Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 4
Akurnesingar! Kaupið BÆJAKBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, mánudaginn 23. jiiní 1958 Auglýsið í BÆJARBLAÐENTT — Lflndhe^ísmÁlid . . . Framhald af 3. síðu. Þá var að snúa sér að Islands- miðum og leika sama leikinn þar, sækja svo fast að, að virða helzt allar landhelgisreglur að vettugi. Saga fiskimiðanna í Norður- síó og við Bretland er raima- saga, sem á að vera oss til varn aðar. Ætla mætti, að hún gæti orðið fleirum en Islendingum einum aðvörun, líka öllum öðr- um fiskveiðiþjóðum og þá fyrst og fremst Bretum. En svo virð- ist ekki vera. Jafnvel þótt ensk- ir útgerðarmenn horfi upp á eyðileggingu íslenzkra fiski- miða, sem þeir telja nú alla af- komu sina undir komna, þá linna þeir ekki á kröfunum um að fá að eyðileggja þau í friði. Framkoma þeirra í landhelgis- málunum bendir ekki aðeins á yfirgangslmeigð og frekju, heldur og furðulegt fyrir- hyggjuleysi og skammsýni. Þeir vilja leika hér sama leik- inn, sem þeir léku heima fyr- ir og koma þar með útgerðinni á heimamiðum á kaldan klaka. Og það er bersýnilegt, að enn ríkir þar sami andinn í þessu máli og ríkti í framkomunni við Ira á sínum tíma og Búa, og loks nú á Kýpur, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Vér viljum, að sjálfsögðu, hafa sem allra bezt samkomulag við Breta og margt hafa þeir stór- vel til vor gert, en vér verð- um að láta þá skoðun uppi með fullri einurð á opinberum vett- vangi, að framkoman í löndun- arbanninu og nú í hótunum um ofbeldisaðgerðir, samræm- ast ekki skilningi vestrænna þjóða á lýðræðislegum og rétt- látlegri sambúð frjálsra þjóða. Ymislegt verðum vér Islend- ingar að gera oss ljóst í land- helgismálinu. Vér verðum öll að öðlast þá óbilandi sannfær- ingu, að krafan um 12 mílna landhelgi er ekki sprottin af hamslausri og órökstuddri kröfupólitík, heldur nauðsyn, sem framtíð vor og þjóðarhags- munir heimta. Líka eigum vér að vera þess minnugir, að krafa vor um 12 mílna land- helgi er ekkert einsdæmi, sum- ar þjóðir liafa þegar tekið hana upp, og enn aðrar hafa miklu víðari landhelgi. Vér verðum að halda fast á rétti vorum og hverfa hvergi frá því, sem vér teljum rétt og sanngíarnt. Fávíslegar og fólskulegar ógnanir eiga ekki að hræða oss, heldur stæla. Engin tilboð um fríðindi á öðr- um sviðum mega heldur koma oss til að hvika í þessu máli, því að vér höldum hér ekki aðeins á rétti vorum og stund- arhag vorum, sem nú lifum, heldur og framtíð og hag niðja vorra. Hér er um sjálfstæðis- mál Islands að ræða. En þótt vér viljum halda fast á rétti vorum, megum vér, að sjálfsögðu, ekki grípa til neinna ofbeldislegra aðgerða sjálfir. Hvort tveggja er, að vér höfum ekki bolmagn til þess og eigi síður hitt, að slíkt getur aldrei verið stefna smá- ríkis, sem á líf sitt undir því, að lýðræði og frelsisást ríki í heiminum. Vér verðum að muna, að smáþjóð á jafnan undir högg að sækja hjá stór veldum, gráum fyrir járnum, og vér megum aldrei viður- kenna anda ofbeldis og yfir- gangs. Tilvera vor byggist á þvi, að virðingin fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðanna sé undirstaðan að samskiptum þjóða í milli. Þess vegna eigum vér jafnan að vera reiðubúnir til að setíast að samningaborð- um um deilumálin. Hitt er svo annað mál, að þar megum vér aldrei undirrita smánar- samninga fyrir hönd lands vors né semja af oss sjálfsagð- an rétt vorn. Loks verðum vér að gera oss fullljóst, að alger þjóðareining verður að ríkja um mál eins og landhelgismálið. Án hennar er málið tapað um ófyrirsjáanleg- an tíma. Ef stjórnmálamenn- irnir verða svo lánlitlir að vekja sundrungu um atriði, sem ekki skipta meginmáli, þá verðum vér, kjósendurnir, al- þýða manna, að taka í taum- ana. Vér getum ekki þolað nokkrum giftusnauðum og ó- þjóðhollum valdaspekúlöntum að leika sér svo gálauslega að fjöreggi þjóðarhagsmunanna. Og stjómmálamennirnir mega vara sig í þessu máli, ef þeir ætla að fara að nota landhelg- ismálið til framdráttar einstök- um flokkshagsmunum. Þeir ættu að gera sér ljóst, að al- menningur lítur mjög alvar- legum augum á málið, og vill halda á því með festu, en fullri varúð. Þeim þingmönnum gæti orðið býsna hált á stíórmnála- svellinu í næstu kosningum, sem ekki fara að með gát. Það er gott tækifæri til að skapa þjóðareiningu um land- helgismálið. Og það gæti orðið islenzku þjóðinni mikið happ á þessum vandasömu tímum, ef henni auðnaðist að standa fast saman um eitt stórmál. Það gæti ef til vill skapað þjóð- areiningu um fleiri mál, og hvað skortir oss, íslendinga, nú meir? Síðasta alþingi varð að horfast í augu við meiri fjár- hagslega örðugleika og fjár- kreppu en nokkurt þing á und- an því, og engum athugulum manni, þótt hann kæmi hvergi nærri alþingi og væri réttur og sléttur borgari, gat dulizt, að vá var — og er fyrir dyr- um. Engum gat dulizt, að nú eða aldrei þurfti að sameinast um að leysa vandann, en leggja flokkshagsmuni og stéttastreitu til hliðar. Ég tel öruggt, að yf- irgnæfandi meirihluti ábyrgra kjósenda óskaði þess, að full- trúar þeir, er þeir höfðu kosið á þing, í hvaða flokki, sem þeir eru, mætu þjóðarvandann meir en sérhagsmuni. Þessi von brást að verulegu leyti. I gegnum skammirnar og blekk- ingamoldviðri í blöðum og á þingfimdum, mátti sjá sæmi- lega glögglega, að mikið af á- greiningsefnunum var tilbúið — en hverjum til góðs? Jafn- vel í því máli, sem hér hefir einkum verið rætt um, var gerður tylliágreiningur síðustu þingdagana, almenningi til mikils viðbjóðs. Þjóðin er að verða þreytt á rifrildi og sund- urþykkju pólitískra lýðskrum- ara og blaða. Hún er farin að grilla gegnum blekkingamóð- una. Hún fordæmir fyrir- hyggjulausar innanlandsdeilur um mál eins og landhelgismál- ið. Þar heimtar hún áræði og fullan rétt, skynsamlegan og hófsamlegan málflutning og varúð. Hún vill ekki láta ang- urgapa spila réttinum úr hönd- um sér, og margir gera sér þegar ljóst, að skæðustu and- stæðingar vorir í landhelgis- málinu eru ef til vill ekki Bret- ar, þótt harðir séu, heldur á- byrgðarlitlir valdaspekúlantar, innlendir, sem vanmeta dóm- greind fiöldans. Vér, Islendingar, eigum allt undir því, að þjóðfrelsi smá- þjóðanna, mannréttindi og sanngirni ríki í alþjóðamálum. Engin þjóð á meira undir því, að friðar- og frelsishugsjóninni vaxi fylgi. Vér verðum öll að geta tekið með einlægri sann- færingu undir orð Nordahls Grieg: Sú fullvissa er fædd í oss öllum, að frelsið sé lif hvers manns, jafn einfalt og eðlisbundið og andardráttur hans. Frelsi og rétt þjóðar vorrar eigum vér að setja ofar öllu. En þá eigum vér að sýna það í verki, að vér viljum eitthvað í sölur leggja fyrir þessi gæði, til dæmis það að leggja deilur og nart til hliðar í stórmálum og koma fram sem ein og sam- felld þjóðarheild, ekki sízt í deilumálum vorum við útlend- inga; hvort sem um er að ræða hervarnasamninga, handrita- mál eða landhelgismál. Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál, sagði Einar Ben. um þá þjóð, sem vér eigum nú í deilu við um stórmál. Og orðin eru sönn, þess vegna varð England stór- veldi, og þess vegna hefir ekki verið gerð innrás í England síðan Vilhjálmur bastarður gerði það 1066, — þrátt fyrir fullan vilia Napoleons og Hitl- ers. Enn verðum vér að vona, að hollar landvættir séu til eigi síður nú en á dögum Haralds konungs Gormssonar. Vér trú- um því líklega ekki lengur, að þær hollvættir komi úr fjöll- um og tindum í líki dreka, gamma, griðunga og bergrisa, en vér viljum mega vona, að þær búi í sál og hjarta þjóðar- innar og hvers íslenzks manns og konu. Á örlagastundum er það dauðasynd við frelsi ís- lenzku þjóðarinnar að leika sér gálauslega að fjöreggi hennar, og ein minnsta þjóð veraldar- innar má þá ekki við því að dreifa sínum litlu kröftum. „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Með einurð og karlmanns- þrótti skulum vér sækja rétt vorn og verja hann, með fyrir- hyggju og fullri varúð skulum vér beita vopnum vorum — og um fram allt: sameinuð og ósundruð verðum vér að standa. Svo kvað Einar: Hér þarf hugar og máls, skilja málstað sín sjálfs, og að muna hvað skeð er, — sú þraut virðist létt, bara að sitja við borðið og segja eitt orð, vera sammála aðeins um það, sem er rétt. Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust á vort takmark og framtíð, er sigurvon enn. Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, þá skal ljós skína um eyiuna, komandi menn! Hf. Eimskipafélag Islands Arður til hluthafa Á aðalfundi félagsins 7. þ. m., var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — i arð til hluthafa fyrir árið 1957. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Beykjavík, svo og hjá afgreiðslumönnum félagsins um land allt. Hf. Eimskipafélag Islands. Nr. 3/1958. TILKYNNING Inni'lutningsskrifstofan hefur ákveðið að heimila að bæta hinu 62 aura innflutningsgjaldi við núver- andi söluverð á benzíni. Samkvæmt þvi verður há- marksverð á benzíni sem hér segir frá og með 31. maí 1958, og gildir verðið hvar sem er á landinu: tJtsöluverð, hver lítri: kr. 2,89 Sé benzín afhent í tunnum má hver lítri vera 3 aur- rnn hærri. Beykjavík, 30. maí 1958. Verðlagsst jórinn. Nr. 4/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfar andi hámarksverð á selda vinnu hjá bifreiðaverkstæð um: Dv. kr. Ev. kr. Nv. kr. Sveinar 4L30 57,8o 74,30 Aðstoðarmenn . . . 32,95 46,10 59,25 Verkamenn 32,25 45Þ5 58,00 Verkstiórar 45,40 63,55 8i,75 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Beykjavík, 1. júní 1958. Verðlagsstjórinn.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.