Bæjarblaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 4
Akornesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, Þriðjudaginn 29. jálí 1958. Auglýsið í BÆJARBLAÐEVU Nr. 12/1958, TILKYNNING j Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfar- andi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum: I. Verks.lœðisvinna og vidgeröir: Dagvinna ....................... Kr. 45.40 Eftirvinna ..................... — 63.55 Næturvinna ..................... — 81.70 II. Vinna við raflagnir: Dagvinna ....................... Kr. 43.25 Eftirvinna ..................... — 60.60 Næturvinna ..................... — 77-9° Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu og skal vinna, sem undanþegin er gjöldum þessum, vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 4. júlí 1958. V erðlagsst jórinn. Nr. 13/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið, að verð hverrar seldrar vinnustundar hjá eftirtöldum aðilum megi hæst vera sem hér segir: Bifreiðaverkstœði, vélsrniÖjur og blikksmiöjur: Sveinar Kr. 44.35 Kr. 62.05 Kr. 79.80 Aðstoðarmenn — 32.95 — 46.10 — 59-25 Verkamenn — 32.25 — 45 -15 — 58.00 Verkstjórar 1— 48.80 — 68.25 — 87.80 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. SkipasmíðastöSvar: Sveinar . Kr. 41.70 Kr. O 00 Kr. 75.10 Aðstoðarmenri . — 30.20 42.30 — 54.40 Verkamenn . — 29-55 — 41.40 — 53=25 Verkstjórar . — 45.85 64.25 — 82.60 Reykjavík, 8. júlí 1958. V erðlagsst jórinn. Nr. 14/1958. TILKYNMNG Innflutningsskrifstofan liefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gasolíu, og gildir verðið hvar sem er á landinu: Heildsöluverð, hver smálest ... Kr. 970.00 Smásöluverð úr geymi, hver lítri .... — 0.96 Heimilt er að reikna 5 aura á lítra fyrir útkeyrslu. Heimilt er að reikna 15 aura á lítra í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum má verðið vera 2 y2 eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 12. júlí 1958. Reykjavík, 11. júlí 1958. V erðlagsst jórinn. - LISTIR OG MENNINGARMÁL Framhald af 3. síðu. halda uppi menningarlífi í sveitum landsins? Jú, stofnað- ur hefir verið félagsheimila- sjóður og með aðstoð hans hafa félagsheimili risið upp eins og gorkúlur á haug á þriðju hverri þúfu. Eru þau sums staðar svo þétt, að samtök varð að gera, jafnvel milli þriggja húsa, að þar mætti ekkert fram fara í tveimur samtímis. Er þá vand- séð hvers vegna ekki mátti hafa húsið eitt og hafa það sameign fleiri sveitarfélaga. — Mörg þessi hús eru stór gím- öld illa máluð og illa búin húsgögnum, sömuleiðis illa búin ljósatækjum og sviðsút- búnaði. Hugmyndin um félagsheim- ilasjóð er allrar virðingar verð, en hefir verið herfilega mis- notuð. Má þar t. d. minna á, að hér í Borgarfjarðarsýslu eru risin 6 félagsheimili og eru þó 3 hreppar ennþá útundan. En í Mýrasýslu og Dalasýslu er ennþá ekkert félagsheimili. Er vandséð, hvað hreppur með 20 fjölskyldum á að gera við fé- lagsheimili yfir 200 manns. Er það og líka sorgleg stað- reynd, að verulegur hluti þeirr- ar istarfsemi, sem fram fer í húsum þessum á lítið skylt við menningu, og er einn svart- asti bletturinn í skemmtanalífi þessarar þjóðar. Einkanlega á sumrin fara þarna fram dans- leikir um hverja- helgi. Eru þeir oftast stjórnlausir, lög- gæzlulausir og jafnvel mörg dæmi þess, að dyraverðirnir gátu ekki einu sinni haldið sér allsgáðum kvöldið á enda. Er það staðreynd, sem ég þori hiklaust að bera fram hér, að á sveitasamkomum í þessu hér- aði hefi ég séð ljótari hluti en ég hefi nokkurs staðar séð í forvitnisheimsóknum til al- ræmdra skemmtistaða erlendis. Enda má óhikað fullyrða að þetta skemmtanahald eins og það hefir verið rekið er smán- arblettur á þjóð vorri, og það er skylda vor menntamanna út um byggðir landsins að reyna að spyrna við fótum. — Það er t. d. algengt að selja inn á svona samkomur tvöfalt fleira fólki en fyrir komast í húsinu hverju sinni. Löggæzla er oftast engin og geta menn framið hverja þá óhæfu sem þá lystir án þess nokkur skipti sér þar af. Samkomur þessar eru oft að mjög óverulegum hluta sóttar af innansveitar- fólki, heldur miðast stærð hús- anna á hverjum stað oft við það að geta teymt þangað nokkur hundruð unglinga frá nærliggjandi kaupstöðum, því hér er þeim boðið upp á at- hafnafrelsi til að gera hluti, sem þeir annað hvort ekki fengju í sínu heimaplássi, eða fengju sig ekki til að gera. Er þarna vegið aftan að foreldrum unglinga í kaupstöðum, sem eiga margir nógu erfitt með að verja börn sín fyrir hættum bæjanna, en eiga þeim mun erfiðara með að ná tugi kíló- metra út fyrir sinn kaupstað. Dyraverðir á sveitadansleikj- um spyrja aldrei um aldur og skipta sér lítið af því, á hvaða stigi ölæðis samkomugestir eru. Er það til dæmis hláleg staðreynd fyrir oss Akurnes- inga, að á undánförnum árum hafa tugþúsundir króna verið tíndar upp úr vösum okkar unglinga til að byggja óþarf- lega mörg og stór samkomu- hús upp um allan Borgarfjörð, en á sama tíma hafa aldrei 'verið til peningar til að byggja félagsheimili á Akranesi. Við þetta bætist það ranglæti, að ekki er krafizt neins skemmt- anaskatts af aðgangseyrinum að skemmtunum sveitanna, en félög kaupstaðanna verða að borga háan skemmtanaskatt, sem að miklu leyti gengur til að byggja upp þessi félags- heimili sveitanna, og sem ger- ir það að verkum, að illmögu- legt er að láta nokkra skemmt- un í kaupstað standa undir sér, og þá allra isízt þær, sem til menningarauka horfa. Sveitaskemmtanirnar og kaupstaðaungling- arnir. Ég hefi stundum rætt við menn, sem staðið hafa fyrir vansæmandi skemmtunum í sveitum og álasað þeim. Þeir hafa þá venjulega svarað því til, að það sé kaupstaðaskríll- inn sem komi og eyðileggi allar skemmtanirnar. Þesisi afsökun er að vissu marki rétt, en fellur þó á þeirri staðreynd, að skemmtanir þessar eru oft rækilega auglýstar í útvarpinu í þeim tilgangi að draga að sér þennan svokallaða kaupstaðar- skríl, sem oft eru börn :sóma- fólks, sem ekki má vamm sitt vita, ef til vill okkar börn, sem hér erum. Það er lika sjaldan gert mikið til að hafa áhrif á hegðun þessara unglinga þegar á staðinn er komið. Ævintýra- þrá þeirra fær útrás í furðuleg- ustu hlutum, sem þeir fremja óttalausir vegna þess að ekkert er að óttast á þessum stað. Mér er minnisstætt, er ég var eitt smn staddur á * einni svona samkomu austur í Árnessýslu fyrir nokkrum árum. Allróstu- samt var orðið þegar snemma kvölds og áttu þar drýgstan þáttinn þrír ungir piltar, varla meir en 16—17 ára. Þegar framkoma þeirra og apalæti keyrði úr hófi, gekk skyndi- lega að þeim ungur innansveit- armaður, tók tvo þeirra sitt undir hvora hendi, hélt á þeim út úr dyrunum og fleygði þeim orðalaust fram af tröppunum niður á mölina fyrir neðan. Síðan bjóst hann til að ná í þann þriðja, en hann baðst þá vægðar og kaus heldur að hafa hægt um sig. Fékk nú samkoman allt annan svip' og skemmtu menn sér friðsam- lega það sem eftir var kvölds, en þremenningamir þorðu ekki að láta á sér kræla. Það er alkunna, að oft stunda hópar pilta þá íþrótt að hleypa upp samkomum og eyðileggja þær úti á landsbyggðinni. Þetta eru einhverjir rétthæstu menn þjóðfélagsins, og er vafasamt að þjóðfélagið fari eins mild- um höndum um nokkra aðra stétt manna. Þessa menn verð- ur helzt að skjalla og hlaða upplognu hrósi til að hafa þá góða. Lögregla — ef einhver er — má alls ekki blaka við mönnum þessum, ef þeir eru barðir, er lögreglan ákærð um harðýðgi, og þegar yfirvald í einni sýslu greip til þess ráðs isem er að mínu viti það bezta, sem fundið hefir verið upp á landi hér, en það var að stinga þeim í poka, þótti það svo ó- mannúðleg meðferð á slíkum heiðursmönnum, að bannað var að endurtaka það, en ekki bent á neitt ráð er koma mætti í staðinn. Eg hefi orðið langorð- ur um þetta atriði vegna þess að hér eru stödd yfirvöld fjög- urra sýslna og langar mig til að skora á þá að leggja hér eitthvað til málanna í umræð- unuim á eftir og benda á leiðir til úrbóta. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra kaupstaðar- búa, þegar ég óska þess, að unglingar kaupstaðanna flýi ekki út í frelsi sveitalífsins til að fremja athæfi á auglýstum samkomum þar, sem þeir myndu ekki leyfa sér á sam- komum heima. tJr þessu mætti vafalaust mikið bæta með auk- inni löggæzlu. Það er a. m. k. mín iskoðun. FRÁ GAGNFR.SKÖLANUM Á AKRANESI Þeir nemendur, sem ætla sér í framhaldsdeildir skól- ans, þriðja og fjórða bekk, á komandi vetri, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst, og eigi síðar en 10. september n. k. — Þeir, sem síðar sækja um, mega búast við að fá ekki skólavist. Þeir, sem setjast eiga í 2. bekk, þurfa ekki að sækja um, en verða hins vegar að tilkynna, ef þeir flytjast burt, eða fara í aðra skóla. — Innritun í 1. bekk verður aug- lýst síðar, en hún fer fram, skv. venju, seint í september. Gagnfræðaskólanum á Akranesi 28. júlí 1958 SKÓLASTJÓRI.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.