á því né forsjá, að friða mið sín. Þangað til voru þær að í heimskulegu og for- sjárlausu kapphlaupi, að fiski- mið þeirra heima fyrir voru uppurin og vá fyrir dyrum sjávarútvegsins. Þær höfðu eyðilagt fiskistofninn. Nú voru góð ráð dýr. Það, sem búið var að eyðileggja, varð ekki bætt. Framfiftld á 4.. sí5u. Höftím opnað Húsgagnaverzlun að Vesturg. 44 Höfum á boðsLóluni mikið úrval af ýmsum hús gögnum, svo sem: * Sófctsett * Svefnsófa eins og tveggja m. * Stóla ýmsar gertiir * Sófaborð * Útvarpsborð * Smáborð margar tegundir * SkrifborÖ * /nnskotsborð * BláSagrindur * Rúmfataskápa * Barnarúm * Eldhúsborð og kolla * Dívana 3 stœrSir * Springdínur * Barnastóla ★ Prýðið heimilið með húsgögnum frá okkur. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. UmboS fyrir FABER-rimlati öld sýnishorn fyrirliggjandi. Baldur Guöjónssoti, SigurÖur Ólafsson.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.