Bæjarblaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. júlí 1958 BÆJARBLAÐIÐ 3 Okkur Islendingum er menningin afar kært umræðu- efni, og óvíða í veröldinni hef- ir sveitamenningin verið hlað- in slíku lofi sem hér. Það er átakanlega hnyttin athuga- semd, sem danska skáldið Martin A. Hansen skýtur inn í ferðasögu þá um Island, er hann reit skömmu áður en hann dó, en þar segir eitthvað á þessa leið: — Fáum þjóðum er eins ljúft að lofa sveitamenn -inguna og Islendingum og Norðmönnum, en fáar þjóðir gera eins mikið til að útrýma henni og einmitt þær hinar sörnu. — I þessari skarplegu athugasemd er fólgirm alvar- legur sannleikur, sem er þegar orðinn mörgum hugsandi mönnum áhyggjuefni, en allt á isínar orsakir og einnig þessi þróun mála hjá oss Islending- um og Norðmönnum. Breyting á menningar- háttum. Þegar rætt er um menningu íslendinga áður fyrr og þann menningararf, sem geymdur er frá gamalli tíð, er ævinlega um sveitamenningu að ræða, því að ella hefði hér engin menning verið, því 'að þá voru allir Islendingar sveitamenn. Nú er hlutfallinu raskað kyrfi- lega og meirihluti ibúa þessa lands búa nú í þurrabúðum kaupstaðanna og hafa að tals- vert miklu leyti rofnað úr tengslum við íslenzka sveit og sveitalíf. Hefir þetta orðið með skjótum hætti, svo að erfitt er fyrir ungt fólk nú að átta sig á, hve skammt til baka liggur alræói sveitamenningarinnar á á íslandi. I hverju var sveita- menningin fólgin? En í hverju var svo menn- ingarlíf sveitanna áður fyrr fólgið? Það er erfitt að skýr- greina orðið menningu og menningarlif svo að fullnægj- andi sé, en þó má sjálfsagt isvara því til, að það hafi verið fólgið í því að stunda þær list- ir, þau fræði og þær íþróttir, sem þá voru þekktar og hægt var að koma við, slík sem lífs- skilyrði og aðstæður voru. — Auðvitað er einnig til önnur 'hlið á menningunni, en það er verkmenningin og þrifnaðar- menningin. Þar ætla ég, að við getum verið sammála um, að miklar og óskoraðar framfarir hafi á orðið, og því mun ég eyða fáum orðum að þessum þáttum menningarinnar, en snúa mér aftur að hinum. List- greinarnar voru ekki margar fyrr meir, en ein bar þó ægis- hjálm yfir þær allar, og í þeirri grein var lyft grettis- tökum, sem víðfrægt er, en það var skáldskaparlistin, enda þurfti til hennar lítil og ódýr veraldleg hráefni. Myndlistin var fábrotin og þjáðist af stöð- ugum verkfæra- og hráefna- skorti, en þó voru líka til vel hlutgengir menn á því sviði. Tónlistin var mjög frumstæð ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, kennari: Listir og metwinQMmói dveifbýlisins Á fundi Stúdentafélags Miðvesturlands í Bifröst 28. júní s. 1. flutti Þorvaldur Þorvaldsson framsöguerindi um listir og menningarmál dreifbýlisins, sveita, þorpa og kaupstaða, annara en Reykja- víkur. Drap hann á fjölmargt, sem nú er mjög til umræðu, benti á leiðir og úrræði. — Hér birtist fyrri hlutinn af erindi Þorvaldar. og hljóðfærin næstum engin, leiklist vissu fáir hvað var. — Dansinn koðnaði niður meir og meir, bæði vegna andstöðu kirkjunnar og ef til vill lika vegna hins, að baðstofumar gerðust minni og minni og gólfrýmið leyfði því ekki mikl- ar sveiflur. Þannig mætti lengi telja, við þau lífskjör, sem hér var lifað á miðöldum, voru naumast aðstæður til annarar tómstundaiðju og svölunar sköpunarþrá m,annsins barna, en orðsins list, því að alltaf var hægt að útbúa borðskrifli til að skrifa við. íþróttirnar. Þá voru íþróttir ekki fjöl- skrúðugar á þeim tíma, enda voru þá fá met sett. Ein íþrótt þraukaði þó gegnum allar hörmungar þjóðarinnar, en það var glíman, og það er fyrst nú, er vér höfum eignazt íþróttahallir, íþróttavelli og íþróttakennara, að feigðarsvip- ur er kominn á þessa fallegu og sérkennilegu íþrótt, sem með sanni getur kallast arfur frá íslenzkri sveitamenningu. Um áhuga manna fyrir íþrótt þessari þegar fáar aðrar íþrótt- ir voru til á landi hér, vitnar þessi vísa, sem ort var í spaugi um þingeyska glímumenn skömmu eftir aldamótin síð- ustu, en hún er þannig: Það má segja um þessa menn, að þeir eru ekki latir. Tölta þeir héruð tvenn og þrenn til að liggja flatir. Bókleg menning. Ef tómstund gafst á sveita- heimili á dimmu vetrarkvöldi áður fyrr, þá var ekki margra kosta völ um skemmtan eða tómstundagaman. Útvarp var óþekkt orð, spil voru víða illa séð nema á stórhátíðum, en bókin gat alltaf veitt þreyttum manni hvíld og fengið hann til að gleyma brauðstritinu stund og stund. Þvi varð hún snemma vel metinn félagi og leiðsögumaður, en mörgum varð hún ástríða og nautn, jafnvel svo, að bústörfin sátu á hakanum vegna lesþorsta bú- endanna. Til er gömul frásögn um það, að danskur búhöldur ferð- aðist til Islands til að kynna sér sveitalíf og sveitastörf hér á landi. Eftir heimkomuna til Danmerkur var hann spurður, hver honum fyndist helzt vera munurinn á dönskum og is- lenzkum bændum, og svaraði hann á þessa leið: — Danskir bændur eru yfirleitt mjög fróð- ir um allt er lýtur að landbún- aði, en þess utan eru þeir næsta fáfróðir. En íslenzkir bændur eru víða heima í bókmenntum, sögu og skáldskap, tala jafnvel latínu, en um landbúnaðinn sjálfan vita þeir næstum hreint Þorvaldur Þorvaldsson ekki neitt. — Þó að saga þessi sé ýkt, fer hún nokkuð nærri sannleikanum. Það hefir ekki verið upp- örvandi starf á miðöldum að vera bóndi á Islandi og vera dæmdur til þess að horfa á býlin dragast saman og drafna niður og afurðirnar minnka ár frá ári. Það er því skiljanlegt, að menn þessir leituðu hug- svölunar í frásögnum, sem voru svo fjarlægar landbúnaði og sveitastörfum, eins og ridd- aramennska, vopnagnýr og hetjulíf konunga og keisara. Islendingasögur segja lítt frá daglegum störfum bóndans, sveitalífsrómanar voru ekki skráðir hér á landi fyrr en hjá Jóni Thoroddsen. Hvergi verða dagdraumarnir rishærri og ó- raunverulegri, heldur en hjá smælingjanum, sem á einskis úrkosta. Hjá hinum, sem allir vegir eru færir, verða þeir raunverulegri og neðan skýja. I basli hversdagsleikans var það lífgjafi margra að geta lifað öðrum þræði í frásögnum af hetjum og riddurum og flakkað með þeim um lönd og álfur, þegar engin von var annarra ferðalaga. I ljóðabréfi til Guttorms Guttormssonar segir Örn Arnarson: I torfbæjum öreiga æska spann óskanna gullinþráð og orti sér ævintýri, sem aldrei var sagt né skráð. Við bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtiðarströnd Með hendur á hlummi og orfi vann hugurinn ríki og lönd. Kvöldvökur og útvarp. Ef litið er á menningarlíf sveitanna í dag, fer ekki hjá því að oss verður ljóst, að mikl- ar breytingar hafa átt sér stað. Kvöldvakan er ekki lengur ís- lenzkur alþýðuskóli, heldur unir sveitafólk flest kvöld við útvarpið og lætur það skipu- leggja kvöldvökuna, ef svo má að orði kveða. — Kvöldvakan gamla gerði þær kröfur til sér- hvers heimilismanns, að hann væri ekki einungis hlustandi, heldur beinn þátttakandi hverju sinni. Útvarpið gerir engar kröfur til hlustendanna aðrar en þær, að þeir nenni að að hlusta og borgi afnotagjald- ið á réttum tíma. Ég hefi stund- um verið að hugsa um, hvort aftur yrðu teknar upp kvöld- vökur á sveitaheimilum, ef út- varpinu yrði lokað, en við nán- ari umhugsun tel ég það mjög vafasamt. Ein meginástæðan fyrir dauðadómi kvöldvökunn- ar í íslenzkum sveitum er ekki bara útvarpið, heldur fólks- fæðin í sveitunum, sem á einnig sinn þátt í að lama og drepa marga aðra þætti menn- ingar þar. Flóttinn úr sveitunum. Hinar risastóru framkvæmd- ir og nýjungar í fiskveiðum og iðnaði hafa dregið fólkið svo þúsundum skiptir að sjávarsíð- unni, svo að algjör landauðn hefir orðið í sumum sveitum. Víða búa nú hjón einsömul í sveit með einu eða tveimur börnum sínum og framleiða eins mikið og sjö, átta manns gerðu fyrir 50 árum. En svo mjög sem tækin hafa létt vinn- ima í sveitinni, gefa þau þó yfirleitt ekki fleiri tómstundir en var, því að íólkið er svo miklu færra á hverjum bæ, og skepnuhirðingin er tímafrekt og bindandi starf. Á sama tíma og fólkinu hefir fækkað í sveit- unum, hafa risið upp bæir við sjávarsíðuna, sem hafa hafið mnflutning á ýmsum þáttum menningar frá öðrum löndum. Leiklistin. Leiklist er t. d. orðinn all veigamikill þáttur í menning- arlífi Islendinga í dag. Þar hefir Reykjavík auðvitað staðið í broddi fylkingar, en þó hafa önnur byggðalög reynt að fylgja fast á eftir. Nú höfum vér eignazt þjóðleikhús, sem ferðast með leikrit um lands- byggðina. Þessi ferðalög þjóð- leikhússins eru yfirleitt mjög kærkominn þáttur í skemmt- analífi sveitafólksins og fólks í kaupstöðum út á landi, en þó hafa þau einn ókost i för með sér. Þau gera leikfélögum og leikflokkum úti á landi sífellt erfiðara að koma upp leiksýn- ingum, vegna þess að kröfur heimamanna harðna svo mjög, ekki einasta um sjálfan leik- inn, heldur líka leiktjöld, bún- inga og allan sviðsútbúnað. Það má þvi búast við, að þró- unin verði hér svipuð og víða erlendis, að áhugaleikflokkar út um landsbyggðina leggist niður, en í staðinn komi at- vinnuflokkar, sem ferðist um landið. Er það að mörgu leyti slæmt fyrir menningarlíf dreif- býlisins, en ef til vill að mörgu leyti gott fyrir leiklistina sjálfa. Myndlistin. Málaralistin er tiltölulega ung listgrein hérlendis, upp- haflega sprottin af rómantiskri þrá til að festa fegurð landsins á nakið léreftið. Má segja að áhuginn fyrir málaralistinni hafi í upphafi verið engu minni í sveitum landsins en í höfuðstaðnum. En þróunin í málaralistinni hefir verið ör hér á landi. Má segja, að hún hafi á 50 árum runnið skeið, sem víðast hvar erlendis hefir tekið aldir. Landsmenn hafa yfirleitt ekki fylgzt almenni- lega með þessari — næstum allt of öru þróun — og þar hefir dreifbýlið skiljanlega haft miklu verri aðstöðu. Ég þori hiklaust að fullyrða, að áhugi fyrir nútíma — moderne — málaralist er mjög lítill út um byggðir landsins og það sama trúi ég að gildi um höggmynda list. Tónlistin. Tónlistin er margþætt list- grein og má segja að einn þáttur hennar standi allföstum rótum í þjóðlífinu, en það er söngurinn. Það er sú tegund tónlistar, sem lengst hefir ver- ið iðkuð í landi hér, enda ódýr- asta hljóðfærið notað. I aldar- fjórðung hefir útvarpið unnið að því að útbreiða áhuga á tón- list, en það mun vera sann- leikur að innsta kjarna góðrar tónlistar kynnast menn ekki gegnum útvarp heldur í hljóm- leikasölunum. I þessu efni liafa allair byggðir landsins orðið verulega afskiptar nema Rvík allt fram til þessa, en tónlist- arfélög og tónlistarskólar út um land vinna að því hægt og hægt og bæta að einhverju leyti úr þessu. Félagsheimilin og dans- Ieikirnir. Hefir þá ekkert verið gert til að auðvelda sveitafólki að Framhald á 4. síðu.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.