Bæjarblaðið - 09.09.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 09.09.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. september 1958 BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, Valgarður Kristjánsson, Karl Helgason og Þorualdur Þorvaldsson Afgrei&slan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 85 Prenta& í Prentuerki Akraness h.f. .______________________________________________________t Einhugo þjóð Þau gleðilegu tíðindi hafa gerzt með þjóð vorri, að hún stendur nú saman sem einn maður í stórmáli. Tilefnið er að visu síður en svo gleðilegt, ágangur og yfirgangur stórþjóðar gagnvart oss. En ofbeldið utan frá hefir þokað okkur saman, svo að nú eru Islendingar samhuga fylking, að kalla má. Að vísu munu örfáir pólitískir spekúlantar hafa verið eitthvað linir í málinu, en raddir þeirra hafa þagnað, því að þeir sjá hug þjóðarinnar og þora ekki að æmta né skræmta. Ástæða þykir til að minna hér á orð, sem birzt hafa áður hér í blaðinu. Það var í ræðu, sem sá, er þetta ritar, flutti á þjóðhátíð á Akranesi 17. júní s.l., og fjallaði hún nær eingöngu um landhelgismálið. Ræðan vakti nokkra athygli og var m.a. birt í heilu lagi í einu Reykjavíkurblaðanna og kaflar ir henni í öðru. — í ræðu þessari var m. a. komizt svo að orði. „Vér verðum að gera oss ljóst, að alger þjóðareining verður að ríkja run mál eins landhelgismálið. Án hennar er málið tapað um ófyrirsjáanlegan tíma. Ef stjórnmálamennirnir verða svo lánlitlir að vekja sundrungu um atriði, sem ekki skipta meginmáli, þá verðum vér, kjósendurnir, alþýða manna, o.ð taka í taumana. Vér getum ekki þolað nokkrum giftusnauðum og óþjóðhollum valdaspekúlöntum að leika sér svo gálauslega að fjöreggi þjóðarhagsmunanna. Og stjórnmálamennirnir mega vara sig í þessu máli, ef þeir ætla að fara að nota landhelgis- málið til framdráttar einstökum flokkshagsmunum. Þeir ættu að gera sér ljóst, að almenningur lítur mjög alvarlegum aug- inn á málið, og vill halda á því með festu, en fullri varúð. Þeim þingmönnum gæti orðið býsna hált á stjórnmálasvell- inu í næstu kosningum, sem ekki fara að með gát. .... Það er gott tækifæri til að skapa þjóðareiningu um landhelgismálið. Það gæti orðið íslenzku þjóðinni mikið happ á þessum vandasömu tímum, ef henni auðnaðist að standa fast saman um eitt stórmál. Það gæti ef til vill skapað þjóðar- einingu um fleiri mál, og hvað skortir oss, fslendinga nú meir?“ Þessi orð gefa til efni til áframhaldandi hugleiðinga nú, eftir að mikil tíðindi hafa gerzt. Fyrst er að líta á það, sem sagt var um afstöðu stjórnmála- mannanna. Það er alkunna, að sumir þeirra hafa reynt að notfæra sér landhelgismálið í eigingjörnum tilgangi, verið á báðum áttum og jafnvel hættulegir málstað fslands. Þessir menn hafa þagnað síðustu vikumar, þegar hin mikla eining þjóðarinnar varð ljós, þeir hafa fengið sinn fyrsta dóm, en eiga sumir hverjir eftir að fá ennþá þyngri dóm í næstu kosn- ingum. Það má ólíklegt telja, að almenningur sé svo gleyminn, að hann verði búinn að strika út syndir einstakra manna í landhelgismálinu um kosningarnar næstu, þótt þeir reyni þá vafalaust að klóra yfir það sem þeir sögðu meðan landhelgis- málið var í deiglunni. Við Akurnesingar getum borið höfuðið hátt vegna þingmanns okkar í þessu máli. Hinn aldni skörung- ur, Pétur Ottesen, er í hópi þeirra manna, sem einarðastir hafa verið og óhvikulastir í þessu velferðarmáli fslands. Og þótt við séum ekki öll kjósendur hans, þakka honum allir, hvar í flokki, sem þeir standa, þessa skörulegu framgöngu hans. En þær setningar í tilvitnuninni hér að ofan, sem ein- kenndar eru, gefa þó mest tilefni til áframhaldandi umræðu. Þjóðareining hefir þegar skapazt um eitt mál, landhelgismálið, og það er mikil og gleðileg nýjung í íslenzkum þjóðmálum. En á því er víst enginn vafi, að fátt þráir íslenzkur almenn ingur meir en einingu inn fleiri stórmál. Fólkið er löngu þreytt á hinni sífelldu pólitísku spennu, alvörulitlu karpi og rifrildi stjórnmálaforingjanna um mikils verð mál sem flestir sjá þó, að hægt er að sameinast um, ef ekki koma til bjánaleg yfir- boð og kapphlaup stjórnmálaflokkanna, og jafnvel einstakra stjómmálaforingja. í landhelgismálinu ríkir heið og björt stemning í ísfenzku þjóðlífi. Þrátt fyrir mikinn vanda og mikia hættu, eru menn glaðir og reifir. Því fylgir mikill styrkur að standa sameinaðir í stóru máli, sem hafið er yfir smásmugulegt og nagialegt nöfdur og pex. Nr. 17 1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Heildsöluverð, hver smálest..... kr. 1045.00 Smásöluverð úr geymi, hver lítri — 1.03 Heimilt er að reikna 5 aura á lítra fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 15 aura á lítra í af- greiðslugjald frá smásöludæfu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera 2 y% eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. sept- ember 1958. Reykjavik, 31. ágúst 1958. V erðlagsst jórinn. _________________________________ --------------------------------------------- Nr. 18/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefir í dag ákveðið eftir-- farandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum. I. Verkstœðisvinna og viðgerðir: Dagvinna kr. 45-85 Eftirvinna — 64.20 Næturvinna — 82.55 11. Vinna við raflagnir: Dagvinna kr. 43-75 Eftirvinna — 61.25 Næturvinna — 78.75 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið verðinu og skal vinna, sem undanþegin er gjöldui þessum vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 1. sept. 1958. Verðlagsstjórinn. — Úbúð óskasl helzt tvö herbergi og eldhús, fyrir ein- hleypan starfsmann Smentsverksmiðj- unnar. Upplýsingar í síma verksmiðjunnar. — — HÚSMÆÐUR, AKRANESI Hreinir stórisar, stífaðir og strekktir, — Fljót af- greiðsla. — Gjörið svo vel áð láta fylgja mál af þeirri sídd, sem óskað er. SÖRLASKJÓLI 44, REYKJAVÍK Sími 15871. Ég held, að landhelgismálið verði íslenzku þjóðinni til mik- illar blessunar, hver sem úrslitin verða, — ef þjóðinni auðn- ast að standa svo fast saman, sem liún hefir gert undanfarna daga. Menn hljóta að finna, hve afstaða almennings og stjórn- málamanna er hollari í þessu máli en öllum flokkspólitísku deilumálunum, þar sem ágreiningurinn er stundum búmn til, til þess eins að vera ekki á sama máli og andstæðingurinn. Það er ósk margra, að landhelgismálið megi verða til auk- ins þroska í íslenzku þjóðlífi og félagsmálum. Vér höfum þok- azt saman um berjumst öll hlið við hlið í stórmáli, sem skiptir þjóðina meginmáli. Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að skapa þjóðareiningu um fleiri mál? Landhelgismálið og af- staða þjóðarinnar í því vísar veginn sem viti um nótt. RJÓH. Vegna vöntunar á gleri verður vinnu- stofan aðeins opin frá kl. 5—7 daglega um óákveðinn tíma. GLERSLÍPUN AKRANESS ÁLYKTANIR í LAND- HELGISMÁLINU Bæjarstjórn Akraness fagn- ar útfærslu fiskveiðilandhelg- innar í 12 mílur og þakkar ríkisstjórn og öðrum þeim, er unnið hafa að framgangi móls- ins. Bæjarstjórnin undrast og fordæmir hinar dæmalausu hefndarráðstafanir Breta, her- verndaðan veiðiþjófnað þeiria og mannrán. Jafnframt skorar bæjar- stjórnin á ríkisstjórnina, blaða- kost landsins og þjóðina alla að mótmæla ofbeldinu á allan löglegan hát og standa sem órofaheild gegn ofríkinu, þar til fullum sigri er náð. Að lokum vottar Bæjarstjórn Akraness stjórn landhelgisgæzl unnar og skipshöfnum íslenzku varðskipanna virðingu sína fyrir prúðmannlega, einbeitta og karlmannlega framkomu þeirra í viðureigninni við landhelgisbr j ótana. Ályktun þessi var gerð ein- róma. * * * Trúnaðarmannaráðs fundur Verklýðsfélags Akraness, hald- inn 5. sept. 1958, fagnar þeim langþráða áfanga, að fiskveiði- lögsaga Islands, hefur nú ver- ið færð út i tólf mílur fró grunnlínum, og vottar öllum, sem fyrr og siðar hafa unnið að þeirri lausn sem þetta mál hefur nú hlotið, og færir ein- lægar þakkir fyrir drengilega og djarfa sókn, sem öll miðar að því að hagnýta augljósan og ótvíræðan rétt Islands til að vemda brýnustu lífshagsmuni þjóðarinnar. Trúnaðarmannaráðið for- dæmir harðlega hina freku og ódrengilegu afstöðu brezku rík- isstjórnarinnar, sem með fram- komu sinni hefur traðkað á íslenzkum rétti til sjálfsbjarg- ar, óvirt fullveldið, beitt ís- lenzka varðskipsmenn kúgun og tekið þá með valdi frá skyldustörfum. Fyrir þessar að farir lýsir trúnaðarmannaráðið megnri fyrirlitningu á starfs- aðferðum brezkra herskipa í landhelgi Islands. Trúnaðarmannaráðið heitir á alla íslendinga að standa sam an af einhug og festu í máli þessu og fylgja því fram þar til fullur sigur er fenginn.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.