Bæjarblaðið - 29.07.1958, Qupperneq 2

Bæjarblaðið - 29.07.1958, Qupperneq 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Þri&judagur 29. júlí 1958 *---------------------------------------------•, BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, Valgar&ur Kristjánsson, Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson AfgreiÖslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 8 5 PrentaS í Prentverki Akraness h.f. ______________________________________________________________—f Afmælisfréttir útvarpsins — AKRANESSUND Framhald af 1. síðu. Eyjólfur var glaður og reif- ur, og kvaðst ekki vera þreytt- ur og hefði aldrei fundið til kulda á leiðinini. — Það er sérhæfileiki minn, hve vel ég þoli kulda, sagði hann, — að öðru gerði hann ekki mikið úr afreki sínu, því að maðurinn virðist mjög yfir- lætislaus. Auðséð er annars á Eyjólfi, að hann er mesti þrekskrokkur, enda vegur hann um 105 kg. og er ákaflega bolmikill, og maðurinn allur vasklegur og þreklegur. Oft rekum við, fréttaritarar Ríkisútvarpsins, okkur á það, að almenningi eru ekki ljósar reglur þær, er afmælisfréttir í útvarpinu fara eftir, enda er það ekki von. Býsna margir halda t. d. að þeir þurfi að borga fyrir, ef afmælisfrétt birtist í útvarps- fréttum að þeirra tilhlutan. — Þetta er misskilningur. Afmæl- isfréttir þær, sem á annað borð eru fluttar í útvarpsfréttum, eru fluttar endurgjaldslaust. Hins vegar gilda allstrangar reglur um hva&a afmælis- fregnir skuli fluttar í frétta- tíma. Gott er, að reglur þessar séu kunnar almenningi, svo að fólk haldi ekki, að það sé undir duttlungum fréttaritara komið, hvaða afmæla sé getið og hverra ekki. Skal því prentaður hér sá kafli reglugerðar um útvarps- rekstur ríkisins, sem máli skiptir hér. VI. KAFLI Afmæli. Dánardœgur o. fi. 25- gr. Afmælisfregnir þær, sem Ríkisútvarpið flytur, skulu vera svo fáorðar sem fært þyk- ir, og skulu aðeins rakin helztu störf og afrek, eftir þvi sem ástæða þykir til. I dánarfregnum má greina frá uppnma manna og styðjast að öðru leyti við staðreyndir um helztu æviatriði og unnin störf, en forðast, eftir því sem fært þykir, dóma um menn, vinsældir þeirra og annað. 26. gr. Fréttastofan skal geta af- mælis, dánardægurs eða útfar- ar manns, er ríkisstjórn eða Alþingi minnist hans með því að draga upp fána. 3. Er eða hefur verið lands- kunnur forystumaður í fé- lagsmálum þeim, er taka til almennings, svo sem í íþróttum, slysavörnum, uppeldismálum, bindindis- málum eða öðrum siðbótar- og menningarmálum. 4. Er landskunnur rithöfund- ur, skáld, tónsnillingur eða listamaður í öðrum grein- uím. 5. Er héraðskunnur afreks- maður í íþróttum, fjall- göngum eða öðrum ferða- lögum, hefur vakið á sér sérstaka eftirtekt með björg- unarafrekum eða öðru því, er vakið hefur almenna at- hygli eða aðdáun. 6. Er héraðskunnur frömuður í ræktun og búnaði, sjávar- útvegi, iðnaði, verzlun, handverki eða öðrum al- mennum atvinnugreinum. 7. Er héraðskunnur fræði- maðm- eða sagnaþulur, ætt- fræðingur eða vísindamað- ur í hvers konar grein sem er. 8. Ef hann hefur náð sjötugs- aldri, og er þá heimilt að geta afmælis hans að við- bættum hverjum hálfum tug ára. 28. gr. Heimilt er að geta starfsaf- mælis, ef maður hefir haft á hendi sama starf í_ 20 ár, og síðan að viðbættum hverjum hálfum tug ára. Geta má hjúskaparafmælis, ef hjónaband hefur staðið í 50 ár, og síðan að viðbættum hverjum heilum tug ára. Heimilt er að geta afmælis félags eða stofnunar, er það hefur náð 10 ára aldri, og síðan að viðbættum hverjum hálfum tug ára. „Eins og prófessor ■—“ Tíðindamaðurinn spurði Eyjólf, hvort slíkt sund sem þetta væri ekki geysileg and- leg þrekraun, auk þeirrar líkamlegu, hvort honum fynd- ist ekki tíminn ægilega lengi að líða á svo löngu sundi. — Nei, alls ekki, svaraði Eyjólfur, ég geri mér far um að hugsa sem allra minnst um sundið og vegalengdina. Ég reyni að hugsa um eitthvað annað. Ég sökkvi mér tímun- mn saman niður i hugleiðingar um ýmiss konar efni. Ég er eins og prófessor á sundinu, segir hann og brosir við. — Svo breyti ég til með því að rabba við þá, sem fylgja mér á bátum. Akurnesingar hei&ra sund- garpinn. Þegar Eyjólfur steig á skip daginn eftir, ávarpaði bæjar- stjóri hann og þakkaði honum þann heiður, sem hann hefði sýnt Akranesbæ með því að synda þetta mikla sund hing- að. Afhenti honum siðan fimm þúsund krönur í viðurkenning- arskyni. Var þessi gjöf mjög viðeig- andi hjá bæjarstjórn, og er áreiðanlegt, að einhvem tíma hefur fjárveitingum bæjarins til íþróttamála verið ver varið en í þetta skipti. Yfirleitt hlaut Eyjólfur mjög hlýjar viðtökur eins og verðugt var. Sjálfur virtist hann vera forviða á því, sagðist t. d. hafa furðað sig á, hversu margir biðu hans, þegar hann steig á land. Það er áreiðanlegt, að Akra- nessund Eyjólfs Jónssonar verð -ur lengi í minnum haft. Nr. 8/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlend- um kaffibrennslum. I heildsölu Kr. 37.90 1 smásölu — 43-6o Reykjavík, 16. júní 1958 Verðlagsstjórinn. — - , - . TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu:: Franskbrauð, 500 gr................... Kr. 3.90 Heilhveitibrauð, 500 gr............. . — 3.90 Vínarbrauð, pr. stk..................... — 1.05 Kringlur, pr. kg........................ — ii-5o Tvíbökur, pr. kg........................ — 17.20 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr............... — 5-30 Normalbrauð, 1250 gr................... — 5.30 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir skulu1 þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. A þeim stöðum, sem brauðgerðir eru e'kki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Reykjavik, 23. júní 1958. Verðiagsstjórinn. Nr. 10/1958. TÍLKYNNINC Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt há- marksverð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð með söluskatt.......... Kr. 10.20 Smásöluverð .......................... — 12.80 Reykjavík, 2. júlí 1958. Verðlagsstjórinn. 27. gr. Geta má í fréttinn Ríkisút- varpsims afmælis manns, ef hanm hefur náð iimmtugsaldri, og síðan að viðbættum hverj- um heilum tug ára, ef hann fullmægir eftirgreindum skil- yrðum: 1. Gegnir eða hefur gegnt æðstu virðingarstöðum á Alþingi eða í ríkisstjórn, verið embættismaður ríkis- ins, bæjarfélags eða sýslu- félags. 2. Er eða hefur verið viður- kenndur forystumaður í landsmálum. 29- gi'- Geta má dánardægurs og út- farar manns: 1. Ef hann hefu:r fullnægt skilyrðum 27. greinar, 1.— 7. tölulið. 2. Ef hann hefur orðið sjö- tugur eða eldri, þótt fyrr- greind skilyrði séu ekki fyrir hendi. 30. gr. Heimilt er fréttastofunni, ef sérstök ástæða þykir til, að geta afmælis eða dánardægurs, þó á bresti um skilyrði þau, sem greinir í 27.—29. grein. — BÆRINN FRÍKKAR Framhald af 1. síðu. an svip á bæinn.Er það stór- hýsi þeirra Einars Helgasonar og Þorgeirs Jósefssonar við Skuldartorg. Að lögun er húsið ekki sérstaklega snoturt, en eft- ir að það var málað, gerbreytti það um svip, enda eru lifcir fallegir og smekklega valdir. Hafa eigendumir vafalaust gert sér ljóst, að húsið stendur á þeim stað, að mikið veltur á, að það sé smekklegt útlits, og það hefir tekizt. Nr. 11/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á unnum kjötvörum: Heildsala Smásala ' Miðdagspylsur, pr. kg.Kr. 22.90 Kr. 27.50 Vínarpylsur og bjúgu, pr. kg. — 25.00 — 30.00 Kjötfars, pr. kg. .... — 15-8o — 19.00 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 2. júlí 1958. Verðlagsstjórinn.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.