Bæjarblaðið - 29.07.1958, Qupperneq 1

Bæjarblaðið - 29.07.1958, Qupperneq 1
BÆJAR6LAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, þriðjudaginn 29. júlí 1958. 8. tölublaS BÆJARBLAÐIÐ fæst a eftirtöldum stööuzn Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. VeiSarfœrav. Axels Sveinbjörnssonar, Verzl. Einars ölafssonar. Verzlunin Brú, BTSKUP TSLSNDS vígdi CjdrdAturn 12• júH s.l. Biskupinn, herra Ásmundur Guðmundsson, vísi- teraði Akranessókn föstudaginn 12. júlí s. 1. í fylgd með héraðsprófastinum, séra Sigurjóni Guðjónssyni í Saurbæ. Að lokinni guðsþjónustu vígði biskup klukkna- og minningarturninn í Görðum. Vísitasíumessan hófst kl. 8,30 og var ekki fjölsótt þrátt fyrir heppilegan tíma og góðviðri. Meðal kirkjugesta voru auk sóknarnefndarmanna: bæjar- fógeti, bæjarstjóri, forseti bæj- arstjórnar, skólastjórar barna- skólans og gagnfræðaskólans. Biskupsmessan. Fyrir prédikun þjónaði sókn- arpresturinn, sr. Jón M. Guð- jónsson fyrir altari. Biskupinn prédikaði og talaði um vonina, þjónaði síðan sjálfur fyrir altari. I lok messu ávarpaði Karl Helgason, meðhjálpari, biskup, og þakkaði honuin fyrir kom- una og störf hanis í þágu ís- lenzkra kirkjumála. Þá flutti sr. Jón ræðu og flutti biskupi enn þakkir fyrir farsæl störf hans. Síðan afhenti prestur og meðhjálpari biskupi að gjöf ljósmynd af Akranesi. Biskup þakkaði með ræðu, minntist fornra kynna af hér- aði þessu, en hann er Borg- firðingur að uppeldi, fæddist upp í Reykholti. Turninn vígður. Guðsþjónustan var nú orðin býsna löng og var nú ekið upp að Görðum þegar í stað og hófst þar fljótlega vígsluat- höfn. Kirkjugestir höfðu enn týnt tölunni, og mátti sízt við því. Biskup gekk fyrir turndyr með prófast og sóknarprest sitt til hvorrar handar. Kirkjukór- inn tók sér stað efst í tumin- um og söng við opinn glugga. Var miður farið, að sá staður skyldi valinn, því að söngur- inn hljómaði afar illa niður. Biskup benti á, að allar líkur væru til þess, að kristindómur hefði viðgengizt i Görðum allt frá landnámstíð, eins og í Kirkjubæ á Síðu. Hann minnt- ist fyrrverandi Garðapresta með virðingu, einkum sr. Þor- steins Briem, sem hann taldi með merkilegustu kennimönn- um. Síðan lýsti biskup turninn vígðan og afhenti hann söfn- uðininn. Var síðan hringt klukku í turninum. Kæður prófasts og Jóns Sigmundssonar. Sigurjón prófastur drap á helgi þessa staðar og hið langa kristnihald þar. Hann þakkaði forustumönnum þessa verks Bflmnn fríbkdr Lóðir og gnrðor Injfwrð Undanfarnar vikur hefir af- ar mikið verið gert að því að lagfæra lóðir og garða ein- stakra manna hér í bænum, og hefir líklega aldrei verið unnið jafnmikið að því á einu sumri. Það hefir mikið greitt fyrir þessum framkvæmdum, að bæjarbúar hafa átt kost á ó- keypis mold, og hefir verið séð um akstur moldarinnar heim til þeirra, en aksturinn þuifa menn reyndar að borga sjálfir. Mold þessl hefir verið tekin innan af bökkum, þar sem ver- ið er að stækka og laga íþrótta- völlinn. Er þetta ágæt gróður- mold, og hefir verið sótzt eftir henni. Hvarvetna i bænum hefir, að undanförnu, mátt sjá fólk vera að vinna að lagfæringu kringum hús sín. Er þetta mik- ið gleðiefni, því að mjög víða hér hefir umgengni utanhúss verið harla ábótavant, og hefir Akranes jafnvel staðið að baki sambærilegum bæjum í þessu tilliti. Fer það vonandi saman, að einstaklingar og hið opinbera prýði bæinn í smáu og stóru. Stórhýsið við Skuldartorg. Eitt nýtt hús setur geysileg- Framliald á 2. síðu. forgöngu þeirra, en þó einkuln sr. Jóni, sem þar væri mest að þakka, að turninn væri kom- inn upp. Að lokum talaði Jón Sig- mundsson. Hann man enn síð- ustu Garðakirkju, sem var lögð af 1896. Þakkaði Jón rækt við þennan sagnhelga stað, sem væri honum sjálfum svo kær. Góðviðri og fámenni. Meðan þessi hátíðlega athöfn fór fram, var veður hið feg- ursta, sól var að nálgast vestur- fjöru og sló roða á láð og lög. Nutu viðstaddir hátíðlegrar stundar, góðviðris og fagurs imihverfis í ríkum mæli. Hitt verður mjög að harma, að bæjarbúar skuli sýna slík- um viðburði svo mikið tóm- læti sem raun bar vitni um. Slíkur atburður gerist einu sinni og aðeins einu sinni. — Hafa nútíma Akurnesingar þá engan áhuga fyrir neinum mannfundmn öðrum en knatt- spyrnukappleikjum, cowboy- myndum og sveitaböllum? ORÐSENDING til Akurnesinga og annara „utan heiðar.“ StySjiS byggSasafn ykkar og gefiÖ því muni, sem þið notið ekki lengur. Margt á heima í safni sem þessu. Því er œtlað að segja sögu byggðarinnar utan SkarðsheiÖar, á sinn hátt, á liðnum árum og öldum, segja frá fólkinu, sem þar hefur búið, sýna hlutina, er það handlék og notaði í störfum sínum og lífi. Ætlunin erað koma upp eins fullkomnu og marg- þættu sjóminjasafni innan byggðasafnsins og kostur er. Því er œtlað að sýna þróunina í útvegi Akurnésinga frá löngu liðinni tíð til nálægs tíma, geyma myndir manna, er voru lengi œfinnar á sjónum, af skipunum, er þeir réru á, önnur tæki, er að sjómennsku laut, svo og muni, er þeir báru á sér og voru þeirra eign. Þegar er kominn vísir að þessu safni heima í Görðum. Ymsir hafa verið fljótir til skilnings á þýðingu slíks safns o.g gefið því ágœta muni og æskilega fyrir safnið. Eigi er áð efa, að sá skilningur verði almennari innan tíðar. Enn vantar að sjálfsögðu marga hluti í þetta safn og aðrar deildir byggðasafnsins. Hver getur útvegað eða gefið t. d. gefið blöndukúta, tóbakspontur (sjóstruntur), seilingarnálar, vaðsökkur, fiskkróka (burðarkróka), gamla slorskrínu, skak- sökkur (notaðar á gömlu skútunum), koffort, sem skútumenn geymdu kostinn í, sjóstígvél, notuð á skútunum, nafnspjöld af gömlu áraskipunum og önnur gömul spjöld útskorin. Þá eru lýsislampar, askar og útskornir gamlir stokkar vel þegnir. Hver á skónálar smíðaðar af Nála-Gunnari? — En gamla kven-prjónahyrnu? Og enn er margt ótalið. Hjálpumst að, að minning þeirra, er sóttu sjóinn af Akra- nesi, varðveitist á þann háit, sem sjóminjásafni er œtlað að gjöra. Dragið ekki lengi að tilkynna aðstóð ykkar við byggða- safnið í Görðum. Hver hlutur þar er skráður á nafn þess, sem átti hann, sem og gefanda. Ónýtið ekkert, Sem gamalt er, að svo stöddu. JÖN M. GUÐJÓNSSON. Akranessund lyjólfs Jónssonar cr mestn sundnfrek Tslendings tíl þessn 22 kílómetra sund á 13 klukkustundum Mesta sundafrek íslendings fram til þessa var unnið, þegar Eyjólfur Jónsson synti úr Selsvör í Reykjavík í Teigavör á Akranesi sunnudag- inn 6. júlí s. 1. — Vegalengdin var um 22 km. og sundtíminn um 13 klukkustundir. — Lagði Eyjólfur af stað úr Reykjavík á hádegi, en kom hingað kl. rúmlega 1 um nóttina. Þegar leið á sunnudaginn, var auðséð, að bæjarbúar áttu von á einhverju óvenjulegu. Mikill mannaferð var niður að höfn og inn á bak.ka og skyggndust flestir út á flóann og sumir með sjónaukum. Sú fregn barst um bæinn eins og eldur í sinu, að sundgarpurinn Eyjólfur Jónsson væri á leið hingað úr Reykjavík, á sundi. Brátt staðfestist sú fregn. — Akraborg mætti Eyjólfi um það bil miðja vega. Fylgdu honum tveir bátar, sem á voru 9 menn alls, þeirra á meðal Ernst Backmann, þjálfari hans (bróðir Halldórs verkstjóra). Nær tveimur stundum áður en Eyjólfur lenti, var fólk far- ið að biða á bryggjunum og víðar og fylgdist með föruneyti sundmannsins. — Veður var sæmilegt, en drungalegt nokk- uð, sjávarhiti 12,5 stig, þegar Eyjólfur lagði af stað, en 11 stig siðar. Eyjólfur stígur á land. Um eitt leytið nálgaðist hann Akranes, og var hans beðið með eftirvæntingu. Lagð- ist hann að landi í Teigavör, rétt við olíugeyminn, en þar er sléttur sandur. Þegar grytnnkaði reis Eyjólf- ur á fætur og veifaði brosandi til mannfjöldans, sem hyllti hann ákaflega. Guðm. Svein- bjömsson, formaður f. A. bað menn hylla sundgarpinn með ferföldu húrrahrópi, og var það gert óspart. Þusti fólk nú að og um- kringdi sundmanninn, þegar hann gekk upp í fjöruna, um- leikinn birtu bílljósa og ljós- kastara. Fyrst heilsaði móðir hans honum og hlýnaði mörg- um um hjartaræturnar, þegar þau mæðginin föðmuðust þarna í flæðarmálinu. Ekki varð á Eyjólfi séð, að haran væri þreyttur eða þrek- aður á nokkurn hátt. Gekk hann einn og óstuddur upp fjöruna og settist inn í sjúkra- bílinn, sem beið hans. Var síð- atn ekið upp í laug og fór Eyj- ólfur þar í heitt bað, en seint gekk að ná af honum feitinni, en hann var smurður i 10 kg. af svokallaðri ullarfeiti. Fann ekki til kulda. Tiðindamaður Bæjarblaðsins náði tali af sundmanninum meðan hann var í baðinu. Framhald á 2. sí8u.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.