Bæjarblaðið - 09.09.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 09.09.1958, Blaðsíða 1
♦ 8. árgangur. Akranesi, þriÖjudaginn 9. september 1958- 9■ tölublaS BÆJABBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Vei&arfœrav. Axels Sveinbjörnssonar, Verzl. Eirtars ölafssonar. Verzlunin Brú, Stöðugt tr unnið oi söfn- un til Byggðasafnsins Safnið er þegar orðið merkilegt og umfangsmikið Ötrúlega margir og merkir munir eru komnir á byggÖa- safniÖ í GörSum og von er á miklu í viSbót. Mikill áhugi ríkir á Akranesi og í sveitunum sunnan SkarSsheiSar fyrir því aS gera safnið sem bezt úr garSi og prýSa þaS, sern flestum góS- um munum. Stöðugt hefir verið unnið að söfnun í sumar. Hefir séra Jón M. Guðjónsson verið ó- þreytandi í því starfi og spar- ar hvorki tíma né fyrirhöfn. Hefir erindum byggðasafnsins alls staðar verið vel tekið og skilningur á tilgangi þess og gildi er góður og fer vaxandi. 1 fyrstu ríkir sá misskilning- ur hjá sumum, að á svona safn eigi ekki aðrir munir erindi en þeir, sem talizt geta „forn- gripir“. Slíkt hyggðasafn er safn til minningar um liðna tíma, menn og málefni, at- vinnuhætti og menningu. Jafn- vel hlutur, sem er aðeins fárra áratuga gamall, getur haft gildi sem safngripur, ef hann er sýnishorn af horfnum eða hverfandi menningar- og at- vinriuháttum. AÐBtJNAÐUR SAFNSINS. Garðahúsið gamla er enn sem komið er sæmilegur og viðeigandi aðsetur fyrir byggða -safnið. En hætta er á, að það verði fljótt of lítið. Hins vegar er einsætt, að safnið verði í Görðum um aldur og ævi, enda þótt því kunni að verða reist ný húsakynni. SAFNIÐ VANTAR FÉ. Brýna nauðsyn ber til að laga Garðahúsið til* sem allra fyrst, svo að sæmilega geti far- ið um safnið og hægt verði að opna það almenningi. 1 aðalsalinn þarf að setja skilrúm, lág, og gera hentuga sýningarbása. Smíða þarf púlt og sýningarskápa með gleri. Rúmast þá allt miklu betur og verður aðgengilegra. Loft þarf að setja í risið. Loks þarf að gera kjallarann hæfan sem sýningarsal. En fé mun vanta til sumra þessara framkvæmda. Bæjar- stjóm mun hafa góðan skiln- ing á málinu og leggur fram sinn skerf. En bæjarsjóður hef- ir í mörg horn að líta og þyrftu fleiri aðilar að koma til styrkt- ar og aðstoðar. Er þar fyrst að nefna allan almenning, sem styrkt getur safnið með frjáls- um framlögum, t. d. ættu gest- ir safnsins að gera sér að venju að skilja jafnan eftir smáupp- hæð. Félög, sem telja sig menningarfélög, eins og Ro- taryklúbbur, Lionsklúbbur og Stúdentafélag o. fl. ættu að telja það skyldu sína að styrkja þessa merkilegu starfsemi. Vonandi líður að því, að unnt verði rið' opna byggða- safnið almenningi. Tveir knottspyrnuflokbr fr« Kkrnnest fnrn til Norðurlnntln Meistaraflokkur fór í ágúst, 2. flokkur er nú úti Fyrri flokkurinn, meistararnir, voru í ferSalaginu 14.— 27. ágúst og komu heim ósigraSir eftir þrfá kappleiki. Flogið var beint til Osló og keppt í Lilleström 16. ágúst, við sænskt lið. Unnu Akur- nesingar með 4:2 Næst var leikið í Raufors og unnu okkar menn með 5:1. Síðasti leikurinn var í Lille- hammer, og varð þar jafntefli 2:2. Heim komu þessir knatt- spymumenn frá Kaupmanna- höfn 27. ágúst. Daginn eftir fóru ímgu mennirnir 2. flokkur, beint til Finnlands. Þeir heimsækja vinabæi Akraness í Nárpes í Finnlandi og Vástervik í Sví- þjóð. Þeir gerðu jafntefli við Nárpes-liðið þann 31. ágúst: 3:3, og kepptu aftur við sama lið 3. þ.m. og unnu þá með 4:0. Þegar blaðið fór í prentun, íslenzka varSskipiS „ÞÓR“ hefur komiS mjög viS sögu í baráttunni viS brezku landhelgisbrjót- ana síSustu sólarhringana. r Utve^sitieifif/ skipstjórnr O0 st0ríitfeifif ó Skronesi tóku nf0nóor(e0A forgstu í lood- hel0ÍsntólÍDU ASKORUN ÞEIRRA VAR UPPHAF AÐ MIKILLI ÖLDU MÓT- MÆLA OG ASKOIIANA Nokkrum dögum áður en hin nýja útfærsla fiskveiðitakmarkanna var gerð, komu útvegs- menn, skipstjórar og stýrimenn á Akranesi á sameiginlegan fund um landhelgismálið. Gerðu þeir þar skörulega og einarðlega ályktun, sem lesin var í útvarpinu sama kvöld og birt í öllum dagblöðum daginn eftir og vakti mikla athygli, og má segja að hún hafi markað nokkur tíma- mót í sögu málsins, því að hún varð upphaf að f jölda samþykkta víða um land. Það var jafnvel ekki laust við, að þessi einarðlega álykt- un Akurnesinganna hefði áhrif á afstöðu blaðanna og ýtti und- ir skörulegri framgöngu í þessu máli. Almexmingur á Akra- nesi fagnar því, að útvegsmenn hér og yfirmenm á fiskveiði- flotanum hér, skuli hafa tek- ið svo rösklega í þetta mikla hagsmunamál vort, með sam- hug, einurð og festu. Áskorunin, sem gerð var, var stíluð til ríkisstjórnarinn- voru hinir ungu knattspyrnu- menn staddir í Vastervik. Nárpes og Vástervik eru tveir af fjórum vinabæjum Akraness á Norðurlöndum. Þessi knattspyrnuför kom fyrst til umræðu á vinabæjamótinu, sem hér var haldið í fyrrasum- ar. Síðar verður sagt nánar frá þessum knattspymuferðum hér í blaðinu. ar, og samþykkt í einu hljóði á fundinum. Hún hljóðar svo: „1 tilefni af því að óðum líð- ur að þeirri stund, að úr því fáist skorið, hvort tilraum verði gerð til að hindra þá fram- kvæmd íslendinga, sem er lífs- varðandi fyrir þá nú og í fram- tíðinni, að færa út fiskveiði- takmörkin við strendur lands- ins úr 4 sjómílum í 12 sjómíl- ur, viljum vér, með tilliti til þeirra ógnana og hótana, sem fréttir herma að uppi séu með nokkrum fiskveiðiþjóðum, eink um Bretum, um aðgerðir hér að lútandi, skora alvarlega á ríkisstjórnina að hopa hvergi frá settu marki um útfærslu fiskveiðitakmarkanna. Vér lít- um svo á, að réttur vor til slíkra óhjákvæmilegra sjálfs- bjargarákvarðana sé skýlaus, enda í fullu samræmi við á- kvarðanir ýmissa annarra þjóða, sem ótaldar eru, bæði að því er snertir fiskveiðar og hagnýtingu náttúruauðæfa, er fólgin kunna að vera undir hafsbotni. Viljum vér láta í Ijós þá skoðun vora, að ef það kæmi á daginn, að erlend þjóð gerði alvöru úr því að fremja slíkt óhæfuverk, að hindra að einhverju leyti framkvæmd vora á hinni nýju fiskveiði- reglugerð, þá beri ríkisstjórn- inni, ef vér ekki af eigin ramm leik höfurn mátt til að hrinda slíku ofbeldi, að snúa sér taf- arlaust til forráðamanna banda -ríska varnarliðsins hér á landi og krefjast þess af þeim, að þeir veiti oss til þess í tæka tíð fulltingi, er nægi til að verja rétt vorn og hrinda slíkri árás á sjálfsbjargarviðleitni þjóðar vorrar. Vér lítum svo á, að á því geti ekki vafi leikið, að forráðamenn varnarliðsins hér telji það beina skyldu sína að sinna fljótt og greiðlega slík- um tilmælum, enda slægi það miklum skugga á þær öryggis- vonir, er vér höfum talið oss trú um, að tengdar væru við það að hafa lánað land vort til varnaraðgerða og vamarliðs- dvalar um árabil, ef oss brygð- ist nauðsynleg aðstoð og vernd á slíkri örlagastund. Mundi slíkt fyrirbæri að sjálfsögðu ærið tilefni til nýrrar athugun- ar á afstöðu vorri til Atlants- haf sbandalagsins. Utvegsmannafél. Akraness. Skipstjóra- og stýrim.fél. Hafþór“.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.